Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „NÝJA stríðið“ reyndist hefjast á heldur hefð- bundinn hátt þótt tæpast komi það á óvart. George W. Bush Bandaríkjaforseti og helstu undirsátar hans hafa á undanliðnum vikum freistað þess að gera lýðum ljóst, raunar heimsbyggðinni allri, að viðbrögð við fjölda- morðunum vestra 11. fyrra mánaðar muni fel- ast í „nýrri tegund átaka“ enda ljóst að hefð- bundnar hernaðaraðgerðir munu ekki duga til að vinna bug á hryðjuverkamönnum. Þær áætlanir standa óhaggaðar þó svo að árásin á stöðvar hryðjuverkamanna í Afganistan og stjórnarbyggingar og hernaðarmannvirki tal- ibana-stjórnarinnar, sem skotið hefur yfir þá skjólshúsi, hafi hafist með venjubundnum hætti. Að minnsta kosti verður ekki annað sagt en að rás atburða á sunnudag hafi verið kunn- ugleg. Líkt og í Persaflóastríðinu fyrir tíu ár- um kusu herforingjar Bandaríkjamanna og Breta að hefja aðgerðir með flugskeyta- og sprengjuárásum á hernaðarlega mikilvæga staði og þjálfunarbúðir og miðstöðvar hryðju- verkaflokka Osamas bin Ladens í Afganistan. Um 50 stýriflaugum mun hafa verið skotið af skipum og kafbátum og flugvélar voru látnar varpa hátæknisprengjum á vandlega valin skotmörk. Þar ræðir m.a. um loftvarnarkerfi, ratsjárkerfi meðfram landamærum, sem ætlað er að vera fyrsta stig viðbúnaðar við árásum, flugvelli og flugflota talibana og svæði í norður- hluta landsins, nærri Mazar-e-Sharif þar sem er að finna mikla miðstöð skriðdrekasveita og landhers talibana. Sprengjuvélum af gerðinni B-1 og B-2 hefur einkum verið beitt gegn hern- aðarskotmörkunum en þær bera sprengjur, sem stjórnað er með miðunarbúnaði, er styðst við upplýsingar frá gervihnöttum. Síðan virðist sem stærri sprengjuflugvélum hafi verið falið að ráðast gegn stöðvum bin Ladens og hefur þar verið um svonefnda „teppalagningu“ að ræða; miklar og þéttar sprengjuárásir á afmörkuð svæði lands. Þar hefur einkum verið beitt B-52 sprengjuflug- vélum, sem bera hefðbundnar sprengjur, er eingöngu lúta þyngdaraflinu. Vonin er sú að með þessu móti sé unnt að eyðileggja stöðvar bin Ladens og styrkt neðanjarðarbyrgi sem vitað er að hann og liðsmenn hans nota. Fregn- ir af þessum árásum munu berast seint og illa því þær sprengjur hafa fallið á afar afskekkt- um svæðum. Alls mun 15 sprengjuþotum og 25 herþotum hafa verið beitt í árásunum á sunnudag auk stýriflauga af Tomahawk-gerð, sem fyrr voru nefndar. Varnargetan lömuð Líkt og í Persaflóastríðinu er tilgangurinn með þessum upphafsaðgerðum sá að lama varnargetu óvinarins með því að uppræta flug- flota hans, stjórnstöðvar og loftvarnir. Í stríð- inu, sem háð var fyrir tíu árum til að frelsa Kúveit úr höndum innrásarsveita Saddams Hússein Íraksforseta, beindist athyglin fyrstu vikurnar að þessu hinu sama. Þar var enda um að ræða mun meiri varnargetu en þá, sem tal- ibanar í Afganistan ráða yfir. Í Flóastríðinu náðu bandamenn strax að tryggja sér algjöra yfirburði í lofti, sem voru forsendur frekari að- gerða. Hið sama á við nú þótt aðstæður séu að sönnu aðrar. Flugher talibana samanstendur af gömlum rússneskum herþotum og er talið að vart geti þar verið um meira en um 20 flugvélar að ræða, sem tiltækar séu á hverjum tíma. Hið sama á við um stærri loftvarnarkerfi. Ólíkt Írökum ráða talibanar í Afganistan ekki yfir miklu af slíkum tæknibúnaði. Fjarskiptakerfi þeirra er aukinheldur mun frumstæðara en það, sem uppræta þurfti á fyrstu stigum átaka í Persaflóastríðinu. Umfang