Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTANDIÐ hjá íbúum innan Afgan- istan er orðið afar slæmt eftir að hafa versnað jafnt og þétt síðustu árin, að sögn Þóris Guðmundssonar, upplýs- ingafulltrúa Rauða kross Íslands, sem er nýkominn frá Pakistan. Árás- irnar á borgir og hernaðarleg skot- mörk í landinu hafa bætt gráu ofan á svart í landinu en ástandið er þó fyrst og fremt alvarlegt vegna uppskeru- brests og þurrka síðustu þrjú árin. Segir Þórir að talað sé um hungur- belti í norðurhluta Afganistan og fólk sé fyrir löngu farið að flýja ákveðin svæði vegna matarskorts. „Síðan bættist auðvitað við þessi spenna sem verið hefur undanfarinn mánuð og jók á straum fólks út úr landi og úr borgum til ættingja í þorpum til sveita. Eitthvað hefur far- ið af fólki yfir landamærin til Pak- istan en þau hafa verið lokuð og því ekki margir komist yfir. Það má bú- ast við að nú verði talsverður straum- ur í átt að landamærunum, því fólk er auðvitað skelfingu lostið,“ segir Þór- ir. Hann segir erfitt að segja til um áhrif árásanna í Afganistan því allt alþjóðlegt starfslið þurfti frá að hverfa og því eru fréttir af ástandinu óljósar. Þórir segir Rauða krossinn vera viðbúinn því að taka við nokkr- um tugþúsundum flóttamanna en hins vegar séu engin hjálparsamtök reiðubúin því að taka við hundruðum þúsunda flóttafólks á næstu dögum. Hann segir undirbúning stjórnvalda í Pakistan og flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna miða að því að hægt verði að setja upp fyrstu búð- irnar eftir rúma viku, en Rauði kross- inn er með sinn viðbúnað að mestu í Quetta, þar sem landamærin liggja næst Kandahar, og í Peshawar við landamærin næst Kabúl. „Ef þetta verða miklar bylgjur flóttamanna sem berast á stuttum tíma verður mjög erfitt að bregðast við og allar aðstæður eru eins og verst verður á kosið. Það vantar vatn, enda verið þurrkar í þrjú ár, og mjög erfitt verður um alla aðflutninga. Það er mjög hrjóstrugt land sem ætlað er undir flóttamannabúðirnar, en stjórnvöld hafa ákveðið að þær verði settar upp sem næst landamærunum og það gerir okkur mjög erfitt fyrir á margan hátt. Það má gera ráð fyrir að fólkið sem kemur verði mjög illa á sig komið, bæði matarlítið og auð- vitað örþreytt og jafnvel veikt. Þar sem margt fólk kemur saman við lélegar aðstæður geta síðan sjúkdómar bloss- að mjög hratt upp,“ seg- ir Þórir. Úlfur Björnsson, deildarstjóri á alþjóða- skrifstofu Rauða kross Íslands, fór fyrir alþjóð- legri sendinefnd í maí á síðasta ári sem gerði úttekt á ástandinu í Afgan- istan vegna þurrka. Hann segir ástandið þá hafa verið tiltölulega slæmt og uppskera lítil, sérstaklega varðandi matvöru en einnig á vörum sem ætlaðar eru á markað. Þá hafi lít- ið vatn verið og sum svæði alveg vatnslaus og fólk lifað við mjög kröpp kjör. Um 80% þjóðarinnar geta að- eins ferðast um fótgangandi „Það sem við höfum heyrt innan úr Afganistan síðan þá er að fólk sé við hungurmörk á talsvert stórum svæð- um og hafi í raun lifað af hjálpargögn- um, sem hættu að berast þangað fyr- ir mánuði. Vegakerfið er í molum og menn keyra í raun meira á slóðum ut- anvegar heldur en á vegunum sjálf- um og um 80% þjóðarinnar hafa ekki efni á öðru en að fara leiðar sinnar gangandi. Síðan eru einhver 10% sem hafa aðgang að ösnum eða úlföldum.