Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 23 veginn upp á vasann en sneri mér síðan til sósíalismans sem leiðar til jafnréttis og bræðralags. Nú er ég farinn að lesa biblíuna og finn ým- islegt í henni sem hentar mér vel. Þannig get ég sett mig í spor þessa mikla höfundar sem snerist frá kaþólskri trú til sósíalismans og fór þaðan yfir í taóismann sem kemur skýrt fram í Brekkukots- annál og síðar í Kristnihaldinu.“ Eitt af mörgu sem vafalaust á eftir að vekja athygli áhorfenda á sýn- ingunni er hinar vængjuðu verur sem birtast einatt á sviðinu. „Þetta eru englar eða fuglar sem gegna mikilvægu hlutverki í verkinu. Fuglar himinsins eru tákn um til- gang lífsins, að vera til þar til líf- inu lýkur og njóta þess á meðan. Kannski eru fuglarnir í kringum okkur englar. Hver veit.“ Bergur Þór segir að framan af æfingatím- anum hafi verkið haft almenna til- vísun og verið í sínum huga eins konar föðurleg áminning um til- gang lífsins. „En eftir þriðjudag- inn 11. september breyttist öll skynjun manns gagnvart verkinu. Atburðirnir sem áttu sér stað þann dag gerðu erindi verksins brýnt og færðu manni heim sann- inn um hversu nauðsynlegt er að rækta hið góða í sér og huga að hinum smæstu bræðrum. Lífið er raunverulegt. Það er ekki æfing sem hægt er að endurtaka. Það þarf að bera virðingu fyrir lífinu í hvaða formi sem það birtist.“ Það er kannski sá lærdómur sem Umbi má draga af heimsókn sinni undir Jökul, að lífið er fjöl- breytilegt og mælistiku bókstafs og kreddu verður ekki svo auð- veldlega brugðið á það. „Þessi saga er undarlegt sambland raunsæis og dulúðar þar sem gæta verður vel að því að raska ekki jafnvæginu þar á milli,“ segir Bergur Þór. Hann setur þó fyr- irvara við þetta orð „raunsæi“ í þessu samhengi og bætir því við að það sé alltaf tilefni til misskiln- ings þegar það er notað. „Líklega væri réttara að tala um sannleika eða tilfinningalegan trúverðugleika í þeim persónulegu samskiptum sem við erum að skapa á leiksvið- inu. Við höfum lagt okkur fram um að skapa verkinu sinn sérstaka heim á leiksviðinu, kveikja ákveðið andrúmsloft og kanna síðan hvern- ig persónurnar lifa og hrærast í því.“ Bergur er hér að svara frem- ur óljósri spurningu um hvort hann hafi valið sýningunni ákveð- inn stíl sem leikstjóri. „Vinna leik- hópsins skapar stílinn. Hann er ekki settur niður fyrir fram. En ég lagði áherslu á það strax í upphafi að verkið ætti sér alveg sérstakan heim sem við yrðum að finna lyk- ilinn að.“ Bergur Þór hefur á und- anförnum tveimur árum skapað sér vettvang sem leikstjóri eftir að hafa verið fastráðinn leikari í Þjóð- leikhúsinu um nokkurra ára skeið. Hann stýrði barnaleiksýningunni um Mógla í Borgarleikhúsinu sl. vetur og einnig var hann leikstjóri umtalaðrar sýningar Stúdentaleik- hússins á Ungir menn á uppleið eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Sú sýning var svo valin af þjóð- leikhússtjóra og meðhjálpurum hans sem áhugaleiksýning ársins 2001. Kristnihaldið er því óumdeil- anlega stærsta og viðamesta verk- efnið sem Bergur Þór hefur tekist á hendur en hann hristir höfuðið þegar ég spyr hvort honum hafi vaxið það í augum. „Nei, en ég bar ákveðinn kvíða fyrir stóra sviði Borgarleikhússins. Þetta er stærsta leiksvið landsins og vand- inn við að sviðsetja sýningar á svo stóru sviði er að ná upp þeirri orku hjá leikhópnum sem er nauð- synleg til að draga áhorfendur með inn í þann heim sem við erum að skapa. Það er ekki nóg að sýna heim verksins á sviðinu heldur þarf hann að umlykja áhorfendur ekki síður en leikendur. Til þess þarf gríðarlega mikla orku og stór- ar tilfinningar án þess að missa sjónar á sannleikanum einhvers staðar á leiðinni.“ havar@mbl.is MYNDIN sem dregin er upp af braggalífinu í Reykjavík í nýrri heimildarmynd Ólafs Sveinssonar, Braggabúar, er heldur hráslagalegri en sú sem birtist kvikmyndaunnend- um svo eftirminnilega í Djöflaeyj- unni sem bygggð er á skáldsögu Ein- ars Kárasonar, Þar sem Djöflaeyjan rís. Á meðan síðarnefnd verkin drógu upp litríka mynd, sveipaða fortíðarrómantík, af ástum, erfið- leikum og skaphita eftirminnilegrar fjölskyldu í einu af mörgum óæðri braggahverfum bæjarins, er Braggabúar eins og blaut tuska framan í sögulegt minnisleysi og vel- megun, a.m.k. yngri kynslóðar Ís- lendinga. Í viðtali sem tekið var við höfund- inn í tengslum við frumsýningu myndarinnar, segir hann að með fyr- irhuguðum þríleik um Reykjavík sem Braggabúar er fyrsti áfanginn í, sé að hann að átta sig á sjálfum sér og uppruna sínum. Öll nálgun Ólafs við viðfangsefnið, sögu