Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ KONA í Reykjavík fær ekki bætt tjón sem hún telur sig hafa orðið fyrir vegna rangrar stærðarskráningar íbúðar sinnar hjá Fasteignamati rík- isins. Hún segir hvern vísa á annan og líkir ástandinu við skrifræðismartröð. Tapið segir hún tilfinnanlegt og að fyrir liggi lögfræðiálit þar sem það er metið á 950 þúsund krónur. Konan keypti íbúðina, sem er í blokk í Breiðholti, árið 1995 á 6,8 milljónir og seldi hana aftur á 6,2 milljónir 1997 en í millitíðinni lét hún sjálf vita af rangri stærðarskráningu íbúðarinnar. „Það getur hver sem er lent í þessu og merkilegt að fá ekki bætt mistök sem verða hjá opinber- um aðilum,“ sagði hún. Fer heiðarlega að Stærðarmunurinn uppgötvaðist þegar konan furðaði sig á að fjögurra herbergja íbúð í blokkinni sem var til sölu var auglýst jafn stór hennar, sem var þriggja herbergja. „Auðvitað lít- ur maður ekki fram hjá svona löguðu. Ég fer bara heiðarlega að, en í þessu tilviki virðist heiðarleikinn ætla að verða mér að falli,“ sagði konan. Í upphafi leitaði hún til fasteignasöl- unnar sem hafði milligöngu um söl- una en fékk þau svör að fasteignasal- an bæri ekki ábyrgð á upplýsingum um stærð íbúða. „Þeir vísuðu kröfunni bara frá og sögðust ekkert geta gert, ég yrði bara að fá mér lögmann,“ sagði konan og bætti við að nú hafi bæst við sölutapið lögfræðikostnaður sem hún hafi lagt í og önnur gjöld er eignina vörðuðu. Konan segir álit lögfræðinga sinna að krafa sé fyrir hendi en óljóst á hvern, t.a.m. sé ekki hægt að ganga að fyrri eiganda því hann hafi selt íbúðina í góðri trú og alla tíð borgað of há fasteignagjöld. Þó segir hún ljóst að brotið sé ekki fyrnt gagnvart henni og samkvæmt lögum hafi fólk 10 ár til að sækja mál sitt. Konan segist jafnframt vera búin að ganga úr skugga um að verktakinn sem byggði íbúðina hafi skilað af sér réttum stærðartölum þannig að klár- lega hafi verið um að ræða mistök hjá skrifstofu borgarverkfræðings. Bótakröfum hafnað Í bréfi lögmanns konunnar til Fasteignamats ríkisins og bygging- arfulltrúans í Reykjavík er upphæð kröfunnar byggð á að íbúðin hafi reynst 14 prósentum minni en talið var og krafan því sama hlutfall af upprunalegu kaupverði íbúðarinnar sem var 6,8 milljónir króna. „Svo virðist sem ástæðuna sé að rekja til mistaka við skráningu upp- lýsinga um stærð íbúðarinnar og að þar hafi byggingarfulltrúinn í Reykjavík og/eða Fasteignamat rík- isins átt hlut að máli,“ segir einnig í bréfinu. Fasteignamat ríkisins hafnaði bótakröfum á þeim forsendum að mistökin lægju í upplýsingagjöf frá byggingarfulltrúa til fasteignamats árið 1978 og vísuðu máli sínu til stuðnings í lög númer 6 frá árinu 2001 um skráningu og mat fasteigna þar sem ábyrgð sveitarstjórna er tíund- uð. Sjöfn Kristjánsdóttir, aðstoðar- maður borgarlögmanns, taldi það skjóta skökku við að vísa í ný lög sem tækju gildi löngu eftir að meint brot ætti sér stað. Í svarbréfi hennar til lögmanna konunnar segir að viðskipti einkaaðila með fasteignir séu borg- arsjóði óviðkomandi. Jafnframt segir: „Þrátt fyrir að gerð hafi verið mistök á skrifstofu byggingarfulltrúa við upplýsingagjöf til Fasteignamats ríkisins á árinu 1978 fellir það atriði ekki bótaskyldu á borgarsjóð vegna viðskipta umbj. yðar með ofangreinda íbúð. Auk þess er skaðabótakrafa vegna þess atviks, hafi hún átt sér einhverja stoð, fyrnd fyrir mörgum árum.