Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 17
LANDIÐ                     Til bókaútgefenda: BÓKATÍÐINDI 2001 Skilafrestur vegna kynningar og auglýsinga í Bókatíðindum 2001 er til 8. október nk. Ritinu verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi. Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Barónsstíg 5, sími 511 8020. ———————  ——————— Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2001 er til 30. október nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA Morgunblaðið/Líney Mikið fjör á réttarballi í Skúlagarði ÞórshöfnÍ KELDUHVERFINU var eindæma haustblíða um síðustu helgi en hit- inn komst þá í 18 stig yfir daginn. Það viðraði því vel í réttirnar en flugnasveimur var ágengur við menn og dýr. Hljómsveitin Manna- korn skemmti gestum á réttarballi í Skúlagarði á laugardagskvöldi eins og þeim einum er lagið. Næturgisting var til reiðu fyrir gesti sem þess óskuðu á Hótel Skúlagarði og nokkrir ballgestir nýttu sér það. Rekstraraðilar í Skúlagarði eru hjónin Guðrún Sig- urðardóttir og Júlíus Ólafsson og er opið þar allt árið. Húsnæðið hefur verið mikið end- urnýjað á síðasta ári, m.a. eru ný og vönduð rúm í öllum herbergjum, gistipláss er alls fyrir 24 í rúmi og að auki eru 14 svefnpokapláss. Nokkuð er um að veiðimenn nýti sér þennan gistikost, einkum á rjúpna- og gæsaveiðitíma en á þess- um slóðum eru góð veiðisvæði. UNNIÐ er að því á undanförn- um vikum að lagfæra vegaxlir á Suðurlandsvegi í Kömbum og upp af þeim inn á Hellisheiði. Axlirnar eru lagðar klæðningu og gerðar þannig úr garði að betra sé fyrir ökumenn að víkja út á þær og hleypa bílum fram- úr ef þeir telja þörf á. Bjarni Stefánsson, rekstrar- stjóri Reykjanesumdæmis, sagði að þessar lagfæringar á vegöxlunum væru átak á þessu ári þar sem nokkrir kaflar væru teknir fyrir, meira yrði gert á næsta ári fengjust til þess peningar. „Við tökum þetta í áföngum,“ sagði Bjarni. Hann sagði að einnig væri það gert víðar að leggja klæðningu á vegaxlir og unnið væri að því að malaraxlir á vegum hyrfu. Nýir vegir væru núna lagðir með bundnu slitlagi á vegöxlunum. Hann sagði þetta öryggisatriði og ætti það að liðka fyrir umferð því auðveldara og hættuminna væri að víkja út á vegöxlina þegar hún væri klædd bundnu slitlagi. Bundið slitlag á vegaxlir á Hellisheiði Selfoss Í SEPTEMBERSÓLINNI á sunnu- daginn var gaman fyrir ungan dreng að trítla í fjöruborði Við- arvatns og gára aðeins þann fagra spegil í óendanlegri síðdegiskyrrð. Þessi sunnudagur var einhver hinn fegursti sem um getur í uppsveitum Þingeyjarsýslu. Heiðskírt með logni og hiti allt að 18°C. Þó Herðubreið sé í 60 km fjar- lægð þá nýtur hún þess að speglast í þessu fagra fjallavatni. Viðarvatn er í 439 metra hæð yfir sjó og til- heyrir kirkjustaðnum Víðirhóli, sem nú um stundir er í Öxarfjarð- arhreppi. Morgunblaðið/BFH Haustkyrra á Viðarvatni Mývatnssveit HÓLMFRÍÐUR Indriðadóttir frá Ytra-Fjalli í Aðaldal, fædd 1906 og því 95 ára gömul, fyrrum hús- freyja á Skjaldfönn við Ísafjarð- ardjúp, er þrátt fyrir háan aldur enn hlaupandi um túnin þegar þess er þörf eins og hér í lok hey- skapar. Hólmfríður lærbrotnaði í fyrravor en var ótrúlega fljót að ná sér enda hefur harka og dugn- aður verið aðalsmerki hennar alla tíð. Ljósmynd/Kristbjörg Lóa Árnadóttir Enn frá á fæti Skjaldfönn NÝ háspennulína RARIK frá Ey- vindará til Eskifjarðar var tekin formlega í notkun 21. september. Línan, sem er tæplega 30 km að lengd, er byggð fyrir 132 kV spennu, en verður fyrst um sinn með 66 kV spennu. Afkastageta línunnar er um 50–60 MW og bætir úr brýnni þörf, þar sem hún leysir af hólmi 40 ára gamla línu sem orðin var erfið í rekstri. Framkvæmdir gengu framar von- um og voru á undan áætlun og reyndist kostnaður við þær aðeins um 75% af upphaflegri kostnaðar- áætlun. Línuhönnun sá um hönnun línunn- ar, en vinnuflokkar RARIK á Aust- urlandi með aðstoð vinnuflokka á Norðurlandi önnuðust framkvæmd- ir. Jarðvinna var í höndum Árverks á Egilsstöðum. Eskifjarð- arlína tekin í notkun MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.