Morgunblaðið - 09.10.2001, Síða 51

Morgunblaðið - 09.10.2001, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 51 DAGBÓK Við erum 6 ára Hlutavelta LJÓÐABROT KRUMMAVÍSUR Krummi svaf í kletta gjá, – kaldri vetrar nóttu á, verður mart að meini; fyr en dagur fagur rann freðið nefið dregur hann undan stórum steini: „Allt er frosið úti gor, ekkert fæst við ströndu mor, svengd er metti mína; ef að húsum heim eg fer, heimafrakkur bannar mér seppi’ úr sorpi’ að tína.“ – – – v{Sálaður} á síðu lá sauður feitur garði hjá, fyrrum frár á velli. „Krúnk, krúnk! nafnar, komið hér! krúnk, krúnk! því oss búin er krás á köldu svelli.“ Jón Thoroddsen ÞAÐ er nokkur bjartsýni að reyna sjö lauf í NS, en þrettán slagir eru þó fyrir hendi eftir misheppnað út- spil vesturs, sem er hjarta- kóngur. Norður ♠ K6 ♥ G109653 ♦ ÁD963 ♣ -- Vestur Austur ♠ G985 ♠ D10432 ♥ KD7 ♥ Á842 ♦ K8 ♦ G72 ♣10854 ♣7 Suður ♠ Á7 ♥ -- ♦ 1054 ♣ÁKDG9632 Hvar á að ná í þessa þrettán slagi? Tvísvíning í tígli fyrir KG í vestur er auðvitað einn helsti valkostur sagn- hafa, en við sem sjáum all- ar hendur vitum að sú leið misheppnast. Tígulkóngur- inn liggur hins vegar fyrir svíningu og þar er tólfti slagurinn mættur. Sá þrettándi kemur svo með þvingun á austur. Eftir að hafa trompað hjartakónginn, tekur sagn- hafi fimm sinnum tromp og hendir þremur tíglum og tveimur hjörtum úr borði. Svo er spaðaás tek- inn og spaða spilað á kóng: Norður ♠ K ♥ G109 ♦ ÁD ♣ -- Vestur Austur ♠ G9 ♠ -- ♥ D7 ♥ Á84 ♦ K8 ♦ G72 ♣ -- ♣ -- Suður ♠ 7 ♥ -- ♦ 1054 ♣32 Austur þarf að henda í spaðakónginn í þessari stöðu. Ef hann kastar tígli fríast tían, en hjartaafkast- ið er ekkert betra, því þá nær sagnhafi að trompa gosann frían. Í upphafi var sagt að út- spil vesturs hefði verið illa valið. Ástæðan er auðvitað sú að það gefur sagnhafa mikilvæga „innkomu“ til að trompfría hjartað. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 Be7 8. O-O-O Rxd4 9. Dxd4 a6 10. f4 b5 11. Bd3 Bb7 12. Hhe1 Dc7 13. e5 dxe5 14. fxe5 Rd5 15. Bxe7 Rxe7 Staðan kom upp í net- keppni taflfélaga á Norður- löndum. Þröstur Þórhalls- son (2459) hafði hvítt og lék grátt félaga sinn til margra ára, Hannes Hlíf- ar Stefánsson (2586). 16. Bxb5+! Rc6 16...axb5 hefði leitt til mikilla hörmunga fyrir svartan þar sem eftir 17. Rxb5 Dc6 18. Rd6+ Kf8 19. Rxb7 gæti hann t.d. orðið mát eftir 19...Dxb7 20. Dd8+ Hxd8 21. Hxd8#. Í fram- haldinu verður hvítur sælu peði yf- ir sem honum tekst að nýta til sigurs án of mikilla erf- iðleika. 17. Bxc6+ Bxc6 18. Dc5 Hc8 19. Re4 Bxe4 20. Dxc7 Hxc7 21. Hxe4 Ke7 22. Hd6 Ha8 23. b3 a5 24. Kb2 Hc5 25. Hb6 Ha7 26. a3 Hd5 27. He2 Hd1 28. Hb8 h6 29. c4 a4 30. b4 Hd3 31. c5 Kd7 32. Hb6 Kc7 33. Hd6 Hb3+ 34. Ka2 Kc8 35. Hed2 Hc7 36. Ha6 He3 37. Hxa4 Hxe5 38. Ha8+ Kb7 39. Had8 f5 40. Kb3 He3+ 41. H2d3 He2 42. a4 Hxg2 43. Kc4 e5 44. Kb5 e4 45. H3d6 e3 46. Hb6+ Ka7 47. c6 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Morgunblaðið/Kristinn Þessir duglegu drengir héldu tombólu og söfnuðu kr. 2.083 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Bjarki Ágúst Guðmundsson, Brynjar Markússon og Arnar Markússon. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.100 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Rósa Borg Guð- mundsdóttir og Rannveig D. Haraldsdóttir. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert athugull og það kem- ur sér oft vel hversu auðvelt þú átt með að setja þig í spor annarra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gerðu þér far um að gleðja þína nánustu. Það er enginn að tala um einhverja stórvið- burði, aðeins smáviðvik sem tjá tilfinningar þínar til þeirra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Haltu huga þínum á jákvæðu brautunum. Það er með ólík- indum hvað allt verður auð- veldara, þegar engin nei- kvæðni kemst að. Bros er lykilorðið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú mátt ekki missa móðinn, þótt eitthvað blási á móti. Stormurinn bara stælir og þegar erfiðleikarnir eru að baki blasir beina brautin við. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Notaðu kímnigáfu þína til að létta þér og þínum lífið. Það er sjaldnast svo svart að ekki megi finna broslega hlið á málunum til að auðvelda þau. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Taktu vel á móti gömlum vini, sem birtist óvænt. Þótt þér þyki ekki allt jafnspennandi sem rifjað er upp, er notalegt að njóta þess góða um stund. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hikaðu ekki við að leita þér aðstoðar ef þú heldur að fyr- irliggjandi verkefni sé þér einum um megn. Margar hendur vinna létt verk. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu ekki útlit fólks slá ryki í augun á þér. Bíddu með úr- skurð þinn þangað til þú hef- ur kynnst viðkomandi nógu vel til að segja af eða á. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gefðu þér tíma til þess að velta hlutunum fyrir þér. Það kemur þér bara í koll, ef þú reynir að hespa hlutina af. Sýndu þolinmæði og hagsýni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú ættir að finna þér tíma til þess að sinna sjálfum þér bet- ur. Ef þú ert ekki í jafnvægi getur þú lítið sem ekkert gert fyrir aðra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu aðra finna það ef þér líður vel í návist þeirra. Það er ekki síður mikilvægt að þú getir bjargað þér frá þeim sem þér finnast leiðinlegir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vertu ekkert að velta þér upp úr því hvort samstarfsmenn þínir eru karlar eða konur. Leyfðu einstaklingnum að njóta sín hvort sem kynið er. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú átt að grípa tækufærið þegar það gefst. Það er öm- urlegt hlutskipti að verja æv- inni í eftirsjá eftir einhverju sem þér bauðst en þú þáðir ekki. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FASTEIGNIR mbl.is 50 ára gömul bandarísk kona óskar eftir pennavin- um á Íslandi. Áhugamál hennar eru ferðalög, lestur, mannkynssaga og hafna- bolti. Robin Baker, 330 W. Broadway, #241 San Diego, Ca. 92101, U.S.A. 45 ára gömul hollensk kona vill skrifast á við ís- lenskar konur. Hún hefur áhuga á Íslandi og Reykja- vík. Marianne Overmeer, Burg van Tienhov- engracht 3b (HS.) 1064 B.D. Amsterdam. Óska eftir að skrifast á við Íslending sem er í spönsku- námi. Vinsamlega sendið línu á: hesiodo@lacasilla. com.ar José óskar eftir að skrif- ast á við íslenskar konur. Sr. José Mariah Sáez, C/Campoamor 12 - 4, E-50010 Zaragoza, Spain. Pennavinir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.