“ Sveitarfélög ábyrg fyrir skráningu Sjöfn sagði aðspurð að bótakröf- unni sem lögmaður konunnar sendi hefði verið í nokkru ábótavant því hvergi hefði komið fram hvort tjón hefði raunverulega átt sér stað og engar upplýsingar um hvort konan hefði selt íbúð sína og þá á hvaða verði. Hún segir að sé raunveruleg bótakrafa fyrir hendi snúi málið frek- ar að Fasteignamati ríkisins. „Skráning fer fram þar en ekki hjá byggingarfulltrúa. Þeir höfðu sínar eigin aðferðir við skráningu og iðu- lega án samráðs og upplýsinga frá viðkomandi byggingarfulltrúa,“ sagði hún. Ólafur Theódórsson, svæðisstjóri hjá Fasteignamati ríkisins, segir sveitarfélög alfarið bera ábyrgð á upplýsingum í fasteignaskrá og þann- ig hafi það líka verið í lögum um skráningu og mat fasteigna frá 1976. „Við breytum aldrei stærðum sem fram koma í tilkynningum frá sveit- arfélögum. Ef þarf að koma til breyt- ing þá fáum við nýja tilkynningu frá sveitarfélagi, þannig hefur það verið alla tíð,“ sagði hann. Algjör óvissa um næstu skref Konan segist hafa fengið staðfest hjá lögmönnum sínum að ekki væri rétt að miða fyrningu við árið 1978, þegar stærð íbúðarinnar var skráð, heldur árin 1994, 1995 og 1996 því fasteignin hafi verið rangt metin í fasteignaskrám sem tóku gildi fyrsta desember þau ár, enda hafi hún feng- ið leiðréttingu fasteignagjalda fyrir þessi ár. Konan segist vera í algjörri óvissu um næstu skref. Hún hefur íhugað að leita til umboðsmanns Alþingis en hefur eftir lögmönnum sínum að allar aðrar leiðir þurfi að vera fullreyndar áður en það er gert. „En ég get ekki árum saman staðið straum af kostnaði vegna mistaka þessara opinberu aðila sem eiga að hafa eftirlit með fasteignaskráningu í landinu,“ sagði hún og sagðist ekki efast um að ríki og borg hefðu orðið fljót til að heimta sinn skerf hefði hún hagnast á sölu íbúðar sinnar í stað þess að tapa á henni. Kona fær ekki bætt tjón vegna rangrar stærðarskráningar íbúðar hjá Fasteignamati ríkisins Telur óbætt sölutap nema tæpri milljón VINNA við fyrsta áfanga af þremur við bílapall við Smáralind stendur nú yfir, en pallurinn verður í heild 9.000 m² og rúmar 338 bíla. Við verkið vinna rösk- lega 60 manns og reiknað er með tæplega 1000 rúmmetrum af steypu og 66 km af stálköplum í pallinn. Lóðafrágangur við Smáralind er í fullum gangi og hafa 20-25 manns lagt hellur síðustu daga. Reiknað er með um 10.000m² í hellulagnir og 70.000 m² í malbik við Smáralind. Morgunblaðið/Þorkell Vinna við að steypa fyrsta áfanga bílapalls við Smáralind var í fullum gangi í gær. Bílapallur steyptur við Smáralind TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli hefur orðið talsvert vör við að fólk sem er að koma úr utanlands- ferðum hafi loftbyssur í fórum sín- um. Loftbyssur eru seldar víða í sól- arlöndum og er nokkuð um að foreldrar kaupi slíkar byssur handa börnum sínum til að leika sér með. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segist líta alvar- legum augum á að foreldrar geri slíkt, en það varðar við vopnalög að eiga og nota loftbyssu án skotvopna- heimildar. Tollgæslan hefur gert all- ar byssur sem hún hefur fundið upp- tækar og sent málin til sýslumanns til meðferðar. Fimm börn hlutu áverka Á miðvikudag skaut fimmtán ára drengur úr loftbyssu á fimm skóla- systkini sín á skólalóð Engjaskóla í Grafarvogi. Kúlur úr byssunni fóru í nokkra nemendur og hlutu allir áverka, þó ekki alvarlega, að sögn Hildar Hafstað, skólastjóra Engja- skóla. Hún segir að litlar blöðrur hafi myndast á húðinni þar sem var skot- ið og að einn drengur í fjórða bekk hafi fengið skot í höfuðið, þar sem húð hafi losnað frá. Hildur segir að dómgreindarleysi piltsins og þess sem átti byssuna sé um að kenna