Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðríður Jóns-dóttir fæddist á
Stokkseyri hinn 21.
desember 1902. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness hinn 28.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Jón Sigurðs-
son kennari, f. 16.
maí 1866, d. 26. des-
ember 1947, og Guð-
rún Magnúsdóttir
frá Laugarvatni, f.
16. september 1864,
d. 28. desember
1957. Guðríður var
yngst þriggja systra. Systur
hennar voru Arnheiður kennari
og Ragnheiður rithöfundur en
þær eru báðar látnar.
Hinn 1. desember 1923 giftist
Guðríður Birni Benediktssyni
prentara, f. 3. júlí 1894, d. 27. maí
1976. Börn þeirra:1) Jón Gunnar,
f. 21. mars 1924, d. 2. desember
1947. 2) Ingólfur, f. 21. júlí 1925,
d. 17. maí 1951. 3) Sigrún, f. 26.
nóvember 1927. 4) Gunnvör, f. 8.
nóvember 1942.
Ömmubörn Guðríð-
ar eru átta, lang-
ömmubörn sex og
langalangömmu-
börn þrjú.
Sautján ára gömul
fluttist Guðríður
ásamt fjölskyldu
sinni frá Stokkseyri
til Reykjavíkur og
bjó þar alla tíð,
lengst af í Tjarnar-
götu 47. Hún var
einn af stofnfélögum
í Styrktarfélagi van-
gefinna, félagi í
Heimilisiðnaðarfélagi Íslands þar
sem hún starfaði einnig í nokkur
ár, félagi í Sálarrannsóknafélagi
Íslands og Norræna félaginu.
Hún lét þjóðfélags- og verkalýðs-
mál sig miklu skipta og var mikill
mannvinur. Síðustu þrjú árin
dvaldi hún á Sjúkrahúsi Akra-
ness.
Guðríður verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Fyrir mörgum árum sagði Bubba
mér frá því þegar dauðinn vitjaði
hennar í draumi. Þetta var ungur
sportlega klæddur maður sem vildi
fá hana með sér. Hún var ekki tilbú-
in þá og seinna sagði hún mér að
hann hefði kannski gleymt sér. Nú
hefur hann vitjað hennar á ný og nú
var hún reiðubúin.
Ég og Bubba áttum ótal góðar
stundir sem ég geymi í hjarta mínu.
Það var gott að vera hjá henni og
hlusta á hana segja frá. Þannig síað-
ist inn í mig ótalmargt sem ég hef
haft í farteskinu á minni lífsleið.
Maður kynntist sögu sinni og fólk-
inu sínu. Hún var hornsteinn í lífi
margra og veitti mörgum skjól.
Þegar hún er horfin á braut er lífið
tómlegra en hún verður alltaf með
okkur. Í hennar augum boðaði dauð-
inn ekki endalok heldur upphaf að
lífinu hinum megin.
Það er erfitt að kveðja en öll
geymum við með okkur góðar minn-
ingar um þig, elsku Bubba mín.
Ingólfur Björnsson (Ingi).
Eitt sinn reyndi æskufélagi minn
að stríða mér á því að ég kallaði
ömmu mína Bubbu. Ég svaraði sem
var að hún væri meira en amma mín
og var það þá afgreitt mál. Hún
Bubba var mörgum svo margt.
Frændum, frænkum, barnabörnum
og barnabarnabörnum var hún ým-
ist móðir, uppalandi, kennari, félagi
eða vinur. Sumum allt í senn og
sannarlega margra barna móðir.
Henni fannst sælla að gefa en þiggja
og til hennar var gott að leita í gleði
jafnt sem sorg. Líkt og önnur stór-
menni vann hún sín bestu verk í
kyrrþey.
Hún var ekki allra og gat jafnvel
verið afundin ef henni fannst gengið
gegn sannfæringu sinni eða virð-
ingu sinni misboðið. Ef henni mislík-
aði eitthvað fór það ekki framhjá
neinum. Bubba var einlægur spírit-
isti og dauðinn var jafn sjálfsagt
umræðuefni og veðrið, skáldskapur
eða pólitík. Lengi vel hélt ég að
Rúnki væri náskyldur frændi en
ekki framliðinn aðstoðarmaður Haf-
steins miðils. Að minnsta kosti voru
skoðanir hans og ráðleggingar jafn-
sjálfsagðar á heimili hennar og at-
hugasemdir biskups eða ráðherra.
Henni var umhugað um sársaukalít-
inn og virðulegan dauðdaga. Starfs-
fólk Sjúkrahúss Akranesbjæjar á
því sannarlega skilið bestu þakkir
fyrir að búa henni þægilegt og
virðulegt ævikvöld.
