Morgunblaðið - 28.09.2001, Page 30

Morgunblaðið - 28.09.2001, Page 30
SKOÐUN 30 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ F yrirlitning á Banda- ríkjunum og flestu ef ekki öllu því sem bandarískt er – jafn- vel Bandaríkja- mönnum – er ekki ný af nálinni og alls ekki bundin við íslamskan menningarheim. Í þeirri umræðu sem eðlilega hefur sprottið upp í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september síðastliðinn og eft- irmála þeirra virðist stundum eins og það, að hata Bandaríkin (og jafnvel vestræna menningu yfirleitt), sé eitthvað sem bara múslímar geri, og að einmitt þetta hatur þeirra á Bandaríkj- unum hafi verið orsök hryðju- verkanna. En svo ein- falt er málið auðvitað ekki. Andúð á Am- eríku sem framverði vestrænnar menningar er vel þekkt fyrirbæri víða í heiminum, og Evrópubúar geta litið sér nær. Auðvitað skemmst að minnast sovétsinnaðra marxista og ann- arra sem gengu í að loka komm- únistaheiminum fyrir því sem álitið var spilling og hnignun að vestan. En það er hægt að líta sér jafn- vel enn nær. Í Þýskalandi á fyrri hluta tuttugustu aldar var óbeit á Bandaríkjunum talsvert algeng, ekki síst meðal menntamanna og alls ekki bara meðal nasista. Nefnd hafa verið skáld á borð við Rainer Maria Rilke, og Banda- ríkjahatur heimspekingsins Martins Heideggers varð alræmt (líklegt reyndar að hann hafi alla tíð verið sannfærður nasisti). Fyrirlitning þessara manna á Bandaríkjunum stafaði af því, að þeir álitu útbreiðslu bandarískra áhrifa og ómenningar stór- hættulega fyrir þjóðir sem áttu sér djúpa, raunverulega menn- ingarhefð, sprottna úr langri sögu. Bandaríkin, aftur á móti, að mati þessara manna, voru sam- félag án menningar. Ekkert nema peningar og efnisleg gæði, og Bandaríkjamenn sjálfir bara hávaðasamir og frekir hamborg- ararassar sem litu á heiminn sem einn allsherjar Disney-garð sem þeir völsuðu um eins og sinn eig- in „bakgarð“. Svona herraþjóðarhroka þoldu menn ekki – síst af öllu af hendi menningarsnauðra hávaðaseggja sem í krafti steingeldra peninga og sálarlausrar tækni völtuðu yfir og flöttu út ríkulega – en um leið fíngerða og margbrotna og þar af leiðandi viðkvæma – menningu sem var uppspretta sannrar feg- urðar sem fáguð skynjun drakk í sig og veitti þannig næmum huga næringu. Því hefur verið haldið fram að óvild margra múslíma í garð Bandaríkjamanna eigi sér ekki ósvipaðar forsendur. En líkt og var í Evrópulöndum (til dæmis Sovétríkjunum og Þýskalandi) virðist Ameríkuhatur í araba- löndum einskorðað við þá hópa manna sem binda sig við bókstaf- inn sem þeir trúa á. Bernard Lewis, sagnfræðingur sem er sérfróður um sögu íslams, skrifaði grein í tímaritið The Atl- antic Monthly (www.theatl- antic.com) fyrir rúmum tíu árum, og nefndist hún Rætur reiði mús- lima (The Roots of Muslim Rage). Þar benti hann á, að bar- átta bókstafstrúarmanna – jafnt kristinna sem íslamskra – beinist fyrst og fremst gegn tveim óvin- um: veraldarhyggju og nútíma- hyggju. Og svo mikið er víst að áðurnefndur Heidegger var ein- arður andstæðingur nútíma- hyggju, og þá einkum tækni- hyggjunnar sem hún birtist ekki síst í. Baráttan við veraldarhyggj- una, sagði Lewis, er meðvituð og vel þekkt. Baráttan gegn nútíma- hyggjunni, aftur á móti, er að mestu hvorki meðvituð né aug- ljós. Hún beinist gegn öllum þeim breytingum sem þróast hafa