Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 11 ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að styrjöld væri alltaf ótíðindi, en í þessu tilviki telji hann hins vegar að það hafi verið óhjákvæmilegt að beita hervaldi til þess að hertaka manninn sem hafi nú sjálfur viðurkennt að hafa staðið að baki ódæðinu í Bandaríkjunum 11. september. „Alþjóðasamfélagið allt vill að hann verði dreginn fyrir lög og dóm. Það hefur komið fram skýlaus vilji Íslend- inga að svo verði gert. Hann situr hins vegar í skjóli kúgunarstjórnar í Afg- anistan sem ekki var löglega kosin og er alræmd fyrir illa meðferð á þegn- um sínum og ef hún vill ekki með góðu láta hann og aðra forsprakka ódæð- anna af höndum þá á alþjóðasam- félagið ekki annarra kosta völ en að sækja hann. Það væru ákaflega vond skilaboð til hans og annarra hryðju- verkasamtaka, ef menn létu sitja við orðin tóm og leyfðu mönnum af þessu tagi að leika lausum hala og skaka skellum að heiminum. Það fæli ein- ungis í sér þau skilaboð að menn kæmust upp með slíkt,“ sagði Össur. Hann sagði að ódæðið í Bandaríkj- unum hefði haft gríðarleg áhrif. Það hefði náð að lama stjórnkerfi Banda- ríkjanna örstutta hríð og virðist einn- ig hafa haft verulega neikvæð áhrif á efnahag heimsins og dýpkað þá lægð sem fyrir var. Það megi því gera því skóna að stórtæk hryðjuverk af þess- um toga verði í framhaldinu eftir- sóknarverð frá sjónarhóli hryðju- verkasamtaka. Þess vegna verði að bregðast við nú og sýna að hugur fylgi máli og ráða niðurlögum þessara samtaka. Það kosti átök og áhrif þeirra á almenna borgara séu skelfi- legur fylgifiskur þeirra. Össur sagði að sér sýndist að þessi átök hefðu beinst að hernaðarlega mikilvægum skotmörkum, svo sem flugvellinum í Kandahar, hermála- ráðuneytinu í Afganistan og stjórn- sýslumiðstöðvum. Milljónir manna væru líklegar til þess að enda á ver- gangi og þess vegna skipti mjög miklu máli að Vesturlönd bregðist líka við þeirri hlið styrjaldarátakanna með mjög raunsnarlegri aðstoð. Auð- vitað yrði líka, þegar þessi átök væru um garð gengin, að hjálpa Afgönum að byggja upp sitt hrjáða land. Össur sagði aðspurður hvort hryðjuverkin í Bandaríkjunum og at- burðarásin í kjölfar þeirra kallaði á breyttar áherslur í stefnu Íslands í ör- yggismálum, að þróunin síðasta ára- tug hefði verið með þeim hætti að það kallaði á endurmat á öryggisstefn- unni. Það mætti segja að atburðirnir 11. september hefðu svift hulunni af mikilvægi þess endurmats fremur en að atburðurinn sjálfur kallaði á slíkt endurmat. Við værum búin að líta sól- arlag kalda stríðsins og ógnin sem áð- ur hefði birst við landamæri í formi mögulegrar árásar skipulags herafla væri varla fyrir hendi í dag og alls ekki í sama mæli og áður hefði verið. Hins vegar blasti við að ríki og ekki síst litlar þjóðir yrðu að geta varist nýjum ógnum sem fælust í hryðju- verkum og skipulagðri glæpastarf- semi. Skelfilegir atburðir sem þurfa ekki að koma á óvart Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að árás- irnar á Afganistan væru skelfilegir at- burðir, sem þó hefðu ekki þurft að koma á óvart. „Það er vandséð hvaða endi þetta getur haft. Ég óttast óskaplegar afleiðingar alls þessa og það muni heimsstyrjöld hér um bil ríkja um langa hríð. Það versta auð- vitað er það að almenningur verður harðast úti eins og alltaf í hernaðar- átökum, en við þessu varð ekkert spornað eftir New York atburðina,“ sagði Sverrir. Hann sagðist ekki hafa velt því fyr- ir sér sérstaklega hvort atburðirnir