árása Breta og Bandaríkjamanna á sunnudag verður því að skoða í þessu ljósi. Fjöldi hernaðarskotmarka í landinu er engan veginn sambærilegur við þann, sem var að finna í Írak. Árásirnar á sunnudag voru enda mun umfangsminni en þær fyrstu, sem gerðar voru á Írak. Því má segja að árásirnar nú hafi verið í ágætu samræmi við það verkefni, sem við blasir. Þótt talsmenn breskra og bandarískra stjórnvalda hafi í gær haldið því fram að árás- irnar á sunnudag hafi skilað miklum árangri kennir reynslan að viturlegt er að taka slíkum yfirlýsingum með korni salts. Fyrir liggur að árásin á sunnudag var aðeins upphaf verulega umfangsmikilla og viðvarandi hernaðarað- gerða. Að því leyti er ekki ráðlegt að draga miklar ályktanir af henni. Hætta af öðrum toga Eitt liggur þó fyrir; þær áætlanir, sem Bandaríkjamenn hafa gert með stuðningi bandamanna sinna um að uppræta hryðju- verkaógnina í Afganistan, fela í sér hættu af margvíslegum toga. Hún er í grundvallaratrið- um önnur en sú sem herförin gegn Saddam Íraksforseta hafði í för með sér. Þótt herafli talibana sé frumstæður er hann engu að síður fær um að valda miklum skaða. Það kemur til sökum eðlis þeirra aðgerða, sem í vændum eru. Herafli talibana hefur ágæta reynslu af loft- vörnum á jörðu niðri. Í tíu ára átökum afg- anskra skæruliða við innrásarlið Sovétmanna náðu þeir að valda miklu tjóni með gömlum loftvarnarbyssum og þó einkum léttum eld- flaugum af svonefndri Stinger-gerð, sem þeir fengu frá Bandaríkjunum. Slíkt flugskeyti ber einn maður og er hreyfanleikinn, og þar með undankomumöguleikinn, því mjög mikill. Þessi vopnabúnaður verður sérlega hættulegur fyrir þær flutningavélar, sem Bandaríkjamenn hyggjast nota m.a. til að dreifa hjálpargögnum til afgönsku þjóðarinnar. Hitt er einnig ljóst að þessi búnaður getur verið alvarleg ógnun við þyrlur þær, sem treyst verður á til að flytja sérsveitir inn í landið í því skyni að uppræta hryðjuverkahópa. Loks er þess að geta að þótt athygli margra hafi mjög beinst að Stinger- eldflaugum er vitað að talibanar ráða einnig yf- ir léttum sovéskum/rússneskum flugskeytum gegn flugvélum, sem talin eru prýðilega öflugt vopnakerfi. Ekkert af þessu átti við í stríðinu við Persa- flóa fyrir tíu árum. En „nýja stríðið“, sem bandarískum ráða- mönnum hefur orðið svo tíðrætt um, hefur á sér mun fleiri hliðar en þær, sem beinlínis lúta að vígstöðunni í því fátæka og frumstæða landi Afganistan. Ljóst er t.a.m. að árásin á sunnu- dag var jafnframt hugsuð til að bæta vígstöðu stjórnarandstöðunnar, Norðurbandalagsins svonefnda, sem ræður 5–10% landsins. Auk þess að leitast beinlínis við að styrkja vígstöðu bandalagsins er von Breta og Bandaríkja- manna sú að fréttir af liðhlaupi í röðum talib- ana reynist á rökum reistar þannig að baráttu- andi þeirra lamist þegar þeir gera sér ljóst frammi fyrir hvers kyns vígtólum og liðsafla þeir standa. Norðurbandalagið fagnaði enda árásunum ákaft og talsmenn þess lýstu yfir að þeir myndu senn blása til sóknar í þeim til- gangi að taka höfuðborgina, Kabúl. Herfræð- ingar ýmsir telja að góðar líkur séu á því að það takist nú þegar fyrir liggur að árásunum á tal- ibana verður haldið áfram. Slíkt myndi síðan aftur skapa aðrar og betri forsendur fyrir því að senda landsveitir inn í Afganistan í því skyni að finna bin Laden og tortíma liðsafla hans. Með þessu móti renna saman það hernaðar- lega markmið að „svæla hryðjuverkamenn út úr fylgsnum sínum“, svo vitnað