Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Forsvarsmenn framsækinna fyrirtækja segja skoðun sína og greina frá reynslu sinni af gæðastjórnun með ISO 9000 Hvað er að græða á gæðastjórnun? Ráðstefna fyrir stjórnendur í fyrirtækjum föstudaginn 12. október nk. Guðrún Ragnarsdóttir formaður Stjórnvísi, félags um framsækna stjórnun.Fundarstjóri: iso@si.is Bergsteinn Einarsson Helgi Jóhannesson Sigurjón Pétursson Kjartan J. Kárason Davíð Lúðvíksson varaformaður Staðlaráðs Íslands og stjórnarformaður Vottunar hf. forstjóri Sets hf. framkvæmdastjóri Vottunar hf. forstjóri VKS hf. framkvæmdastjóri Norðurmjólkur ehf. Framsögumenn: í matvælaiðnaði í byggingariðnaði í upplýsingatækni Staður: Salurinn Stund: 8:45 - 11:30 Rafræn þátttökuskráning Tónlistarhúsi Kópavogs, Hamraborg 6 föstudaginn 12. október Sendið nafn og starfsheiti ásamt heiti fyrirtækis og kennitölu á netfangið fyrir 12. október nk. Þátttökugjald er 5.000 krónur. Innifalin ráðstefnugögn og veitingar í fundarhléi. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru veittar í síma 520-7150. Opinber fyrirlestur Þorvaldar Gylfasonar, prófessors, fyrir almenning miðvikudaginn 10. október kl. 16.15 Miðvikudaginn 10. október næstkomandi kl. 16.15 flytur Þorvaldur Gylfason, prófessor, opinberan fyrirlestur fyrir al- menning í Lögbergi, stofu 101. Heiti fyrirlestursins er: „Móð- ir Náttúra: Menntar hún börnin sín? Eflir hún vöxt og við- gang?“ Fyrirlesturinn er í tengslum við 60 ára afmæli deildarinnar sem er á þessu ári. Í fyrirlestrinum verður til dæmis spurt: Er það tilviljun, að þjóðir, sem eiga olíulindir, búa yfirleitt við minni hagvöxt en þær þjóðir, sem eiga engar olíulindir? Með fyrirlestrinum verða sýndar fjölmargar skýringamyndir. Að loknum fyrirlestrinum verða umræður og fyrirspurnir undir stjórn Ágústar Einarssonar, prófessors, forseta Við- skipta- og hagfræðideildar. Fyrirlesturinn er öllum opinn Viðskipta- og hagfræðideild 1941-2001 Kennsla í viðskiptafræði og hagfræði á Íslandi í 60 ár H AMILL segir ljóst að menn hafi gert tölu- vert af mistökum í stefnumótun vegna rafrænna viðskipta á liðnum árum og kannski þau helst að margir hafi ætlað sér að afla mikils fjölda nýrra viðskiptavina í gegnum Netið og græða mikið á stuttum tíma. Þetta hafi sjaldnast gengið eft- ir og menn hafi því verið að end- urmeta stöðuna og læra af fyrri mis- tökum. Hver er meginboðskapur þinn til þeirra sem vilja ná árangri í rafræn- um viðskiptum? „Meginboðskapur minn er ævin- lega sá sami, þ.e. að minna menn á þá staðreynd að viðskiptavinur hljóti að vera í öndvegi. Það gilda í reynd engin önnur lögmál um rafræn við- skipti en önnur viðskipti, ætli menn sér að ná árangri hljóta menn að verða að uppfylla þarfir viðskipta- vinanna. Ég tel að mikilvægasta verkefni stjórnenda fyrirtækjanna í sambandi við rafræn viðskipti sé að þróa, hanna og hrinda í framkvæmd viðskiptaáætlunum sem mæta þess- um þörfum. Þetta á bæði við um raf- ræn viðskipti á milli fyrirtækja og fyrirtækja og einstaklinga. Staðreyndin er sú að með tilkomu rafrænna viðskipta hafa bæði fyr- irtækin og neytendur farið að krefj- ast hraðari afhendingar, betri og ódýrari vöru og þjónustu sem er sniðin að þeirra þörfum. Svarið við þessu er að veita viðskiptalausnir sem byggjast á skiptingu viðskipta- vinanna í sérhópa og reyna síðan að koma til móts við hvern hóp fyrir sig, meðal annars í viðmóti á vefsíð- um. Menn mega þó ekki heldur gleyma þeim sannindum að verð- mætir viðskiptavinir, sem einatt eru ekki hlutfallslega margir, skila oft mestu af hagnaði hvers fyrirtækis, það er oft talað um 20/80-regluna í þessu sambandi, þ.e. að 20% af við- skiptavinunum skili 80% af tekjun- um. Hvað með þá áherslu sem margir hafa lagt á að afla nýrra viðskipta- vina með rafrænum viðskiptum? Í hefðbundnum markaðsfræðum læra menn það að það sé miklu kostnaðarsamara að afla nýrra við- skiptavina en að halda í núverandi viðskiptavini. Þetta gildir einnig í rafrænum viðskiptum. Tryggir við- skiptavinir skila fyrirtækjunum meira en nýir þegar til lengdar læt- ur. Nota má rafræn viðskipti með markvissum hætti til þess að halda betur í núverandi viðskiptavini og treysta sambandið við verðmætustu viðskiptavinina. Og með rafrænum viðskiptum skapast einnig tækifæri til þess að draga úr viðskiptakostn- aði við þá viðskiptavini sem minnstu skila. Um rafræn viðskipti má segja að grundvallarþættirnir séu í reynd frekar einfaldir en að hrinda þeim í framkvæmd í raunveruleikanum er hins vegar flóknara mál. Að mínu mati eru fyrirtæki bæði