Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ráðist gegn hryðjuverkamönnum Varnarmálaráðherrann sagði að bar- áttan gegn hryðjuverkasamtökum í heiminum myndi taka nokkur ár og grípa þyrfti til margs konar annarra aðgerða en loftárása til að uppræta hryðjuverkastarfsemina. „Þetta vandamál verður ekki leyst með stýriflaugum,“ sagði hann í viðtali við fréttasjónvarpið CNN. Embættismenn í bandaríska varn- armálaráðuneytinu sögðu að fyrsta lota árásanna myndi standa í nokkra daga. Eftir að fyrstu loftárásirnar hófust laust eftir klukkan níu á sunnudagskvöld að staðartíma vörp- uðu tvær bandarískar flutningavélar niður matvælum og lyfjum til íbúa Afganistans. Bandaríkjastjórn vonar að matvælaaðstoðin dragi úr áhrif- um aðgerðanna á líf íbúanna, meðal annars fólks sem flúið hefur heimili sín, og sannfæri þá um að árásirnar beinist að hryðjuverkamönnum, ekki afgönsku þjóðinni. Bandarísk flugvél var notuð til að útvarpa þessum skilaboðum til íbúanna og önnur skilaboð voru send út til talibana. NATO sendir AWACS-vélar til Bandaríkjanna Atlantshafsbandalagið ákvað í gær að senda fimm AWACS fjar- skipta- og eftirlitsvélar til Banda- ríkjanna og sú ákvörðun bendir til þess að búist sé við langvinnum hernaðaraðgerðum í Afganistan. AWACS-vélarnar eiga að leysa af hólmi bandarískar eftirlitsvélar sem eiga að taka þátt í aðgerðunum í Afg- anistan. Rumsfield sagði að fyrstu árásirn- ar hefðu reynst „árangursríkar að mörgu leyti“. Gerðar hefðu verið árásir á þjálfunarbúðir hryðjuverka- manna, herflugvelli, herflugvélar, ratsjárstöðvar og loftvarnastöðvar. Einn flugvallanna hefði einnig verið notaður fyrir áætlunarflug en aðeins hefði verið ráðist á herflugvélar á vellinum. „Öll skotmörkin hernaðarleg“ Rumsfeld sagði að ekkert væri hæft í staðhæfingum talibana um að þeir hefðu skotið niður bandaríska flugvél fyrstu nótt árásanna og að margir óbreyttir borgarar hefðu fall- ið. „Við höfum samþykkt hvert ein- asta skotmark – þau eru öll hern- aðarleg. Enginn vafi leikur á því að þeir sem voru í grennd við þessi skotmörk voru þar vegna þess að þeir eru í al-Qaeda eða her talibana. Markmið okkar er að sigra þá sem standa fyrir hermdarverkum og þá sem vernda eða styðja þá.“ Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði að ráðist hefði verið á 30 skotmörk, meðal annars þrjú í Kabúl, og tjónið væri verulegt. Að sögn bandaríska varnarmála- ráðuneytisins var árás gerð á stjórn- stöð hers talibana í Kandahar, mið- stöð íslömsku hreyfingarinnar. Afganskir heimildarmenn sögðu að reykjarmökk legði frá bústað leið- toga talibana, múllans Mohammeds Omars, sem er talinn hafa flúið frá borginni. Sprengingar urðu einnig í höfuð- borginni, Kabúl, og í eða nálægt nokkrum þjálfunarbúðum al-Qaeda. Heimildarmenn í Afganistan sögðu að fyrsta árásin hefði verið gerð á Kabúl og mikil sprenging hefði orðið í eða við þjálfunarbúðir Osama bin Ladens um 20 km suður af Jalalabad. Höfuðstöðvar talibana í Kandahar, byggingar á flugvelli borgarinnar og íbúðarhús stuðnings- manna bin Ladens hefðu einnig orðið fyrir árásum. Bin Laden og Omar sagðir hafa lifað af Talibanar sögðu að bin Laden og Omar hefðu báðir lifað af fyrstu árásarhrinuna. Talibanar sögðust vera „fórnarlömb hroka og heimsku- legrar utanríkisstefnu Bandaríkj- anna“ og „hryllilegra hermdar- verka“. Sendimaður talibana fór í banda- ríska sendiráðið í Íslamabad á laug- ardag með þau skilaboð að stjórnin í Kabúl væri tilbúin að framselja bin Laden að nokkrum skilyrðum upp- fylltum. Sendiráðsmenn neituðu að ræða við sendimanninn. „Engin skil- yrði. Farðu og segðu yfirmönnum þínum að við höfum kastað þér út úr sendiráðinu. Við viljum engar samn- ingaviðræður, engin skilyrði,“ sögðu sendiráðsmennirnir, að sögn eins þeirra. Sendiherra talibana í grannríkinu Pakistan sagði að 20 óbreyttir borg- arar hefðu fallið í flugskeytaárásum á Kabúl og nágrenni. Fréttastofan AP hafði samband við fjögur sjúkra- hús í borginni og fékk þær upplýs- ingar að ekki væri vitað um mann- fall. Talibanar fullyrtu einnig að þrír óbreyttir borgarar hefðu látið lífið í