Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.2001, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ NORSKA stjórnin telur að Ástralar séu að linast í andstöðu sinni við að taka við 438 afgönskum flóttamönn- um sem eru um borð í norska flutn- ingaskipinu Tampa í grennd við Jólaeyju á Indlandshafi sem er inn- an ástralskrar lögsögu. Ástralskir sérsveitarhermenn fóru um borð í fyrradag en hafa ekki beitt valdi til að þvinga skipstjórann, Arne Rinn- an, til að sigla úr úr lögsögunni. Rinnan hélt áleiðis til næstu hafnar, þ.e. í Ástralíu, eftir að hafa tveim dögum fyrr bjargað fólkinu sem var á indónesískri ferju. Hann varð við tilmælum ástralskra yfirvalda um að koma fólkinu til hjálpar en ferjan var þá að sökkva á rúmsjó. Meðal fólksins er fjöldi barna og að sögn Rinnans skipstjóra eru nokkrir úr röðum flóttamannanna alvarlega sjúkir, meðal annars hef- ur blóðkreppusótt komið upp. Ástandið mun þó hafa lagast í gær en þá fóru ástralskir læknar um borð. Matarbirgðir munu duga í fimm eða sex daga en drykkjarvatn gæti orðið vandamál þar sem aðeins er hægt að vinna ferskvatn úr sjó ef skipið er á hreyfingu. Rinnan neit- aði sem fyrr staðfastlega að verða við kröfum Ástrala um að hann sigldi skipinu á ný út úr lögsögu landsins. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, segist eingöngu vera að framfylgja lögum um innflytjendur og segir að nær ekkert af fólkinu muni fá leyfi til að setjast að í land- inu. Mikil andstaða er meðal ástr- alskra kjósenda við að hleypa fleiri innflytjendum frá Asíu til landsins og stutt er í þingkosningar. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Nor- egs, segir að nokkrum klukkustund- um áður en Tampa sigldi inn í ástr- alska lögsögu hafi Howard haft í hótunum. „Ég ætla að beita her- valdi gegn skipinu,“ hefur hann eft- ir Howard. Norska blaðið Aftenposten gagn- rýndi Ástrala harkalega í gær og sagði þá haga sér eins og hrottar. Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, sagði að ef Ástralar neituðu að taka við fólk- inu ættu Norðmenn að gera það. Stoltenberg sagði á hinn bóginn að Ástralar, ekki Norðmenn, ættu að veita flóttamönnunum hæli. Þeir eru flestir frá Afganistan og að sögn BBC reyndust þeir við taln- ingu vera um 460 en ekki 438. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Ósló, Karsten Klepsvik, sagði í gær að Thorbjørn Jagland utanrík- isráðherra hefði rætt símleiðis við ástralskan starfsbróður sinn, Alex- ander Downer í gær og hefðu þeir orðið ásáttir um að leysa bæri vand- ann með samstarfi málsaðila. Að sögn Klepsviks virðist afstaða How- ards hafa breyst eftir að hann ræddi í síma við Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Mary Robinson, yfirmaður flóttamannahjálpar SÞ, sem stödd er í Durban í Suður-Afríku, hvatti í gær Ástrala til að taka við flótta- fólkinu og uppfylla þannig skyldur sínar sem aðildarríki mannréttinda- sáttmála SÞ. Málið allt hefur vakið mikla at- hygli vegna þess að alþjóðalög frá 1951 kveða á um að tekið skuli við flóttafólki í neyð. Fjöldi flótta- manna hefur aukist hratt í heim- inum síðustu árin, ekki síst í kjölfar endaloka kalda stríðsins. Einnig hafa auknar samgöngur gert auð- veldara fyrir marga að komast úr landi. Ástralar hvattir til að taka við Afgönunum Flóttafólkið um borð í norska flutningaskipinu Tampa Ósló, Durban, Jólaeyju. AP. BANDARÍSKA matvæla- og lyfja- eftirlitið hefur samþykkt nýja, bylt- ingarkennda gerð af hjartagang- ráði. Þessi nýja gerð virkar með þeim hætti að auka dælugetu hjart- ans og kallast hjartaendursamstill- ing (cardiac resynchronization). Vænta hjartasérfræðingar þess að þetta geti gagnast allt að 650 þús- und langt gengnum hjartasjúkling- um sem bestu læknisaðferðir nú- tímans geta ekki hjálpað. Tækið nefnist InSync og er fram- leitt af fyrirtækinu Medtronic. „Þetta eru mikil tímamót,“ sagði dr. David B. DeLurgio, hjartasérfræð- ingur við Emoryháskóla í Atlanta í Bandaríkjunum, en hann tók þátt í prófun tækisins fyrir Medtronic. „Þetta hentar ekki öllum hjarta- sjúklingum, en sumir gætu sann- arlega haft gagn af.