Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SJÓNVARPSSTÖÐIN Skjár einn birti opnu- auglýsingu í Morgunblaðinu í gær, þar sem áhorfendur stöðvarinnar eru hvattir til að láta fé af hendi rakna í söfnun til þess að „tryggja bjarta framtíð Skjás eins“. Í auglýsingunni segir ennfremur: „Það er hart í ári og við biðj- um ekki um lítið. Við biðjum þig að styrkja okkur um 4.290 kr. eða andvirði mánaðar- áskriftar Stöðvar 2 og tryggja þannig áfram- haldandi ókeypis sjónvarp á Íslandi. Hjálpaðu okkur að skemmta þér.“ Hjá lögreglustjóra- embættinu í Reykjavík var kannað lögmæti slíkra safnana og var niðurstaðan sú að söfnun Skjás eins stæðist lög. Árni Þór Vigfússon sjónvarpsstjóri Skjás eins segir áhorfendur stöðvarinnar hafa tekið söfnuninni vel og að hún hafi farið vel af stað. Símalínur hafa verið rauðglóandi og baráttu- kveðjur borist frá velunnurum stöðvarinnar í tölvupósti. Þá segir Árni að fólk hafi verið að láta af hendi rakna tvöfalda og jafnvel þrefalda þá upphæð sem beðið var um í auglýsingunni. En ástæðan fyrir því að Skjár einn ákvað að leita aðstoðar almennings í landinu nú er sú að undanfarið hefur endurfjármögnun á fyrir- tækinu staðið yfir og hún hefur tekið lengri tíma en áætlað var að sögn Árna „Það er hart í ári, en endurfjármögnun stöðvarinnar er á lokastigi núna. Við vildum samt á þessum tímapunkti leita til þjóðarinnar og biðja hana um að styrkja okkur, aðeins í þetta eina skipti, með sömu krónutölu og samkeppnisaðili okk- ar, Stöð 2, kostar á mánuði og þar með leggja sitt af mörkum til að tryggja bjarta framtíð Skjás eins og að við getum haldið úti metn- aðarfullri dagskrá til frambúðar.“ Árni segir að í auglýsingunni felist einnig ákveðin herferð til að vekja athygli á sérstöðu stöðvarinnar; að hún sé og verði áfram ókeypis, þrátt fyrir að í þetta eina skipti sé almenningur beðinn um fjárstyrk. „Þetta er auglýsingaherferð sem fær fólk til að hugsa. Við viljum minna fólk á hvernig miðill við erum og að samkeppnisað- ilar okkar eru ekki ókeypis.“ Hann telur ástæðuna fyrir erfiðri fjárhags- stöðu Skjás eins ekki vera þá að auglýsinga- tekjur hafi dregist saman. „Við teljum okkur vera að ná gríðarlega góðum árangri sem aug- lýsingastöð. Um leið og gengið hefur verið frá endurfjármögnun stöðvarinnar sjáum við fram á bjarta framtíð.“ Ekki kemur til greina að taka upp áskriftargjöld til áhorfenda stöðv- arinnar. Árni telur að Íslenska sjónvarpsfélagið muni væntanlega fara að skila hagnaði á næstu misserum og að ástæða þess að fjár- hagsstaðan sé bág þessa stundina sé sú að stöðin hafi í upphafi verið fjármögnuð með skammtímalánum og þau hafi verið mikil byrði á rekstrinum. Árni vonar að ekki þurfi að grípa til frekari uppsagna eða skera niður dagskrá stöðvarinn- ar á næstunni en í ágúst var öllum starfs- mönnum á fréttastofu sagt upp vegna endur- skipulagningar á starfseminni. Í kjölfar birtingar auglýsingarinnar í gær fór af stað umræða um hvort löglegt væri að Skjár einn auglýsti opinbera fjársöfnun með þessum hætti. Í samtali Morgunblaðsins við Þorstein Skúlason, deildarlögfræðing lögregl- unnar í Reykjavík, kom fram að í kjölfar at- hugasemdar sem embættinu barst hefði málið verið kannað en í lögum er kveðið á um með hvaða hætti safna megi fjárframlögum. Könn- unin leiddi í ljós að fjáröflun til rekstrar stöðv- arinnar með þessum hætti væri lögmæt. Til- kynning verður að berast lögreglustjóra áður en fjársöfnun af þessu tagi fer fram og var slíkt gert. Sérstakt leyfi þarf hins vegar fyrir opinberum söfnunum þegar safnað er á götum úti eða gengið í hús. Þorsteinn segir að ábend- ing hafi einnig borist um að söfnunin bryti í bága við 15. grein útvarpslaga þar sem fjallað er um