Morgunblaðið - 28.09.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.09.2001, Qupperneq 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAGSKRÁ: 1. Kosning stjórnar. 2. Önnur mál. K E F L A V Í K U R V E R K T A K A R Stjórn Keflavíkurverktaka hf. HLUTHAFAFUNDUR KEFLAVÍKURVERKTAKA HF. Stjórn Keflavíkurverktaka hf. boðar til hluthafafundar í félaginu, sem haldinn verður föstudaginn 5. október 2001 kl. 14:00 á Veitingahúsinu Ránni, Hafnargötu 19a, Keflavík. Hö nn un :V ík ur fré tti re hf Au gl ýs in ga sm ið ja 00 6 STJÓRN Keflavíkurverktaka hf. hefur boðað til hluthafa- fundar í félaginu föstudaginn 5. október næstkomandi. Þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Þar sagði einn- ig að Bjarni Pálsson hefði fyrir hönd Eisch Holding SA, sem er eigandi 40,4% hluta- fjár í félaginu, óskað eftir því að hluthafafundur yrði hald- inn í félaginu við fyrsta mögulega tækifæri. Sérstak- lega var tekið fram að Bjarni hefði óskað eftir því að í fund- arboðinu kæmi fram að stjórnarkjör yrði á dagskrá fundarins. Stjórnarmaður hættir Einnig var greint frá því í tilkynningu á Verðbréfaþingi Íslands í gær að Skúli Skúla- son, stjórnarmaður, hefði selt allt hlutafé sitt í félaginu og jafnframt sagt sig úr stjórn þess. Þá kom fram í tilkynning- unni að Grétar Magnússon, meðstjórnandi, tekur sæti Skúla í stjórn félagsins. Greint var frá því síðastlið- inn þriðjudag að Eisch Hold- ing hefði keypt hlutabréf í Keflavíkurverktökum að nafnvirði um 65,6 milljónir króna. Hlutur Eisch Holding í Keflavíkurverktökum jókst við þessi kaup úr 20,1% í 40,4%. Bjarni Pálsson er eig- andi Eisch Holding. Keflavíkurverktakar eru eina félagið sem er á tilboðs- markaði Verðbréfaþings Ís- lands. Lokaverð á hlutabréf- um félagsins var í gær 4,60. Hluthafafundur boð- aður hjá Keflavík- urverktökum Stjórn- arkjör verður á dagskrá ÖLL efnahagsleg rök mæla með skattalækkunum á fyrirtæki og yrðu slíkar aðgerðir fyllilega í samræmi við trausta og aðhaldssama efna- hagsstefnu. Þetta er mat Bolla Þórs Bollasonar, skrifstofustjóra efna- hagsskrifstofu fjármálaráðuneytis- ins, og kom fram á ráðstefnu við- skiptafræðinema um skattaum- hverfi fyrirtækja á Íslandi. Bolli benti á að fyrir tæpum ára- tug hafi staða efnahagsmála á Ís- landi verið mjög ólík því sem nú er. Íslensk fyrirtæki hafi ekki verið bú- in undir að mæta auknu frjálsræði og breytingum á alþjóðamarkaði, fjármagnskostnaður hafi aukist með tilheyrandi gjaldþrotum og atvinnu- leysi. Við þessu hafi meðal annars verið brugðist með skattalegum að- gerðum, en tekjuskattar fyrirtækja hafi þá verið mjög háir en einnig hafi háir tekjuskattar og aðstöðu- gjöld gert fyrirtækjum erfitt fyrir. Tekjuskattar hafi því verið lækkaðir niður í 33% árið 1993, aðstöðugjöld felld niður og launagjöld samræmd milli allra atvinnugreina. Þessar að- gerðir hafi verið tímabærar og skattalegt umhverfi með þeim orðið með því besta sem þekktist meðal OECD-ríkjanna. Sagði Bolli að skattalækkunin hafi átt töluverðan þátt í efnahagsuppsveiflu síðasta áratugar. Bolli sagði að á undanförnum ár- um hafi enn á ný orðið verulegar breytingar á rekstrarumhverfi fyr- irtækja. Alþjóðaumhverfið hafi breyst og skilað sér í aukinni fram- leiðslu og auknum útflutningi. Þess- um breytingum hafi hinsvegar fylgt aukin samkeppni og ríkisstjórnir ýmissa ríkja mætt henni með því að lækka tekjuskatt og fellt niður eignaskatt. Íslandi hafi þannig tapað niður því forskoti sem náðist fyrir tæpum áratug. Íslenskt atvinnulíf búi því við erfiðar aðstæður að þessu leyti. Bolli sagði að skattalækkanir myndu örva atvinnulífið, samkeppn- isstaða yrði betri og skapaði for- sendur fyrir uppbyggingu atvinnu- lífs. Þar með myndi hagvöxtur glæðast á nýjan leik. Hann sagði fullvíst að meira en helmingur tekju- taps ríkissjóðs vegna skattalækkana myndi skila sér til baka með skatt- lækkunum og líklega mun meira. Hann benti á að tekjur ríkissjóðs hafi tvöfaldast, þrátt fyrir lækkun tekjuskattshlutfalls, sem væru mun meiri áhrif en búist hefði verið við. Morgunblaðið/Ásdís Frá ráðstefnu viðskiptafræðinema Háskóla Íslands. Skattaumhverfi fyrirtækja á Íslandi Öll efnahagsleg rök mæla með skattalækkun SÍMINN og Norðurljós hafa gert með sér samkomulag um dreifingu og endursölu á sjónvarpsrásum í gegnum breiðband Símans. Þá nær samkomulagið einnig til markaðs- setningar á samstarfi fyrirtækjanna og samvinnu um nýtt sjónvarpsefni. Með samkomulaginu tekur Sím- inn að sér dreifingu