sé til Banda- ríkjaforseta, og það pólitíska markmið að koma stjórn talibana frá völdum. Viðbrögð við áróðursstöðu bin Ladens og málsvara hans Bandamenn gera sér ljóst að mesta hættan, sú sem raunverulega gæti ógnað heimsfriðin- um, felst í því að bin Laden og talsmönnum hans í múslímaríkjum takist að sannfæra al- þýðu manna um að hafin séu átök kristinna manna og lærisveina Spámannsins. Slíkar full- yrðingar standast vitanlega ekki skoðun líkt og menn þreytast seint á að benda á. En engu að síður virðist sem víða í ríkjum múslíma hafi al- þýða manna ekki gert sér ljóst að kristnir menn h á unda á herfö gerðir ríkjam ímum „kristn Að þ ætluna undan inum í trúarm atburð nema m heimsb hefur b því að e allsher múslím ekki m Í því tvo da Laden eftir að Bernha landafr York, s að mjö verkale að klas athygli að til P gagnva fólks í aðgerð ínu og Laden þar fær Ljós umfang „Nýj ekki er Hefðbundið nýrrar tegun Árásir Breta og Bandaríkjamanna á hernaðarskot- mörk og stöðvar hryðjuverkamanna í Afganistan eru upphafið á víðtækum og viðvarandi aðgerðum. Ásgeir Sverrisson fjallar um „nýja stríðið“, herfræði bandamanna og vígstöðuna í Afganistan. Á MILLI Í KERFINU ÓHJÁKVÆMILEGAR AÐGERÐIR Loftárásir Bandaríkjamanna ogBreta á skotmörk í Afganistaná sunnudagskvöld og í gær- kvöldi koma engum á óvart. Þær eru aðeins einn þáttur í víðtækri baráttu gegn hryðjuverkamönnum á heims- vísu. Talibanastjórnin í Afganistan fékk nægar viðvaranir frá Bandaríkj- unum og bandamönnum þeirra, en hefur hafnað öllu samstarfi um að upp- ræta hryðjuverkahreyfingu Osamas bin Ladens, sem búið hefur um sig í landinu. Það var því óhjákvæmilegt að ráðizt yrði á stjórnstöðvar og herafla talibana, auk herbúða hryðjuverka- manna. Hugsanlega þarf að fylgja loft- árásunum eftir með hernaðaraðgerð- um á landi, sem hætta er á að verði enn áhættusamari og mannskæðari. Það var hins vegar fullkomlega óraunsætt að halda að hægt yrði að kveða niður þá hættu, sem heimsbyggðinni stafar af hryðjuverkum á borð við þau, sem voru framin í Bandaríkjunum fyrir tæpum mánuði, án þess að grípa til að- gerða af þessu tagi. Augljóslega er allt kapp lagt á að hæfa hernaðarleg skotmörk eingöngu og lágmarka hættuna á að saklaust fólk farist í loftárásunum. Þó er ekki hægt að útiloka að slíkt gerist. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, lögðu hins vegar mikla áherzlu á það í sjónvarpsávörpum sínum á sunnudagskvöld að árásunum væri ekki beint gegn afgönskum borgurum, heldur gegn liðsmönnum bin Ladens og öfgamönnunum, sem stjórna stærstum hluta landsins og veita þeim skjól. Til að undirstrika þetta hófu flugvélar vestrænna ríkja dreifingu hjálpargagna til bágstaddra um leið og loftárásirnar hófust. Þetta er afar mikilvægt, annars vegar til að koma bágstöddum til hjálpar og sýna afg- önskum almenningi að hann er ekki skotmark í þessum árásum og hins vegar til að sannfæra múslima víða um lönd um að aðgerðir Vesturlanda bein- ast ekki gegn játendum íslam sem heild, heldur eingöngu gegn fámenn- um hópum hryðjuverkamanna. Það er óhjákvæmilegt að Bandarík- in og bandamenn þeirra haldi áfram stuðningi við afganskan almenning næstu árin. Eitt takmark aðgerðanna hlýtur að vera að binda enda á harð- stjórn talibana og borgarastríðið í landinu. Kúgunin, stöðugt stríð og hungursneyðin, sem leitt hefur af óstjórn og ófriði, hafa kostað tugi þús- unda Afgana lífið og munu kosta ótal mannslíf í framtíðinni ef öfgamenn verða áfram við