tekjustofna útvarps. Eftir að hafa kynnt sér málið segir Þorsteinn þó ekkert benda til að svo sé. Í samkeppnislögum segir meðal annars að auglýsingar megi ekki vera rangar, villandi, ófullnægjandi eða ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum. Sigurjón Heið- arsson hjá Samkeppnisstofnun segir erfitt að meta hvort auglýsingin brjóti í bága við sam- keppnislög. Áður en stofnunin fer ofan í kjölinn á máli sem þessu þurfi henni að berast rökstutt er- indi frá utanaðkomandi aðila. Sigurjón segir keppinauta Skjás eins verða að meta hvort þeim finnist að sér vegið í auglýsingunni. Skjár einn biður áhorfendur um fjárframlög í opnuauglýsingu í dagblöðum „Við biðjum ekki um lítið“ ÞINGVELLIR skörtuðu sínu feg- ursta í gær, á þriðja degi heimsókn- ar Jóakims Danaprins og Alexöndru prinsessu, í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Þau snæddu hádegisverð í ráð- herrabústaðnum á Þingvöllum með Davíð Oddssyni forsætisráðherra, Ástríði Thorarensen eiginkonu hans, Ólafi Ragnari og Dorrit Moussaieff. Jóakim sagði í samtali við Morg- unblaðið telja mikilvægt að hlúa að sambandi dönsku konungsfjölskyld- unnar og Íslands. „Það hefur alltaf verið náið samband milli Íslands og Danmerkur og enn nánara milli kon- ungsfjölskyldunnar og Íslands. Kon- ungsfjölskyldan var jú áður fyrr einnig hin íslenska kóngafjöl- skylda,“ segir Jóakim. Ísland sé ekki lengur svo langt frá Danmerku, nú þurfi ekki að ferðast í viku eða tíu daga á skipi til að heimsækja landið, eins og forfeður hans þurftu að gera hér á árum áður. „Nú er þetta þriggja tíma ferðalag í flugvél. Það er einstök upplifun að koma til Ís- lands og sjá það sem maður sér hvergi annars staðar á norð- urslóðum, eins og í Grænlandi eða Kanada. Þess vegna ákváðum við strax að þiggja boðið þegar forseti Íslands bauð okkur að koma,“ segir prinsinn. Alexandra hefur aldrei komið áð- ur til Íslands. „Vinir mínir sem hafa komið hingað sögðu mér að hér væru engin tré og það kom mér í opna skjöldu að Ísland er mun grænna en ég hafði ímyndað mér,“ segir Alexandra. „ Það sló mig einn- ig hversu mismunandi arkitektúrinn er hér á Íslandi. Ég hef fengið þá skýringu að það sé enginn arkitekta- skóli hér á Íslandi, þannig að arki- tektar fara til annarra landa til að mennta sig og koma með reynslu sína heim aftur. Mér finnst mjög áhugavert að sjá að íbúðarhús eru mjög ólík hverju öðru.“ Jóakim segir að þau hjónin hafi sjálf tekið þátt í að skipuleggja dag- skrá heimsóknarinnar. „Ísland er stórt land og þar sem við höfum bara fjóra daga verðum við að tak- marka okkur. En það eru ákveðnir staðir sem maður verður að heim- sækja eins og t.d. Þingvellir, Geysir og Gullfoss og það tekur heilan dag. Það er einnig mikilvægt að skoða Reykjavík sem tekur líka heilan dag og svo verður maður auðvitað að skoða Norðurland,“ sagði Jóakim. Í dag heimsækja prinsinn, prinsessan og föruneyti þeirra Akureyri og fara einnig til Mývatns. Jóakim kom hingað síðast fyrir sextán árum og segir hann landið vera mikið breytt. „Það er ekki hægt að líkja Reykjavík dagsins í dag við borgina fyrir sextán árum. Það er greinilegt að efnahagsuppsveiflan sem öll evrópsk lönd hafa notið góðs af síðustu tvo áratugi, hefur markað spor sín hér. Munurinn er greini- legur. Borgin hefur stækkað mikið og ástand húsanna er betra.“ Prinsinn segir að alla sína barnæsku hafi hann heyrt mikið talað um Ísland. Foreldrar hans heimsóttu landið í byrjun áttunda áratugarins og segir hann að hann hafi heyrt mikið rætt um þá ferð. „Svo þegar eldfjöll gjósa á Íslandi kemst það í fréttirnar sem gerir Ís- land að sérstöku umræðuefni. Að sjálfsögðu hefur sameiginlegur upp- runi og hin almennu norrænu tengsl við landið gert það að verkum að maður hefur ætíð verið meðvitaður um Ísland.