Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „HUGTAKIÐ heilsurækt felur í sér jafnt rækt á líkama sem sál, sumsé bæði líkamsrækt og geðrækt. Það er engin heilsa án geðheilsu,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, markaðs- og fræðslufulltrúi verkefnisins Geð- ræktar sem miðar að því að auka for- varnir og fræðslu um geðheilsumál og efla vitund manna um eigin geðheilsu. Geðrækt er samvinnuverkefni Geð- hjálpar, geðdeildar Landspítala – há- skólasjúkrahúss, landlæknisembætt- isins og Heilsugæslunnar í Reykjavík. Verkefnið er hugsað til þriggja ára og að því loknu er vonast til að heilsu- gæslan taki við hlutverki þess. Helstu styrktaraðilar eru Delta, Íslensk erfðagreining, Landsbankinn og heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Nýtt hugtak En hvað er geðheilsa og með hvaða hætti má rækta hana? Dóra Guðrún segir geðheilsu og geðrækt frekar ný hugtök í íslenskri tungu og því ekki allir sem átti sig á merkingu þeirra. En geðheilsa er sama og andleg heilsa eða líðan og hana er hægt að rækta eins og lík- amlega heilsu. Á heimasíðu Geðrækt- ar segir m.a. að með geðrækt sé lögð áhersla á að hlúa að því sem heilt er og fyrirbyggja með því geðraskanir á borð við kvíða og þunglyndi. Geðrækt getur einnig seinkað alvarlegum ein- kennum geðraskana og dregið úr þeim. Verkefninu Geðrækt var hleypt af stokkunum á geðheilbrigðisdaginn fyrir ári, en því er ætlað að fræða al- menning um geðheilbrigði og geð- sjúkdóma. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Geðrækt staðið fyrir fjölda fyrirlestra, gefið út náms- efni fyrir grunn- og leikskólanema þessu tengt og opnað fræðandi heimasíðu, www.ged.is. Til að mæla áhrif fræðslunnar sem Geðrækt býður fyrirtækjum, stofn- unum og skólum gerði Dóra Guðrún könnun í sumar meðal unglinga á við- horfum þeirra og þekkingu á geð- heilsu, geðrækt, geðheilsuvandamál- um og þeirra sem við þau glíma. Könnunin var lögð fyrir 14 ára ung- linga í Vinnuskóla Reykjavíkur. „Spurningalistar voru lagðir fyrir annars vegar viku áður en ungling- arnir fengu hálftíma fyrirlestur um geðheilsu og hins vegar viku eftir fræðsluna. Niðurstöðurnar sýna að áhrif fræðslunnar voru mikil hvað varðar þekkingu á málefnum er tengjast geðheilsu. Þá varð fræðslan til þess að viðhorf unglinganna til geð- heilsu og vandamála henni tengd urðu mun jákvæðari.“ Til að auka marktækni niðurstaðna var það starfsmaður Geðræktar sem sá um fræðsluna en stafsmenn Vinnuskólans sem lögðu könnunina fyrir. Dóra Guðrún segist túlka nið- urstöður könnunarinnar á þann hátt að fræðslan hafi skilað sér í almennri þekkingu meðal unglinganna, en ekki eingöngu skammtímaáhrifum eins fyrirlesturs. „Ástæða könnunarinnar var tví- þætt, bæði vildum við kanna viðhorf unglinganna til geðheilsu og þekk- ingu á hugtökum en einnig mæla ár- angur af fræðslunni.“ Þá var þessi könnun hugsuð sem forkönnun fyrir aðra og meiri könnun á svipuðum nót- um sem fyrirhuguð er á landsvísu fyr- ir alla aldurshópa. Jákvæðari og upplýstari „Fræðslan fór fram á gagnvirkan hátt, þannig að unglingarnir tóku virkan þátt í umræðu um geðheilsu,“ segir Dóra Guðrún. „Við ræddum til dæmis um hvað hefði neikvæð og já- kvæð áhrif á geðheilsu.“ Könnunin leiddi í ljós að mikil breyting var á því hvernig unglingar skilgreindu geðheilsu fyrir og eftir fræðsluna. Fyrir fræðslu töldu flestir, um 40%, að geðheilsa væri það sama og geðveiki eða önnur veikindi. Eftir fræðsluna taldi hinsvegar meirihluti þeirra, eða 57%, að geðheilsa væri andleg heilsa eða líðan. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur ennfremur fram að þeir sem þekkja einhvern sem er veikur á geði eru meðvitaðri um ýmsa þætti tengda geðheilsu, hafa síður ranghugmyndir og eru for- dómalausari. Þá sýndi könnunin greinilega að unglingarnir voru meðvitaðari um or- sakir geðraskana eftir fræðsluna og að hver sem er gæti þjáðst af þeim, einhvern tímann í lífinu. „Fræðslan hafði einnig áhrif í þá veru að fordóm- ar gagnvart geðsjúkum minnkuðu og töldu unglingarnir í kjölfar hennar að fáfræði væri helsta orsök fordóma.“ Unglingunum virtist líka koma á óvart að fólk gæti átt við geðheilsu- vandamál að stríða án þess að það sæ- ist á því. Þá voru þau ekki sannfærð um að allir gætu bætt geðheilsu sína fyrir fræðsluna. „En markmiðið með fræðslu um geðrækt er einmitt það að fólk átti sig á hugtakinu og mikilvægi þess að rækta sína andlegu heilsu jafnt sem líkamlega.“ Ranghugmyndir enn algengar Dóra Guðrún segist oft reka sig á ríkjandi ranghugmyndir um geðheil- brigði. „Það kom unglingunum á óvart að þótt við glímum ekki við geð- heilsuvandamál í dag höfum við enga tryggingu fyrir því að þau komi ekki upp síðar á lífsleiðinni. Það er svo margt í umhverfinu sem hefur áhrif á geðheilsuna. Við höfum lagt áherslu á að það geti verið sömu orsakir fyrir líkamlegum og andlegum sjúkdóm- um. Streita og álag getur farið mis- munandi í tvær ólíkar manneskjur, önnur getur verið viðkvæmari fyrir því líkamlega en hin því andlega. Manneskju sem fær brjósklos er sýndur mikill skilningur á veikindum sínum. En manneskja sem var svo óheppin að streitan og álagið olli kvíðaröskun þorir helst ekki að ræða um veikindi sín og finnst hún eiga að geta læknað sig sjálf. En mikilvægt er að meðhöndla andlega jafnt sem lík- amlega kvilla. Þá verður vandamálið ekki eins alvarlegt.“ Fræðsluefni handa ungu fólki Fyrirlestrar á vegum Geðræktar eru haldnir jafnt í skólum sem fyr- irtækjum og stofnunum og því fyrir fólk á öllum aldri. Þá hefur Geðrækt látið útbúa fræðsluefni fyrir grunn- skóla og leikskóla sem þeim er boðið sér að kostnaðarlausu. „Fræðsluefn- inu er ætlað að opna umræðu meðal barna og unglinga um líðan og tilfinn- ingar,“ útskýrir Dóra. „Ásamt því að hjálpa þeim að átta sig á eigin líðan og tilfinningum, hvað hefur áhrif á til- finningar þeirra og hvernig þau geta sjálf haft áhrif á þær og tilfinningar annarra.“ Dóra segir að hingað til hafi ekki sambærilegt efni verið aðgengilegt fyrir skóla og leikskóla og að kenn- arar hafi tekið því fagnandi. „Allir virðast orðnir meðvitaðir um mikil- vægi þess að ræða um líðan og tilfinn- ingar.“ Á vegum Geðræktar stendur nú til að gera víðtæka gagnvirka könnun meðal unglinga á andlegri líðan í sam- vinnu við Rannsóknarstofu um mann- legt atferli og Rannsóknir og grein- ingu. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar en ná þá oftast til af- markaðs tímabils, eða aðeins eins dags. Könnun Geðræktar miðar hins vegar að því að fylgjast með ungling- unum yfir langan tíma. Dóra Guðrún segir hlutverk Geð- ræktar einnig vera að opna um- ræðuna um geðheilsu og hvernig megi rækta hana. „Því má ekki gleyma að geðraskanir kosta þjóðina miklar fjárhæðir árlega. Það er mikill ávinningur sem felst í því að koma í veg fyrir geðraskanir, því er forvarn- arstarf mjög mikilvægt.“ Þá er forvarnarstarf sérlega mik- ilvægt fyrir ungt fólk til að koma í veg fyrir fordóma og ranghugmyndir um geðheilsu. „Unglingar eru mjög mót- tækilegir fyrir fræðslu og þau eru fljót að tileinka sér námsefnið.