Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 31 MIKILL meirihluti Bandaríkja- manna styður þá ákvörðun George W. Bush að efna til hernaðar- aðgerða í Afganistan, að því er fram kemur í skoðanakönnun sem gerð var á sunnudag. Sýnir könn- un dagblaðsins The Washington Post og sjónvarpsstöðvarinnar ABC að um 94% Bandaríkjamanna eru hlynnt aðgerðunum. Ljóst er hins vegar að margir óttast hefnd- araðgerðir af hálfu íslamskra hryðjuverkamanna. Bandaríkjamenn virðast flestir telja, að óhjákvæmilegt hafi verið að svara árásunum á New York og Washington. Flest stórblöð vest- anhafs lýstu jafnframt yfir stuðn- ingi við aðgerðirnar í gær þó að varað væri við því að ekki væri séð fyrir endann á þeirri atburðarás, sem nú er hafin. Sagði The New York Times m.a. stjórn Bush og erlenda bandamenn hennar verða að stíga varlega til jarðar í framhaldinu en lýsti þó þeirri trú sinni að sigra mætti Osama bin Laden og al-Qaeda sam- tök hans. „Erfiðast verður að halda saman þeirri fylkingu þjóða, sem styðja þessar aðgerðir,“ sagði The Los Angeles Times, „einkum þar sem skiptar skoðanir eru um að- gerðirnar í sumum ríkjum.“ Var blaðið þar að vísa til landa eins og Pakistan, þar sem hætta er talin á pólitísku umróti innanlands. Beinist ekki gegn íslamstrú Bush Bandaríkjaforseti lagði, líkt og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, áherslu á það í sjónvarpsávarpi sínu á sunnudag, að aðgerðunum væri ekki beint gegn íslamstrú eða múslimum. Sagði Bush að Bandaríkjamenn teldu um milljarð manns, sem ættu það sammerkt að iðka íslamstrú, til vina sinna. Bush sagði í ávarpinu að aðgerð- unum væri ætlað að tryggja að Afganistan nýttist ei framar sem griðabæli og þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna. Hann sagði talibanastjórnina í Afganistan hafa fengið næg tækifæri til að fram- selja bin Laden, hætta stuðningi við hryðjuverkamenn og láta lausa þá hjálparstarfsmenn erlenda sem stjórnin hefði í sínu haldi. „Kröfum okkar var í engu sinnt og nú munu talibanar því þurfa súpa seyðið af gerðum sínum,“ sagði Bush. Forsetinn sagði augu manna beinast að Afganistan en að bar- áttan gegn hryðjuverkum teygði anga sína mun víðar. Varaði hann aftur við því, að þjóðir sem héldu verndarvæng yfir „útlögum“ og „morðingjum“ mættu eiga von á því að þurfa að svara til saka. „Okkur mun ekki mistakast,“ sagði forsetinn. Sagði hann að árásirnar á hryðjuverkamenn yrðu lang- vinnar, víðtækar og vægðarlausar. Bush sagði að um 40 ríki legðu baráttunni lið með ýmsum hætti, þar á meðal með því að leyfa Bandaríkjamönnum að nota flug- velli eða fara um lofthelgi þeirra. „Við njótum stuðnings sameinaðs vilja heimsins,“ sagði Bush. Hann sagðist hafa sent hermenn til bardaga eftir mikla umhugsun og fjölda bæna. „Við alla karla og konur í her okkar, alla sjóliða, alla hermenn, alla flugmenn, alla strandgæslumenn, segi ég þetta: Verkefni ykkar er afmarkað, markmið ykkar eru skýr og réttlát. Ég ber til ykkar fullt traust. Og þið munið fá alla þá aðstoð sem á þarf að halda til að uppfylla skyldu ykk- ar,“ sagði Bush. Bush minntist hvergi beint á bin Laden í ávarpi sínu og sögðu fréttaskýrendur skýringuna á því geta verið að Bush gerði sér grein fyrir því að erfitt gæti reynst að hafa hendur í hári bin Ladens, og að hann vildi því draga úr vænt- ingum almennings þar að lútandi. Óttast mjög hefndarárásir Bush sagði í ávarpi sínu að ljóst væri að margir Bandaríkjamanna óttuðust frekari árásir hryðju- verkamanna. Fréttaskýrendur sögðu í gær að sá ótti hefði án efa magnast eftir að fréttist, að árásir á Afganistan væru hafnar. Öld- ungadeildarþingmaðurinn Rich- ard Shelby, sem sæti á í þingnefnd um málefni leyniþjónustunnar, sagðist gera ráð fyrir frekari árás- um og Bob Graham, sem einnig á sæti í öldungadeildinni, en fyrir demókrata, sagði hættuna mjög hafa aukist við þessi síðustu tíð- indi. Almenn samstaða er þó um aðgerðirnar, eins og áður sagði. Leiðtogar Bandaríkjamanna og Breta leggja áherslu á að loft- árásirnar á talibana og