bragga- byggðar í Reykjavík og nágrenni á árunum 1940 til 1970 ber þessa markmiðs vitni, það er að höfund- urinn vilji grafa upp þá fortíð sem liggur svo nálægt okkur í tíma, en við höfum fjarlægt okkur svo rækilega. Kvikmyndina vann Ólafur í nokk- urri samvinnu við Eggert Þór Bern- harðsson sagnfræðing, sem gerði viðfangsefninu ítarleg skil í ritinu Undir Bárujárnsboga, en hún kom út fyrir síðustu jól. Þannig er kvik- myndin byggð á traustum sagn- fræðilegum grunni, sem varpar ljósi á þau samfélagslegu umbrot sem einkenndu tímabilið. Sagt er sagt frá aðdraganda þess neyðarástands sem skapaðist í húsnæðismálum í Reykjavík á kreppuárunum, en þá fjölgaði íbúum í höfuðstaðnum um nær tíuþúsund, sökum mikilla bú- ferlaflutninga af landsbyggðinni. Bærinn óx því með ógnarhraða, þótt mjög hafi dregið úr húsbyggingum á þessum árum, og varð ástandið brátt skelfilegt. Búið var í lekum kjöllur- um, skúrum og jafnvel kola- geymslum, og leiga fyrir slíkar vist- arverur var himinhá. Sú saga sem sögð er í myndinni, er því saga heim- ilisleysis og fátæktar, og úrræða- leysis stjórnvalda gagnvart vandan- um sem gerði það að verkum að mörg þúsund Reykvíkingar bjuggu í heilsuspillandi húsnæði um árabil. Búseta Íslendinga í herskálunum, eða bröggunum svokölluðu sem byggðir voru til að hýsa hernámslið Breta og Bandaríkjamanna á stríðs- árunum, hófst því af hreinni neyð. Það var þó ekki fyrr en röskum tveimur áratugum eftir að stríðinu lauk, að búseta í herskálum var end- anlega lögð á Íslandi. Þessa sögu segir höfundur mynd- arinnar á lifandi hátt í máli og mynd- um, og koma þar saman frásögn þul- arins, ljósmyndir, tónlist, ritað og kvikmyndað efni sem varðveist hef- ur frá þessum tíma. Þó vekur athygli að mikið af myndefninu er tekið upp af útlendingum, enda voru lágreistir braggarnir ekki sú ímynd landsins sem Íslendingar sjálfir vildu festa á filmu. Auk grófs sögulegs frásagnar- ramma, er stórum hluta þeirra upp- lýsinga sem framsettar eru í mynd- inni, miðlað í gegnum persónulegar frásagnir sex viðmælenda höfundar í myndinni. Eru það þessar frásagnir sem gefa heimildarmyndinni dýpt og sérstöðu. Þar af segja fjórir einstak- lingar, frá reynslu sinni af því að búa í bröggum, tveir fluttu inn í þá eftir að hafa kynnst neyðarástandinu í húsnæðismálum, en aðrir tveir segja frá því hvernig það var að alast upp í braggahverfum sem börn. Það er hér sem áhorfendur myndarinnar fá áþreifanlega innsýn í hversdaglegan veruleika braggavistarinnar, allt frá stormasamri sambúðinni við rott- urnar, ónýtum kömrum og frosnum inniveggjum til hinna félagslegu áhrifa þess er raki og saggi settist í föt barna og fullorðinna, og brenni- merkti þá sem „kamparana“ gagn- vart hinum lánsamari íbúum borg- arinnar. Endurlit viðmælendanna til þessa tíma í lífi sínu er þrungið til- finningum og reynslu, og segja þau sögu sína af mikilli frásagnargáfu. Braggabúar er í alla staði vel gerð heimildarmynd, þótt víða beri hún þess merki að fjárráð hafi verið tak- mörkuð í tæknivinnslu, enda eru fjármögnunarleiðir til heimildar- myndargerðar af mjög skornum skammti hér á landi. Höfundur hefur þótt lagt áherslu á rétta þætti í ráð- stöfun þess fjár sem hann hefur haft til umráða, og gefur sú áhersla sem lögð hefur verið í að afla myndefnis heildinni mikið gildi. Þá er myndin tæknilega séð fyrst og fremst gerð til sýninga í sjónvarpi, og mun það fyrst og fremst vera fyrir tilstilli kvikmyndafélagsins Filmundar að tækifæri gefst til að sjá myndina í kvikmyndahúsi. Ólafur Sveinsson hefur verið bú- settur í Þýskalandi um nokkurt skeið en hann lauk haustið 1998 námi af leikstjórnarbraut frá þýsku kvik- mynda- og sjónvarpsakademíunni í Berlín. Hann hefur þegar vakið at- hygli fyrir frumraun sína á sviði heimildarmyndargerðar sem hann nefnir Nonstop, en ljóst er af þessu fyrsta framlagi Ólafs til íslenskrar heimildarmyndagerðar að mikils er að vænta af honum á þessu sviði. Heimildarmynd Ólafs Sveinssonar um braggabyggð í Reykjavík birtir áhorfendum áþreifanlegan veruleika þeirra sem þar bjuggu. Saga fátæktar og úrræðaleysis KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó – F i l m u n d u r Handrit og stjórn upptöku: Ólafur Sveinsson. Kvikmyndataka: Björn Sigurðsson. Hljóð: Helgi Sverr- isson. Klipping: Ólafur Jóhann- esson. Hljóðhönnun: Þorbjörn Á. Erlingsson. Hljóðklipping: Valgeir G. Ísleifsson. Hljóðblöndun: Mix ehf. Framleiðandi: Ólafur Sveins- son. Meðframleiðandi: Guðmundur Lýðsson. BRAGGABÚAR  Heiða Jóhannsdótt ir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.