Morgunblaðið - 31.08.2001, Side 25

Morgunblaðið - 31.08.2001, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 25 Miðasala í Ými fyrir tónleika og á www.midasal.is Upplýsingar í síma 552 5677 Sólrún Bragadóttir sópran og Gerrit Schuil píanóleikari á fyrsta Sunnudags-matinée vetrarins Sunnudaginn 2. september kl. 14:30 Á efnisskrá eru lög eftir Fauré, Duparc, Korngold, Sibelius og Grieg www.leiklist.is 1. september Mörkinni 3, sími 588 0640. Aukaafsláttur á síðasta degi útsölunnar. Stólar með allt að 50% afslætti. Opið í dag frá kl. 12-18 Útsölulok LISTASAFN ASÍ spannar vítt svið í sýningarhaldi. Einn daginn eru málarar þar, annan daginn keramik, enn annan daginn „gamlir meistar- ar“ og svo strax á eftir nýútskrifaðir listamenn með verk unnin í marga og ólíka miðla. Nú stendur þar einmitt yfir sam- sýning átta ólíkra listamanna sem eiga það helst sameiginlegt að hafa verið í sama útskriftarhópi í Listahá- skóla Íslands en titill sýningarinnar, „Fyrsta“, vísar til þess að um fyrstu opinberu sýningu sýnenda eftir út- skrift er að ræða. Í stigaganginum á leiðinni upp í að- alsalinn á efri hæð safnsins er fyrsta verk sýningarinnar, Heklundur eftir Rósu Sigrúnu Jónsdóttur. Verkið er gert úr mörgum hringlaga hvítum hekluðum dúkum sem festir eru sam- an með bandi þannig að úr verður vefur, nokkurs konar kóngulóarvef- ur, og þegar ljósið fellur á verkið myndast skemmtilegt skuggaspil í stigaganginum. Það er ekki auðvelt að vinna með rýmið í Ásmundarsafni þar sem átök myndast gjarnan á milli arkitektúrs og myndlistar, en Rósu tekst vel upp í þessu tilfelli því verkið nýtur sín prýðilega þar sem það er. Titill verksins er langur orðaleikur þar sem listakonan spinnur ýmis við- skeyti við forskeytið Hekl; t.d.: Heklundur, hekligt, hekleskjur, heklvefir, heklský. Þessi orðaleikur er í léttum dúr en bætir litlu við verk- ið. Þegar upp í sýningarsalinn er komið grípur athyglina myndbands- verk Bryndísar Erlu Hjálmarsdóttur úti á miðju gólfi. Á myndbandinu sést Bryndís framkvæma gjörning á sama stað á gólfinu og sjónvarpið stendur á. Í myndbandinu er stór leikfimidýna úti á miðju gólfi. Bryn- dís gengur að dýnunni, klæðir sig í gulllitaðan búning, tekur síðan upp límband og býr til X á dýnuna og svo sams konar X á magann á sér. Þá stígur hún upp á stól og kastar sér flatri á dýnuna og reynir að láta sitt X hitta á Xið á dýnunni. Nokkuð furðulegur leikur ekki satt? Eða er Bryndís kannski persóna í frumstæð- um tölvuleik? Gjörningur hennar minnir nokkuð á hálfsúrrealíska gjörninga bandaríska listamannsins Johns Baldessaris þar sem hann til dæmis blæs reyk út um munninn og reynir að búa til eftirlíkingu af skýi á himninum. Eins verður manni hugs- að til stökkgjörninga franska lista- mannsins Yves Klein út í tómið nema að undirlagið hjá honum var ekki al- veg eins mjúkt og hjá Bryndísi. Verk Bryndísar má skilja sem endurspegl- un og háðsádeilu á tölvuleikjamenn- ingu nútímans og það eina sem vant- ar er stýripinni svo maður geti reynt að stýra henni á réttan stað á dýn- unni. Dorothée Maria sýnir verk sem má í raun kalla upplýsingaverk þar sem hún hefur búið til bók um hvern sýnanda og valið setningar frá hverj- um og einum og prentað á blað á veggnum. Verkið heitir Birta, Bryn- dís, Fjölnir, Gullli, Ída og Rósa. Bæk- urnar eru í raun rammar úr nokkrum sekúndum af kvikmynd af andlitum listamannanna og ef flett er hratt sér maður hreyfinguna. Þetta er einfalt og skemmtilegt bókverk þótt upplýs- ingagildið sé í lágmarki. Birta Guðjónsdóttir fjallar um kvenlíkamann og náttúruna. Þrjár