“ Úlfur dvaldist mest í dreifbýlinu sunnanvert í Afganistan auk þess að dvelja nokkra daga í Kabúl og Kand- ahar. Hann segist lítið hafa orðið var við stjórnmálaástandið í landinu nema hvað nokkuð eftirlit var á helstu leiðum til og frá Kabúl. Í Kandahar, aðalbækistöðvum talib- ana, varð lítið vart við stríðið við Norðurbandalagið enda liggur borg- in langt frá víglínunni sunnarlega í landinu. Í Kandahar er um 300 þúsund manna lágreist íbúabyggð en þar eru engin framleiðslufyrirtæki og flestir hafa atvinnu af handverki og verslun. Úlfur sagðist ekki hafa orðið var við að aðalbækistöðvar talibana væru í Kandahar að öðru leyti en því að ein gata var lokuð almennri umferð, en þar bjó Mohammed Omar, leiðtogi talibana, í íbúðarhúsi þegar hann var í Kandahar. Samkvæmt fregnum hafa verið gerðar loftárásir á aðal- bækistöðvar talibana í Kandahar og segist Úlfur gera ráð fyrir að fólk hafi flúið borgina vegna árásanna, líkt og það hafi gert mörg undanfarin ár. „Fólk er vant stríði og ef almenn- ingur heldur að gerð verði loftárás á Kandahar, þá færa menn sig bara. Þeir geta það tiltölulega auðveldlega, jafnvel þessir handverksmenn geta tekið dót sitt saman og farið burt, slegið upp tjöldum annars staðar og haldið sínu handverki áfram.“ Í Kabúl er meira borgarsamfélag, að sögn Úlfs, og þar bitnar harð- stjórn talibana meira á fólki en í dreifbýlinu. Borgin er illa farin eftir stríðsátök síðustu ára og hæstu byggingar, sem þó voru ekki nema nokkrar hæðir, eru sundurskotnar og aðeins lægstu hæðirnar standa eftir. „Þeir sem búa í borgunum eiga flestir fjölskyldutengsl við fólkið í þorpun- um í kring og ég myndi ímynda mér það að fólk sæki í þorpin þegar árás- irnar skella yfir. Þannig var þetta mikið þegar ófriðurinn var sem verst- ur og þá voru mjög fáir í borgunum,“ segir Úlfur. Berjast fyrir þann aðila sem borgar Afganir hafa verið nánast sleitu- laust í stríði síðustu 20 árin og segist Úlfur hafa mest orðið var við að fólk væri ánægt með þann frið sem fylgdi talibönum þegar þeir settust að völd- um. Þá varð fólk loks öruggt með fá- tæklegar eigur sínar, gat farið á markað og treyst því að húsdýrin yrðu ekki skotin. „Það held ég að hafi verið þeim miklu mikilvægara heldur en mannréttindin, sem náðu hvort eð er aldrei nema til borganna. Það eru kannski 85% af þjóðinni sem lifa í dreifbýlinu og þar hefur fólk lifað samkvæmt þessum gildum öldum saman. Mestu viðbrigðin urðu greini- lega í Kabúl, því þar var nánast kom- ið samfélag með vestrænu yfir- bragði,“ segir Úlfur. Hann segir að það skipti almenn- ing kannski ekki öllu máli hver sé við stjórnvölinn, svo framarlega sem fólk fái að búa að sínu. Þá segist Úlfur hafa heyrt það meðal afkomenda mongóla, sem eru fjölmennir í ná- grenni Jalalabad og þeim slóðum og eru líklega menntaðasta þjóðarbrotið í Afganistan, að þeir treysti Norður- bandalaginu lítið betur en talibönum. Það vantraust sé tilkomið vegna sög- unnar auk þess sem þeir séu á svip- aðri línu í íslamstrúnni og talibanar. Úlfur segist hafa fundið það vel í dreifbýlinu að ungir karlmenn litu á það sem hverja aðra vinnu að fara í stríð sem málaliðar og því kæmu sög- ur sem hann hefði nýlega heyrt af lið- hlaupum ekki á óvart. „Gjaldið er dollari á dag og þá berjast þeir með þeim sem borga. En ef menn hætta að borga, þá fara þeir bara yfir víglín- una og kanna hvernig vinnuhorfur eru hinum megin. Þeir koma með sína byssu sjálfir hvort eð er, það virðist vera lenska að þeir leggja til sinn eigin riffill, en annað fá þeir hjá vinnuveitanda, dollar á dag og mat. Þeim er alveg nákvæmlega sama fyr- ir hvorn aðilann þeir berjast, svo lengi sem hann borgar,“ segir Úlfur. Fulltrúar Rauða krossins segja slæmt ástand hafa versnað