Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. VIÐ hjónin viljum færa skipuleggjendum helgar- ferðar til Búdapest okkar bestu þakkir. Við áttum þess kost ásamt 470 öðr- um Íslendingum að fara í helgarferð til Búdapest síðustu helgina í septem- ber. Ferð þessi var skipulögð af Oddfellow- stúkunni Ara fróða. Ferðin var einstaklega vel heppnuð í alla staði. Íslendingarnir komu með góða veðrið en rigning og leiðinlegt veður hafði verið allan september- mánuð. Ferðanefnd Ara fróða, sem hafði lagt mikla vinnu í undirbún- ing ferðarinnar, uppskar ríkulegan árangur í ánægju ferðafólksins því að allt gekk upp. Margir sem hafa farið slíkar helgarferðir og fljúga heim að kvöldlagi þekkja þau óþægindi sem fylgja því að þurfa að skrá sig út af hótelinu og bíða svo til kvölds. Ferðanefnd Ara fróða gerði þennan biðdag einkar ánægjuleg- an með því að fara með allan hópinn strax að morgni í útsýnisferð um Dónárdal og ljúka svo ferðinni úti á flugvelli um kvöldið. Flugfélagið Atl- anta skilaði fólkinu á réttum tíma báðar leiðir. Sá sem átti ekki síst þátt í að gera þessa helg- arferð svo ánægjulega var hinn geðþekki Ung- verji Ferenc Utassy sem rekur ferðaskrifstofuna Islandia í Búdapest, en hann annaðist móttöku hópsins og skipulagði út- sýnisferðir. Ferenc er mörgum Íslendingum að góðu kunnur en hann var búsettur á Íslandi í nokk- ur ár og talar lýtalitla ís- lensku sem hann beitir í frásögnum sínum á mjög skemmtilegan hátt. Allt skipulag hans á ferðum þessa 470 manna hóps tókst afar vel. Þau okkar sem voru svo heppin að fá að njóta leiðsagnar Fer- enc í útsýnisferðunum lærðu á skemmtilegan hátt um sögu Ungverja- lands setta í samhengi við hliðstæða atburði í sögu Íslands, en þeirri sögu virðist Ferenc vel kunnugur. Ýmislegt er hliðstætt í sögu Ung- verjalands og Íslands. Ungverjar eiga sinn Ara fróða sem skráði upphaf sögu Ungverja og saga þeirra eins og okkar skiptist í tvö löng tímabil; tímabil sjálfstæðis og tímabil erlends valds. 1000 ára saga Ungverja er 500 ára frjálsræði í fyrri hluta og 500 ára undirokun í seinni hlut- anum sem þeir eru nú loks að sigla út úr. Báðar þjóðir eru stoltar en hafa dálitla minnimáttar- kennd gagnvart öðrum þjóðum. Ferenc tókst einnig mjög vel að draga fram spaugilegar hliðar bæði á Ungverjum og Ís- lendingum án þess að nokkrum sárnaði. Ferenc segist hafa tekið á móti 200 Íslendingum á síð- asta ári og þeir verði um 2.000 á þessu ári. Við hjónin höfum trú á því að með svo góðan fulltrúa Íslands í Búdapest eigi ferðum Íslendinga á þessar slóðir eftir að stórfjölga á næstu árum. Við hjónin mælum með ferð til Búdapest og ekki síst með Ferenc sem móttökustjóra. Elín & Þráinn, Brautarlandi 10, Rvík. Tapað/fundið Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust í Vallakirkjugarði í Svarf- aðardal. Upplýsingar í síma 466-1529. Leðurjakki tekinn í misgripum SVARTUR karlmanns- leðurjakki var tekinn í misgripum við komu flugs FI 307 frá Stokk- hólmi síðasta sunnudag 30. sept. Samskonar jakki bíður rétts eiganda. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 899 0358. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Þakkir fyrir Búdapestferð Ferenc rekur sögu Búdapest í Ara fróða-ferð. Víkverji skrifar... HAUSTIÐ virðist greinilega verakomið. Í fyrsta sinn í gærmorg- un þurftu Víkverji og kona hans að grípa til sköfunnar til að hreinsa hél- una af bílrúðunum. Það er oft fyrsta merki um að farið sé að hausta, en þó má alveg búast við veðurblíðu allt til áramóta eða lengur. Samt er allur varinn góður. Ísing á vegum er ekk- ert gamanmál og nauðsynlegt að vera undir hana búin. Víkverji hefur alltaf gætt þess að hafa bifreið sína búna undir akstur í hálku og það hef- ur hann gert með því að setja nagla- dekkin undir þegar þess verður þörf. Annað finnst honum óverjandi enda þarf hann oft að keyra út á land, einkum Reykjanesbrautina og oft með ungviði í bílnum. Það er að mati Víkverja mikið ábyrgðarleysi í slík- um ferðum að hafa ekki allan örygg- isbúnað í lagi, þar með talin nagla- dekkin. Þess vegna á Víkverji afar erfitt með að skilja þær hugmyndir sem fram hafa komið í Reykjavík að út- rýma nagladekkjum til að malbik endist betur. Það slit sem verður af nagladekkjunum er einfaldlega það gjald sem það kostar að auka öryggi í umferðinni og það eigum við að greiða með glöðu geði í sköttum okk- ar