Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nokkur frábær fyrirtæki 1. Raftækjaversl. Suðurveri er til sölu vegna veikinda eiganda. Verslunin hefur verið starfrækt í húsinu frá því að það var byggt. Vaxandi velta enda staðsetningin frábær og verður alltaf betri og betri. Sérhæfir sig í skermum og fylgihlutum. Besti tími ársins framundan. Laus strax. Einnig hentugur staður fyrir aðra starf- semi. Mikil bílaumferð er framhjá allan sólarhringinn. Frábært fyrir hjón. 2. Sælgætis- og skyndibitastaður á frábærum stað. Skyndibitasalan er helmingur af sölunni. Mjög góð framlegð og mikil velta. Glæsi- legur tækjakostur og innréttingar, það besta sem gerist. Skipti á fasteign möguleg. Tvær bílalúgur og upphitað plan. Er einnig með góða myndbandaleigu, mjög tæknivædda. Eigið húsnæði sem gæti einnig verið með til sölu. Ótrúlega hagstætt verð. 3. Bakarí sem rekið hefur verið með hagnaði undanfarin ár og í stöðugum vexti. Hefur tvo sölustaði og marga fasta stóra við- skiptavini. Er á stór-Reykjavíkursvæðinu. 4. Falleg blómabúð sem selur einnig gjafavörur. Mikil viðskipti við skreytingar, t.d. brúðkaup. Hægt að yfirtaka lán fyrir öllu kaupverðinu á fasteignatryggingar. 5. Umboð fyrir einum stærsta pöntunarlista heims. Vel þekktur hér á landi og hægt að hafa í heimahúsi, hentar vel fyrir heima- vinnandi fólk eða með öðru. Sýnishorn á staðnum. 6. Nýlega endurnýjuð hársnyrtistofa til sölu í gömlu rótgrónu hverfi. Mikil viðskipti. 5 stólar. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         MISLÆG gatnamót Breiðholts- brautar, Nýbýlavegar og Reykja- nesbrautar voru formlega tekin í notkun í gær. Með tilkomu gatna- mótanna er umferð um Reykjanes- braut orðin hindrunarlaus þar sem Breiðholtsbraut og Nýbýlavegur tengjast nú á brú yfir Reykjanes- braut. Mikil umferð fer um þessi gatna- mót og áður mynduðust oft miklar umferðarteppur sem nýju gatna- mótin eiga að koma í veg fyrir. Áætlað er að um 50 þúsund bílar fari um gatnamótin á hverjum sól- arhring og að þeim komi til með að fjölga í 100 þúsund fyrir árið 2030 þar sem umferðin eykst ört með vaxandi byggð í Kópavogi, Hafn- arfirði og Garðabæ. Til stendur að leggja stíga og gera undirgöng fyrir gangandi vegfarendur um svæðið á næstunni til að tengja stígakerfi nærliggj- andi sveitarfélaga. Gerð gatnamótanna er sam- starfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogs- bæjar og á öllum framkvæmdum að verða að fullu lokið 1. júlí 2002. Mislægu gatnamótin við Breiðholtsbraut tekin í notkun Vaxandi umferð næstu árin Morgunblaðið/Þorkell Áætlað er að um 50 þúsund bílar muni fara um gatnamótin á hverjum sólarhring fyrst í stað. Morgunblaðið/Þorkell Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra voru kampakát þegar þau klipptu á borðann og opnuðu þar með formlega mislæg gatnamót Breiðholtsbrautar, Nýbýlavegar og Reykjanesbrautar. Reykjanesbraut VIÐ gerð svæðisskipulags á höf- uðborgarsvæðinu var gerð ítarleg spá um íbúaþróun á höfuðborg- arsvæðinu fram til ársins 2032 og íbúaþróunin sl. áratugi skoðuð. Það sem hefur mest áhrif á fólks- fjöldaþróunina er fæðingartíðni, flutningur fólks til og frá lands- byggðinni og flutningur fólks til og frá landinu. Forsendur fólksfjölgunar Ef skoðaðar eru tölur um fæð- ingartíðni á Íslandi frá árinu 1855, mælt í fæddum stúlkubörnum á hverja konu, kemur í ljós að fæð- ingum fækkar hratt eftir 1960. Það á væntanlega sínar skýringar í breyttum þjóðfélagsháttum og mikilli aukningu kvenna úti á vinnumarkaði. Nú er svo komið að fæðingar eru að meðaltali ríflega eitt stúlku- barn á hverja konu sem er svipað og í öðrum vestrænum löndum og er ekki búist við að mikil breyting verði þar á næstu árin. Fólksfjöldi á höfuðborgarsvæð- inu sem hlutfall af heildarfjölda landsmanna hefur aukist mikið. Fólki á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað úr því að vera um 22% landsmanna árið 1920 í um 60% árið 1998. Fólksaukningin var nokkuð jöfn á síðustu öld en þó komu fyrir tvö áberandi tímabil þar sem