í Afganistan Þórir Guðmundsson Úlfur Björnsson Fólk væntanlega flúið borgir vegna árásanna PÁLL Hermannsson, sem er búsettur í Dubai og starfar hjá Al Futtaim Logistics í Samein- uðu arabísku furstadæmunum, segir aðgerðir Bandaríkja- manna og Breta í Afganistan lítil sem engin áhrif hafa meðal fólks í Sameinuðu furstadæm- unum. „Þetta hefur átt sér að- draganda og fólk hefur búist við þessu,“ segir Páll. Hann segir helstu ógnina fyrir ríki utan Afganistan stafa af hryðjuverkum og sú ógn sé vart til staðar í landi þar sem múslimar eru ráðandi eins og í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum. Að sögn Páls er eiginkona kunningja hans í Dubai flugfreyja hjá Emirates og þau líti þannig á að hún sé örugg vegna þess að stærstur hluti farþeganna sé múslimar og því lítil hætta á hermdar- verkum íslamskra hryðju- verkamanna. Páll segir að sum amerísk fyrirtæki eins og General Mot- ors, General Electrics og IBM hafi ákveðið að flytja sitt fólk heim en að öðru leyti hafi lítið verið um flótta úr landinu. „Ég hef ekki orðið var við neinn al- mennan ótta. Þetta er þriðja stríðið á 12–15 árum sem fólk upplifir hér. Þegar ég kom hér fyrir sjö árum var Persaflóa- stríðið í fersku minni og fólk tekur þessu með nokkurri ró núna. Það er ekkert annað að gera því ógnunin er bara hryðjuverk, það er engin hern- aðarógnun.“ Að sögn Páls hefur hann ekki orðið var við aukin nei- kvæð viðhorf til vestrænna ríkja eftir að árásirnar hófust á Afganistan. Allir hafi gert sér grein fyrir því að einhverjar aðgerðir væru óhjákvæmilegar og aðalheiftin í landinu væri í garð Ísraelsmanna. „Og ég held að menn hér geri almennt greinarmun á Ísraelsbúum og Vesturlandabúum.“ Íbúar taka aðgerðum í Afganist- an með ró Páll Hermannsson, búsettur í Dubai HRYÐJUVERKAÁRÁSIRNAR í Bandaríkjunum þriðjudaginn 11. september, fyrir fjórum vikum, hafa haft víðtækar afleiðingar á Íslandi líkt og í öðrum löndum. Hafa þessir atburðir þegar bitnað á atvinnulífi hérlendis, ekki síst vegna mikils samdráttar í ferðþjónustu. Flugleiðir hafa líkt og önnur flug- félög orðið fyrir samdrætti í bókun- um. Forsvarsmenn félagsins áætla að heildaráhrifin af hryðjuverka- árásunum í Bandaríkjunum kosti fé- lagið um einn milljarð króna til næstu áramóta. Ákveðið var um síð- ustu mánaðamót að fækka stöðugild- um hjá félaginu um 273 og segja upp 183 starfsmönnum. Flugfargjöld á Íslandi voru hækkuð um 5% og far- gjöld í Bandaríkjunum hækkuðu um 10%. Dregið verður saman í milli- landaflugi félagsins um 18% í vetr- aráætlun og um 11% í sumaráætlun næsta árs. Loftárásirnar sem hófust á Afgan- istan sl. sunnudag virðast auka enn frekar á samdráttinn í farþegaflugi. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða, hefur þess þegar orðið vart að árásirnar á Afganistan hafi haft áhrif á bókanir hjá félaginu. Guðjón sagði óvissu ríkjandi um hver þróunin yrði á næstunni en ljóst væri að þessir at- burðir hefðu nú þegar áhrif á far- þegaflutninga félagsins milli Evrópu og Bandaríkjanna. Einnig mætti gera ráð fyrir að flugslysið í Milano í gærmorgun hefði sömu áhrif. ,,Það leggst því allt á eitt um þessar mundir,“ sagði hann. Niðurskurður og fækkun véla hjá flugfélaginu Atlanta Verkefnastaða flugfélagsins Atl- anta hf. hefur versnað vegna árás- anna á Bandaríkin. Spænska flug- félagið Iberia hefur óskað eftir því við Atlanta að losna undan samningi um tvær Boeing 747 vélar 1. nóv- ember en félagið hefur notað fimm vélar í flugi fyrir Iberia. ,,Hinar þrjár vélarnar verða