Morgunblaðið - 28.09.2001, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 28.09.2001, Qupperneq 46
AP Brúðarkjóll frá Gianfranco Ferre. Í VIKUNNI hefur staðið yfir mik- il tískuveisla í ítölsku borginni Mílanó. Margir af nafntoguðustu hönnuðum í dag afhjúpuðu þar vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2002 enda ekki seinna vænna því kuldaskræfur eru vafalítið nú þegar farnar að láta hugann reika fram til betri tíðar. Merkja mátti að hryðjuverkin í Bandaríkjunum sitja enn þá mjög í tískuheiminum. Notuðu sumir hönnuðir sviðsljósið til þess að halda fram skoðunum sínum á ástandi heimsmálanna og voru áherslur ólíkar eins og gengur og gerist. Á meðan sumir hvöttu til friðsamlegra lausna ólu aðrir á þjóðerniskennd og stolti því sem borið hefur svo mjög á vest- anhafs í kjölfar árásanna. Ítölsku hönnuðirnar Dominico Dolce og Stefano Gabbana tóku upp á því að gefa öllum áhorf- endum á tískusýningu sinni í Míl- anó í gær, stuttermabol með skilaboðunum „Ég elska New York“. Sýningarstúlkurnar klæddust einnig bolunum. Þeir gera þetta til heiðurs fórn- arlömbum hryðjuverkaárásanna á tvíburaturnana World Trade Center í New York hinn 11. sept- ember. Áhrifa hryðjuverkanna gætir ennfremur á tískuhátíðinni í því að öryggisgæsla hefur verið hert til muna og er framkvæmd hátíð- arinnar með töluvert breyttu sniði þess vegna. Enn frekari áhrifa mun þó væntanlega gæta á tískuvikunni í París sem hefst 5. október. Cerr- uti hefur fyrir það fyrsta aflýst þátttöku sinni vegna hryðjuverk- anna á meðan aðrir sem þátt munu taka hafa lýst yfir að þeir muni leggja sig í líma til að sýn- ing þeirra verði ekki á nokkurn hátt meiðandi eða tillitslaus í garð þeirra sem eiga um sárt að binda. Þannig hafa Gaultier og Miyake tilkynnt að þeir hafi breytt sínum sýningum og gert þær tilhlýðilegri. AP Dolce & Gabbana dreifði til gesta á sýningu sinni bolum með áletruninni „Ég elska New York“. AP Ítalska leikkonan Rosalinda Cel- entano kom fram í fötum frá Gattinoni og hélt á friðarkerti. AP „Engin vörumerki“ er kald- hæðnisleg fyrirskipun frá Dolce & Gabbana. Reuters Lorenzo Riva Reuters Biblos Gattinoni Reuters Gattinoni Reuters Rocco Barocco Ég elska New York! Fórnarlömb hryðjuverkanna studd á tískuvikunni í Mílanó Reuters De Brecco De Brecco Reuters APReuters Rocco Barocco FÓLK Í FRÉTTUM 46 FÖSTUDAGUR 28. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.