Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 54
UM TVÖ hundruð iðnaðarmenn, að staðaldri, vinna nú hörðum hönd- um við að fullklára Smárabíó í tæka tíð fyrir opnun þess á morg- un. Verkið er og ærið, fimm stórir og myndarlegir salir, búnir fullkomn- asta aðbúnaði. Samtals taka sal- irnir um 1.000 manns í sæti og eru sömu gæðin í þeim öllum, þ.e. hvað varðar hljóð og mynd. Fylgt var sömu boðorðum og tíðkast hafa undanfarið í kvik- myndahúsafræðunum, að miða fremur að gæðum og vellíðan gesta en fjölda. M.ö.o. eru sætin í söl- unum færri en Íslendingar eiga að venjast en rýmið þeim mun betra, breiðari sæti og bilið milli þeirra meira. Auk þess er hægt að halla öllum sætum aftur. Í sölunum eru þrenns konar sæti. Í sal 1 og 2 eru sæti með örmum sem hægt er að rétta upp, þannig að úr geta orðið nokkurs konar parasæti. Salir 4 og 5 eru breiðari og hvert með sína arma og salur 3 er svokallaður „lúxussalur“ útbúinn 71 leðursófa af Lazy-Boy-gerð. Miðaverð í þann sal verður hærra eða 1.600 krónur en innifalin verður 300 króna út- tekt í sælgætissölu eða áfengur drykkur að eigin vali en Smárabíó er fyrsta kvikmyndahús landsins sem fengið hefur vínveitingaleyfi og mun hafa bjór og léttvín á boð- stólum. Aðalopnunarmynd Smárabíós verður stórmyndin Moulin Rouge sem farið hefur sigurför um heim- inn síðan hún var frumsýnd fyrst á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Myndarinnar hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu en Evr- ópubúar hafa neyðst til þess að bíða hennar í allt sumar. Það verður því um tvöfaldan glaðning að ræða þegar myndin verður frumsýnd hér á landi í spánnýju bíói. Aðrar opn- unarmyndir bíósins eru Final Fant- asy, byltingarkenndur, tölvuteikn- aður vísindatryllir og talsetta teiknimyndin Pétur og kötturinn. Smárabíó tekur á sig mynd Reuters Nicole Kidman og Ewan McGregor hafa hlotið mikið lof fyrir leik, dans og söng í Moulin Rouge. Smárabíó var ennþá í umbúðunum er ljósmyndara bar að garði. Það þarf mörg handtök til þess að koma upp eins stóru bíói og Smárabíói. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kvikmyndadeildar Norðurljósa, lýsir nýja stoltinu í húsakynnum nýrrar Skífuverslunar sem verður opnuð í Smáralind á morgun. Morgunblaðið/Golli FÓLK Í FRÉTTUM 54 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SJÁLFSÆVISAGA Victoriu Beckham er á toppi metsölulistans í Englandi og treður þar með Robbie Williams í annað sætið. Talið er að fram- koma hennar og eigin- mannsins boltalipra David Beckham í sjón- varpsþættinum Parki- son hafi þar skipt sköp- um, en þátturinn dró að sér rúmar níu millj- ónir áhorfenda! Það gekk samt ekki eins vel á heimavelli hennar, í tónlist- inni, þar sem Kylie tók hana í annað sinnið í bakaríið. Báðar gáfu út breiðskífu fyrir viku og búist var við harðri baráttu um toppsætið í Englandi. Reyndin varð hinsvegar sú að Kylie fór örugglega á toppinn með plötu sína Fever en fyrsta sóló- plata Victoriu, VB, náði ekki nema tíunda sætinu. Á smáskífulistanum heldur Kylie í toppsæt- ið þriðju vikuna í röð en missir það nú að öll- um líkindum í hendur sjálfskipaðs konungs poppsins Mich- ael Jackson sem gaf út fyrsta lag sitt í fjögur ár, „Rock My World“, í gær. Victoria við áritun bókarinnar vinsælu. Gleði og sorg hjá Victoriu Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.