Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 19 SPARPERUTÍÐ SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI Árvirkinn Austurv. 9/Eyrarvegi 29, Selfossi Geisl i Flötum 29, Vestm.eyjum G.H.LJÓS Garðatorgi 7, Garðabæ Ljósgjafinn Glerárgötu 34, Akureyri Ljós & Orka Skeifunni 19, Reykjavík Glitnir Brákarbraut 7, Borgarnesi Lónið Vesturbraut 4, Höfn Rafþj. Sigurdórs Skagabraut 6, Akranesi Rafbúð R.Ó. Hafnargötu 52, Keflavík Straumur Silfurtorgi 5, Ísafirði S.G. Raftækjaverslun Kaupvangi 12, Egilsstöðum EL longlife m/birtuskynjara 5 ára ábyrgð Dulux S 9 W OSRAM PERUBÚÐIR EL longlife 5 ára ábyrgð Economy 2ja ára ábyrgð Tilboð 2.590 kr. Tilboð 1.390 kr. Tilboð 390 kr. Tilboð 990 kr. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að koma í veg fyrir efnahagshrun í kjölfar hryðjuverkaárásanna í síð- ustu viku. Margir hagfræðingar spá því að neytendur muni halda að sér höndum á næstunni en að aðgerðir stjórnvalda muni koma í veg fyrir al- varlega efnahagskreppu. Bandaríska þingið hefur þannig fallist á að veita um 40 milljarða bandaríkjadala til uppbyggingar hagkerfisins eftir árásirnar, sem m.a. verða notaðir til að veita flug- félögum lán eða styrki. Talið er að upphæðin sé aðeins byrjunin á frek- ari fjárhagsaðstoð ríkisins, að því er fram kemur í Washington Post. Al- ríkisstjórnin hefur einnig hvatt lána- stofnanir til að sýna lántakendum skilning og látið í það skína að sjóðir hennar verði opnaðir fyrir skamm- tímalán til banka og lánastofnana. Þá lækkaði bandaríski seðlabankinn stýrivexti í gærmorgun um hálft pró- sentustig og eru vextirnir 3% á eftir. Svipað ástand og í Flóabardaga Sérfræðingar eru sammála um að þessar aðgerðir bandarískra stjórn- valda dragi verulega úr efnahagsleg- um áhrifum hryðjuverkaárásanna. Bandarískur efnahagur stóð síð- ast frammi fyrir sambærilegum að- stæðum eftir innrás Íraka í Kúveit árið 1990. Í Persaflóastríðinu ein- kenndist fjármálamarkaðurinn í Bandaríkjunum af þjóðernisholl- ustu, samdrætti í einkaneyslu og hækkandi orkuverði. Þannig hrapaði sala á bifreiðum um 2 milljónir doll- ara frá því að Írakar réðust inn í Kúveit í júlí 1990 þar til Bandaríkja- menn réðust á Bagdad í janúar 1991. Sérfræðingar innan bílaiðnaðarins telja að atburðarásin geti orðið svip- uð komi til hernaðaraðgerða Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra í Mið-Asíu. Ford-bílaframleiðandinn hefur þegar tilkynnt 20% samdrátt í framleiðslu sinni á síðasta fjórðungi ársins. Erfiðleikar hjá flugfélögum og tryggingafélögum Sérfræðingar spá einnig veruleg- um erfiðleikum hjá flugfélögum í kjölfar árásanna, enda viðbúið að farþegum fækki til muna vegna ótta við frekari aðgerðir hryðjuverka- manna. Þannig er talið að bandarísk flugfélög muni tapa allt að 4,4 millj- örðum bandaríkjadala á þessu ári, sem er mesta tap bandarískra flug- félaga frá því í Persaflóastríðinu árið 1991. Búist er við að flugfélög neyð- ist til að draga úr eða jafnvel hætta við pantanir á nýjum flugvélum. Sömu sögu er að segja af hóteliðn- aði. Afpantanir nálgast nú öll met, bæði vegna þess að ferðalangar komast ekki ferða sinna með flugi, auk þess sem margir hafa hætt við ferðalög vegna ótta við að fljúga. Talið er að verulega muni draga úr byggingu nýrra hótela, með tilheyr- andi