Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ PLATA Sigur Rósar, Ágætis byrjun, hefur verið tilnefnd til bandarísku Mercury- verðlaunanna sem plata ársins. Þessi verðlaun eru á vegum hljómplötuverslunar- innar Virgin Mega- stores og eru aðeins gjaldgengar þær plöt- ur sem hafa selst í minna en 500 þúsund eintökum í Bandaríkj- unum. Tilgangur verð- launanna er nefnilega að vekja meiri athygli á tónlist sem gagn- rýnendur hafa hælt á hvert reipi en hefur ekki náð nægilega vel til almennra plötu- kaupenda. Alls eru 10 plötur tilnefndar og ættu flest nöfnin að vera kunn þeim sem fylgst hafa með tón- list að ráði undanfarin misseri. Meðal þeirra sem eiga plötur sem keppa við Ágætis byrjun eru Ryan Adams, Air, Bilal, Nikka Costa, Dandy Warhols, Jay Dee, Gorill- az, Talib Kweli & Hi-Tek og PJ Harvey sem hlaut bresku Merc- ury-verðlaunin 11. september fyr- ir plötu sína Stories from the City, Stories from the Sea. Nokkrir margfrægir tónlistar- menn skipa sérstaka dómnefnd sem hefur verið fengið það verk að velja frambærilegustu plötuna úr hópi hinna tilnefndu, þ.á m. Beck, Macy Gray, Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, og Trent Reznor, höfuðpaur Nine Inch Nails. Sigurlaunin eru vegleg pen- ingaupphæð að jafnvirði rúmlega einnar milljónar króna og verða afhent við sérstaka athöfn 30. október. Viðrar vel til peningaverðlauna. Sigur Rós tilnefnd til Mercury-verðlauna HELSTU sjónvarpsverðlaunahátíð Bandaríkjanna, Emmy-verðlauna- hátíðinni, var enn frestað á sunnu- daginn, nú vegna loftárásar Banda- ríkjamanna og bandamanna þeirra á Afganistan. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem þessari vinsælu verðlauna- athöfn er frestað en hún átti upp- haflega að vera 16. september en var frestað vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Tilkynningin um aflýsingu athafn- arinnar á sunnudaginn var einungis send út nokkrum klukkutímum áður hún átti að hefjast og hefur enn ekki verið ákveðið hvenær eða yfir höfuð hvort reynt verði að halda hana í ár. Ljóst er að aðstandendur verð- launaathafnarinnar og sjónvarps- stöðin CBS, sem hefur sýningarrétt- inn, hafa tapað milljónum dala á aflýsingunni, en Brycel Zabel, stjórnandi sjónvarpsakademíunnar, áréttar að peningar séu aukaatriði við slíkar aðstæður og meiru máli skipti að taka réttar ákvarðanir í þjóðar þágu. Í sinni 53 ára sögu hefur Emmy- verðlaunahátíðinni aldrei verið frest- að eða fallið niður áður. Eina skiptið sem babb hefur komið í bátinn fram til þessa er þegar athöfninni var frestað um hálftíma árið 1978 vegna tilkynningar Jimmy Carters, þáver- andi Bandaríkjaforseta, um að Camp David-samkomulagið hefði verið undirritað. Ástæðan fyrir því að verðlaunahá- tíðinni var aflýst er sögð sú að marg- ar stjörnur sem ætluðu að mæta boð- uðu forföll eftir að loftárásirnar hófust, því þeim þótti ekki við hæfi að skemmta sér á verðlaunaathöfn við slíkar kringumstæður. Hins veg- ar neita aðstandendur að öryggis- ástæður liggi að baki því að athöfn- inni var aflýst. Ekkert hafi bent til að stjörnurnar hefðu verið í hættu. Ellen DeGeneres átti að vera kynnir hátíðarinnar og ku hafa tekið tíðindunum, um að henni hefði enn verið aflýst, illa. Hún hefði verið búin að æfa stíft og eytt sérstaklega mik- illi orku í að heiðra minningu þeirra sem létust í árásunum 11. septem- ber. Reuters Emmy-verðlaunahafarnir Kelsey Grammer og David Angell. Síðar- nefndi er einn þeirra sem féllu í valinn í árásunum á New York. Enn var Emmy- verðlaunum frestað Reuters Frá undirbúningi Emmy-verð- launahátíðarinnar á sunnudag. Þegar fréttir fóru að berast af loftárásunum var ákveðið sam- stundis að aflýsa athöfninni. Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette MEÐGÖNGUFATNAÐUR fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136 06. 10. 2001 4 9 6 2 1 0 5 8 5 4 7 13 15 32 37 14Fjórfaldur1. vinningur í næstu viku Söluland 1. vinnings var Danmörk 03. 10. 2001 13 21 23 25 27 37 12 40 Sýnd kl. 8 og 10.10. B i. 16. Vit 251  strik.is Mögnuð stuðmynd í nánast alla staði!  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8. B. i. 12. Vit 270 Í leikstjórn Steven Spielberg  Radíó X  HK DV  Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com  Mbl Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 274 THE IN CROWD Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B. i. 12. Vit 269 Með sama genginu. Ekki missa af skemmtilegustu grínmynd ársins. Allir vilja þeir sneið af „glæpakökunni“ Nýjasta snilldar- verkið frá meistaranum Woody Allen. Með hreint út sagt úrvalsliði leikara: Hugh Grant , Tracey Ullman , Michael Rapaport og Jon Lovitz .  ÞÞ strik. is  SÁND Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit 245 Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit 265. Sýnd kl. 4 og 6. B.i. 12. Vit 256 Sýnd í Lúxus VIP kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i 16 ára Vit nr. 278 HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hugleikur DV strik.is Í leikstjórn Steven Spielberg Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919  Radíó X  Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com  HK DV  Mbl Hæfileikar eru ekki allt. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Himnasending i i Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.15, 8 og 10. B. i. 12 ára. Með sama genginu Ekki missa af skemmtilegustu grínmynd ársins. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 12 ára. Stærsta mynd ársins yfir 50.000 áhorfendur  ÞÞ strik. is Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8.  SÁND VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0030-3021 4543-3700-0015-5815 4507-2800-0001-4801                                     !" !#$ % &    '(' (###
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.