ljósmyndir hanga á veggnum og aðr- ar þrjár koma í vinkil þar út frá þann- ig að hilla myndast. Ofan á hillunum eru svo enn aðrar myndir í römmum. Í myndunum á veggnum er sami kvenlíkaminn sýndur í þrígang en alltaf færist myndavélin nær í hverri mynd. Myndirnar sem mynda hilluna eru af fjólubláum kristal, útsýni til sjávar og loks mynd af sel sem ristur hefur verið á kviðinn svo iðrin liggja úti. Í römmunum eru svo myndir sem kallast á við og ríma við síðastnefndu myndirnar; blár vökvi (sjór ) í lófa, innyfli í lófa, kristall í lófa. Verkið er unnið út frá eftirfarandi ljóði eftir Ranni Makka Lukkati: „Harðast alls sem börnin mín vissu var ég, og hið mýksta.“ Helst er hægt að hugsa sér að Birta sé hér að fjalla um glímu manns og náttúru þar sem móðir náttúra er táknuð með kvenlíkaman- um. Faðmur hennar er bæði mjúkur og harður, blíður og fráhrindandi. Það sem eftir stendur við skoðun verksins er að mann langar að sjá meira af sögunni og ef til vill mætti Birta nýta sér myndbandstæknina við frekari útfærslu hugmynda sinna. Guðlaugur Valgarðsson á tvö ólík verk á sýningunni. Annað er form- ræns eðlis en hitt hugmyndafræði- legs og í ætt við verk fjölda lista- manna sem vinna út frá hlutgervingu tímans, ég nefni sem dæmi Kristján Guðmundsson og On Kawara. Guð- laugur lét sýnendur klæðast gulum sokkum meðan þeir voru að undirbúa sýninguna og sýnir svo afraksturinn í plexiglerkössum og býður fólki að þefa af. Skilaboðin sem fylgja verk- inu gera það léttvægt og grallaralegt eins og honum hafi ekki verið full al- vara með því. Verkið nýtur sín í raun betur án hugmyndafræðinnar. Hitt verk hans er athyglisverðara og vek- ur spurningar. Það er unnið úr ryð- fríu stáli og minnir á súrrealískt skurðarborð en í stað fóta hefur það tvo boga eins og rugguhestur. Hugs- anlega er Guðlaugur hér að vinna með formrænar mínimalískar hug- myndir þar sem verkið er án titils. Ída S. Kristjánsdóttir á tvö athygl- isverð verk á sýningunni. Annað samanstendur af fjórum brjóst- myndum, saumuðum úr gólftuskum, en hitt er ljósmyndaverk þar sem hún hefur bróderað af miklu listfengi skreytingu í ysta lag húðarinnar í lófa sínum! Það mætti halda að hér væri um nýja tegund líkamsskrauts að ræða sem færi þá í flokk með göt- un, húðflúri eða brennimerkingu, en verkið fjallar þó meira um konur, klassíska handavinnu og útsaum á frumlegan hátt, enda heitir verkið Handavinna. Mér varð hugsað til ágæts verks skoska listamannsins Douglas Gordon, Trigger Finger, en Gordon fékk einmitt mann til að færa þá fórn í þágu myndlistarinnar að húðflúra einn fingur sinn kolsvartan. Ætli höndin á myndunum sé enn svona skreytt eins og fingurinn eða var þetta einungis gert fyrir ljós- myndina? Hitt verkið er eins og áður sagði úr gólftuskum. Ída saumar lafandi gólf- tuskubrjóst og hengir á aðrar gólf- tuskur. Þetta er hákvenpólitískt verk og Ída gæti þarna verið að fjalla um slæma meðferð sem konur hafa þurft að þola í gegnum aldirnar, og fá enn í sumum þjóðfélögum, þar sem orða- tiltækið að vera þrælað út eins og gólftusku á best við. Þeir sem þekkja til verka bandaríska myndlistar- mannsins Roberts Gobers sjá útlits- lega samsvörun í þessu verki Ídu þó að forsendur listamannanna tveggja séu ólíkar. Í gryfjunni lýkur yfirferðinni um sýninguna. Þar er að finna mikla völ- undarsmíð sem telst á mörkum þess að vera myndlistarverk og iðnhönn- unargripur. Verkið heitir því róman- tíska nafni Myrkrarós og er eftir Fjölni Björn Hlynsson. Þetta er rúm- lega tveggja metra hátt blóm sem er aðallega unnið úr rúðugleri