Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 13
eðlilegt horf og greinilegt að fólk sé farið að jafna sig. Verslunareigend- ur telji að ástæða þessa tímabundna samdráttar hafi einfaldlega verið áfallið sem fólk varð fyrir frekar en að um væri að ræða hræðslu við að vera á ferli. Líklegt er að fréttirnar af atburðunum hafi haft lamandi áhrif á fólk og þess vegna hafi það dregið að versla, að mati Emils. Matvörukaupmenn urðu hins veg- ar ekki varir við neina breytingu á verslunarmynstri fólks eftir 11. september. Ekki hefur verið gerð tilraun til að greina hversu mikið verslunin dróst saman í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Áfengissala ÁTVR dróst saman um 7,44% í september Ýmislegt bendir til að áhrif hryðjuverkanna hafi m.a. komið fram í minnkandi áfengisneyslu meðal landsmanna. Sala ÁTVR á áfengi dróst saman í síðasta mánuði en engar skýringar liggja fyrir á þeim samdrætti, að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR. Minnk- aði sala á áfengi í lítrum talið í sept- ember um 7,44% samanborið við sama mánuð í fyrra. ,,Tölur okkar fyrir september eru mjög furðulegar. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma þar sem sala fell- ur í mánuði samanborið við sama mánuð á árinu á undan, án þess að við höfum nokkrar tiltækar skýring- ar á því,“ segir Höskuldur. omfr@mbl.is FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 13 ÞÓTT enn séu tæpar þrjár vikur til vetrar er farið að bera á hálku á vegum og ástæða til að vara öku- menn við varhugaverðum aksturs- aðstæðum á morgnana. Í gær missti ökumaður jeppabifreiðar stjórn á bifreið sinni á Suðurlandsvegi við Rauðavatn með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Ökumaður slasað- ist ekki. Mun þetta vera fyrsta slysið sem rakið er til hálku á þessu hausti á höfuðborgarsvæðinu. Stutt er síð- an kona missti stjórn á jeppabifreið sinni í N-Þingeyjarsýslu í hálku og slapp hún með minniháttar meiðsl. Ljósmynd/Unnar Erlingsson Slapp ómeidd- ur úr fyrsta hálkuslysinu SMÁRALIND, ný verslunar- miðstöð í Kópavogi, verður opnuð á morgun kl. 10.10 en af því tilefni verður haldin fimm daga opnunarhátíð í verslunar- miðstöðinni. Dagskrá hátíðar- innar fer að mestu leyti fram á tveimur stöðum í Vetrargarði Smáralindar en auk þess verða margvíslegar uppákomur um alla verslunarmiðstöðina sam- kvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Smára- lind. Þá kemur fram í fréttatil- kynningu að nýr vefur Smára- lindar hafi verið tekinn í gagnið en slóðin er www.smaralind.is. Vefurinn er þjónustu- og upp- lýsingavefur fyrir viðskiptavini Smáralindar og á honum eru helstu upplýsingar um verslun- armiðstöðina og hvaða verslan- ir og þjónustu þar er að finna. Á vefnum er m.a. yfirlitskort af Smáralind þar sem fram kem- ur hvar verslanir og þjónustu- aðilar eru í byggingunni. Fimm daga opn- unarhátíð LÖGREGLUNNI í Borgarnesi barst tilkynning á laugardag um grunsamlegar mannaferðir á Holtavörðuheiði. Síðdegis sama dag stöðvaði lögreglan síðan rjúpnaveiðimann sem hafði skotið 55 rjúpur á Holta- vörðuheiðinni. Þar sem rjúpna- veiðitíminn byrjar ekki fyrr en 15. október lagði lögreglan hald á rjúpurnar og skotvopn mannsins. Að sögn lögreglunnar hefur nokkuð borið á því síðastliðin ár að veiðimenn þjófstarti og fari of snemma til rjúpnaveiða. Hef- ur lögreglan haft töluvert eft- irlit með heiðum og fjallvegum í sínu umdæmi vegna þessa. Auk hefbundinna aðferða hefur lög- reglan einnig notast við eftirlit úr flugvél með góðum árangri og verður sá háttur hafður á í haust. 55 rjúpur og skotvopn tekin af veiðimanni SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað sr. Sigurð Ægisson sóknarprest á Siglu- firði til fimm ára. Valnefnd vegna skipunar sóknar- prests á Siglufirði komst ekki að ein- róma niðurstöðu og var málið sent biskupi Íslands til úrskurðar. Hann lagði til að sr. Sigurður Ægisson yrði skipaður í embættið og var það gert sl. föstudag, en auk sr. Sigurðar sóttu guðfræðingarnir Þórður Guðmunds- son, Halldóra Ólafsdóttir og Stefán Már Gunnlaugsson um stöðuna. Sr. Sigurður skipaður prestur á Siglufirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.