fólksfjöldaþróunin og að- streymið til höfuðborgarsvæðisins breytist. Fyrra tímabilið var í síð- ari heimsstyrjöldinni þegar fólk flutti mikið til höfuðborgarinnar í atvinnuleit. Síðara tímabilið var á áttunda áratug eftir útfærslu fisk- veiðilandhelginnar og stækkunar fiskveiðiflotans, einkum utan höfuðborgarsvæðisins en þá hægði á fólksfjölgun á höfuðborgarsvæð- inu. Ef sama þróun yrði áfram væru allir landsmenn samankomnir á höfuðborgarsvæðinu eftir um 70 ár. Slík þróun er sem betur fer ekki líkleg og hefur í þessari áætl- un verið gert ráð fyrir að nokkuð dragi úr búferlaflutningum af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins og að um 70% lands- manna búi á höfuðborgarsvæðinu í lok skipulagstímans árið 2024. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgar því samkvæmt þessari spá úr 168.000 árið 1998 (voru 175.000 árið 2000) í um 228.000 árið 2024 eða um 60.000 manns. Náttúrleg fjölgun núverandi íbúa svæðisins er talin verða um 30.000 á þessum tíma þannig að um helmingur aukningarinnar verður aðflutt fólk af landsbyggðinni eða frá útlönd- um. Á meðfylgjandi línuriti má sjá aldurssamsetningu íbúa á höfuð- borgarsvæðinu. Ef aldurssamsetning íbúanna er skoðuð sést á línuritinu hvernig mismunandi aldurshópum fjölgar. Á línuritinu er íbúunum skipt í 20 ára hópa, þeir yngstu 0-19 ára, síð- an 20-39, 40-59 og þeir elstu allir þeir sem eru 60 ára og eldri. Með- alfjölgun allra aldurshópa er 34% á tímabilinu en mjög misjafnt er hvernig einstökum aldurshópum fjölgar. Yngsti hópurinn stækkar um 12% meðan sá elsti stækkar um 105% sem táknar að fullorðnu fólki fjölgar mikið umfram aðra aldurs- hópa. Allt sem viðkemur ungu fólki fjölgar því ekki í samræmi við fólksfjölgun allt frá barnadeild- um spítala til framhaldsskóla. Hins vegar fjölgar mjög ýmsum afþrey- ingar- og þjónustustofnunum fyrir aldraða á tímabilinu eins og þegar eru farin að sjást merki um varð- andi hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða. Kynning á svæðisskipulags- tillögu fyrir almenning Almenningi er boðið til kynn- ingar á svæðisskipulagstillögu fyr- ir höfuðborgarsvæðið í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli kl. 16 og 21. Skipulagstillagan verður kynnt í máli og myndum í Tjarnarsal Ráðhússins og munu skipulagssér- fræðingar sitja fyrir svörum milli kl. 16:30 og 17:30. Þá munu for- svarsmenn skipulagsmála sveitar- félaganna á höfuðborgarsvæðinu svara spurningum almennings milli kl. 18 og 19. Sigurður Einarsson, formaður samvinnunefndar um svæðisskipu- lag höfuðborgarsvæðisins, segir skipulagið koma til með að hafa mikla þýðingu fyrir svæðið. „Þeg- ar hefur vinna við skipulagið orðið til þess að efla samstarf milli sveit- arfélaganna á svæðinu,“ segir Sig- urður. „Með skipulagsvinnunni hefur vilji til samstarfs aukist á mörgum sviðum. Ég er sannfærð- ur um að skipulagið muni efla þetta samstarf enn frekar í fram- tíðinni. Með því munu fást betri upplýsingar um heildarþróunina á svæðinu og sveitarfélögin verða betur í stakk búin að takast á við ýmis vandamál sem upp koma.“ Ýmsar forsendur fyrir fólksfjölg- unarspám í Reykjavík og nágrenni Fjölgun um 60.000 manns næstu tvo áratugi Höfuðborgarsvæðið                              Í VETUR mun Reykjavíkur- borg, í samstarfi við Borg- arfræðasetur Háskóla Ís- lands, standa að morgun- verðarfundaröð um málefni borgarinnar. Fundaröðin nefnist „Reykjavík í bítið“ og verður fyrsti fundurinn á morgun, miðvikudag. Hefst hann kl. 8:30 á Grand hóteli og verður að þessu sinni fjallað um framtíð Vatnsmýr- arinnar og þá uppbyggingu sem þar er framundan. Páll Skúlason, rektor Háskólans, mun fjalla um þróun háskóla- svæðisins og þá verður fyr- irhugað þekkingarþorp einnig til umræðu. Fundurinn er öllum opinn, en þátttakendur skulu skrá sig á netfangið asakolka- @rhus.rvk.is. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og er morgunverður innifalinn. Fundir um mál- efni borg- arinnar Vatnsmýrin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.