samdrætti fyrir iðnaðarmenn. Þá er einnig búist við verulegum hræringum í tryggingageiranum, enda talið að bótakröfur vegna at- burðanna í síðustu viku nemi allt að 30 milljörðum dollara, sem yrðu dýr- ustu hamfarir í mannkynssögunni. Slíkt yrði ekki aðeins þungur baggi fyrir stærstu tryggingafélög Banda- ríkjanna, heldur einnig endurtrygg- ingafélögin sem tryggja trygginga- félögin fyrir meiriháttar áföllum. Talið er að tryggingaiðgjöld hækki verulega í kjölfarið en sérfræðingar segja erfitt að segja fyrir um hversu mikil hækkunin verður. Smásala í Bandaríkjunum hefur dregist töluvert saman á síðustu mánuðum og er gert ráð fyrir að neytendur haldi enn frekar að sér höndum eftir árásirnar. Innan tækniiðnaðargeirans gerðu margir sér vonir um að árásirnir myndu leiða til vaxtar, enda ljóst að tölvur og tölvukerfi fyrir marga milljarða dala hafa eyðilagst. Margir telja hins vegar að atburðirnir muni ekki hífa tæknifyrirtækin upp úr þeim öldudal sem þau hafa verið í undanfarna mánuði. Ótti við alvarlegt efnahagshrun Aðgerðir banda- rískra stjórnvalda draga úr líkum á kreppu MIKIL lækkun varð á helstu hlutabréfavísitölum þegar opnað var fyrir viðskipti á verðbréfa- markaði í Bandaríkjunum í gær og hafa þær ekki verið lægri í nærri þrjú ár. Bandaríski hlutabréfamarkaður- inn var opnaður í gærmorgun í fyrsta sinn eftir hryðjuverkaárás- irnar á þriðjudag í síðustu viku en markaðurinn hefur ekki verið lok- aður jafnlengi frá því í kreppunni miklu árið 1929. Bandaríski seðla- bankinn lækkaði óvænt stýrivexti um hálft prósentustig í gærmorg- un og eru vextirnir nú 3%. Þrátt fyrir það féll Dow Jones-hluta- bréfavísitalan í gær um rúm 684 stig eða um 7,12%, sem er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi frá upphafi. Einkum má rekja lækkun vísitölunnar til verulegrar lækkunar á hlutabréfum í flug- félögum. NASDAQ-hlutabréfa- vísitalan lækkaði um 6,82% í gær og er nú tæp 1.580 stig. Úrvalsvísitala aðallista Verð- bréfaþings Íslands lækkaði í gær um 1,18% og var 1.017 stig. Geng- isvísitala íslensku krónunnar end- aði í 140,3 stigum við lokun mark- aða gær. Veiking dagsins nam 0,7%. Krónan hefur nú veikst um 1,7% frá mánaðamótum. Vísitala helstu hlutabréfamark- aða í Evrópu hækkaði í gær, eftir vaxtahækkun bandaríska seðla- bankans. Lokagengi FTSE-vísitöl- unnar í London hækkaði í gær um 3,01% og CAC-hlutabréfavísitalan í París hækkaði um 2,71%. Eins hækkuðu hlutabréfavísitölur á Norðurlöndum; OMX-vísitalan í Svíþjóð um 2,86% og FTXE NOR- EX í Noregi um 0,67% en KFX- vísitalan í Kaupmannahöfn lækk- aði hinsvegar um 3,52%. Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði einnig umtalsvert í gær eða um 5,04%. Hlutabréf lækka mikið í verði Mesta lækkun Dow Jones á einum degi Á KYNNINGARFUNDI vegna hlutafjárútboðs Landssíma Íslands sem haldinn var með fjárfestum í gær kom fram í máli Hreins Loftssonar, formanns framkvæmdanefndar um einkavæðingu, að stefnt væri að því að Síminn yrði seldur að fullu á þessu kjör- tímabili. Jafnframt sagði Hreinn að reynsla af einkavæðingu ríkisfyrirtækja væri góð og sýndi að það væri alltaf hægt að ná betri rekstrarárangri í kjölfar einkavæð- ingar. Lét hann að því liggja að þetta gilti einnig um einkavæðingu Símans. Um hvort nú væri rétti tíminn til að