Osama bin Laden beinist ekki gegn íslam heldur sé markmiðið að stöðva alþjóðlega hryðjuverkamenn. New York, Washington. AFP. George W. Bush Bandaríkja- forseti flytur ávarp til þjóðar sinnar á sunnudag. Mikill stuðningur vestanhafs BRESKIR fjölmiðlar lýstu í gær stuðningi við hernaðaraðgerðir Breta og Bandaríkjamanna í Afg- anistan en vöruðu við því að bein þátttaka breska hersins í aðgerð- unum þýddi að aukin hætta væri nú á því að hryðjuverkamenn létu til sín taka á breskri grundu. Leiðtogi bresku stjórnarandstöðunnar, Iain Duncan Smith, lýsti einnig yfir stuðningi við þá ákvörðun breskra stjórnvalda að stilla sér dyggilega við hlið Bandaríkjamanna í barátt- unni gegn hryðjuverkum en Bretar tóku einir þjóða beinan þátt í að- gerðum Bandaríkjanna um helgina. Í yfirlýsingu sinni á sunnudag sagði breski forsætisráðherrann, Tony Blair, að mikil samstaða væri um það meðal þjóða að óhjá- kvæmilegt hefði verið að grípa til aðgerða vegna hryðjuverkanna í New York og Washington 11. sept- ember síðastliðinn. „Nú er liðinn næstum mánuður síðan ódæð- isverkið var unnið. Það eru meira en tvær vikur síðan stjórn talibana í Afganistan voru gefnir úr- slitakostir, að framselja hryðju- verkamennina eða taka afleiðing- unum ella,“ sagði Blair. „Fullljóst er nú að talibanar hyggjast ekki svara kallinu. Þeim var gefinn kostur á að framfylgja réttlætinu eða fylkja liði með hryðjuverka- mönnum og þeir hafa valið síðari kostinn.“ Reynt að koma í veg fyrir dauða saklausra borgara Blair sagði hernaðaraðgerðirnar skipulagðar með það í huga að eyðileggja hernaðarmannvirki tal- ibanastjórnarinnar og þá staði, þar sem vitað væri að þjálfunarbúðir al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna hefðu verið. „Við undirbúning hernaðaraðgerðanna höfum við gert allt sem hægt er til að koma í veg fyrir mannfall úr röðum sak- lausra borgara,“ sagði hann. Blair lagði ofuráherslu á að stríðsaðgerðirnar beindust ekki að íslam heldur gegn hryðjuverkum í heiminum. Hann kvaðst jafnframt gera sér grein fyrir því að margir óttuðust hefndaraðgerðir af hálfu hryðjuverkamannanna en sagði engar upplýsingar fyrirliggjandi um hugsanlegar aðgerðir á breskri grundu. Blair lét þess þó getið, í grein sem hann skrifaði í blaðið The News of the World í gær, að Bretar þyrftu að vera varir um sig. „Engir þjóðaleiðtoganna sem standa að þessum aðgerðum vilja heyja stríð,“ sagði Blair á sunnu- dag. „Þjóðir okkar vilja það ekki. Við erum friðsamt fólk. En við vit- um sem er að til að standa vörð um friðinn þarf stundum að beita afli.“ Í hag breskra ríkisborgara að berjast gegn hryðjuverkum Leiðtogar annarra stjórnmála- flokka í Bretlandi lýstu flestir stuðningi við aðgerðirnar. Iain Duncan Smith, leiðtogi Íhalds- flokksins, sagði mikilvægt að senda þau skilaboð til hryðjuverkamann- anna að árásir gegn lýðræðinu yrðu ekki liðnar. Charles Kennedy, leiðtogi frjálslyndra, tók í sama streng þó að hann legði áherslu á nauðsyn þess að hafa hag íbúa Afg- anistan í huga. Tryggja þyrfti stöð- ugleika í landinu. Engu að síður hefur nokkuð bor- ið á gagnrýni í garð Blairs í sökum þess hversu fast hann hefur stillt sér upp við hlið Bandaríkjamanna í þessu máli. Hefur vikuritið The Economist m.a. vikið að því á und- anförnum vikum að forsætisráð- herrann þjáðist af oflátungshætti – hann virtist ekki vilja láta sér nægja að vera leiðtogi Breta held- ur gæfi framganga hans til kynna að hann vildi verða „forsætisráð- herra alls heimsins“. Þessu svaraði Blair í dagblaðs- grein sinni í gær þegar hann sagði enga hættu á að ríkisstjórnin gleymdi að huga að vandamálum daglega lífsins í Bretlandi þó að nú væri sjónum beint að alþjóða- málum. Sagðist hann aldrei hafa misst sjónar á því að Verka- mannaflokkurinn hefði verið kos- inn til valda til að bæta hag breskra ríkisborgara. Aðgerðirnar í Afgan- istan væru hins vegar í samræmi við þetta markmið því verkefnið væri að koma í veg fyrir að fleiri breskir ríkisborgarar féllu af völd- um hryðjuverkamanna. Hag Bret- lands væri