Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðlegu Alfanámskeiðin hafa farið sigurför um heiminn Hver er tilgangur lífsins? Er kristin trú blekking, úrelt eða leiðinleg? Léttur málsverður, fyrirlestrar, opinskáar umræður. Þú ert velkomin í Hafnarfjarðarkirkju á fimmtudaginn 11. október kl. 19.00. Skráning í síma 854 8605 og 695 4490. Óinnréttað tæplega 800 m² húsnæði á 2. hæð á Draghálsi með fallegu útsýni yfir borgina. Hleðsludyr með gálga og talíu. Áhv. um 22 millj. Verð tilboð! Hrátt og ódýrt! TÍUNDI október er ekki aðeins dagur þeg- ar meira en hundrað búðir bætast við á höf- uðborgarsvæðinu. Al- þjóðageðheilbrigðis- dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur þennan dag á Íslandi undanfarin ár. Eins og á síðasta ári er þema dagsins vinna og geð- heilbrigði. Geðhjálp sem aðili að World Federation For Mental Health ber ábyrgð á skipulagningu dagsins á Íslandi. Í ár fórum við þá leið að eiga samráð við önnur félagasamtök í Reykjavík sem láta sig einnig velferð geðsjúkra varða. Það er von mín að það samráð skili sér í áhugaverðum umræðum og uppákomum í Iðnó í dag. Á það hef- ur verið bent að þetta sé dagur allra þar sem geðheilbrigði sé allra mál. Það er rétt. En fyrst og fremst er þetta dagur þeirra sem þekkja af eigin raun hyldýpi geðveikinnar og aðstandenda þeirra sem í ótta og ör- væntingu hafa staðið hjá. Þetta fólk veit raunverulega hvað er í húfi. Það veit að oftast verður bilið milli geð- veikinnar og geðheilbrigðisins brúað en ekki alltaf. Stundum er brúin stutt en stundum heljarinnar hengi- brú sem engan enda ætlar að taka. Ég trúi því og hef nokkuð fyrir mér í því, að allir eigi möguleika á að lifa með góðu geði. Allt of oft hefur það gerst að geðheilbrigðiskerfið og ætt- ingjar hafa afskrifað einstaklinga sem króníska geðsjúklinga sem ekki er viðbjargandi. Sem betur fer er það svo að langsjúkum einstakling- um fer fækkandi vegna betri lyfja- úrræða en það viðhorf sem lýst er hér að framan er fráleitt og ómanneskjulegt. Það geta allir tekið fram- förum. Þess eru dæmi að einstaklingar sem hafa áratugum saman verið á stofnunum og sambýlum nái sér að fullu með réttri aðstoð. Ef vilji yfirvalda, sem birtist í stefnuræðu forsætisráðherra, er raunverulega sá að minnka innlagnarþörf og tíðni sjálfsvíga verulega, er það for- senda árangurs að reynsla og sjón- armið notenda geðheilbrigðisþjón- ustunnar fái notið sín. Einstaklingur sem hefur átt við þunglyndi að stríða en er í afneitun gagnvart sjúkdómnum eða lyfjaþörf er mun líklegri til að hlusta á þann sem svip- aða reynslu hefur að baki en er bú- inn að komast yfir afneitunina, held- ur en ættingja eða fagfólk. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á störf fagfólks í geðheilbrigðiskerfinu sem flest vinnur gott starf við erf- iðar kringumstæður. Þú tengir þig einfaldlega betur við þá sem skilja tilfinningar þínar og viðbrögð af eig- in raun. Þannig er hægt að stytta innlagnartíma, fækka bráðainnlögn- um og veikindadögum. Með öðrum orðum spara samfélaginu verulegar upphæðir. Ég kalla eftir fólki sem vill aðstoða Geðhjálp við að koma trúnaðarmannakerfi á. Við þurfum líka að koma upp þjónustu við að- standendur. Þeir gleymast oft í öll- um darraðardansinum en þjást í vanmætti sínum. Við þurfum að hjálpa þeim að styðja hver annan, hugga og hughreysta. Aðstandend- ur gera sér oft ekki grein fyrir því hve mikilvægir þeir eru hinum sjúku sem í veikindum sínum eiga það til að afneita þeim. Ég hvet aðstand- endur til að taka sig saman og leita til Geðhjálpar sem mun veita ykkur húsnæði og veitingar rétt