einkavæða, sagðist hann telja að það væri alltaf rétti tíminn til að einka- væða ríkisfyrirtæki. Byggt á varfærnum áætlunum Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Símans, sagði allar áætlanir sem út- boðið byggðist á, gera ráð fyrir óbreyttum rekstri, þ.e. ekki er tekið tillit til þess sem væntanlegur kjöl- festufjárfestir gæti haft fram að færa. Áætlanir fyrirtækisins væru mjög varfærnar og lítið tillit væri tekið til þeirra væntinga sem fyrir- tækið hefði um framtíðina heldur væri aðallega verið að framreikna þá hluti sem væru þekktir og hægt væri að standa við. Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Símans, áréttaði að áætlanir félags- ins væru varfærnar og sagði að þær miðuðust við útkomu í versta tilfelli. Þá kom fram í máli Árna Tómasson- ar, bankastjóra Búnaðarbanka Ís- lands, að PricewaterhouseCoopers, sem stóð að verðmati Sím- ans, hafi einnig gert sínar ráðstafanir til lækkunar á þessum áætlunum. Þórarinn sagði Símann standa vel í erlendum sam- anburði og væri að bjóða mjög samkeppnishæft verð miðað við erlenda aðila. Vísaði hann því til stuðnings í tölur frá OECD frá í ágúst þar sem meðalverð Símans án virðisaukaskatts og miðað við kaup- mátt mældist lægst OECD-ríkjanna í þremur af fjórum flokkum og þriðja lægst í fjórða flokknum. Friðrik sagði aukna áherslu vera á arðsemi m.a. til að auka trú fjárfesta á því að félagið sé vel í stakk búið til að takast á við þau verkefni sem það er að fást við. Síminn hefði þegar styrkst og ætti mjög mikla möguleika í framtíðinni. Þess má geta að arð- semi eigin fjár Símans var 5,76% um mitt ár en 1,1% um sl. áramót. Ætla má að arðsemin verði tæplega 8% í lok líðandi árs en fram kom á fund- inum að gert er ráð fyrir að arðsemi eigin fjár Símans verði yfir 10% á næsta rekstrarári og fari vaxandi þaðan í frá. Á morgun hefst sala hlutafjár til al- mennings, starfsmanna og smærri fjárfesta en yfirlýsingar frá aðilum sem hafa áhuga á að gerast kjölfestu- fjárfestar þurfa að hafa borist 24. september. Landssími Íslands Aukin áhersla á arðsemina STJÓRN flugfélagsins SAS til- kynnti í gær að hún hygðist segja af sér þótt óháð rannsóknarnefnd hefði komist að þeirri niðurstöðu að stjórnin hefði ekki tekið þátt í ólöglegu verðsamráði og leynilegu samkomulagi SAS við danska flugfélagið Maersk um að hætta samkeppni á ákveðnum leiðum. SAS sagði í fréttatilkynningu að rannsóknarnefndin hefði staðfest að stjórn flugfélagsins hefði ekki vitað af leynilega samkomulaginu. Nefndin gagnrýndi þó stjórnina fyrir að hafa ekki brugðist nógu fljótt við þegar upp komst um samkomulagið. Stjórnin kvaðst hafa ákveðið að boða til hluthafafundar til að hægt yrði að kjósa nýja stjórn. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins sektaði bæði flug- félögin í júlí fyrir brot á sam- keppnisreglum sambandsins. SAS var gert að greiða 39,4 milljónir evra, andvirði 3,5 milljarða króna, og sekt Maersk nam 13,1 milljón evra, 1,2 milljörðum króna. SAS kvaðst í gær ætla að áfrýja þessari ákvörðun framkvæmdastjórnar- innar. Leynilega samkomulagið fól meðal annars í sér að Maersk hætti flugi milli Kaupmannahafn- ar og Stokkhólms og miðaverð SAS á þeirri leið hækkaði um 50%. Stjórn SAS segir af sér Stokkhólmi. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.