og að þeir hafi ekki átt- að sig á því að þeir væru með hættu- legt vopn í höndunum. Hún segist líta alvarlegum augum á málið og að tekið verði á þessu máli á uppbyggi- legan hátt. Lögreglan er nú með málið í rannsókn. „Mér finnst aðalatriðið vera að við fullorðna fólkið lærum af þessu máli,“ segir Hildur. Hún segir það mikið dómgreindarleysi af foreldr- um að gefa börnum sínum slíkar byssur. „Við þurfum öll að taka höndum saman og leiðbeina börnum okkar. Þetta er ekki leikfang og get- ur verið stórhættulegt,“ segir hún. Geir Jón hvetur foreldra sem hafa flutt loftbyssur til landsins að henda þeim, eða koma með þær á lögreglu- stöðina. Hann segir að það hafi verið töluvert um að loftbyssueign sé til- kynnt til lögreglu. Hann segir að notkun á töluvert kraftmiklum loft- byssum hafi aukist, en loftbyssan sem skotið var úr í Grafarvogi var með þeim kraftminni, að sögn Hild- ar. Geir Jón segir þetta vera grafal- varlegt þar sem fólk geti slasast al- varlega fái það skot úr loftbyssu í sig, sérstaklega fari skotið í augað. Geir Jón segir að dæmi séu um að börn allt niður í 13 ára eigi loftbyssu. Foreldrar kaupa oft loft- byssur handa börnum Fimmtán ára drengur skaut á skólasystkini sín úr loftbyssu HEILDARFJÖLDI fíkniefna- brota samkvæmt málaskrá lög- reglunnar árið 2000 var 781 en þetta kemur fram í nýrri árs- skýrslu embættis ríkislögreglu- stjóra. Að sögn Guðmundar Guð- jónssonar yfirlögregluþjóns var lagt hald á fíkniefni eða áhöld til neyslu þeirra í 619 málum og alls voru 639 einstaklingar kærðir vegna fíkniefnamála. „Það hefur aðallega orðið veru- leg aukning í haldlagningu e-töfl- unnar. Að vísu skýrist það af því að á síðasta ári fundust 22.000 e- töflur en reynt var að smygla 14.000 töflum frá Hollandi til Bandaríkjanna með viðkomu á Íslandi og var efnið því ekki ætlað á markað hérlendis,“ segir Guð- mundur. Hann telur að meira magn af e-töflum sé í umferð hér á Íslandi nú heldur en síðustu ár, til dæmis hafi verið lagt hald á mun meira af töflum á fyrri hluta þessa árs en var á sama tímabili í fyrra. „Ég held að hér sé um sam- verkandi þætti að ræða. Lögregl- an og tollgæslan hafa náð meiri árangri í að koma upp um fíkni- efnamál, en einnig má ætla að það hafi verið meira flutt inn af þess- um efnum,“ segir hann og bendir til samanburðar á að samkvæmt skýrslum frá Interpol komi fram að frá árinu 1997 hafi orðið 850 prósenta aukning í haldlagningu e-taflna í heiminum. Mikil aukning í amfetamíni Guðmundur segir að lagt hafi verið hald á rúmlega hundrað prósent meira af amfetamíni í fyrra heldur en árið á undan, en haldlagt amfetamín var rúm tíu þúsund grömm. Magn kókaíns var mjög svipað á milli ára en töluvert minna fannst af kannabisefnum og LSD á árinu 2000 en 1999. Aðspurður hvaðan efnin koma segir hann að Danmörk standi upp úr í kannabisefnum. Um 55 prósent allra kannabisefna sem lagt var hald á á landamærum komi frá Danmörku og hafi það sama verið uppi á teningnum árið 1999. Í fyrra fylgdi Holland fast á eftir Danmörku því tæp 35 pró- sent kannabisefna komu þaðan. Að sögn Guðmundar er mestur innflutningur á e-töflum hingað til lands frá Hollandi og þar á eft- ir frá Bretlandi. Hann bendir á að eingöngu sé miðað við þau mál sem varða inn- flutning beint en ekki heildar- magn haldlagðra fíkniefna þegar fundin er hlutdeild hvers lands. Ástæðan sé sú að í þeim málum einum liggi ljóst fyrir hvaðan efn- in koma.                              781 fíkniefnamál kom til kasta lög- reglu árið 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.