eins og öðrum sjálfshjálparhópum sem eru sjálfstætt starfandi í Geðhjálp. Það þarf að breyta lögum um nauðung- arvistanir og sjálfræðissviptingar, færa ábyrgð frá ættingjum yfir á lækna og það þarf að koma á fót raunverulegri eftirmeðferð í því skyni að auka líkurnar á varanlegum bata. Verkefnin eru óþrjótandi. Starfsfólk Geðræktarinnar hefur tekið upp þráðinn í forvarnarátakinu þaðan sem frá var horfið í vor sem sýnir að frjáls félagasamtök eins og Geðhjálp geta átt samleið með op- inberum aðilum. Við erum að leggja upp í langferð. Ferð sem við vitum ekki hvert ber okkur. Við vitum bara að ferðina verðum við að fara og margar hindranir verða á veg- inum. Með opnum huga, ákveðni og skilningi komumst við á betri stað. Þ.e.a.s. ef þið sem lesið þetta, veitið okkur brautargengi. Veitum öllum tækifæri Sigursteinn Másson Geðheilbrigði Með opnum huga, ákveðni og skilningi, segir Sigursteinn Másson, komumst við á betri stað. Höfundur er formaður Geðhjálpar. HVAÐ eftir annað hefur það komið fram í áhorfskönnunum á liðnum árum að leikið innlent sjónvarpsefni er vinsælasta efni sem íslenskar sjónvarps- stöðvar geta haft á boðstólum. Þetta er reyndar ekkert sérís- lenskt fyrirbrigði, því sama er uppi á ten- ingnum hjá öðrum þjóðum. Leiknir þætt- ir, sem spretta úr þeirri menningu og samfélagi sem áhorf- endur tilheyra, eru einfaldlega það sem fólki finnst áhugaverðast að horfa á. Í ljósi þess hve fámennt mál- samfélag með sjálfstæða menningu og sögu hlýtur sífellt að eiga í vök að verjast gegn alþjóðavæðingu hugsunarinnar og sjálfsmyndarinn- ar, skyldi maður ætla að lögð væri sérstök rækt við gerð svo vinsæls og mikilvægs sjónvarpsefnis hér á landi. Það væri líka í takt við marg- yfirlýsta stefnu yfirvalda varðandi vöxt og viðgang íslenskrar tungu og menningar. En það er öðru nær. Á ör-markaði, eins og Ísland vissulega er, er það borin von að framleiðsla á sjónvarpsefni af þessu tagi, sem stenst samanburð og sam- keppni við hið erlenda, geti verið ábatasöm iðja. Hún getur, rétt eins og bíómyndaframleiðsla, í besta falli náð að standa undir beinum kostnaði með verulegum styrkjum frá innlendum og erlendum sjóðum. Að ímynda sér annað er sjálfs- blekking. Það skýtur því skökku við, að um leið og framlög eru að öðru leyti aukin til kvikmyndagerðar, af fram- sýni og röggsemi, skuli þessi mik- ilvægi þáttur hennar skilinn eftir. En sú er raunin. Það er dapurlegt, en engu að síð- ur óhrekjanleg stað- reynd, að eftir að Menningarsjóður út- varpsstöðva var lagður niður, hvarf mikilvæg- ur fjármögnunar- möguleiki fyrir gerð leikins sjónvarpsefnis. Þetta er enn alvar- legra en það kann að virðast við fyrstu sýn, fyrir þær sakir að er- lendir sjóðir gera það einatt að skilyrði fyrir styrkveitingum, að viðkomandi verkefni hafi áður hlotið styrki til framleiðslunnar úr „heimasjóði“. Allir eru vísast sammála um að Menningarsjóður útvarpsstöðva hafði gengið sér til húðar og eðli- legt að leggja hann niður, þótt vissulega hafi margt gott sjón- varps- og útvarpsefni orðið til með þátttöku hans. Leikskáldafélag Íslands og marg- ir fleiri eru hins vegar afar ósáttir við það, að öfugt við þær fyrirætl- anir sem áður höfðu verið ræddar, var ekki opnuð önnur fjármögnun- arleið fyrir leikið sjónvarpsefni, Hvar eru leiknu íslensku sjónvarpsþátta- raðirnar? Sveinbjörn I. Baldvinsson Sjónvarpsefni Hvers virði er það okk- ur sem sjálfstæðri en fá- mennri þjóð, spyr Sveinbjörn I. Baldvins- son, að vandað íslenskt leikið sjónvarpsefni sé að jafnaði í boði á sjón- varpsskjánum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.