á tuttugustu öld, og jafnvel lengur, og hefur umbylt stjórnmálalífinu, efnahagslífinu, samfélagsgerðinni og jafnvel menningarlífinu. Mörgum finnist þessar breyt- ingar hafa grafið undan gild- ismati sínu og þannig gert sig ófæra um að skilja lengur grund- vallaratriði á borð við muninn á réttu og röngu, og eiginlega svipt sig forsendum sjálfsmyndar sinn- ar. Þessu fólki finnst ekki lengur nein leið til að botna í heiminum. Bókstafshyggja veitir sveim- kenndri og ómótaðri reiði þessa fólks farveg og hlutgervingu með því að beina henni gegn til- teknum öflum sem gefið er að sök að vera völd að því hvernig komið er. Þessi öfl voru sökuð um að hafa eyðilagt veröldina sem var. Lewis ítrekar að bókstafs- trúarhreyfingin meðal múslíma nú á dögum sé fjarri því að vera eina hefðin innan íslam. Þar sé að finna fjölmargar aðrar, umburð- arlyndari og opnari, sem hafi átt hvað stærstan þátt í þeim miklu afrekum sem unnist hafi í ísl- amska menningarheiminum í gegnum tíðina. Vonandi verði þær hefðir með tímanum ofan á. Verkefni okkar núna sé að aftra því að aldagamlir fordómar vakni á ný og leiði til þess að trúar- styrjaldir breiðist út aftur. Skrif Lewis eru yfir tíu ára gömul, og fjalla einkum um ísl- amska menningarheiminn. En af greiningu hans má ráða að „óvin“ þeirra sem nú eru að berjast gegn hryðjuverkum sé í rauninni að finna í öllum menningar- heimum, og alls ekki bara þeim íslamska. Ef hægt sé að finna á þessum óvini einhver afgerandi einkenni þá séu það helst reiði- þrungin bókstafshyggja og þrá eftir óljósum heimi sem einu sinni var. Því fær maður ekki alveg var- ist þeirri hugsun, að óvinurinn sé að hluta til bandarískur. Það er að segja, svona forneskjuleg öfl er vissulega að finna í Bandaríkj- unum sem annars staðar, og þau líta þrátt fyrir allt á Bandaríkja- menn sem herra heimsins, og heiminn sem leikvöll þeirra. Við- leitni til að koma í veg fyrir að hryðjuverk séu framin beinist því ekki bara að einhverjum öðrum. Andúð á Ameríku Bandaríkin, að mati þessara manna, eru samfélag án menningar og Banda- ríkjamenn bara hávaðasamir og frekir hamborgararassar sem líta á heiminn sem einn allsherjar Disney-garð. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is NÚ HEFUR nefnd- in sem falið var að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða skilað álitum sínum. Álitum já, því nefndin er margklofin í afstöðu sinni. Það er dapurleg niðurstaða fyrir stjórnarflokkana eftir allar þær væntingar sem gefnar höfðu verið um sættir í deilunni um það hvernig að- gangi skuli stýrt að takmarkaðri auðlind sjávar og hve mikið þeir sem fá að nýta auðlindina skuli greiða fyrir þann aðgang. Ég lít hins- vegar svo á að á því sé komin full viðurkenning að eðlilegt sé að þeir sem fá að nýta sameiginlegar auð- lindir greiði fyrir. Réttindi eiganda og notanda Auðlindanefnd taldi það eitt sitt meginhlutverk að leggja til hvern- ig skýra mætti réttindi, bæði þjóð- arinnar sem eiganda þeirra auð- linda sem nefndin var að fást við og notenda þeirra og taldi það mikilvægan lið í því að sættir gætu náðst milli þjóðarinnar og notenda auðlinda í þjóðareign. Niðurstaða nefndarinnar var að leggja til nýtt, eftirfarandi, stjórnarskrárákvæði: „Náttúruauðlindir og landsrétt- indi sem ekki eru háð einkaeign- arrétti eru þjóðareign eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Hand- hafar löggjafar- og framkvæmda- valds fara með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þessara auðlinda og réttinda í umboði þjóðarinnar. Náttúruauðlindir og landsrétt- indi í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstak- linga eða lögaðila. Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýt- ingar á þessum auðlindum og rétt- indum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyr- irvara efir því sem nánar er ákveð- ið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbein eignarréttindi. Náttúruauðlindir og landsrétt- indi í þjóðareign ber að nýta á sem hagkvæmastan hátt og á grund- velli sjálfbærrar þróunar og skal arði af þeim varið til þess að vernda auðlindirnar, rannsaka þær og viðhalda þeim, svo og til hag- sældar fyrir þjóðina að öðru leyti.“ Með þessu ákvæði ættu aðilar að vera nokkuð öruggir um sína stöðu og á grundvelli þessa yrði lögum síðan breytt. Meirihluti endurskoðunarnefnd- ar er greinilega ekki sömu skoð- unar og auðlindanefnd hvað varðar mikilvægi þess að réttindin séu skýrð og sýnist mér að þau mál verði í sama hnútnum eftir sem áð- ur verði farið að tillögum þeirra. Það er miður því grundvöllur þess að báðir geti unað þokkalega við sinn hlut, þjóðin sem eigandi og þeir sem fá að nýta, er að aðilum séu ljós bæði réttindi sín og skyld- ur. Hverjir ákveði upphæð gjaldsins? Það var meginnið- urstaða auðlinda- nefndar að þar sem samkeppnisforsendur væru fyrir hendi skyldi bjóða afnota- rétt þjóðareigna út. Annars yrði samið um gjald með hlið- sjón af mögulegri auðlindarentu. Varð- andi fiskveiðarnar tók nefndin tvær meginleiðir til skoð- unar; fyrningarleið og veiðigjaldsleið. Við umfjöllun um leiðirnar tvær í áliti auðlindanefndar kemur fram að nokkrir nefndarmanna telja aðeins aðra leiðina viðunandi. Við fulltrú- ar Samfylkingarinnar í auðlinda- nefnd höfðum þegar hér var komið sögu flutt okkar frumvarp á Al- þingi um fyrningarleiðina þannig að okkar viðhorf lá fyrir án sér- stakrar bókunar, enda margkomið fram í nefndarstörfunum hvaða leið við vildum fara. Tveir fulltrúar í nefndinni töldu sig aðeins geta stutt veiðigjaldsleið. Í stuttu máli má segja að í veiðigjaldsleið felist að stjórnmálamenn ákveði gjaldið en með fyrningarleið sé það vald sett í hendur útgerðarmanna sjálfra. Meirihluti endurskoðunarnefnd- ar segist vera að fara veiðigjalds- leið auðlindanefndar og það er eins og þeim finnist þeir þá vera í ein- hvers konar skjóli með tillögu sína. Hún er hinsvegar býsna frábrugð- in; á í raun lítið sameiginlegt með leið auðlindanefndar nema nafnið. Í fyrsta lagi telur auðlindanefnd sjálfsagt að kostnaðargjöld séu greidd eftir föngum þannig að not- endur auðlindanna greiði sem mest af þeim kostnaði sem hlýst m.a. af umsjón og stjórnun. Það sé enda í fullu samræmi við önnur þjónustu- gjöld sem lögð eru á neytendur og annan atvinnurekstur. Um veiði- gjaldsleiðina segir síðan í áliti auð- lindanefndar: „Þessi leið byggist annars vegar á álagningu sérstaks gjalds á aflahlutdeildir sem skil- greint yrði sem endurgjald fyrir afnot auðlindarinnar, en hins vegar ákvæðum um lágmarksaðdraganda að breytingum, en hvort tveggja staðfestir eignarhald þjóðarinnar á fiskistofnunum. Loks þarf að setja sérstakar reglur til að tryggja sveigjanleika í viðskiptum með aflaheimildir og aðgengi að grein- inni.