“ Þeir sem tækið mun gagnast eru sjúklingar er þjást af blóðríkis- hjartabilun, þ.e. þegar hjartað er orðið veikt af elli, skemmdum vegna hjartaáfalls eða annarra sjúkdóma, missir kraft og á erfiðara með að dæla blóði út um líkamann. Gangráður er mikið notaður til að gefa hjarta sem slær of hægt eða óreglulega straum til að það nái eðlilegum takti. Nýja tækið virkar á annan máta og styrkir slátt veikl- aðs hjarta. Rannsókn á 579 sjúk- lingum leiddi í ljós að þeir sem not- uðu nýja gangráðinn hlutu um- talsverða bót, að því er fram kemur í niðurstöðum matvæla- og lyfjaeft- irlitsins.      /0  ! 11 2     3  4   !  31 4 1 05 0  $ 1     6 !!  11   31 01  0 0 -61 6  4     $ # $%     1 6     4         0 10 $75  6 !! 11    11  4  0 $8 1   2 0  0  2   $                                Ný gerð af gangráði Washington. AP. MARIA Sung, t.v., hin suður- kóreska eiginkona zambíska erki- biskupsins Emmanuels Milingo, svarar spurningum fréttamanna úr glugga á Archangelo-hótelinu í miðborg Rómar í gær, þar sem hún átti fyrsta fund sinn með eig- inmanninum í þrjár vikur. Að því er segir í fréttatilkynningu frá Páfagarði tjáði erkibiskupinn konu sinni, sem hann gekk að eiga í maí sl. í hópbrúðkaupi Moon-safnaðarins, að hann gæti ekki staðið við hjónabandið vegna skuldbindinga sinna við kirkjuna. Maria Sung sagðist hafa sætt sig við ákvörðun Milingos. Hefur þetta mál verið mjög vandræða- legt fyrir kirkjuna þótt þau Mil- ingo og Sung hafi ekki verið hjón samkvæmt lögum þrátt fyrir Moon-brúðkaupið. Biskups- hjónabandi slitið AP TALSMENN Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) segjast bjartsýnir á að hermenn bandalagsins nái að ljúka söfnun vopna albanskra skæruliða fyrir 26. september næst- komandi og fari því ekki út fyrir um- boð það sem þeim var fengið. Síðustu fjóra daga hafa hermenn bandalags- ins tekið við þriðjungi þeirra 3300 skotvopna sem skæruliðarnir hafa heitið að láta af hendi og mun hlé verða gert á vopnasöfnuninni í eina viku meðan makedónska þingið ræð- ir þær breytingar sem gera þarf á stjórnarskrá landsins. Er það í sam- ræmi við friðarsamningana sem gerðir voru fyrr í þessum mánuði. Breytingarnar eiga að færa fólki af albönskum ættum frekari réttindi. Undanfarna sex mánuði hafa skæruliðar af albönskum ættum bar- ist gegn makedónskum her- og lög- reglumönnum og segjast hafa gert það í því skyni að fá frekari réttindi sínu fólki til handa, en ekki til að kljúfa þau svæði sem albanski minni- hlutinn byggir frá Makedóníu. Frið- arsamningarnir sem undirritaðir voru um miðjan mánuðinn fela í sér að afvopnun og pólitískar aðgerðir verði að haldast í hendur og þess vegna er gert hlé á afvopnuninni nú, meðan makedónskir þingmenn ræða stjórnarskrárbreytingar. Ef til vill nokkrum dögum lengur Robertson lávarður, fram- kvæmdastjóri NATO, segir að bandalagið hafi engu framtíðarhlut- verki að gegna í landinu, en að hugs- anlega verði hægt að framlengja dvöl hermanna þess í Makedóníu um nokkra daga gerist þess þörf. Leiðtogi albanskra skæruliða, Ali Ahmeti, sagði í gær að þegar skæru- liðarnir hefðu afhent vopn sín myndu þeir reiða sig á Evrópusambandið og NATO til að tryggja réttindi sín og öryggi. Sagði hann einnig að sam- þykkti makedónska þingið ekki að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá landsins „myndi það ekki stuðla að friði“. Vopnasöfnun NATO er á áætlun Búist við því að Makedóníuþing ræði um breytingar á stjórnarskrá í dag Brussel, London, Skopje. AP, AFP. SÉRFRAMBOÐ Steinars Baste- sens, Kystpartiet, stefnir á að koma þremur mönnum inn á norska Stór- þingið er Norðmenn ganga að kjör- borðinu hinn 10. september næst- komandi. Fylgi við Verkamanna- flokkinn hefur aftur tekið dýfu, en á dögunum mældist hann stærsti flokkur Noregs í fyrsta sinn frá því snemma í vor. Er fylgið nú 24,1%. Inn á þing við þriðja mann Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar sem Opinion gerði fyrir dagblöð í Norður-Noregi og vitnað er til í Aftenposten bendir allt til að flokki Bastesens takist að tryggja sér tvo þingmenn í kjördæminu Nordland og einn í Troms-fylki. Eins og nafnið bendir til eru helztu baráttumál Kystpartiet að beita sér fyrir hagsmunum sjávarút- vegsbyggða Norður-Noregs. Stuðn- ingur við flokkinn í Troms mældist 7,2%, sem nægir raunar ekki til að koma að manni, en hann hefur hins vegar aukist úr 4,1% á aðeins einni viku. Flokkur Bastesens í sókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.