Kandahar. Talsmaður bandaríska varnar- málaráðuneytisins sagði að ekki væri vitað til þess að mannfall hefði orðið meðal óbreyttra borgara. Þúsundir manna flýja frá borgunum Fimmtán sprengjuflugvélar frá ýmsum herstöðvum, meðal annars torséðar vélar af gerðinni B-2 sem flugu frá Bandaríkjunum, og 25 flug- vélar af flugmóðurskipum tóku þátt í loftárásunum. Um fimmtíu stýri- flaugum var skotið frá herskipum og kafbátum í Arabíuflóa, að sögn Rich- ards Myers, forseta bandaríska her- ráðsins. Tomahawk-stýriflaugum og tölvu- stýrðum sprengjum var beitt í árás- um á skotmörk í að minnsta kosti fimm borgum. Þúsundir skelfingu lostinna íbúa flúðu frá borgunum og fregnir hermdu að glundroði hefði ríkt í höf- uðborginni sem varð rafmagnslaus um leið og fyrsta árásin var gerð. Á meðal flóttafólksins voru aldraðir menn með eigur sínar á hjólbörum og konur sem héldu á smábörnum. „Við förum í erfiðari æfingaferðir“ Fyrsta markmið árásanna var að lama loftvarnakerfi talibana og eyði- leggja allar flugvélar þeirra til að hættuminna yrði fyrir bandarísku flugvélarnar að gera fleiri árásir og varpa niður matvælum. Fimm bandarískir flugmenn, sem tóku þátt í árásunum á sunnudag, sögðu að hermenn talibana hefðu hleypt af loftvarnabyssum en flugvélarnar hefðu ekki verið í mikilli hættu. „Við förum í erfiðari flugferðir á venjuleg- um æfingum,“ sagði einn þeirra. Forseti bandaríska herráðsins sagði að leynilegum aðgerðum yrði haldið áfram í Afganistan og virtist eiga við sérsveitir sem þegar hafa verið sendar til landsins. Árásunum er einnig ætlað að veikja hersveitir talibana og styrkja stöðu Norðurbandalagsins sem hef- ur barist gegn stjórn talibana. Liðs- menn Norðurbandalagsins fögnuðu árásunum ákaft og hertu sókn sína gegn her talibana. Fregnir hermdu einnig að uppreisn hefði verið gerð gegn talibönum í bænum Zaranj, við landamærin að Íran. Heimildarmenn í Norðurbanda- laginu sögðu að Bandaríkjamenn og Bretar myndu halda loftárásunum áfram í viku og fylgjast grannt með liðsflutningum talibana. Tjónið yrði síðan metið og Norðurbandalaginu sagt að blása til sóknar í átt að Kab- úl. Bandarískir þingmenn, sem hafa aðgang að upplýsingum frá leyni- þjónustunni CIA, segja að árásirnar á Afganistan auki hættuna á fleiri hryðjuverkum í Bandaríkjunum. Ör- yggisgæsla var hert á flugvöllum, íþróttaleikvöngum og í opinberum byggingum í landinu. Alríkislögregl- an, FBI, bað allar lögreglustöðvar Bandaríkjanna að vera með há- marksviðbúnað vegna hættunnar á hryðjuverkum. Ráðist á um 30 skotmörk í fyrstu hrinu Sprengjuárásir hafnar á Afganistan Peshawar, Washington, Charikar. AP, AFP, The Washington Post.  Ekki vitað um mannfall meðal óbreyttra borgara  40 flugvélum og 50 stýri- flaugum beitt í árásunum BANDARÍKJAMENN og Bretar hófu á sunnudag sprengju- og flugskeytaárásir á flugvelli í Afganistan og fleiri mannvirki sem eru talin mikilvæg fyrir al-Qaeda, hreyfingu Osama bin Ladens, og talibana sem hafa meginhluta landsins á valdi sínu. Donald H. Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að 24–36 skotmörk hefðu verið hæfð í þessari hrinu. TALIBANAR leystu bresku blaða- konuna, Yvonne Ridley, úr haldi í gær. Ridley var handtekin fyrir tíu dögum eftir að hún hafði laumast inn í Afganistan frá Pakistan. Rid- ley starfar fyrir dagblaðið Sunday Express og kvaðst hún í gær vit- anlega vera frelsinu fegin. Talibanar fylgdu Ridley að landamærunum eftir að hafa sann- reynt að hún væri ekki njósnari. Kom hún fram við Torkhum- landamærastöðina síðdegis í gær. Reuters Laus úr prísund Peshawar. AP.  "( 6+%5  (67+% - .    )/ & /0     / &"(14  "(14  8'"  & .  +%5   "(+'%  ' , 1     2 3     +%- +  !( ' +      <    <  * "   = "  "    6 66 F G HI  J   I K J0 J     G  L $   "*  ;0 !<=4 0 */*                G   =  %:  .*( = >(0 ) )0*- : ;0%:  .*( = >(0 )  =-/  H$MN ,%& "( &. &"(14 OM !  2: 5("8! ' , 1   9 $OOE !4- !""8! OD ! A  ON %(%(  : 5%%; !4- 5("8! <@ A7< )0 @  !&1  =-1 ; & +%5 $ !( /=-1 ; 8++   )-% !( &'(% '-"$ 1+  0 @  1%%  %  "-%(" 1%- &( +  7- %( 8%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.