Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 1
               ÓÐUR maður vopnaður hríðskota- riffli, skammbyssu og sprengiefni réðst í gær inn á þingfund héraðs- þingsins í kantónunni Zug í Mið-Sviss og gekk þar berserksgang með þeim afleiðingum að 15 manns lágu í valn- um, að honum sjálfum meðtöldum. Fjórtán særðust. Er þetta mesta blóðbað sem orðið hefur í landinu. Morðinginn var 57 ára Svisslend- ingur, Friedrich Leibacher að nafni. Hann skaut um sig með svissneskum herriffli og sprengdi handsprengju í þingsal kantónunnar Zug í hjarta Sviss í gærmorgun. Hann myrti 3 stjórnarmenn kantónunnar, 11 þing- menn og lést sjálfur. Enn einn stjórn- armaður og 9 þingmenn voru illa særðir. Forseti Sviss fór til Zug frá höfuðborginni Bern síðdegis í gær í fylgd með Peter Hess, forseta sviss- neska þingsins, en hann er frá Zug. Þingið og kantónustjórnin koma ávallt saman síðasta fimmtudaginn í mánuði. Öryggiseftirlit er lítið eins og á öðrum opinberum stöðum í Sviss. Morðinginn var klæddur lögreglu- búningi og notaði herriffil eins og er til á fjölmörgum svissneskum heim- ilum. Svissneskir karlmenn á her- skyldualdri hafa sjálfvirkan riffil heima hjá sér og geta keypt hann að herskyldu lokinni. Það kemur sára- sjaldan fyrir, þrátt fyrir fjölda þeirra, að herrifflar séu notaðir á ólöglegan hátt. Lögregla sagði „játningarbréf“ hafa fundizt heima hjá manninum, og að sögn svissneskra fjölmiðla talar hann þar um „dag hefndarinnar á Zug-mafíunni“. Leibacher hafði lengi átt í deilum við dómskerfið í Zug. Deilurnar hófust þegar hann kærði strætisvagnsbílstjóra fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Almennings- vagnafyrirtækið kærði Leibacher fyrir mannorðsspjöll og upp úr því urðu langvarandi deilur. Æðsti réttur kantónunnar vísaði ákærum Leibach- er endanlega frá á miðvikudag og tal- ið er að það hafi verið kveikjan að morðæði hans. Zug er lítil en ein ríkasta kantóna Sviss, í næsta nágrenni við „banka- borgina“ Zürich. Hún er þekkt fyrir lága skatta og þar eru mörg fyrirtæki og auðmenn skráð til heimilis. Fimmtán myrtir á þingfundi í Sviss Zug, Zürich. AFP, AP, Morgunblaðið. AP Meðlimir kantónuþingsins í Zug og blaðamenn, tveir þeirra særðir, bíða þess fyrir utan þinghúsið í gærmorgun að læknishjálp berist. 221. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 28. SEPTEMBER 2001 DANSKA stjórnin hefur í fyrsta sinn í sögunni gripið til ráðstafana í því skyni að verjast hugsanlegum lífefnahryðju- verkum. Verið er að festa kaup á nýju bóluefni, koma upp rannsóknastofum og endur- skoða uppbyggingu almanna- varnakerfisins. Heilbrigðis- og innanríkis- ráðherra Danmerkur ætluðu að leggja fram í dag áætlun um þennan viðbúnað en að því er fram kemur í Berlingske Tid- ende, er gert ráð fyrir, að hann muni kosta rúmlega 1,2 millj- arða íslenskra króna í upphafi og reksturinn um 25 millj. króna árlega. Hættan ekki talin mikil í Danmörku Ekki er talin mikil hætta á lífefnahryðjuverkum í Dan- mörku en samt verður ráðist í að kaupa nýtt bóluefni gegn bólusótt. Til eru í landinu eitt hundrað þúsund skammtar af gömlu bóluefni frá því um miðj- an áttunda áratuginn, en þá var hætt að bólusetja fólk við bólu- sótt. Það bóluefni er ennþá virkt en getur þó verið