Morgunblaðið - 09.10.2001, Page 49

Morgunblaðið - 09.10.2001, Page 49
BRÉF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 49 Í MORGUNBLAÐINU sunnudag- inn 30. september sl. skrifar Einar Ingvi Magnússon um villukenningar kristinnar kirkju. Ekki er hægt að segja annað en þetta hafi verið at- hyglisverð skrif, sem full ástæða er til að leiða hugann að. Í skrifum sínum bendir Einar á að hugsanlega hafi Guð ekki ætlað að láta Jesú deyja á þann hátt sem raunin varð. Ég hef líka velt þessari spurningu fyrir mér og farið yfir at- burðarás þá er leiddi til krossfest- ingar frelsarans. Mikilvægt er að átta sig á, að það voru ekki valdhafarnir sem höfðu Jesú í haldi, sem ákváðu að hann skyldi krossfestur. Þá ákvörðun tók mannfjöldinn sem safnast hafði sam- an. Valdhafar buðu mannfjöldanum að velja milli tveggja þeirra fanga sem taka átti af lífi, þeirra Jesú og Barrabasar. Lífi þess sem mann- fjöldinn mundi velja yrði þyrmt og hann látinn laus. Mannfjöldinn valdi ógæfumanninn og lýðskrumarann Barrabas, en fórnaði til krossfest- ingar Jesú, tákni kærleika, miskunn- semi og visku. Þegar þetta er skoðað er nokkuð augljóst að Jesú dó ekki á krossinum til að við gætum fengið fyrirgefningu synda okkar. Hann dó á krossinum vegna þeirrar áráttu mannsins að velja frekar innihalds- laust skrum og loddaramennsku frekar en kærleika, miskunnsemi og visku. Eins og við sjáum allt í kringum okkur hefur mannkynið lítið þrosk- ast á þeim 2000 árum sem liðin eru frá þessum atburðum. Enn eru það of fáir sem taka heiðarleika, kær- leika og miskunnsemi fram yfir athafnir sem valda öðrum sársauka og ranglæti. Enn velur fjöldinn Barrabas á hverjum degi, en kross- festir Jesú. Hvort við getum vænst breytinga til batnaðar er ekki gott að sjá. Slíkt er falið í framtíðinni. Víst er þó að til að breytingar geti átt sér stað verður fjöldinn að hætta gegnd- arlausri dýrkun lægstu hvata mannsvitundarinnar og temja sér kærleika og miskunnsemi. GUÐBJÖRN JÓNSSON, Haukshólum 6, Reykjavík. Eru villur í kenning- um kirkj- unnar? Frá Guðbirni Jónssyni: ölvu- bókhald Markmiðið með þessu 96 kennslustunda námi er að þjálfa nemendur fyrir víðtæk tölvubókhaldsstörf í atvinnulífinu. Kennt er á “Navision Financials” með viðbótarlausnum sem skiptast niður í eftirfarandi námsgreinar: Nemendur sem sækja námið þurfa að hafa haldgóða tölvuþekkingu og skilning á bókhaldi. Boðið er upp á bæði morgun- og kvöldnámskeið sem hefjast 22. og 23. október. Upplýsingar og innritun í símum 544 4500 og 555 4980 og á www.ntv.is Grunnkerfi (6) Fjárhagsbókhald og launakerfi (36) Sölu- og viðskiptamannabókhald (24) Birgða,- innkaupa- og tollakerfi (30) Verklegar æfingar (kennslustundir í sviga): Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is n t v . is nt v. is n tv .i s Kvartbuxur Ný sending Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Bjórglös kr. 1.650 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. KUNERT WELLNESS Sokkabuxur Hnésokkar Ökklasokkar iðunn tískuverslun 2. hæð, Kringlunni, sími: 588 1680 v/ Nesveg, Seltjarnarnesi, sími: 561 1680

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.