Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Uppsettur í Auðbrekku 23, Kópavogi. VESTAN ehf., Auðbrekku 23, Kópavogi, s. 554 6171 og 898 4154. Nýtísku granítáferð. Tvöfalt vatnsnuddkerfi og loftnudd. Marglit ljós o.fl. o.fl. Stærð 2,35x2,35 m, 1.450 l. Sértilboð kr. 680 þús. Var kr. 900 þús. Glæsilegur acryl-nuddpottur BÚNAÐARBANKINN Verðbréf undirritaði nýlega kaupsamning við Kjötumboðið hf. um kaup á eignum þess á Hellu og í Þykkvabæ fyrir hönd hóps bænda úr þremur sýslum á Suðurlandi. Um er að ræða stórgripasláturhús og pakkhús á Hellu og sauðfjársláturhús í Þykkvabæ. Kaupverð fasteignanna þriggja er 45 milljónir króna. Nýlega var haldinn undirbúnings- fundur að stofnun hlutafélags um kaup á sláturhúsinu á Hellu. Það eru tólf bændur úr Rangárvalla- sýslu, V.- Skaftafellssýslu og Árnes- sýslu ásamt þeim Þorgils Torfa Jónssyni, fyrrv. markaðs- og fram- leiðslustjóra Þríhyrnings hf., og Guðmari Jóni Tómassyni, sláturhús- stjóra á Hellu, sem standa að stofn- un félagsins. Á fundinum voru einn- ig þeir Róbert Jónsson, frá Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands, og Sigurður Sigurjónsson, lögmaður á Selfossi. Hlutafé var ákveðið 22 milljónir króna og að lágmarks hlutur yrði 70 þúsund krónur. Mismunurinn verð- ur greiddur með yfirtöku á lánum. Til stendur að safna hlutafénu á næstu dögum meðal bænda á Suður- landi, þjónustuaðila við sláturhúsið á Hellu, kjötkaupenda og annarra velunnara þess að starfsemi slátur- hússins fari aftur í gang. Einnig verður leitað til sveitarfélaga á Suð- urlandi um hlutafé. Ef hlutafjár- söfnun fer eins og vonir standa til verður stofnfundur félagsins sem mun heita Sláturhúsið Hellu hf. haldinn miðvikudaginn 10. október nk. kl. 10:00. Verður þá tekin ákvörðun um stjórn sem síðan ræð- ur framkvæmdastjóra til starfa. Hefja bráðlega starfsemi Að sögn Þorgils Torfa Jónssonar hefur engin slátrun farið fram í hús- inu síðastliðna þrjá mánuði en takist stofnun hlutafélagsins standa vonir til að hún geti hafist um eða eftir miðjan mánuðinn. Starfsemin kem- ur til með að verða með sama sniði og áður en þarna fór fram stórgripa- slátrun og úrbeining á kjöti. Slát- urgripir koma frá bændum úr Rangárvalla-, Árnes- og V.-Skafta- fellssýslum en einnig hafa A.- Skaft- fellingar sýnt áhuga og sagði Torfi að þeim yrði líka boðin aðild að fé- laginu og að senda gripi sína til slátrunar á Hellu. Til að byrja með er um að ræða störf fyrir sex manns en vonast er til að starfsemin vaxi og dafni og bæta megi við starfsmönnum í fyllingu tímans. Pakkhúsið á Hellu, sem hýst hef- ur bygginga- og búvörudeild, hefur hópurinn ekki í hyggju að reka áfram og verður það selt. Einnig er fyrirhugað að selja sláturhúsið í Þykkvabæ en þar fór áður fram sauðfjárslátrun. Ef úreldingarbæt- ur fást út á þá fasteign á Kjötum- boðið rétt á þeim og mun kvöðum verða þinglýst á eignina. Vilja hefja starf- semi sláturhúss- ins á Hellu á ný Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Unnur Þórðardóttir, Guðmar Jón Tómasson, Þorgils Torfi Jónsson og Ragnheiður Sigurðardóttir í tómum sal sláturhússins á Hellu, en vonast er til að þar verði „líflegra“ innan hálfs mánaðar. Hella ÞAÐ var glatt á hjalla í félagsheimilinu Klifi í Snæ- fellsbæ þegar eldri borgarar hófu vetrarstarfið á ný eftir langt og gott sumar. Félag eldri borgara í Snæ- fellsbæ var stofnað á síðastliðnu ári og stendur fyrir ýmiss konar félagsstarfi ásamt því að vera hags- munasamtök. Samverustund er í hverri viku á Klifi og geta félagar ýmist tekið í spil eða unnið handa- vinnu sína í góðum félagsskap. Boðið er upp á kaffi- veitingar á vægu verði en einnig er hægt að kaupa ýmislegt til handavinnunnar, svo sem úr gifsi og tré. Morgunblaðið/Elín Una Eldri borgarar hittast á ný Ólafsvík