Ég á þér, Bubba mín, svo margt
að þakka og þú munt ávallt fylgja
mér hvert sem ég fer. Blessuð sé
minning þín.
Jón Gunnar Björnsson (Gunni).
Elsku besta amma mín. Nú ertu
horfin yfir í betri heim, en minning-
arnar um þig munu lifa með mér um
ókomin ár. Ég vil þakka þér fyrir öll
árin sem við áttum saman og sér-
staklega fyrir að hafa verið mér svo
góð á bernskuárum mínum. Á þeim
árum varstu sannarlega miðpunktur
alheimsins í lífi ungrar stúlku.
Núna er mér minnisstæðast hvað
það var gott að taka utan um þig og
halda í hendurnar á þér, en það
veitti mér ætíð öryggi. Þú hafðir
hlýjustu og mýkstu hendur sem ég
veit um.
Það eru engin orð nógu stór til að
lýsa söknuði mínum og þeim tilfinn-
ingum sem ég ber til þín og því
sendi ég þér lítið ljóð:
Hún minnti á kvæði og kossa
og kvöldin björt og löng
og hvíta fleyga fugla
og fjaðraþyt og söng.
Ég bý að brosum hennar
og blessa hennar spor,
því hún var mild og máttug
og minnti á – jarðneskt vor.
(Davíð Stef.)
Vertu sæl, elsku amma mín.
Þín
Sigrún.
Það er mikill missir fyrir mig og
alla mína fjölskyldu að hún amma
Bubba skuli vera farin frá okkur.
Söknuðurinn er svo mikill að ekki
eru til orð til að lýsa þeim tilfinn-
ingum sem ríkja meðal okkar þessa
stundina.
Sem amma, mamma, langamma
og langalangamma var hún samein-
ingartákn fjölskyldunnar í Tjarnar-
götu 47. Sama hvað við erum ólík
eða hvar við erum stödd í lífinu eða
veröldinni, þá er það minning henn-
ar sem tengir okkur saman og gerir
okkur að heild.
Ég kveð þig, langamma mín, og
þakka þér fyrir allar góðu minning-
arnar sem þú skilur eftir. Ég mun
varðveita þær eins og fjársjóð í
hjarta mínu. Ég sakna þín.
Hrafnhildur Kvaran.
Nú er blessunin hún Bubba dáin
og er mikil eftirsjá að þessari ynd-
islegu og góðu konu, sem hafði já-
kvæð áhrif á alla sem kynntust
henni.
Áður en ég hitti Bubbu fyrst
kynntist ég manni hennar á nokkuð
óvanalegan máta. Þannig var, að við
félagar tveir fórum í gulrótaleit nið-
ur í Vatnsmýri en þar voru garðar
með ýmsu góðgæti sem ungum
strákum fannst ekkert tiltökumál að
smakka á, með „bessaleyfi“.
Okkur fannst fólkið sem átti
þessa garða um margt furðulegt,
það nennti að dútla við grænmeti og
kartöflur dögum saman og smíðaði
oft kassa utan um og setti gler ofan
á. Oft voru þar tveir karlar sem
komu hjólandi og var annar öllu
stærri og hafði alltaf alpahúfu á
höfði. Við strákarnir forðuðumst
þessa menn af augljósum ástæðum.
Þennan dag bar þó svo til að karl-
arnir gripu okkur glóðvolga við iðju
okkar og er varla hægt að lýsa skelf-
ingu okkar pörupilta, enda tók ann-
ar karlinn að flengja vin minn og átti
ég ekki von á betri meðferð hjá karl-
inum með alpahúfuna. Sá tók þétt-
ingsfast í mig en bað mig vera róleg-
an. Síðan spurði hann mig til nafns
sem ég stundi upp með ekkasogum.
Karlinn horfði á mig smástund og
segir svo: „Ég vil gera samning við
þig um að þú verðir umsjónarmaður
fyrir garðinn minn og þið megið
borða allt sem þið getið í ykkur lát-
ið, bara ef þið skemmið ekkert og
passið að aðrir strákar brjóti ekki
glerin fyrir okkur.“
Ég var fljótur að ganga að þess-
um skilmálum og eftir langt þras við
vininn, sem vildi fara og hefna fleng-
ingarinnar, pössuðum við þessa reiti
eins og við ættum þá sjálfir.