og timbri auk þess sem inni í blóminu eru ljósa- perur sem kveikt er á. Fjölnir er greinilega hagur mjög á tré og flink- ur í höndunum og hrifinn er hann af blómum í yfirstærð því fyrr í sumar sýndi hann sex metra hátt skærgult blóm í landi Miðhúsa við Egilsstaði. Fáir listamenn, hvað þá karlmenn, gera blóm að yrkisefni sínu í mynd- listinni og er því ástæða til að hvetja Fjölni til dáða á þessu sviði. Sýningin er fagmannlega sett upp, hvert verk fær sitt rými og truflar ekki hin, en oft er dálítil kúnst að setja samsýningar sem ekki hafa ákveðið þema þannig upp að verk eins listamanns fái frið fyrir hinum. Það sem ég sakna hins vegar úr sýn- ingunni er meiri hressileiki, kraftur og jafnvel reiði, sem á að einkenna nýútskrifaða listamenn. Fólk má ekki gleyma því að nú á tímum há- kapítalískra viðhorfa, auglýsinga- mennsku og markaðshyggju er þörf á myndlistarverkum sem minna okk- ur á margbreytileika þjóðfélagsins, jafnt dimmustu skúmaskot þess sem hinn háglansandi ofurveruleika. Morgunblaðið/Þóroddur Heklundur Rósu Sigrúnar Jónsdóttur nýtur sín vel í stigagangi safnsins. X ofan á X MYNDLIST L i s t a s a f n A S Í Opið frá kl. 14–18, alla daga nema mánudaga. Til 2. sept. SAMSÝNING 8 LISTA- MANNA – ÝMSIR MIÐL- AR, ÝMIS EFNI Þóroddur Bjarnason Listasafn ASÍ Samsýningunni Fyrsta, sem er sýning sjö nýútskrifaðra myndlist- armanna í Ásmundarsal, lýkur á sunnudag. Safnið er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-18 Ljósaklif, Hafnarfirði Sýningu Hreins Friðfinnssonar, lýkur á mánudag. Ljósaklif er opið frá föstudegi til sunnudags kl. 14- 18, aðgangur er ókeypis. Sjóminjasafn Íslands Sýningu á grænlenskum tré- skurðarmyndum Johannes Kreutz- mann (1862-1940) lýkur á sunnudag. Byggðasafn Hafnarfjarðar Nú er síðasta sýningarhelgi í Siggubæ við Kirkjuveg 10 í Hafn- arfirði. Bærinn við Kirkjuveginn er opinn laugardag og sunnudag frá 13-17. Sýningum lýkur HJÖRTUR Hjartarson opnar sýn- ingu í Gallerí Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16a, kl. 14 á morg- un, laugardag. Á sýningunni eru verk unnin með blýanti og olíu á pappír, öll unnin á þessu ári. Þema sýningarinnar er „einstaklingar og hópar“. Hjörtur útskrifaðist úr MHÍ 1995 og fór síðan til Spánar til frekara náms. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einka- sýningar bæði hérlendis og erlend- is. Sýningin er opin frá 10–18 virka daga og til kl. 14 laugardaga. Henni lýkur 13. september. Blýants- og olíuverk í Smíð- ar og skart„SKYNDIKYNNI við Erró“ verða í dag, föstudag, kl. 12, í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Errósýn- ingin hefur nú staðið yfir í tæplega tíu vikur og hafa um fimm þúsund manns séð sýninguna. Auk hefðbundinnar leiðsagnar um Hafnarhúsið á sunnu- dögum kl. 16 hefur Listasafnið efnt til stuttra leiðsagna um sýninguna í sumar undir yfirskriftinni „Skyndi- kynni við Erró“ en þar er flutt stutt kynning um yfirlitssýninguna og verk listamannsins en sjónum sérstaklega beint að einstökum verkum með það fyrir augum að gestir fái lykil að allri sýningunni. Kynningin stendur yfir í um tuttugu mínútur. Ekkert auka- gjald er tekið fyrir þátttökuna. Skyndikynni við Erró HILDUR Margrétardóttir opnar sýningu í Fjöruhúsinu á Hellnum, Snæfellsnesi klukkan 17 á laugar- dag. Sýningin nefnist Minni-Hellna en þar gefur að líta teikningar unn- ar í seinasta mánuði á meðan viku- dvöl Hildar stóð yfir á Hellnum. Sýningin mun standa yfir þar til Fjöruhúsinu verður lokað fyrir vet- urinn. Sýning í Fjöruhúsinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.