hættu- legt fólki með veiklað ónæmis- kerfi, til dæmis alnæmissjúk- lingum. Varnir gegn lífefna- hryðju- verkum Danir grípa til ráðstafana ARABABANDALAGIÐ lét í gær í ljósi reiði sína og krafðist þess að ítalska stjórnin bæðist afsökunar vegna þeirra orða sem Silvio Berl- usconi, forsætis- ráðherra Ítalíu, lét falla um að kristin menning væri fremri íslamskri menningu. „Ég tel orð hans til marks um kynþáttahatur og með því að segja þetta hefur hann farið út fyrir öll skynsemis- mörk,“ sagði Amr Mussa, fram- kvæmdastjóri Arababandalagsins. „Við teljum ekki að einn menning- arheimur sé öðrum fremri og ef [Berl- usconi] heldur það þá hefur hann rangt fyrir sér og á margt ólært ... og ég tel að hann þyrfti að lesa sér til um menningu múslima,“ sagði Moussa. Á fundi með fréttamönnum á mið- vikudaginn sagði Berlusconi að vest- urlandabúar „ættu ekki að efast um yfirburði menningar okkar,“ og hvatti til að Evrópa yrði „endurskipulögð á grundvelli síns kristilega kjarna.“ Louis Michel, utanríkisráðherra Belga, sem fara nú með forustuna í Evrópusambandinu (ESB), sagði að orð Berlusconis væru „algerlega óvið- unandi“ og gengju þvert á evrópsk viðhorf og gildismat. Chris Patten, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórn ESB, sagði: „Við Evr- ópubúar ættum kannski að hugsa til þess, með viðeigandi skammti af hóg- værð, að hinn íslamski heimur hefur aldrei verið ábyrgur fyrir helför.“ Nokkrir hægrisinnaðir stjórnmála- menn á Ítalíu komu Berlusconi til varnar í gær. Rocco Buttiglioni, Evr- ópumálaráðherra landsins, sagði: „okkar menning ... er menning sem verndar betur en aðrar þau grund- vallargildi sem gera lífið þess virði að því sé lifað.“ Í tilkynningu frá skrif- stofu Berlusconis sagði að hann myndi eiga fund með arabískum sendiherra í næstu viku. Bandaríkjamenn forðuðust að segja nokkuð um orð Berlusconis, og þegar fréttamenn spurðu Richard Boucher, talsmann utanríkisráðu- neytisins, um afstöðu Bandaríkjanna sagði hann aðeins að hann vildi „ekki fella dóma um yfirlýsingar annarra.“ Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, staðfesti í gær að tveimur hershöfðingjum í banda- ríska flughernum hefði verið veitt heimild til að fyrirskipa að skotin skyldi niður hver sú farþegaflugvél sem virtist vera ógn við bandarískar borgir. Rumsfeld ítrekaði þó, að ströngum öryggisreglum yrði fylgt. Heimild hershöfðingjanna væri miðuð við að aðstæður bæri svo brátt að að þeim gæfist ekki tími til að leita heimilda hjá æðri mönnum í hernum eða forsetanum. Bandaríski mannréttindasinninn Jesse Jackson sagði í gær að hann hefði engin áform um að fara til Afg- anistans, þótt talibanastjórnin þar í landi hefði boðið sér að gerast milli- göngumaður vegna krafna Banda- ríkjamanna um að talibanar framselji Osama bin Laden, sem grunaður er um að hafa staðið að baki hermdar- verkunum 11. september. Utanríkisráðuneytið bandaríska lýsti því yfir að það væri alls ekki hlynnt því að Jackson tækist á hendur hlutverk milligöngumanns. Arababandalagið og ESB fordæma orð Berlusconis Bandarískum hershöfðingjum heimilað að láta granda farþega- vélum sem gætu talist ógna byggð Kaíró, Washington. AFP. Silvio Berlusconi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.