Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Aðstoðarmaður á myndgreiningardeild Staða aðstoðarmanns við myndgreiningardeild er laus til umsóknar frá og með 26. október nk. Starfshlutfall er 80% en verður tímabundið hærra í upphafi. Næsti yfirmaður er yfirgeislafræðingur. Starfið er fólgið í því að taka til gögn vegna rannsókna, frágangi á þeim, bókanir í tölvukerfi, umönnun sjúklinga og fleira. Æskilegt er að umsækjandi hafi grunntölvukunnáttu, góða framkomu og þjónustulund. Vinnutími getur ver- ið breytilegur frá mánudegi til föstudags á dagvinnu- tíma auk tilfallandi helgarvinnu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og fjármálaráðherra. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum skulu berast fyrir 19. október nk., ásamt fylgiskjölum, til Laufeyjar Baldursdóttur, yfirgeislafræðings, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma 463 0257 eða í netfang laufeyb@fsa.is . Öllum umsóknum verður svarað. GRÍÐARLEG úrkoma var á Akur- eyri á laugardagskvöld og fram á sunnudagsmorgun. Úrkoman mæld- ist 52 mm frá kl. 18 á laugardag og fram til kl. 9 á sunnudagsmorgun og mun það vera metúrkoma, að sögn Björn Snorrasonar aðstoðarvarð- stjóra hjá Lögreglunni á Akureyri. „Þetta var ekki rigning heldur buna,“ sagði Björn. Slökkvilið Akureyrar var kallað til aðstoðar vegna vatnsleka í íbúð- arhúsi við Stekkjargerði og einnig vegna þess að vatn flæddi upp um niðurföll í kjallara við Skólastíg. Þá voru starfmenn Akureyrarbæjar kallaðir út um miðnætti vegna vatnselgs í miðbænum og lokaði lög- reglan miðbænum í rúma klukku- stund vegna þessa. Betur fór en á horfðist í húsinu við Stekkjargerði og tjónið minna en talið var í fyrstu. Kristján Skarp- héðinsson húsráðandi þar vaknaði upp við vondan draum um kl. 4.30 en þá hafði vatn flætt í gegnum loft- ventla á þaki hússins og niður í stofu og salerni. Á húsi Kristjáns er nokkuð flatt þak, þó með halla að niðurfalli inni á þakinu og köntum út við þakbrún. Laufblöð höfðu stíflað niðurfallið, þar myndast 30-40 cm djúpur pollur og því flæddi vatn inn um loftventl- ana. Kristján fékk aðstoð frá 5 slökkviliðsmönnum sem hann sagði hafa verið vel tækjum búna og kunnað til verka. Dælt var af þaki hússins og niðurfallið svo hreinsað en við það myndaðist loftrúm og flæddi þá vatn upp um niðurföll í kjallara hússins og í sturtubotni uppi. Hundruð lítra í kjallaranum Kristján sagðist ótryggður fyrir tjóni sem þessu en hann taldi sig hafa sloppið ótrúlega vel, þrátt fyrir að hundruð lítra hafi flætt í kjall- arann og töluvert magn lekið niður í stofu og salerni uppi. „Það skipti sköpum að ég þurfti á salernið þetta snemma og eins ég sagði við konuna þá hefði ég ekki boðið í þetta ef við hefðum sofið til kl. 7,“ sagði Krist- ján. Ingimar Eydal varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar sagði að þar á bæ hafi menn verið í startholunum en að það hafi komið sér á óvart hversu langt var liðið á nóttina áður en leitað var eftir aðstoð þeirra, miðað við hversu mikil úrkoma var. Það sé hins vegar til marks um að nýja dælukerfið á Eyrinni virki mjög vel. Vatnselgur í miðbænum Jóhann Jóhannsson verkstjóri hjá Akureyrarbæ sagði að vegna sjáv- arstöðunnar hafi verið töluverður mótþrýstingur í lögnum í sjónum og því hafi myndast mikill vatnselgur í miðbænum. Starfsmenn bæjarins hafi unnið að því að hreinsa niðurföll og veita vatninu í réttan farveg. Hann sagði að vel hafi verið fylgst með niðurföllum og dælustöðvum og að ekki hafi komið til neinna vanda- mála, þrátt fyrir þessa gríðarlegu úrkomu. Starfsmenn bæjarins stóðu vaktina frá miðnætti á laugardags- kvöld og fram eftir degi á sunnudag og fór allt vel að sögn Jóhanns. Metúrkoma á Akureyri um helgina „Þetta var ekki rign- ing heldur buna“ VERIÐ er að leggja bundið slitlag á Kröfluveg um 5 km leið frá hring- vegi austan Námafjalls norður und- ir virkjun. Verkið var boðið út síð- sumars og bauð Iðufell, fyrirtæki Vilhjálms Konráðssonar, hagstæð- ast í uppbyggingu vegarins allt norður að Víti um 8,5 km. Nú eru þeir að skila af sér fyrsta hluta verksins og munu halda áfram fram á haustið eftir því sem tíð- arfarið gefur tilefni til, en verkinu í heild á að ljúka næsta sumar. Bygging Kröfluvirkjunar hófst fyrir alvöru 1975 og uppbyggður malarvegur var lagður 1976. Síðan hefur umferð á þessari leið farið mjög vaxandi, ekki síst ferðamann- aumferð, en vegurinn opnaði mönn- um aðgang að vinsælum ferða- mannastöðum svo sem Víti, Leirhnjúk, Hrafntinnuhrygg