til borgarinnar. Sérstakur skattur á notkun nagladekkja er að Víkverja mati út í hött og algjörlega ábyrgð- arlaus hugmynd, sem leiðir ekkert af sér annað en meiri hættu í umferð- inni, eins og hún sé nú ekki næg fyr- ir. x x x AUGLÝSINGAR eru snar þátturí daglegu lífi okkar og geta skip miklu máli. Víkverji veit um dæmi, sem er af öðrum toga en gengur og gerist. Kunngingjakona Víkverja fékk á dögunum senda rukkun frá innheimtufyrirtæki fyrir auglýsingu sem birzt hafði í blaði í Reykjavík með tilheyrandi innheimtukostnaði. Samkvæmt bréfinu hafði hún aug- lýst bíl til sölu. Nú vildi svo til að kunningjakonan hafði alls ekki aug- lýst bíl til sölu og kannaðist ekkert við það að hafa beðið um auglýsingu í blaðinu. Hún kannaði málið og þá kom í ljós að annar aðili hafði sent inn auglýsinguna en gefið upp nafn hennar og kennitölu sem greiðanda, en gefið sitt eigið símanúmer til að hægt væri að hringja í hann út af bílnum. Eftir því sem Víkverji kemst næst verður leyst úr málinu og rétt- ur aðili fær reikninginn en það er einkennilegt ef hver sem er getur komið auglýsingu í dagblöð og látið senda reikninginn annað. Þá eru vinnubrögðin ekki í lagi. x x x MÁL hins unga fransk-íslenzkadrengs og barátta hans fyrir því að búa hjá því foreldri sínu, sem hann einlæglega kýs sjálfur, hefur verið áberandi að undanförnu. Dóm- stólar hafa ákveðið að hunza þennan vilja drengsins og því spyr Víkverji hvort lög um réttindi barna séu al- veg ónýt. Því miður er þetta ekki eina dæmið um sögu af þessu tagi, en það hefur vakið meiri athygli en önn- ur, þar sem um eins konar milliríkja- deilu er að ræða. Dæmin um að vilji barna sé algjörlega hunzaður í þess- um efnum eru miklu fleiri en fara lægra vegna þess að þar deilir fólk innan lands. Víkverji efast reyndar um að rétt sé að reka mál af þessu tagi í fjölmiðlum, en oft brýtur nauð- syn lög. Skipin Reykjavíkurhöfn: Helgafell kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Eversmeer og Brúar- foss komu í gær. Vædd- eren fór í gær. Trinket kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17– 18. Mannamót. Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa og leirkera- smíði, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 10.15 banki, kl. 11 dans, kl. 13 bað, vinnustofa og postulín, skráning í ensku stendur yfir, fleiri komast að í bókbandi á föstudögum kl. 13. Árskógar 4. Kl. 9–12 bókband og öskjugerð, kl. 13–16.30 opin smíða- stofa, kl. 10–16 pútt- völlur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14 dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 10– 11 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 13 fönd- ur og handavinna, kl 14.45 söngstund í borð- sal. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Nýtt nám- skeið. Trésmíði. Gert við gamla hluti og smíð- aðirnýir á mið- vikudögum, kl 15.30. Innritun í síma 565-6622 eftir hádegi Þriðjudagur kl. 9 vinnuhópur 1 í gleri, kl. 13 málun, kl. 13.30 tréskurður og spilað í Kirkjuhvoli, brids, vist, lomber og tafl. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Saumar og bridge kl. 13:30. Pútt á vellinum við Hrafnistu kl. 14. Sækja þarf miðana á Töfra- flautuna í dag. Skráning stendur yfir á námskeið í glerskurði. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Þriðjudagur: Þorvaldur Lúðvíksson lögfræðingur til viðtals frá kl. 10–12, panta þarf tíma. Skák kl. 13 og al- kort kl. 13.30. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Söng- félag FEB, kóræfing kl. 17. Línudanskennsla kl. 19.15. Bridsnámskeið kl. 19.30. Söngvaka kl. 20.45, stjónandi Anna Danielssen, umsjón Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir. Skrifstofa félags- ins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði. Uppl. á skrifstofu FEB kl. 10–16 s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15– 13.45 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Garðabær. Opið hús í Kirkjuhvoli í dag kl 13– 16. Spilað og spjallað. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10 kynning á samstarfi við Miðberg, m.a. boðið upp á borð- tennis, innipúttvöll, snóker, stofnun tölvu- klúbbs, aðgangur að tölvuveri o.fl. Heitt á könnunni. Allir velkomn- ir. Myndlistarsýning Valgarðs Jörgensen, stendur yfir. Frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13 boccia. Á morgun kl. 14 kynning á Hjúkr- unarheimilinu Sóltúni. Fyrirspurnum svarað. Umsjón Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarfor- stjóri, vöfflukaffi í veit- ingabúð að kynningu lokinni. Upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofa opin kl. 10–17, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi, kl. 9.30 glerlist, kl. 14 þriðjudagsganga, gengiðr frá Gjábakka kl. kl. 14 boccia, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leik- fimi. Fjölskyldudagur verður í Gjábakka laug- ardaginn 13. okt. kl. 14. kórsöngur, einsöngur, danssýning, óvæntar uppákomur vöfflukaffi. Eftirlaunafólk er hvatt til að mæta og bjóða niðjum sínum með. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga kl. 9.05, Handavinnustofan opin kl. 13–16. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 bænastund. kl. 17–19. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9– 12.30 glerskuður og tré- málun, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13 myndlist. Í kvöld kl. 20 verða fé- lagsmiðstöðin í Árseli, Hraunbær 105 og Ár- bæjarkirkja með sam- eiginlegt bingókvöld. Háteigskirkja, eldri borgar, á morgun, miðvikudag, fyrir- bænastund kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13– 15. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi. kl. 13 spila- mennska Haustfagnaður fimmtudaginn 11. okt. Húsið opnað kl. 17.30, veislustjóri séra Hjálm- ar Jónsson. Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir við flygilinn, kvöldverður. Haustkabarett, berja- terta með kaffi í eft- irrétt. Anna Sigríður Helgadóttir söngkona syngur gömul íslensk dægurlög og fleira. Pí- anóleikari Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Skemmtiatriði Ómar Ragnarsson, píanóleik- ari Heiðar Ingólfsson. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði, hljóm- sveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Upp- lýsingar og skráning í síma 562 7077. Þjónustu- miðstöðin lokuð frá kl. 13 þann dag vegna undir- búnings haustfagnaðar. Vitatorg. Kl. 9 smíði, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 hand- mennt og körfugerð. kl. 14 félagsvist. Haustfagn- aður verður 18. október kl. 19. Skráning og upp- lýsingar í síma 561-0300. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Safnaðarfélag Áskirkju í tilefni 25 ára afmælis safnaðarfélag Áskirkju verður afmælisfundur miðvikudaginn 10. okt. í safnaðarheimili Áskirkju kl. 20. Þorvaldur Hall- dórsson skemmtir, happdrætti og kaffiveit- ingar. Hallgrímskirkja eldri borgarar leikfimi þriðju- daga og föstudaga kl. 13. Kvenfélag Langholts- sóknar. Haustferð verð- ur farin miðvikudaginn 10. október. Lagt af stað frá safnaðarheimilinu klukkan 18. Þátttaka til- kynnist á skrifstofu kirkjuvarðar. Úrvalsfólk. Haustfagn- aður verður á Hótel Sögu, Súlnasal, föstu- daginn 19. okt. kl. 19. Aðgöngumiðar seldir hjá Rebekku og Valdísi 585- 4000. Kátir dagar, kátt fólk, haustfagnaður verður föstudaginn 12. október á Hótel Sögu, miðar seldir á skrifstofu Sam- vinnuferða, Sætúni 1. Sinawik í Reykjavík. Fundur í kvöld kl. 20 á Hótel Sögu, Súlnasal, Fyrirlesari Úlla Magn- ússon frá SOS barna- þorpi. Kvenfélagið Fjallkon- urnar. Fyrsti fundur vetrarins í Safn- aðarheimili Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20. Kynning á föndri. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Ásgarði, Glæsibæ. ITC Irpa, aukafundur í kvöld kl. 20 í Hverafold 5. Ræðunámskeið 2. hluti. Uppl. í s. 699-5023. Í dag er þriðjudagur 9. október, 282. dagur ársins 2001. Díónysíus- messa. Orð dagsins: Sá sem breiðir yfir bresti eflir kærleika, en sá sem ýfir upp sök, veldur vinaskilnaði. (Orðskv. 16, 17.) LÁRÉTT: 1 flakkari, 8 hárflóki, 9 rýja, 10 skaut, 11 þrátta, 13 sár, 15 karldýrs, 18 dreng, 21 hreysi, 22 lykt- ir, 13 hófdýr, 24 tauga- titringur. LÓÐRÉTT: 2 lætur höggin dynja á, 3 dorga, 4 planta, 5 fiskum, 6 rekald, 7 at, 12 smáveg- is ýtni, 14 blóm, 15 slydduveður, 16 rotni, 17 lásar, 18 gafl, 19 hlupu, 20 umgerð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fætur, 4 fegin, 7 ólíft, 8 ódæði, 9 tóm, 11 afla, 13 haka, 14 græða, 15 görn, 17 flóa, 20 eir, 22 öskur, 23 orðan, 24 garða, 25 sonur. Lóðrétt: 1 fjóla, 2 trítl, 3 rótt, 4 fróm, 5 glæta, 6 neita, 10 ólæti, 12 agn, 13 haf, 15 glögg, 16 rakur, 18 lúðan, 19 agnar, 20 erta, 21 roks. K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.