í New York kölluðu á breytingar á stefnu Íslands í öryggismálum, en við mættum hins vegar einskis láta ófreistað til þess að tryggja okkur sem best. „Við vitum aldrei hvar þessir menn stinga sér niður og við erum í hern- aðarhringiðu,“ sagði Sverrir. Dapurlegt að svona skuli komið Steingrímur Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði að tilfinningar væru blendnar vegna árásanna í Afg- anistan svo vægt væri til orða tekið. Það væri ákaflega dapurlegt að svona skyldi vera komið. „Fyrstu viðbrögð manns eru eiginlega hryggð yfir því að þarna skuli vera hafin styrjöld með væntanlega tilheyrandi mannfórnum, bæði óbreyttra borgara og sjálfsagt liðsmanna beggja aðila. Í öðru lagi ber þetta ekki að með þeim hætti sem maður hefði talið að það ætti að gera ef þetta hefði að lokum reynst óum- flýjanlegt að fara út í einhverjar að- gerðir af þessum toga,“ sagði Stein- grímur. Hann sagði að það hefði átt að byggjast á ákvörðunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar um að hans mati, enda væru menn sammála um að allt hefði verið gert sem hægt var til að fá grunaða menn framselda áður en gripið væri til hernaðaraðgerða. Steingrímur sagðist velta því mikið fyrir sér hvað geti hlotist af þessu, því ekki sé auðvelt að sjá ávinninginn af því að láta sprengjum rigna yfir þessa hrjáðu þjóð. Hryðjuverk séu ekki efn- islegt fyrirbæri sem hægt sé að sprengja í loft upp í eitt skipti fyrir öll. „Ég held að menn verði að horfast í augu við hvað nákvæmlega við er að eiga. Ég hef miklar efasemdir um að þetta reynist eitthvað sem menn geta sigrað með hefðbundnum hernaðar- aðgerðum,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist óttast að aðgerðirnar gætu orðið til þess að kveikja elda víða þegar kannski mikið mannfall óbreyttra borgara færi að koma í ljós, þannig að við hörmungarnar í Banda- ríkjunum og allt það manntjón sem þar varð bætist svo fleiri mannslíf. Allt væri það mjög dapurlegt og hann teldi að reyna hefði átt að draga þessa menn fyrir dóm með öðrum aðferðum og reyna meira til þess að fá þá fram- selda eftir að sönnunargögn hefðu verið lögð fram. Steingrímur sagði aðspurður hvort hryðjuverkin í Bandaríkjunum og at- burðarásin í kjölfarið kallaði á breyt- ingu á öryggismálastefnu Íslands, að hann teldi í sjálfu sér að þessir at- burðir kölluðu á endurmat á allri skip- an öryggismála í heiminum og þar með talið á Íslandi auðvitað einnig. „En þetta hefur allavega ekki breytt minni grundvallarafstöðu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að þetta sýni haldleysi vígbúnaðar- og hernaðarhyggjunnar gagnvart nýjum aðstæðum í öryggismálum. Þetta ætti að verða mönnum enn frekari hvatning til þess að byggja upp öflugt alþjóðlegt öryggisgæslu- kerfi í anda sömu hugsjóna og voru lagðar til grundvallar stofnun Sam- einuðu þjóðanna í lok seinna heims- stríðsins,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að því miður hefði verið horfið frá þeirri stefnu að hluta til á undanförnum áratugum og það hefði orðið til þess að Sameinuðu þjóðirnar hefðu veikst og jafnvel svæðisbundn- ar stofnanir eins og ÖSE í staðinn fyr- ir að þær hefðu styrkst. Talsmenn stjórnarandstöðunnar um árásirnar á Afganistan Óhjákvæmilegar og dapurlegar aðgerðir Formaður Samfylkingar telur að óhjá- kvæmilegt hafi verið að beita hervaldi í Afg- anistan. Formaður Vinstrihreyfingarinnar segir hins vegar dapurlegt að svona skuli komið og að standa eigi öðruvísi að málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.