STJARNI, sem að líkindum er einn elsti hestur landsins, er orð- inn 35 vetra gamall. Hann er fæddur og uppalinn til 6 vetra aldurs í Kálfskinni á Árskógs- strönd, en síðastliðin 29 ár hefur hann hins vegar verið í eigu Ár- manns Rögnvaldssonar í Syðri- Haga á Árskógsströnd. Ármann segir að hesturinn sé enn notaður lítillega, í styttri ferðir með ferðamenn, en ferða- þjónusta er hluti af búskapnum í Syðri-Haga. Einkum er hann not- aður fyrir alls óvana, sem teymt er undir. Ekki er vogandi að sleppa ferðamönnum einum á honum því að hann er mjög vilj- ugur og vill gjarnan hlaupa þeg- ar komið er á bak honum. Í Syðri-Haga eru 11 hestar, sem aðallega eru notaðir fyrir ferðamenn og til að fara á í göngur. Stjarni í Syðri-Haga einn elsti hestur landsins er enn í fullu fjöri. Í fullu fjöri 35 vetra Ólafsfjörður Morgunblaðið/Helgi Jónsson MÁLÞING um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns með yfir- skriftinni Það læra börn … var haldið í Stykkishólmi nýverið á vegum Jafn- réttisstofu. Þingið er hið þriðja í röð fjögurra, sem ætlað er að fylgja eftir nýjum fæðingar- og foreldraorlofs- lögum, vekja athygli á þeim og um- ræðu um þau. Hin fyrri tvö voru hald- in á Akureyri og Reyðarfirði og hið síðasta verður í Reykjavík í nóvember nk. Þrjátíu konur og karlar víðs vegar af landinu sóttu málþingið í Stykkis- hólmi. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, setti þingið og fjallaði um tilkomu og til- gang laganna. Katrín B. Ríkarðsdótt- ir, sérfræðingur á Jafnréttisstofu, greindi frá umræðum og niðurstöðum frá fyrri þingunum og Þorgerður Ein- arsdóttir, lektor við HÍ, fjallaði um rannsókn sem hún gerði í tengslum við verkefni Reykjavíkurborgar um fæðingarorlof nokkurra karla. Fyrirlesarar í pallborðum voru Ró- bert Jörgensen, framkvæmdastjóri St. Franciskusspítala, Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir, móðir í fæð- ingarorlofi, Ólafur Þ. Stephensen rit- stjóri, Hrefna Ólafsdóttir og Nanna Sigurðardóttir félagsráðgjafar, Einar Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms, og Óskar Eyþórsson skipstjóri. Fjallað var um fæðingar- og for- eldraorlof, ábyrgð foreldra, vinnu- markaðar og stjórnvalda, og hag barnsins í nútímaþjóðfélagi. Þar kom fram sú mikla breyting sem orðið hef- ur á fjölskyldumunstri Íslendinga á síðari árum, en nú er hin dæmigerða kjarnafjölskylda, pabbi, mamma og börn komin í minnihluta meðal barna- fjölskyldna. Mikið var rætt um breytt hlutverk feðra og þar með mæðra og áhrif þess á uppeldi barna. Þá varð mikil umræða um fæðingardeildir í heimahéraði, mikilvægi þeirra og áhættuþætti og byggða-, stétta-, kynja- og einstaklingsbundinn mun á möguleikum til að nýta orlofið. Tekin voru til umræðu dæmi um mæður og feður sem lenda milli stóla við út- reikning á greiðslum úr fæðingaror- lofssjóði og bent á hvernig slík mis- munun bitnar á börnum þeirra. Umræður voru fjörugar og vakti ekki síst athygli hversu fjölbreytt sjónarmið komu fram, enda ekki á hverjum degi sem afar og ömmur, ungbörn, mæður þeirra og feður, forstjórar, skipstjórar, læknar, hjúkr- unarfræðingar og forsvarsmenn verkalýðsfélaga sitja að spjalli við ráðherra, sveitarstjórnarfólk og sér- fræðinga um málefni barna, mæðra og feðra. Málþing um jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns Það læra börn ... Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Mæður sem hafa eignast börn á þessu ári höfðu ástæðu til að mæta á ráðstefnuna og taka þátt í umræðum. Stykkishólmur Frá vinstri Kristján Jósteinsson frá Jafnréttisstofu, Róbert Jörgensen, framkvæmdastjóri sjúkrahússins í Stykkishólmi, Einar Karlsson, formað- ur Verkalýðsfélagsins í Stykkishólmi, og Óskar Eyþórsson skipstjóri. Hrei nsum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.