Mörgum árum seinna átti ég er-
indi í Tjarnargötu 47 en þar bjó
stúlka sem ég var að bjóða í bíó. Allt
í einu stóð eldri maður við hlið mér
úti á tröppum og heilsar mér kump-
ánlega og spyr mig til nafns, sem ég
svara, og um leið hló karl svo að
bumban hristist í axlaböndunum og
segir: „Þetta grunaði mig, umsjón-
armaðurinn kominn!“ Þessi sóma-
maður var Björn Benediktsson, eig-
inmaður Guðríðar Jónsdóttur, en
þau voru afi og amma Lóu, sem gift-
ist mér eftir margar bíóferðir.
Þetta atvik í kálgörðunum forðum
rifjast oft upp fyrir mér, því að ég
lærði af því hvernig leysa má ýmis
vandamál manna á milli með gagn-
kvæmu trausti og er ég ævinlega
þakklátur Birni fyrir það.
Stuttu síðar kynntist ég Bubbu og
áttaði mig fljótlega á að þessir ein-
staklingar voru hvor öðrum betri.
Þau voru listelsk, hún meira á bók-
ina en hann spilaði á orgel og safn-
aði málverkum, þó að efni væru ekki
mikil.
Bubba var mjög hlédræg og jafn-
vel feimin við ókunnuga, en um leið
og kynni tókust lék hún á als oddi og
vildi allt fyrir mann gera.
Það reyndist þeim alla ævi erfitt
að sætta sig við sonamissinn, en
báðir drengirnir þeirra fórust við
sjómennsku. Þau voru trúuð en ekki
hrædd við guð og Bubba sagði að
það væri einn guð fyrir alla, sama
hvað menn kölluðu hann eða hvaða
nafni trúin héti.
Bubba gerðist snemma félagi í
Sálarrannsóknafélaginu, hún trúði á
framhaldslíf og gerði allt sem hún
gat til að ná sambandi við drengina
sína. Hún mátti ekkert aumt sjá og
tók upp málstað minni máttar enda
„vinstrisinnuð“ í bestri merkingu
þess orðs og bar hag verkafólks
mjög fyrir brjósti. Alltaf mættu þau
hjón í kröfugöngu 1. maí og er það
lýsandi fyrir þau að er Björn lá
banaleguna og Bubba sat hjá honum
á 1. maí, þá sagði Björn: „Elskan,
vertu ekki að sitja hjá mér, farðu
heldur í göngu.“
Bubba var afskaplega greind, hún
las mjög mikið, bæði á íslensku og á
öðrum Norðurlandamálum, og hún
mundi allt! Kvæði, ljóð og sögur fór
hún með og oft er hún var eitthvað
að sýsla, hræra í potti eða prjóna,
fór hún allt í einu með einhverja vísu
eða ljóðabálk og ef maður spurði
hvað hún var að tauta kom í ljós að
þetta hafði hún lært í æsku og rifj-
aðist allt í einu upp fyrir henni, þótt
hvergi ætti hún það skrifað, og svo
hló hún að þessari vitleysu í sér.
Það er erfitt að ímynda sér hvern-
ig er að lifa allar þær breytingar
sem orðið hafa síðustu 100 ár, og
þótt Bubba hræddist lyftur endaði
með því að hún flaug á milli landa í
hárri elli, og þegar við vorum í París
og fórum fram hjá Bastillunni þar
sem aftökur fóru fram forðum, þá
sagðist hún örugglega hafa verið
þar í fyrra lífi. Jafnvel verið háls-
höggvin! Og hló.
Fordómaleysi og æðruleysi, það
getur maður lært af svona fólki.
Ég þakka samfylgdina og kveð
með söknuði.
Ragnar.
Þá eru þær allar horfnar héðan
systurnar sem kenndar voru við
GUÐRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
!" #$"
% & ' () *+
, $ -#$ () *+ .
/%0 . 1/
23"
. 43+ $" .
!
"
41! .
3"
5 )+ 67
#
#
$
4 )8" . 4 )8" ( $& 1$$ " (
1 # ) 4 )8" (
!( !( ( !" $& 43+ ) )$"
$$ 4 35 4 )8" (
9) 35## 4 )8" (
) ) "- : ( .
0/; 3#* 7<
=3>&
%
&$
$' #
(
# )
#
*"
+, +--.
5## 43+ )> (
)*3+ ) 43+ )> $" "- (
##) & . 43+ )> ( : 4. $"
) : . 43+ )> (
* *+ () * * *+ .
/
1 !1 ?
( &$
$ /
0 #) % $"
% ( 1#& !( $"
1#& $" #) 9):(
!( ( $"
. !( $" * ) : (
>)
. !( $" 9#) (
* *+ () * * *+ .
!//0 /%;
23"
9&) <
43 !" -##(
& #) $"
5# & !" -##$" !" #(
!" -##$" 9# &(
)*3+ )
) @ !" -##$"
5#$5 !" -##(
) @ " &#$"
* *+ () * * *+ .