í Bretlandi og hér á Íslandi komin nokkuð áleiðis í að tileinka sér raf- ræn viðskipti en það mun þó vænt- anlega taka þau tvö til þrjú ár til við- bótar að ná góðum tökum á rafrænum viðskiptum. En vil ég taka fram að menn verða aldrei út- lærðir á þessu sviði. Hvað með Bandaríkjamenn, eru þeir komnir lengra áleiðis en Evr- ópubúar? Ég er ekki viss um það. Flestar rannsóknir sýna að evrópsk fyrir- tæki séu eftirbátar þeirra banda- rísku í rafrænum viðskiptum. Það flækir hins vegar málið að það er alltaf verið að bera saman stór bandarísk fyrirtæki við fremur lítil evrópsk. Ég held að ef menn horfa til meðalstórra bandarískra fyrir- tækja þá standi þau í reynd ekki framar en þau evrópsku. Hvað tækifæri felast í rafrænum viðskiptum fyrir smærri hagkerfi á borð við Ísland? Hvað framtíðina snertir sé ég bæði tækifæri og ógnanir fyrir lönd á borð við Ísland eða Skotland. Tækifærin felast í því að ef menn stunda rafræn viðskipti með mark- vissum hætti getur það opnað smærri fyrirtækjum betri aðgang að alþjóðlegum mörkuðum. Ógnunin liggur aftur á móti í því að verða eft- irbátur annarra á þessu sviði. Eins er rétt að benda á það sem hefur verið að gerast hjá þeim þjóðum sem eru að nálgast vestrænu ríkin, eins og í Asíu og Austur-Evrópu: þau líta á Netið sem tæki til þess að ná með hraðari hætti sömu lífsgæð- um og vestrænu þjóðirnar. Þessi hagkerfi búa við lægri framleiðslu- kostnað en vestrænu ríkin og þegar þau fara að nota sér Netið til þess að komast inn á alþjóðlega markaði í ríkari mæli geta þau vissulega orðið ógn við fyrirtæki eins og hér á Ís- landi. Í fyrra var mér til dæmis boðið til Litháens og tók ég þar meðal annars þátt í að móta stefnu stjórnar Lithá- ens í rafrænum viðskiptum fyrir landið. Stjórnvöld þar ætla að styðja mjög rækilega við fyrirtæki svo að þau geti tileinkað sér rafræn við- skipti enda telja þau að það muni styrkja mjög stöðu landsins á al- þjóðlegum mörkuðum. Það má því fastlega gera ráð fyrir harðari sam- keppni frá löndum á borð við Lithá- en. Það getur verið hættulegt að dragast aftur úr og það gildir bæði fyrir fyrirtækin og þjóðirnar.“ Hættulegt að dragast aftur úr Dr. Jim Hamill er forstjóri alþjóðaráðgjafarfyrir- tækisins Catalyse International og sérfræðingur í stefnumótun í netviðskiptum. Hamill hefur verið lektor í alþjóðaviðskiptum við Strathclyde-háskól- ann í Glasgow auk þess sem hann hefur haldið fyr- irlestra víða um heim. Arnór Gísli Ólafsson hlust- aði á fyrirlestur Hamills og hitti hann að máli á markaðsviku ÍMARK. arnorg@mbl.is Hraðari afhendingar krafist með tilkomu rafrænna viðskipta Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Jim Hamill: „Meginboðskapur minn er ævinlega sá sami, þ.e. að minna menn á þá staðreynd að viðskiptavinur hljóti alltaf að vera í öndvegi.“ Á ÞESSU ári eru 15 ár frá því að Gæðastjórnunarfélag Íslands var stofnað og við þessi tímamót hefur verið tekin sú ákvörðun að festa í sessi þróun félagsins á undanförnum árum með því að skipta um nafn. Í fréttatilkynningu kemur fram að þetta mikilvæga skref sé í samræmi við það sem önnur fagfélög á Norð- urlöndunum og í Norður-Evrópu hafa verið að gera. „Stjórnvísi er félag sem miðlar þekkingu um stjórnun og árangurs- ríkar aðferðir. Frá því að félagið var stofnað hafa aðferðir og hugmynda- fræði gæðastjórnunar náð að festa sig í sessi á meðal íslenskra félaga og stofnana. Það er ekki alltaf sem hug- takið gæðastjórnun er notað sem hattur á þá starfsemi en grunnhugs- unin er til staðar. Þetta er mjög já- kvæð þróun en á sama tíma hefur at- hygli manna beinst í aðrar áttir eins og til starfsþróunarmála, umhverfis- og öryggismála og loks til ýmissa nýrra aðferða sem hafa verið að líta dagsins ljós á undanförnum árum. Sama þróun hefur átt sér stað í um- ræðu innan félagsins og síðan 1997 hefur hlutverk félagsins náð til allra þátta stjórnunar. Félagsmenn eru 700 en þeir eru almennt fulltrúar fyrirtækja eða stofnana sinna ,“ seg- ir í tilkynningunni. Gæðastjórn- unarfélagið verður Stjórnvísi HLUTABRÉF Landssíma Íslands voru skráð á Tilboðsmarkað Verð- bréfaþings í gær og voru fern við- skipti með bréf félagsins fyrir 1.700 þúsund krónur á genginu 6,1. Út- gefnir hlutir í Landssíma Íslands eru alls 7.036.445.469 krónur að nafn- virði. Auðkenni Landssímans í við- skiptakerfi Verbréfaþings verður SIMI. ISIN-númer hlutabréfanna er IS0000005452. Félagið verður tekið inn í vísitölu upplýsingatækni 11. október næstkomandi. Hlutabréf Símans á Tilboðsmarkað ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.