Morgunblaðið - 18.09.2001, Side 55

Morgunblaðið - 18.09.2001, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 55 www.sambioin.is Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Þegar þú veist lykilorðið, geturðu gert allt! Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. Vit 251Sýnd kl. 8 og 10.  strik.is  Kvikmyndir.is Stærsta grínmynd allra tíma! Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ  kvikmyndir.com Sýnd kl. 6. Vit . 256 B.i. 12.  kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Vit 251  strik.is  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 2245Sýnd kl. 8 og 10. Vit 268 Skriðdýrin eru mætt aftur til leiks. www.sambioin.is betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 8 og 10.10. Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.25. MAGNAÐ BÍÓ Sýnd. 5.45, 8 og 10.15. Beint á toppinn í USA Frá leikstjóra Romy & Michelle´s High School Reunion kemur frábær gamanmynd með frábærum leikurum. Sýnd. 5.30, 8 og 10.30. aknightstale.com Hrikalega flott ævintýramynd með hinum sjóðheita og sexý Heath Ledger (Patriot). Hugrakkar hetjur, fallegar meyjar, brjálaðar bardagasenur oggeggjað grín. Búðu þig undir pottþétta skemmtun! Cool Movie of the Summer! Rolling Stone Magazine Hann Rokkar feitt! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. www.laugarasbio.is STÆRSTA bíóupplifun ársins er hafin! Eruð þið tilbúin? Sýnd kl. 6, 8 og 10.  Tvíhöfði/Hugleikur  Hausverk.is  USA TODAY 1/2 NY POST Stærsta grínmynd allra tíma! í ll í Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. aknightstale.com Hrikalega flott ævintýramynd með hinum sjóðheita og sexý Heath Ledger (Patriot). Hugrakkar hetjur, fallegar meyjar, brjálaðar bardagasenur og geggjað grín. Búðu þig undir pottþétta skemmtun! "Cool Movie of the Summer!!" Rolling Stone Magazine Hann Rokkar feitt! FRUMSÝNING ÞAÐ verður svalt andrúmsloft sem fær að líða um ganga Gauksins í kvöld þar sem Svart- fuglarnir einu og sönnu ætla að troða upp. En hverjir eru nú þessir Svartfuglar? Morgunblaðið setti sig í rannsóknargírinn og hafði samband við Frey Eyj- ólfsson, Geirfugl með meiru. Grunurinn var þá staðfestur en tengsl þessara tveggja sveita eru þónokkur. En um leið ekki... „Ég myndi segja að þetta kvöld væri hið eina sanna stefnumót,“ segir Freyr, nokk- uð heimspekilega þenkjandi. „Þetta er blint stefnumót þar sem það veit enginn hver er í þessu bandi.“ Freyr getur þó talið upp nokkra „gesti“ eftir minni. „Það eru stundum haldin partí. Þá mæta góðir gestir á blint stefnumót og halda góð partí,“ útskýrir hann. „Stundum hafa verið þarna Kári DJ, Steini Quarashi, Stebbi Már, ég, Raggi gamli gúrka úr Bubbleflies og slagverksleikarinn Andri Geir. Og síðan bara gestir og gangandi.“ Freyr segir að upphaflega pælingin hafi verið að koma reggíbandi á laggirnar. „Þaðan er nú nafnið komið. En jú, jú ... stundum er spilað reggí. Stundum er spilað „döb“. Og stundum leiðir það út í „rytma“ og „grúv“. En það sem sveitin leggur fyrst og fremst upp úr er stuð og töffaraskapur.“ Ásamt Svartfuglum ætla einhverjir rapparar og taktsmiðir að kíkja í heimsókn og því ljóst að eldheit götupartísstemmn- ing mun ráða ríkjum fram eftir nóttu (eða til um klukkan eitt). Kvöldið hefst annars um níuleytið, að vanda. Gestum er svo gert að reiða fram fimm hundruð kr., fýsi þá til inngöngu. Skilyrði hennar er að fólk hafi a.m.k. náð átján ára aldri. Stefnumót Undirtóna: Svartfuglar Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Stuð og töffaraskapur Steini „Quar- ashi“ verður í góðum gír með Svartfuglunum í kvöld. ÞAÐ var mikið um dýrðir á Spotlight á laugardaginn var er dragdrottning Ísland var valin í fimmta sinn og kátína skein úr hverjum andlits- drætti enda keyrði gamanið bókstaflega úr hófi á stundum. Sigurvegarinn í þetta skiptið var Ás- geir sem þótti fara á kostum sem hin íðil- fagra og tælandi systir Maja Klarens. Í öðru sæti hafnaði svo hinn mexíkanski Aziso (Corona). Tveir urðu svo jafnir í þriðja sæti, þeir Ár- mann (Helga Grose- brutsnes) og Ársæll (Mary Jane Bitch). Fimmti keppandinn var svo valin ljós- myndafyrirsæta kvöldsins. Kepp- endur voru reyndar alls fimm þannig að enginn fór sneyptur heim til sín um nótt- ina! „Ég ákvað að taka þátt nokkrum dögum fyrir keppni,“ segir sigurvegarinn Ás- geir, kampakátur. „Þannig að ég stóð í reddingum alveg fram að keppni og var með allt á sein- ustu stundu. Ég reyndi að setja þetta upp sem leikverk, svona stutta sýningu þar sem ég myndi fanga athygli fólks- ins og fengi það til að hlæja.“ Ásgeir segist ekki hafa mikla reynslu af svona keppi. Hann var með í fyrra en ekkert síðan þá. „Ég verð svo, úr því ég hef tækifæri til, að koma þúsund þökkum til förð- unarfræðingsins míns. Hún heitir Erla Freysdóttir og er snillingur. Þetta hefði ekki gerst, ef ekki hefði verið fyrir hennar tilstilli.“ Dómnefndina skip- uðu þau Bergþór Pálsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, sem jafnframt var for- maður, Veturliði Guðnason, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson. Dragdrottning Íslands 2001 valin Kostulegur kabarett Dómnefndin tók oft og tíðum andköf af hrifningu. Morgunblaðið/Jim Smart Drottningarnar komu fram allar saman í lok kvölds. Sigurvegarinn, Ásgeir (systir Maja Klarens).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.