Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 15 „MÉR HEFUR lengi fundist menn líta meira til þess sem betur mætti fara en til þess sem er jákvætt hér í bæjarfélaginu en það er svo fjöl- margt. Út frá því kviknaði hugmynd- in um að lýsa upp Bergið sem aftur leiddi af sér ljósanótt,“ segir Stein- þór Jónsson, hótelstjóri í Keflavík. Hann er höfundur útilistaverksins Lýsing Bergsins í Keflavík. Kveikt var á ljósunum í fyrrahaust og í tengslum við þá athöfn var efnt til menningarnætur undir nafninu ljósanótt í Reykjanesbæ. Menning- arnóttin verður haldin öðru sinni næstkomandi laugardag. Steinþór segir að hugsanir í þá veru sem hann lýsir hér að framan hafi orðið til þess að hann fór að líta til Bergsins. Það sé glæsilegur klettaveggur alveg við bæjardyrnar og fá byggðarlög geti státað af slíku náttúrufyrirbrigði. „Sumarið 1998 fór ég að hugsa um hvernig hægt væri að vekja meiri athygli á Berg- inu og datt í hug hvort hugsanlegt væri að lýsa það upp. Ég orðaði þetta við nokkra vini mína og allir töldu hugmyndina skemmtilega en vissu ekki hvort hún væri framkvæman- leg, þetta væri svo mikið verk.“ Steinþór fékk hönnuði ítalska ljósaframleiðandans iGuzzuni til liðs við sig um hönnun lýsingarinnar. Þá fékk hann fyrirtæki í Reykjanesbæ til að fjármagna uppsetningu lamp- anna. Ákveðið var að kveikja á listaverk- inu fyrsta laugardaginn í september í fyrra. Þegar sá tími fór að nálgast kom upp hugmyndin um að gera meira úr athöfninni, efna til menn- ingarnætur. Steinþór tók málið upp á vettvangi markaðs- og atvinnu- málaráðs þar sem hann er varafor- maður og þar var ákveðið að halda ljósanótt. „Það var í upphafi hugmynd mín með ljósanótt að hún yrði vettvangur til að taka í gagnið einhverja fram- kvæmd sem myndi lífga upp á bæinn og bæjarlífið. Í fyrra var það lýsingin á Berginu og í ár verður minnis- merki sjómanna flutt og lýst upp. Einnig var hugmyndin með ljósahá- tíð að hafa hátíð fyrir bæjarbúa sem þeir sjálfir myndu framkvæma. Ekki er hægt að gera þetta nema á þeim grundvelli. Á þeim stutta tíma sem var til stefnu þegar hugmyndin varð að veruleika tókst þetta ótrúlega vel. Fólk var tilbúið að vera með. Hugur bæjarbúa liggur ljós fyrir. Þeir tóku þátt í fyrra en yfir tíu þúsund manns voru á ljósanótt þegar skemmtunin náði hámarki. Er þetta fjölmennasta samkoma sem haldin hefur verið í Reykjanesbæ. Nú hringir ólíkleg- asta fólk til að bjóða fram atriði á dagskrá og ég vonast til að aðsóknin verði ekki minni. Dagskráin verður enn fjölbreyttari en á síðasta ári og meira í hana lagt. Við höfðum meiri tíma til undirbúnings og gott sam- starf hefur verið í undirbúnings- nefndinni,“ segir Steinþór. Menning fyrir almenning Hann vill ekki gera upp á milli dagskrárliða. Neitar því þó ekki að frumflutningur Norðuróps á óper- unni Zetu – ástarsögu sé stærsti ein- staki listviðburðurinn. En í allt séu yfir tuttugu listviðburðir sem allir hafi sinn sjarma. Að þessu sinni er gerð stuttmynd úr gömlum mynd- um, Glefsur úr bæjarlífinu, og sýnd á hátíðinni. Fólki gefst kostur á að kaupa myndina á spólu og vonast Steinþór til að hægt verði að gera eina slíka mynd fyrir hverja ljósa- nótt og safna þannig saman heillegri mynd af bæjarlífinu fyrr á árum. Dagskránni er skipt upp í fimm þætti: Dagskrá fyrir börnin, íþróttir og leiki, sýningar og tónlist, söfnin og kvölddagskrá. Að lokum verða ljósaböll um allan bæ. „Menningin er aðalatriði ljósanætur en við þurfum að hafa meira. Ég hef alltaf talið að gera þurfi menningu og listir aðlað- andi fyrir allan almenning. Með því kryddi sem við bjóðum upp á fáum við fleiri til að vera með og fólk verð- ur opnara fyrir listinni,“ segir Stein- þór. Ekki baggi á bæjarfélaginu Segir Steinþór að ljósanótt hafi vonandi fest sig í sessi sem árlegur viðburður í bæjarlífinu. Sem formað- ur undirbúningsnefndar hefur hann lagt áherslu á að koma framkvæmd- inni í ákveðinn farveg fyrir framtíð- ina. Þá segist hann leggja áherslu á að ljósanótt verði ekki baggi á bæjar- félaginu. Reykjanesbær leggur eina og hálfa milljón til hátíðarinnar. „Á því má sjá hvað fyrirtæki og bæj- arbúar sjálfir leggja mikið til þess- arar glæsilegu hátíðar. Við bæjarbú- ar eigum að geta lagt eitthvað af mörkum sjálfir. Það sem við gefum af okkur skilar sér margfalt til baka,“ segir Steinþór Jónsson. Steinþór Jónsson vinnur að enn fjölbreyttari og glæsilegri ljósanótt en í fyrra Menningin aðgengilegri fyrir almenning Menningarhátíðin ljósanótt í Reykjanesbæ verður haldin á morgun, laugardag, enn fjölbreyttari og glæsilegri en í fyrra. Helgi Bjarnason ræddi við frumkvöðulinn, Steinþór Jónsson hótelstjóra. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Steinþór Jónsson tyllir sér niður við höfnina, Bergið sést í fjarska. Reykjanesbær helgi@mbl.is Fyrri land- eigendur hafa for- leigurétt HREINSUN yfirborðsmannvirkja á Neðra-Nikkelsvæði í Ytri-Njarðvík verður boðin út á næstu vikum. Fulltrúar varnarmáladeildar utanrík- isráðuneytisins og Reykjanesbæjar hafa hafið viðræður um ráðstöfun landsins að hreinsun lokinni. Fyrri landeigendur hafa þó forleigurétt. Framkvæmdasýsla ríkisins vinnur að undirbúningi útboðs á hreinsun tanka, húsa og annarra mannvirkja sem eru ofanjarðar á Neðra-Nikkel- svæðinu. Gunnar Gunnarsson, sendi- herra og skrifstofustjóri varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að útboðið verði auglýst á næstu vikum. Segir hann að verkið verði unnið á haustmánuðum. Ráðuneytið leggi áherslu á að drífa þetta af sem fyrst. Neðra-Nikkelsvæðið er gamalt olíubirgðasvæði sem Varnarliðið er fyrir löngu hætt að nota. Íslenskir að- alverktakar vinna að því á vegum Varnarliðsins að grafa upp leiðslur og önnur mannvirki sem eru neðanjarð- ar. Eftir er að ganga frá því hvernig unnið verður að hreinsun mengaðs jarðvegar. Áætlað er að flytja þurfi í burtu um 50 þúsund rúmmetra. Gunnar Gunnarsson segir að verið sé að skoða lausnir á þeim þætti. Viðræður hafnar við Reykjanesbæ Bandaríski flotinn mun afhenda ís- lenskum stjórnvöldum Neðra-Nikk- elsvæðið að hreinsun lokinni. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa áhuga á að fá landið til ráðstöfunar enda er litið á það sem mikilvægt byggingarland í hjarta bæjarins, á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. Utanríkisráðuneytið hefur boðið fulltrúum bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar til viðræðna um það og nefnt að til greina komi að leigja bænum það eða selja. Fyrsti viðræðufundur aðila var í fyrradag. Fyrri eigendur landsins, landeig- endur í Ytri-Njarðvík, eiga forleigu- rétt að landinu samkvæmt samningi við ríkið frá því í janúar 1956. Verður hugsanlegur samningur ríkisins og Reykjanesbæjar um landið því lagður fyrir þá, áður en hann öðlast gildi. Neðra-Nikkelsvæði Bátar Gríms til sýnis BÁTAFLOTI Gríms Karlssonar verður til sýnis í Duushúsunum í Keflavík á morgun, á svokallaðri Ljósanótt. Reykjanesbær eignaðist 57 bátalíkön eftir Grím Karlsson, skipstjóra og módelsmið, síðasta vet- ur. Nú er unnið að því að gera lík- önunum viðeigandi umgjörð í Duus- húsunum sem standa við smábáta- bryggjuna í Grófinni. Endurbygging húsanna er hafin og áætlað að fyrsti hlutinn, sá sem hýsir bátalíkönin, verði tilbúinn í vor. Fólki gefst nú kostur á að skoða líkönin á morgun, laugardag, frá 10 til 22. Í fréttatil- kynningu frá menningarfulltrúa Reykjanesbæjar er varkin athygli á því að bátarnir verði aðeins til sýnis þennan eina dag vegna þess að nú er unnið að endurbótum húsnæðisins. Reykjanesbær FJÓLA Jóns mun halda mál- verkasýningu á vinnustofu sinni í Keflavík á morgun, laugardag. Sýningin er aðeins opin þennan eina dag, í tilefni af ljósanótt í Reykjanesbæ. Vinnustofa Fjólu er á þriðju hæð í Tjarnargötu 2 í Reykja- nesbæ. Þar mun hún sýna myndir unnar með olíu á striga en hún hefur verið að vinna að þeim und- anfarið ár. Sýningin verður opin á milli klukkan 14 og 18. Fjóla hefur sótt menntun sína í myndlist allt frá árinu 1993, með- al annars til myndlistarskóla Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, auk þess sem hún hefur notið leið- sagnar Reynis Katrínarsonar myndlistarmanns. Hún hefur hingað til sýnt myndir unnar á silki ásamt olíu og akríl. Þetta er fjórða einkasýning Fjólu, ásamt því sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýnir í vinnu- stofunni Keflavík Sjávargyðjur Fjólu Jóns verða til sýnis á vinnustofunni. LJÓST er að framkvæmdum við Bláalónsveg til Grindavíkur lýkur ekki fyrr en á næsta ári. Öllum til- boðum í verkið verður hafnað. Fyrirhugað var að ljúka lagningu Bláaalónsvegar í haust, það er að segja vegar frá baðstaðnum vestur fyrir fjallið Þorbjörn og til Grinda- víkur. Þar er nú þegar vegarslóði. Leggja átti burðarlag og tvöfalda klæðningu á veginn. Í útboði sem fram fór á dögunum bárust tvö tilboð og voru bæði langt yfir kostnaðar- áætlun Vegagerðarinnar. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, umdæmis- stjóra Vegagerðarinnar, liggur fyrir eftir skoðun á málinu að báðum til- boðunum verður hafnað. Segir Jónas að Vegagerðin muni sjálf láta vinna hluta af verkinu í haust. Keyra út burðarlag og snyrta til þannig að vegurinn verði betur akfær. Klæðn- ing verði væntanlega að bíða næsta vors. Klæðning frestast Grindavík Tilboðum í Bláa lónsveg hafnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.