áfram á samn- ingi en þeim er flogið af áhöfnum Iberia. Ástæðan er erfitt árferði Iberia eins og annarra flugfélaga og hafa bókanir fyrir októbermánuð dregist saman um 23% og þarf Iberia að leggja fleiri flugvélum og skera niður mannafla um 10% eða um 2000 manns. Bein áhrif á Atlanta vegna þessa verða uppsagnir 150 spænskra flugfreyja og 50 annarra áhafnarmeðlima og starfsmanna á jörðu niðri, þar af um 20 Íslendinga sem starfa í Madrid. Munu ofan- greindir starfsmenn hætta störfum 1. nóvember. Unnið er að því að færa Íslendingana til í starfi eða útvega þeim önnur störf,“ segir í fréttatil- kynningu frá Atlanta. ,,Verkefnastaða félagsins fyrir síðustu þrjá mánuði ársins er lakari en áætlað var vegna árásanna á Bandaríkin og eru nú verkefni fyrir Excel Airways og breska varnar- málaráðuneytið í Bretlandi, Air Alg- erie í flugi á milli Frakklands og Als- ír og Samvinnuferðir-Landsýn frá Íslandi. Flug fyrir Saudi Arabian Airlines mun hefjast að nýju 1. nóv- ember nk. Félagið hefur möguleika á að skila eða leggja tímabundið hluta af sínum flugvélaflota vegna hagstæðra samninga við flugvéla- eigendur og verður þremur Boeing 747-vélum lagt fram að pílagríma- flugi og þessi tími einnig notaður til stórra viðhaldsskoðana. Ljóst er að um frekari niðurskurð verður að ræða tímabundið vegna verkefna- skorts en fyrirætlanir þar um munu liggja fyrir um næstu mánaðamót. Hinsvegar er verkefnastaða félags- ins góð fyrir fyrstu þrjá mánuði næsta árs vegna pílagrímaflugs og mun það draga úr þeim niðurskurði sem ella hefði orðið,“ segir í frétt frá Atlanta. Milljarðar í tryggingar og hert öryggiseftirlit Vátryggingar flugfélaga í heimin- um voru í uppnámi eftir hryðju- verkaárásirnar og ákvað ríkisstjórn- in 24. september að setja bráða- birgðalög um ábyrgð á tryggingum íslenskra flugfélaga, sem hljóðar upp á 2.700 milljarða króna og gildir til 25. okt. Viðbúnaður var strax aukinn og öryggisgæsla hert á Keflavíkurflug- velli í kjölfar hryðjuverkanna og hef- ur verið fylgst með öryggiskröfum og eftirliti síðan. Hefur það einkum beinst að strangari leit í handfar- angri farþega og innritunarfarangri farþega á leið til Bandaríkjanna. Einnig var tekin upp leit í farangri viðkomufarþega í Keflavík á leið milli Evrópu og Bandaríkjanna. ,,Það hefur mætt mikið á mann- skapnum hjá okkur,“ sagði Sævar Lýðsson hjá embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli í gær. Skv. upplýsingum hans var örygg- isgæsla í Leifsstöð ekki aukin um- fram það sem þegar er orðið eftir að loftárásir Bandaríkjanna og Bret- lands á Afganistan hófust á sunnu- dag en viðbúnaður var hins vegar aukinn í varnarstöðinni. Verslun í sérvöruverslunum dróst verulega saman Ljóst er talið að hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september síð- astliðinn höfðu áhrif á verslun hér á landi. Samkvæmt athugun SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu dróst verslun verulega saman í sér- vöruverslunum í viku eftir atburðina þannig að velta í september varð sumstaðar minni en á sama tíma í fyrra. Fyrstu dagana eftir hryðju- verkin var lítið um að fólk kæmi í verslanir til að kaupa föt, húsbúnað og aðra sérvöru. Sumar verslanir voru nánast tómar daginn eftir hina voveiflegu atburði. Að sögn Emils B. Karlssonar, verkefnisstjóra hjá SVÞ, hafa hlutirnir nú aftur komist í Hryðjuverkin í Bandaríkjunum fyrir 4 vikum hafa haft mikil og víðtæk áhrif á Íslandi Samdráttur í ferða- þjónustu og verslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.