Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 37 ENDURSKOÐUNARNEFND um stjórn fiskveiða klofnaði í afstöðu sinni sem kunnugt er. Munu þessi mál nú koma til kasta Alþingis. Einn- ig er ljóst, að á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins í næsta mánuði munu sjávarútvegsmál verða mjög til um- ræðu og afgreiðslu ályktunarinnar því beðið með eftirvæntingu um land allt. Í þessari grein mun ég skýra af- stöðu mína til þessa málaflokks, þar sem mér virðist í dag hagsmuna- gæsla sérhagsmuna vera ráðandi. Það er skoðun mín að umræðan í heild sé komin á núllpúnkt. Ég tel að þeir sem halda að lausnin sé eitt afla- markskerfi með helst sem minnstu auðlindagjaldi, fari villir vega og séu ekki í sambandi við fólkið í landinu. Ég er eindregið fylgjandi því sem Auðlindanefnd kallar fyrningarleið. Sú leið gerir ráð fyrir að úthlutun aflamarks til einstakra skipa verði hætt á löngum aðlögunartíma, að mínu áliti 30-50 ár, og þessar veiði- heimildir seldar á uppboðsmarkaði. Einnig vil ég að tekið verði upp sann- gjarnt auðlindagjald á þessu aðlög- unartímabili. Ég sé fyrir mér að á aðlögunartím- anum verði 3 kerfi í gangi eða: 1. Kerfi smábáta byggt á þeim grunni er lagður var árið 1996. 2. Núverandi aflamarkskerfi. 3. Uppboð aflaheimilda samkvæmt fyrningarleið Auðlindanefndar. Fyrningarleiðin felur það í sér, að á aðlögunartímanum er hluti afla- marks aflamarksskipa og smábáta boðinn upp og að þessum tíma liðnum er aðeins eitt kerfi, eða uppboðskerfi. Ég vil að umræðan um sjávarút- veginn stýrist af hagkvæmustu leið- um til að nýta sjávarauðlindirnar. Í þeirri umræðu hef ég verið einlægur stuðningsmaður smábátaútgerðar, en viðurkenni um leið nauðsyn öflugs flota stærri skipa. Í mínum huga eru eftirtaldir kost- ir:  Kerfi fyrningarleiðar og uppboðs á aflaheimildum.  Óbreytt kerfi með litlu auðlinda- gjaldi. Smábátum er þröngvað inn í þetta kerfi og nýliðun í greininni nánast útilokuð. Eitt af aðalvandamálum þessarar atvinnugreinar tel ég vera fiskveiði- ráðgjöfina, sem mér virðist ærið óstöðug frá ári til árs. Höfum í huga, að kvótakerfið var sett á meðal ann- ars til að tryggja með vísindalegum hætti uppbyggingu og betri afrakst- ur fiskistofnanna, en það hefur alger- lega brugðist. Ég var einlægur stuðn- ingsmaður kvótakerfisins þegar því var komið á og var svo saklaus að trúa þessum svokölluðu „vísindum“ sem áttu að vera einn af hornsteinum kvótakerfisins. En annað hefur komið í ljós eins og alkunna er. „vísindin“ eru greinilega byggð á mjög veikum grunni, sem margir vísindamenn hafa borið brigður á að stand- ist fyllilega. Áhrif þessara „vísinda“, sem margir hafa talið algild til ákvörðunar veiðiheim- ilda, á efnahagslíf þessar- ar þjóðar eru mikil og hafa orsakað miklar sveiflur á velferð þjóðar- búsins og þegna þess. Álit meirihluta endurskoðunar- nefndar er ekki til þess fallið að skapa sátt innan sjávarútvegsins og meðal þjóðarinnar. Það er erfitt að finna kerfi sem hefur þá kosti, en fyrningarleiðin, sem er leiðin til frjáls markaðsbúskapar í sjávarútvegi, gæti að mínu mati komist næst því að skapa þokkalega sátt og samstöðu um málið. Einnig tel ég að þurfi að efla fiski- rannsóknir og auka víðsýni í þeim, þar með talið að fá fleiri sjónarmið að þeirri vinnu heldur en gert er í dag. Mörgum finnst nokkur ein- stefna í skoðanamyndun vera ríkjandi í skoðunum Hafrannsókna- stofnunar. Sátt verður að nást til þess að það sé ekki eilífur ófriður milli útgerðar- manna, útgerðarforma og meðal þjóðarinnar. Til þess verður sverð að slíðra og axir að grafa. Aðilar mis- munandi sjónarmiða verða að tala saman og finna lausnir, ekki bara inn- byrðis heldur við þjóðina, sem er eig- andi auðlindarinnar. Það er beinlínis óhjákvæmilegt fyrir framtíðarheill íslenzku þjóðarinnar, að viðunandi sátt náist um sjávarútvegsmál. Sú sátt tel ég að muni ekki geta byggst á því áliti hins nauma meirihluta end- urskoðunarnefndar um stjórn fisk- veiða, sem fyrir liggur. Þjóðin vill aðrar breytingar og hún mun gera þær fyrr eða síðar. Það er verkefni okkar í dag, að skapa farveg til fram- tíðar. Það þarf að nást sátt um sjávar- útvegsmálin Gunnar I. Birgisson Sjávarútvegur Umræðan í heild, segir Gunnar I. Birgisson, er komin á núllpunkt. Höfundur er alþingismaður. Rautt Panax Gingseng FRÁ 5 2 0 m g G e ri a ð ri r b e tu r H á g æ ð a fra m le ið sla Rótsterkt - Úrvals rætur með gmp gæðaöryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.