“ Nikolai litla boðið persónulega Nikolai prins, tveggja ára sonur Jóakims og Alexöndru er einnig með í för, enda var honum boðið persónulega, að sögn Alexöndru. Á annarri hæð ráðherrabústaðarins, þar sem viðtalið er tekið, eru greini- leg ummerki eftir barn: Litabók og litir á borðinu, drykkjarmál og smekkur í sófanum og ýmis leik- föng. Aðspurð um hvort ferð á borð við þessa sé ekki erfið fyrir Nikolai segir Alexandra að hann taki ekki þátt í allri dagskránni. „Við höfum séð til þess að hann sé stundum með. Við sögðum við hann að nú færum við til Íslands og hann kæmi með og það fannst honum mjög gott. Svo vissi hann að við ættum að fljúga hingað, hann vissi að eitthvað sér- stakt væri í vændum. Ef við hefðum ekki tekið hann með hefði hann setið heima og það hefði verið leiðinlegt fyrir hann. Hann verður líka að fá að upplifa hlutina. Það er svo mikil náttúra hér og það er stórkostlegt fyrir lítið barn, sérstaklega hér á Þingvöllum, að geta hlaupið úti og leikið sér,“ segir Alexandra. „Auð- vitað er þetta svolítið erfitt fyrir hann, en hann erótrúlega með- færilegur og lærdómsfús. Hann er alltaf að læra eitthvað nýtt og tekur öllu með jafnaðargeði,“ bætir hún við. Jóakim segir að barnfóstra sé alltaf með þegar Nikolai litli ferðast með foreldrum sínum. „Það er mik- ilvægt að ákveðin regla sé á lífi hans,“ segir Alexandra . Venjulegir foreldrar Jóakim og Alexandra segja að þau sjái um uppeldi sonar síns, rétt eins og venjulegir foreldrar. Þegar þau eru spurð hvort þau fari t.d. á fætur til að svæfa drenginn ef hann vakn- ar á nóttunni bankar Jóakim í borðið fyrir framan hann og segir hlæjandi „sjö, níu, þrettán. Það gerir hann sem betur fer ekki, hann sefur eins og engill allar nætur. Við höfum aldrei haft það vandamál. En við sjáum til þess að hann fái eins venju- legt uppeldi og mögulegt er. Hann má þó heldur ekki einangrast frá því lífi sem hann er fæddur inn í. Það væri rangt gagnvart honum, því þá myndi hann einn góðan veðurdag þurfa að horfast í augu við heim sem hann skilur ekki. Hann þarf að vita að við erum oft í burtu og í kastljósi fjölmiðlanna og hið sama gildir um hann,“ segir Jóakim. Hann segir að þess vegna sé það mikilvægt að hann ferðist með þeim af og til. „Því er gott að hann sé svo meðfærilegur að hann geti komið með okkur sem lítið barn og kynnst fjölmiðlum. Á þann hátt verður það aldrei framandi fyr- ir hann.“ Alexandra bætir við að betra sé að fjölmiðlar séu hluti af lífi hans frá upphafi, því erfitt gæti ver- ið fyrir t.d. tíu ára barn að skilja fjöl- miðlaheiminn hafi það ekki kynnst honum áður. Jóakim þekkir hvernig er að alast upp í konungsfjölskyldu, en hann segir að honum hafi verið haldið örlítið meira utan fjölmiðla- athygli en syni hans. „Nikolai veit vel hvað fjölmiðlar eru, hann hefur oft staðið fyrir framan fjöldann all- an af myndavélum og tekið því öllu mjög rólega og náttúrulega.“ Jóakim og Alexandra búa í Schackenborgarhöll. Þau segja meta mikils að heimili þeirra sé á landsbyggðinni og segjast safna kröftum þar. Þau segjast bæði njóta sveitasælunnar og stórborgarlífsins í Kaupmannahöfn. „Ísland er mun grænna en ég hafði ímyndað mér“ Morgunblaðið/Golli Útsýnið frá Hakinu var mjög fagurt í gær. Þingvellir skörtuðu sínu fegursta í haustlitunum. Jóakim Danaprins og Alexandra prins- essa leggja áherslu á að Nikolai prins, sonur þeirra, fái eins venjulegt uppeldi og mögulegt er. Í viðtali við Morgunblað- ið segja þau frá ferð sinni um Ísland, kóngalífinu og mikilvægi þess að halda tengslum Íslands og Danmerkur. Jóakim prins brá á leik með Nikolai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.