Morgunblaðið - 28.09.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.09.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sundmennirnir Jakob og Örn á heimleið frá Bandaríkjunum / C1 Eiður Smári skoraði glæsilegt mark í Búlgaríu / C4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FÖSTUDÖGUM Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Landssamtökum hjartasjúklinga, „Velferð“. DR. FRIÐRIK Ein- arsson fyrrv. yfir- læknir á Borgarspít- alanum er látinn, 92 ára að aldri. Friðrik var fæddur á Hafranesi við Reyðarfjörð 9. maí 1909. Foreldrar hans voru Einar Friðriks- son bóndi þar og kona hans, Guðrún Hálfdánardóttir. Friðrik varð stúdent frá M.A. 1931, cand. med. frá Háskóla Ís- lands 1937 og frá Kaupmannahafnarháskóla 1943 og dr. med. frá HÍ 1958. Hann hlaut al- mennt lækningaleyfi á Íslandi 1939 og í Danmörku 1943, en þar stund- aði hann framhaldsnám í 9 ár og hlaut sérfræðingsleyfi í handlækn- ingum og kvensjúkdómum árið 1949. Friðrik var læknir á Landspít- alanum á árunum 1946–1963, yfir- læknir á skurðdeild Borgarspítalans 1963–1977 og læknir endurhæfing- ar- og langlegudeildar Borgarspít- alans í Hafnarbúðum 1977–1982. Þá var hann stundakennari við lækna- deild Háskóla Íslands frá 1954 og dósent á árunum 1959–1976. Friðrik gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum og sat m.a. í stjórn Læknafélags Reykjavík- ur 1950–1953, í bæjar- stjórn Reykjavíkur 1950–1954, var kosinn í byggingarnefnd Borgar- spítalans 1954, sat í stjórn Krabbameins- félags Íslands 1956–1978 og í almannavarnanefnd Borgarspítalans 1970– 1978, þar sem hann var lengst af formaður. Þá sat hann í stjórn Nord- isk Kirurgisk Forening 1961–1983 og var forseti samtakanna 1979–1981. Ennfremur sat hann í stjórn Þvagfæraskurðlæknafélags Norðurlanda 1962–1980 og var for- maður Skurðlæknafélags Íslands 1973–1975. Friðrik var gerður að heiðurs- félaga í Skurðlæknafélagi Íslands 1977, í Nordisk Urologisk Forening 1980, í Dansk Kirurgisk Selskab 1981, í Nordisk Kirurgisk Forening 1983 og í Heila- og taugalækninga- félagi Íslands 1998. Þá var hann sæmdur krossi riddara af Danne- brog 1958 og riddara af 1. gráðu Dannebrog 1966, riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1970 og stórriddarakrossi árið 1977. Friðrik lætur eftir sig eiginkonu, Ingeborg Einarsson, f. Korsbæk, og fjögur börn þeirra. Andlát FRIÐRIK EINARSSON SETTUR umboðsmaður Alþingis, Helgi I. Jónsson héraðsdómari, hefur skilað af sér fjórum álitum í málum jafnmargra prófessora við lagadeild Háskóla Íslands. Vék Tryggvi Gunn- arsson, umboðsmaður Alþingis, sæti í umfjöllun um þessi mál. Prófessorarnir leituðu hver í sínu lagi til umboðsmanns þar sem þeir sættu sig ekki við úrskurð kjara- nefndar frá júlí 1998 um launakjör og mat á þeirra störfum við deildina og birtum fræðigreinum. Voru gerðar athugasemdir við málsmeðferð kjara- nefndar, hvernig fyrri fræðistörf pró- fessoranna voru metin og hvernig þeim var raðað í nýja launaflokka. Kvartað var undan ófullnægjandi rökstuðningi kjaranefndar um launa- kjör en í álitum setts umboðsmanns telur hann rökstuðninginn vera full- nægjandi. Settur umboðsmaður beinir því hins vegar til kjaranefndar að endur- skoða reglur um hvernig meta eigi fræðigreinar sem birtast í erlendum fræðiritum og hvernig meta eigi fyrri störf manna. Í tveimur álitanna minn- ir settur umboðsmaður á að staða lög- fræði innan Háskólans sé frábrugðin mörgum öðrum greinum sem hafi al- þjóðlega skírskotun. Fræðigreinar í lögfræði séu langflestar þjóðlegar og veki því almennt ekki áhuga útlend- inga. Íslenskir lagaprófessorar hafi því minni möguleika en starfsbræður þeirra í öðrum greinum til að fá grein- ar eftir sig birtar á erlendri tungu. Í einu málanna er þeim tilmælum beint til kjaranefndar að taka til með- ferðar beiðni viðkomandi prófessors um rökstuðning fyrir mismunandi mati á fræðiritum hans og afgreiða hana í samræmi við fyrirmæli stjórn- sýslulaga, komi fram ósk þessa efnis frá honum. Sami