völd. Árásirnar á stöðvar hermdarverka- manna í Afganistan eru ekki hefndar- aðgerð, sem gripið er til í bræði. Þær eru vandlega skipulagður og yfirveg- aður þáttur í margþættri baráttu gegn hryðjuverkamönnum sem fram fer á mörgum vígstöðvum. Bandaríkin hafa á þeim fjórum vikum, sem liðnar eru frá ódæðisverkunum í New York og Washington, safnað trúverðugum sönnunum um þátt hreyfingar Osamas bin Ladens og talibana í fjöldamorð- unum. Bandaríkjamenn hafa notað tímann til að byggja upp alþjóðlegt bandalag gegn hryðjuverkamönnum og aðgerðir þeirra og Breta njóta al- þjóðlegs stuðnings, þar á meðal frá Atlantshafsbandalaginu og aðildar- ríkjum þess. Loftárásirnar eru aðeins eitt af fyrstu skrefunum í baráttu, sem getur tekið langan tíma, orðið kostn- aðarsöm og jafnvel mannskæð þótt allir voni að svo verði ekki. Þjóðir heims verða að sýna þolinmæði og halda áfram stuðningi við þessa bar- áttu, því að hún er nauðsynleg til þess að við endurheimtum öryggi okkar. Ekkert er jafnmikilvægt í hinu fé-lagslega kerfi á Íslandi og að það bregðist við þegar leitað er til þess um úrlausn vandamála. Á þessu virðist hins vegar of oft vera alvarlegur mis- brestur. Ekki má gleyma því að fæstir leita á náðir félagslega kerfisins nema að eiga undir högg að sækja og oft eru vandamálin af þeim toga að mikið liggur við að reynt sé að koma til hjálpar. Í Morgunblaðinu á sunnudag var viðtal við Elsabetu Sigurðardóttur, móður tveggja drengja, sem árum saman hafa átt við félagsleg vandamál af ýmsum toga að etja. Yngri sonur hennar hefur átt við geðraskanir að stríða og oft komið við sögu lögreglu. Hann býr nú hjá móður sinni og segist hún verða að fá hjálp fyrir hann. Í við- talinu segir hún að þær stofnanir, sem hún hafi leitað til, hafi brotið á rétti sínum og þriggja yngri barna sinna, systkina drengjanna. Elsabet lýsir því í viðtalinu hvernig hún hafi ítrekað rætt við fulltrúa stjórnvalda um þann vanda, sem yngri sonur hennar eigi í. Yfirleitt hafi hún mætt skilningi, en enginn hafi getað bent henni á varanlega lausn. Hann hafi verið á fjölda meðferðarstofnana, en hver vísi á annan þegar finna eigi lausn til frambúðar. Kemur fram að Elsabet hafi í raunum sínum rætt við fulltrúa heilbrigðisráðherra, félags- málaráðherra og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Á fyrri stigum hafi hún óskað eftir aðstoð frá Félagsmálaskrifstofu Kópavogs, Fé- lagsþjónustu Reykjavíkurborgar, Unglingadeildinni í Skógarhlíð, Sýslumannsembættunum í Kópavogi og Reykjavík og lögreglu í þessum umdæmum. Þetta er dágóður listi og hljómar eins og píslarganga úr skáld- sögu eftir Franz Kafka. Það er nógu mikið átak fyrir móður að þurfa að berjast við sjúkdóm sonar síns þótt hún þurfi ekki einnig að berjast við stofnanir landsins. Í blaðinu á sunnudag segir Björn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, að skrifstofan geti ekki sinnt málefnum allra fatlaðra, sem bíða eftir húsnæði, en verið sé að leita framtíðarlausnar fyrir son Elsabetar. Elsa Friðfinnsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir að ljóst sé að sonur Elsabetar hafi að nokkru leyti lent á milli í kerfinu og bætir við að heilbrigðisráðherra hafi áhuga á að koma í veg fyrir að slíkt gerist með skýrari verkaskiptingu og markviss- ari úrræðum. Það er hárrétt, en hafa verður hugfast að ekki er hægt að slá vandamálum þurfandi einstaklinga á frest á meðan aðgerða er beðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.