“ Hið síðastnefnda, sveigjanleika og aðgengi að greininni, segir auð- lindanefnd að megi leysa með því að taka upp þá reglu „að allir handhafar aflahlutdeilda skuli setja ákveðinn hundraðshluta afla- hlutdeilda sinna árlega á markað þar sem þær yrðu seldar hæst- bjóðanda. Söluandvirðið félli til handhafa hinna seldu aflahlut- deilda en þeim væri frjálst að kaupa á markaðnum meira eða minna en þeir selja. Þannig yrði tryggt lágmarksframboð aflahlut- deilda á markaðnum sem bæði nýir aðilar og þeir sem eru að auka um- svif sín geta boðið í.“ Af framansögðu má ljóst vera að sú fyrirmynd sem meirihluti end- urskoðunarnefndar telur sig finna í áliti auðlindanefndar er ekki þar nema að nafninu til, heitið „veiði- gjaldsleið“ er notað. Og í heildina má segja að meirihluti endurskoð- unarnefndar fari sínar eigin leiðir við flest, og allt það sem skiptir máli. Álit auðlindanefndar virðist notað sem skálkaskjól en þegar grannt er skoðað er það lítið meira en orðin tóm. Á að gera alla sjómenn leiguliða? Sem dæmi um fleiri af grund- vallartillögum meirihluta endur- skoðunarnefndar sem ekki eiga neinn samhljóm við niðurstöðu auðlindanefndar má nefna að auð- lindanefnd hafnaði þeirri hugmynd að kvóta mætti flytja yfir á fisk- vinnsluhús. Ef reglum um hand- höfn kvótans yrði breytt þannig að hún yrði ekki lengur einungis bundin við skip eins og nú er væri rétt að ganga alla leið og leyfa öll- um að eignast hlutdeild í auðlind- inni. Hins vegar væri slík breyting ekki tímabær og áður en af svo róttækri breytingu yrði þyrfti meiri umræða um kosti þess og galla að eiga sér stað í þjóðfélag- inu. Það vekur líka athygli við til- lögu meirihluta endurskoðunar- nefndar varðandi kvóta á fiskvinnsluhúsin að rökin eru þau að „óstöðugt framboð á fiskmörk- uðum gerir fiskvinnslu sem ekki rekur útgerð erfitt um vik og dreg- ur þar með úr atvinnuöryggi á stöðum sem byggja á slíkum rekstri“. Þetta verður ekki skilið öðruvísi en svo að einungis megi flytja kvóta á þau fiskvinnsluhús sem ekki eru í skipulagslegum tengslum við útgerð. Þessi niður- staða byggist að mínu mati á al- röngu mati á stöðu og möguleikum fiskvinnslunnar og fiskmarkaða. Þetta er í raun aðför að starfsemi fiskmarkaða, en tilkoma þeirra hefur verið grundvöllur þeirrar ný- sköpunar sem orðið hefur í fisk- vinnslu á undanförnum áratug. Þá er hér auðvitað verið að leggja til grundvallarbreytingu sem byggist á því að fiskvinnsluhúsin geti boðið út veiðar á tilteknum afla á til- teknum tíma svo að vinnslan geti áfram sérhæft sig. Halda menn að það dragi úr brottkasti? Og hvað með samninga sjómanna þegar all- ir verða orðnir leiguliðar, því það er svo hin skuggahliðin á þessu máli? Það var nauðsynlegt að bregðast strax við niðurstöðum meirihluta endurskoðunarnefndar í stærstu atriðum, einkum þar sem auðlinda- nefnd eru ranglega eignuð tiltekin atriði og jafnvel látið að því liggja að álitið byggist á áliti hennar. Þar sem ég átti sæti í þeirri nefnd taldi ég rétt að bera strax af mér sakir. SÁTTINNI KLÚÐRAÐ Svanfríður Jónasdóttir Mér finnst tillögur meirihluta endurskoð- unarnefndar vera út og suður, segir Svanfríður I. Jón- asdóttir, og fráleitur grundvöllur fyrir nú- tímalegan sjávarútveg. Höfundur er þingmaður Samfylkingar og á sæti í sjávarútvegsnefnd Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.