prófessor kvartaði undan því að kjaranefnd hefði ekki veitt honum leyfi til að tjá sig munn- lega fyrir nefndinni um málið. Settur umboðsmaður Alþingis telur prófess- orinn hins vegar hafa gert glögga grein fyrir sínum sjónarmiðum skrif- lega og því hafi ekki verið þörf á munnlegum málflutningi. Kjaranefnd endurskoði matsreglur Umboðsmaður Alþingis um mál fjög- urra lagaprófessora við Háskólann ÍSLENSK lögregluyfirvöld hafa fengið fyrirspurnir og lista yfir fólk sem grunsemdir eru um að tengist hryðjuverk- unum í Bandaríkjunum. Jón H. Snorrason, yfirmað- ur efnahagsbrotadeildar Rík- islögreglustjórans, sagði í samtali við Morgunblaðið að þær spurningar sem beint hefði verið til þeirra af þessum sökum sneru að því hvort við- komandi einstaklingar væru hér, hefðu verið hér eða eitt- hvað væri vitað um aðgerðir þeirra hér á landi. Jón sagði að unnið hefði ver- ið að því að svara þessum fyrirspurnum. Við værum þátttakendur í alþjóðlegu samstarfi og eitt af hlutverk- um ríkislögreglustjóraemb- ættisins væri að vera í sam- skiptum við erlend lög- regluyfirvöld og sinna erind- um af þessu tagi. Fyrir- spurnir til íslenskra lögreglu- yfirvalda Hryðjuverkin í Bandaríkjunum HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um gæslu- varðhald til 30. september yfir manni sem tekinn var með fíkni- efni í bíl skammt frá Blönduósi um síðustu helgi. Lögreglan á Blönduósi stöðv- aði bílinn seint að kvöldi laug- ardags í hefðbundnu eftirliti. Þegar ökumanninum var gefið merki um að stansa sáu lög- reglumenn hvar pakka var fleygt út úr bílnum áður en hann stöðvaðist. Laganna verðir námu staðar til að taka pakkann upp af veginum en þá var bíln- um fyrir framan þá ekið í burtu á miklum hraða. Veitti lögreglan honum eftirför og eftir eltingar- leik um 12 kílómetra leið eftir Langadal, þar sem ekið var á 130-140 km hraða, tókst að stöðva bílinn. Tveir menn voru handteknir og var gæsluvarð- halds krafist yfir þeim báðum. Það var farþeginn sem kærði gæsluvarðhaldið. Neytti hass fyrir akstur Í pakkanum fundust 140 e- töflur, e-töflumulningur og 250 grömm af hassi. Ökumaðurinn viðurkenndi við yfirheyrslu að hafa neytt hass fyrir aksturinn. Farþeginn, sem býr á Akureyri, sagðist hafa verið beðinn að sækja pakka á ákveðinn stað skammt vestan við Blönduós og hefði sér verið boðið hass að launum. Fékk hann félaga sinn til að aka sér vestur og voru þeir á leið til baka til Akureyrar þeg- ar lögreglan gómaði þá. Síðastliðinn mánudag var svo einn maður til viðbótar handtek- inn á Akureyri og einnig úr- skurðaður í gæsluvarðhald. Fjórði maðurinn var handtekinn á miðvikudag og viðurkenndi hann að hafa skipulagt og fjár- magnað kaupin á fíkniefnunum. Reyndi að stinga lögregl- una af Gæsluvarðhald staðfest vegna fíkniefnamáls FÓLKSBIFREIÐ var ekið í veg fyr- ir mótorhjól á Bústaðavegi við Bú- staðakirkju seint í gærkvöldi og var ökumaður hjólsins fluttur meðvit- undarlaus á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar virtist hann þó óbrotinn og komst til meðvitundar á slysadeild, en kvartaði yfir verk í baki. Orsakir slyssins voru þær að fólksbifreið tók u-beygju á veginum og stansaði þvert á hinni akbrautinni með þeim afleiðingum að mótorhjólið lenti beint á hlið bílsins. Engan sakaði í fólksbílnum en hjól og bíll skemmd- ust nokkuð og fjarlægði lögreglan ökutækin af götunni. Tilkynning barst um slysið rétt fyrir hálfellefu. Bíll ók í veg fyrir mótorhjól Morgunblaðið/Kristinn SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var kallað að fjölbýlishúsi í Rima- hverfi í Grafarvogi í gær. Tilkynnt var um mikinn reyk úr kjallara hússins og í ljós kom að kveikt hafði verið í rusli í geymslu- gangi. Nokkrar reykskemmdir urðu í húsinu en litlar sem engar skemmd- ir vegna elds. Reykurinn var frekar svartur vegna gúmmíkapla sem voru innan um ruslið. Ekki er vitað hverj- ir voru þarna að verki. Kveikt í rusli í kjallara fjölbýlishúss

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.