best borgið með því að skorast ekki undan því að taka þátt í baráttunni gegn hryðjuverkum. Benti Blair á í greininni að mun fleiri Bretar hefðu fallið í árás- unum 11. september en í þeim hryðjuverkum sem framin hafa verið á Norður-Írlandi undanfarin þrjátíu ár. Aðgerðaleysi kom ekki til mála London. AFP. Tony Blair ávarpar fréttamenn á sunnudag. Í baksýn er John Prescott, aðstoðarforsætisráð- herra Bretlands. hafa ítrekað komið múslímum til hjálpar anförnum árum. Má í því viðfangi minna örina miklu til að frelsa Kúveit og að- í fyrrum Júgóslavíu þar sem Banda- menn og bandamenn þeirra komu músl- ítrekað til varnar í átökum þeirra við na“ glæpamenn og fjöldamorðingja. þessu leyti hefur Osama bin Laden tekist arverk sitt. Tilgangur hans er að grafa hófsömum stjórnvöldum í arabaheim- því skyni að koma þar til valda bókstafs- mönnum. Með því að þvinga fram þá rás a, sem nú er hafin og var óhjákvæmileg menn séu tilbúnir til að sætta sig við að byggðin lifi við stöðuga hryðjuverkaógn, bin Laden tekist að skapa möguleika á eðli átakanna breytist og taki á sig mynd rjaruppgjörs með kristnum mönnum og mum. Viðleitni til að tryggja að svo fari mun því mjög einkenna framhald málsins. Ávarp bin Ladens í samhengi hefur athygli manna síðustu ga mjög beinst að ávarpi því sem bin flutti og sýnt var í sjónvarpi skömmu ð árásir hófust á sunnudag. Magnús Þ. arðsson, aðstoðarprófessor í miðaustur- ræðum við Hofstra-háskólann í New sagði í samtali við greinarhöfund í gær ög hefði kveðið við nýjan tón hjá hryðju- eiðtoganum í því ávarpi. Hann hefði tal- ssíska arabísku til að ná til sem flestra og isvert hefði verið hvernig hann hefði vís- Palestínu-vandans og efnahagsþvingana art Írak. Þessi mál væru ofarlega í huga þessum heimshluta þótt það styddi ekki ðir bin Ladens. Með því að vísa til Palest- g Íraks á klassískri arabísku hefði bin freistað þess að skapa sér þá mynd að ri nýr og sameinandi leiðtogi múslíma. st er að áróðursstríðið verður ekki síður gsmikið. ja stríðið“ hefur á sér fleiri hliðar, sem r rúm til að ræða nánar hér. Þar ræðir um þá alþjóðlegu samstöðu, sem Bandaríkja- menn og bandamenn þeirra hafa náð að skapa í þeirri baráttu, sem framundan er til að vinna bug á hryðjuverkaógninni. Samkvæmt þeim skilningi má halda því fram að „nýja stríðið“ sé hafið fyrir nokkru m.a. annars með þeim ráð- stöfunum, sem gripið hefur verið til í því skyni að hefta fjármálaumsvif hryðjuverkahópa og samstarfi njósna- og öryggisstofnana víða um heim. Bandaríkjamenn gera sér vitanlega ljóst hversu eldfim staðan er; yfirvofandi er sú hætta að almenningsálitið snúist gegn þeim ríkisstjórnum múslíma, sem styðja leynt og ljóst aðgerðir bandamanna í Afganistan. Slíkt myndi raska mjög stöðugleika og skapa hættu á innanlandsátökum, sem gætu breiðst út og síðan að lykilríki gangi úr skaftinu. Þetta er sú rás atburða, sem bin Laden vonast til að þvinga fram. Því er þess að vænta að þess verði freistað að breyta sem fyrst vígstöðunni í landinu til að auka líkur á að Norðurbandalagið geti haft bet- ur í átökum við liðsafla talibana. Um leið verð- ur árásum haldið áfram til að skapa skilyrði fyrir því að unnt verði að senda sérsveitir og hugsanlega annan liðsafla úr landher inn í Afg- anistan til að hafa upp á hryðjuverkahópunum, sem bin Laden stjórnar þar. Viðvarandi aðgerðir – langt stríð Niðurstaðan er því sú að árásin á sunnudag er aðeins byrjunin á aðgerðum, sem haldið verður áfram eins lengi og þurfa þykir en engu að síður verður lögð áhersla á að flýta svo sem kostur er. Fyrsta stig hernaðarátaka er hafið en segja má að „nýja stríðið“ hafi hafist strax eftir fjöldamorðin í Bandaríkjunum þegar al- þjóðasamfélagið tók að skipuleggja viðbrögð við hryðjuverkaógninni. „Nýja stríðið“ er rétt nýhafið í öllum sínum myndum og engin ástæða er til að ætla annað en það muni standa lengi, mjög lengi. AP Tomahawk-stýriflaug skotið á loft frá bandarísku herskipi á sunnudag. ð upphaf ndar átaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.