“ Þetta þykir Dóru Guðrúnu viðhorfskönnun- in staðfesta. „Áhrif fræðslunnar eru greinileg og það kom mér reyndar á óvart hversu greinileg þau eru,“ segir Dóra Guðrún. „Fræðslan hafði þau áhrif að breyta viðhorfum þeirra og auka þekkingu á geðheilsu. Það segir okk- ur að sú fræðsla sem Geðrækt býður upp á um geðheilsu skilar árangri og það er mjög hvetjandi fyrir okkur.“ Geðrækt kannar viðhorf unglinga til geðheilsu og geðræktar Engin heilsa án geðheilsu Verkefnið Geðrækt miðar að því að auka forvarnir og fræðslu um geðsjúkdóma og geðheilbrigði. Í viðhorfskönnun Geðræktar meðal unglinga kom í ljós að fræðslan dreg- ur úr fordómum og ranghugmyndum. Morgunblaðið/Ásdís Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, markaðs- og fræðslufulltrúi Geðræktar. ÖLDRUÐ kona var flutt á slysa- deild með snert af reykeitrun á sunnudagskvöld eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar á 5. hæð við Bláhamra í Grafarvogi. Þegar tilkynnt var um eldinn var talið að tvær manneskjur væru inni í íbúðinni en þegar Slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins kom á vett- vang hafði konan komist út af sjálfsdáðum. 13 vakthafandi slökkviliðsmenn fóru í útkallið og fóru reykkafarar inn í íbúðina, slökktu eldinn og leituðu af sér allan grun um að nokkur væri í íbúðinni. Að loknu slökkvistarfi var íbúðin reykræst. Á meðan slökkvistarf stóð yfir voru aðrir íbúar hússins beðnir um að yf- irgefa íbúðir sínar og gekk rým- ingin greiðlega. Slökkvistarfi lauk skömmu fyr- ir kl. 22. Íbúðin er talsvert skemmd af völdum elds og reyks og eru eldsupptök til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá eldavélarhellum. Kona slapp úr brennandi íbúð með snert af reykeitrun Morgunblaðið/Árni Sæberg TVEIR 17 ára piltar fundust heilir á húfi í Goðalandi vestan við Tungnakvíslajökul á sunnudagsmorgun, eftir næt- urlangt villuráf austan við Bása. Piltarnir höfðu lagt af stað frá skála Útivistar í Bás- um um kl. 18 á laugardags- kvöld og hugðust ganga út í Langadal í Þórsmörk. Í stað þess að ganga til vesturs héldu þeir í þveröfuga átt og villtust fljótt. Tveimur og hálfri klst. eftir að piltarnir lögðu af stað var tilkynnt til lögreglunnar á Hvolsvelli að þeirra væri sakn- að. Skömmu síðar fór Björg- unarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli, Flugbjörgunar- sveitin á Hellu og Björgunar- sveit Landeyja til leitar. Síðar um kvöldið var beðið um spor- hund frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Einnig var læknir, ásamt sjúkrabifreið, sendur í Þórsmörk nálægt miðnætti. Voru þá um 30 manns við leit, sem ekki hafði borið árangur. Leit hélt áfram fram eftir nóttu og var loks tilkynnt um piltana kl. 5.35 en það voru nokkrir göngumenn sem gengu fram á þá. Þá var spor- hundurinn skammt undan pilt- unum, en hann hafði þá rakið slóð þeirra við erfiðar aðstæð- ur. Piltarnir voru þreyttir er þeir fundust en þó hressir að öðru leyti. Var orðið mjög kalt og sofnuðu Johan Jan-Erik Viljakainen, annar piltanna tveggja, segir að þegar þeir félagar hafi átt- að sig á því að þeir væru villtir hafi verið komið niðamyrkur og því hafi þeir ekki treyst sér til þess að ganga til baka. „Við héldum alltaf að við værum að verða komnir að þessum skála sem við ætluðum í. Þegar við áttuðum okkur á því að við værum villtir fundum við okk- ur gott skjól og ætluðum að hvíla okkur þar aðeins en okk- ur var orðið svo kalt að við gátum varla staðið upp og sofnuðum.“ Johan segir að þeir félagar hafi verið vel búnir en eftir að hafa vaðið yfir á hafi þeir verið orðnir ansi blautir og hraktir. Johan vildi koma á framfæri þakklæti til björgunarsveit- anna sem tóku þátt í leitinni. Fundust heilir á húfi eftir villuráf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.