á sjónvarps- stöðvum Norðurljósa, það er á Stöð 2, Sýn, Popptíví og Bíórásinni, í gegnum breiðband Símans. Á breið- varpinu verða því allar íslensku sjón- varpsstöðvarnar, 28 erlendar sjón- varpsstöðvar, flestar íslenskar útvarpsstöðvar og 10 erlendar þema- útvarpsstöðvar. Norðurljós söluaðili fyrir breiðvarpið Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Símans, sagði á blaðamannafundi sem efnt var til í gær þegar hann og Hreggviður Jónsson, forstjóri Norð- urljósa, undirrituðu samkomulag fyrirtækjanna, að um væri að ræða mikinn áfanga, ekki einungis fyrir fyrirtækin tvö heldur einnig fyrir húseigendur. Þeir sem hafi aðgang að breiðbandi Símans fái nú einfald- an, öruggan og afbragðsgóðan að- gang að sjónvarpi með miklu meiri myndgæðum en áður hafi þekkst. Hreggviður sagðist afar ánægður með samkomulag fyrirtækjanna. Norðurljós séu að verða söluaðilar fyrir breiðvarp Símans, en það sé stefna fyrirtækisins að geta boðið viðskiptavinum Norðurljósa upp á að velja um það sjónvarpsefni sem sé í boði á markaðnum. Breiðbandið nær til um 30 þúsund heimila á höfðuborgarsvæðinu, eða um 50% þeirra, og til flestra heimila á Húsavík. Í Reykjanesbæ og Stykk- ishólmi, Ísafirði, Egilsstöðum og Ak- ureyri er uppbygging á breiðbandi hafin en þjónusta er ekki tilbúin. Fram kom á fundinum að stöðugt sé unnið að frekari eflingu og út- breiðslu breiðbandsins. Frá árinu 1995 hefur það verið lagt inn í öll ný hverfi svo og þar sem veitustofnanir hafa verið að endurnýja lagnir, svo sem hitaveitu- eða neysluvatnslagn- ir. Þórarinn V. Þórarinsson sagði að gert væri ráð fyrir svipuðum upp- byggingarhraða breiðbandsins á næstu árum eins og verið hefur. Samningur Símans og Norður- ljósa gerir ráð fyrir að allir þeir sem nú hafa breiðbandið og tengjast því í framtíðinni muni eiga aðgang að stöðvum Norðurljósa í gegnum það. Fram kom á fundinum að viðskipta- vinir Norðurljósa, sem hafa breið- bandið, munu áfram nota sömu myndlykla en geta nú tekið sjón- varpsmerkið um breiðbandið, og þurfa ekki að greiða sérstaklega fyr- ir það. Þeir Þórarinn og Hreggviður sögðu að í bígerð væri frekara sam- starf milli Símans og Norðurljósa um nýjar sjónvarpsrásir og nýjung- ar í sjónvarpsþjónustu, svo sem sam- starf um stafrænt sjónvarp. Stöðvar Norð- urljósa á breið- band Símans Hreggviður Jónsson og Þórarinn V. Þórarinsson handsala samkomulagið. LANDSVIRKJUN og Orkuveita Reykjavíkur hafa skrifað undir vilja- yfirlýsingu um sameiningu Tetralínu og Stiklu í eitt fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að eigendur Tetralínu eignist 51% í nýju fyrirtæki og eigendur Stiklu 49%. Tetralína, áður Irja, er í eigu Línu.Nets, sem Orkuveita Reykja- víkur á að stærstum hluta, en Stikla er að jöfnum hlutum í eigu Símans, Tölvumynda og Landsvirkjunar, sem Reykjavíkurborg á nærri helming í. Annað kerfið verður selt Sameiningin miðar að því að byggja einungis eitt Tetra-kerfi upp á landsvísu í stað tveggja kerfa á tak- mörkuðum svæðum. Stikla og Tetra- lína reka bæði Tetra-fjarskiptakerfi, hið fyrrnefnda frá Nokia en hið síð- arnefnda frá Motorola. Fram kom á blaðamannafundi þar sem samein- ingaráformin voru kynnt að tekið yrði til athugunar að sameiningu lok- inni hvort kerfið yrði notað. Síðan yrði reynt að koma því kerfi sem ekki verður notað í sem best verð. Í tilkynningu segir að mikilvægt sé vegna almenningshagsmuna að neyðaraðilar hafi aðgang að einu og sama kerfinu. Þannig verði öll sam- hæfing og verkstjórn skilvirkari auk þess sem rekstur kerfisins verði hag- kvæmari. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og stjórnar- maður í Línu.Neti, segir Landsvirkj- un og Orkuveituna verða kjölfestu- fjárfesta í sameinuðu fyrirtæki en símafyrirtækin tvö Landssíminn og Lína.Net muni draga sig út úr rekstrinum. Tölvumyndir munu áfram eiga þar hlut og viðræður eru hafnar um aðild Neyðarlínunnar. Guðmundur segir að til hafi staðið að sameina reksturinn NMT-kerfi Landssímans og að Síminn og Lína.- Net stæðu saman að rekstrinum en Samkeppnisstofnun hafi gert at- hugasemdir við það. „Þá snerum við dæminu við og ákváðum að orkufyrirtækin tækju þetta að sér.“ Sameinaða fyrirtækið er metið á um 1.100 milljónir króna og eigið fé þess á um 500 milljónir. Eignir þess eru metnar á um 900 milljónir króna. Stefnt er að því að sameiningu verði lokið um áramót. Sameining Stiklu og Tetralínu Eitt Tetra-kerfi á landsvísu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.