og Gjástykki. Fram undir 1990 var vegurinn í eigu Landsvirkjunar en Vegagerðin er veghaldari nú síðari ár. Landsvirkjun lagði fram fé til að af þessari samgöngubót gæti orðið nú, en kostnaður er áætlaður yfir 40 milljónir króna. Morgunblaðið/BFH Bundið slitlag á Kröfluveg Mývatnssveit KARLMAÐUR á áttræðisaldri hef- ur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, vegna hegningar- og umferðarlagabrots. Þá var hann sviptur ökurétti í fimm mánuði og gert að greiða sakar- kostnað. Maðurinn var ákærður fyrir hegn- ingar- og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sinni norður Drottningarbraut og beygt án nægi- legrar aðgæslu vestur Þórunnar- stræti í veg fyrir bifreið sem ekið var suður Drottningarbraut. Við árekst- ur bifreiðanna tveggja hlaut öku- maður þeirrar sem ekið var í suður- átt það mikla áverka að hann lést á sjúkrahúsi skömmu síðar, en farþegi hlaut áverka. Slysið varð 11. febrúar síðastliðinn. Maðurinn bar fyrir dómi að hann hefði ekki tekið eftir bifreiðinni fyrr en hún var alveg komin að honum og árekstri því ekki forðað. Orsök árekstrarins sagði hann hafa verið augnablikseinbeitingarleysi af sinni hálfu. Dæmdur í skil- orð og sviptur ökurétti SKRIFAÐ hefur verið undir samskiptasamning milli Akureyrarbæjar og Íþróttabandalags Akur- eyrar, en markmiðið með honum er að efla tengsl milli bæjarins og ÍBA. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði að með samningnum vildi bærinn m.a. tryggja að það fé sem bæjarsjóður leggur til bygginga og rekstrar íþróttamannvirkja og íþróttafélaga nýttist sem best bæjarbúum sem vilja stunda íþróttir. Starfi íþrótta- félaganna yrði hagað með þeim hætti að öllum bæj- arbúum gæfist tækifæri til að stunda íþróttir og viðurkennt æskulýðsstarf. Íþróttafélögunum eru samkvæmt samningnum tryggð afnot af mannvirkjum utan hefðbundins skólatíma. Samningurinn gerir ráð fyrir að bærinn greiði 3,5 milljónir króna vegna rekstrar skrifstofu ÍBA, þá greiðir hann 25,7 milljónir króna vegna húsa- leigu og æfingatíma í íþróttamannvirkjum, 9 millj- ónir í afreks- og styrktarsjóð og 4,5 milljónir króna vegna þjálfunar barna og unglinga. Einnig mun bærinn greiða ferðakostnað ákveðinna hópa og ein- staklinga á landsmót og til þátttöku í Evrópu- keppni sem og kostnað við íþróttaskóla, en fjárveit- ingar vegna þessara verkefna hafa enn ekki verið ákveðnar. ÍBA mun vinna að fjárhagsáætlun fyrir íþrótta- hreyfinguna og leggja fyrir íþrótta- og tómstunda- ráð sem og að ábyrgjast eftirlit með fjárveitingum sem berast aðildarfélögum bandalagsins. Samningurinn gildir í fjögur ár. Akureyrarbær og Íþróttabandalag Akureyrar Markmiðið að efla tengslin Morgunblaðið/Kristján Þröstur Guðjónsson, formaður ÍBA, og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, takast í hendur eftir undirskrift samningsins. FÓLKSBIFREIÐ fór út af Kjarna- vegi, norðan Kjarnaskógar, sl. föstu- dagskvöld. Fimm ungmenni voru í bílnum og voru þrjú þeirra flutt til aðhlynningar á slysadeild FSA en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg. Ökumaður bílsins, sem var á norð- urleið, missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar, lenti þar á stólpa og staðnæmdist loks með afturendann ofan í skurði. Bíllinn skemmdist mik- ið. Bílslys á Kjarnavegi STARFSMANNAFÉLAG Akur- eyrarbæjar hefur boðað til verkfalls hjá tónlistarkennurum frá og með miðnætti 22. október næstkomandi. hafi kjarasamningar ekki tekist á milli aðila. Atkvæðagreiðsla tónlistarkennara um boðun verkfalls fór fram síðasta föstudag. Á kjörskrá voru 14 og kusu allir. Já sögu 14 eða 100%. Verkfall hjá tón- listarkennurum LIONSKLÚBBUR Akureyr- ar hefur gefið Heilsugæslu- stöð Akureyrar nýjan önd- unarmæli en hann leysir af hólmi öndunarmæli sem klúbburinn gaf stöðinni ár- ið 1988. Valdimar Brynjólfsson formaður Lionsklúbbs Ak- ureyrar afhenti mælinn og gat þess að vonandi myndu fleiri gjafir berast heilsu- gæslustöðinni síðar. Pétur Pétursson yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni á Ak- ureyri sagði klúbbinn áður í samvinnu við Vitaðsgjafa hafa gefið hjartalínurit og eyrnasmásjártæki. Hann sagði nýja tækið bjóða upp á margvíslega möguleika, en mikilvægt væri að greina lungnasjúkdóma rétt og myndi tækið hjálpa mjög til þess. Lionsklúbbur Akureyrar Valdimar Brynjólfsson, formaður Lions- klúbbs Akureyrar, prófar tækið. Heilsugæslustöðin fær öndunarmæli Morgunblaðið/Kristján ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.