Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Salvar Kristjáns-son fæddist á Ísa- firði 7. desember 1923. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingibjörg Sveinsdótt- ir, f. 16.12. 1896, d. 15.2. 1973, frá Gilla- stöðum í Reykhóla- sveit, og Kristján Pálsson, múrara- meistari frá Akur- eyri, f. 31.7. 1899, d. 21.5. 1978. Börn þeirra eru: Páll, f. 1922, lést ung- barn, Salvar sem hér er kvaddur, Guðmundur Sveins, f. 1925, bú- settur í Ytri-Njarðvík, Páll, f. 1927, lést þriggja ára, Sveinsína Valgerður, f. 1928, búsett í Reykjavík, Zóphonías, f. 1931, bú- settur í Reykjavík. Foreldrar Sal- vars fluttu búferlum árið 1946 frá Ísafirði til Reykjavíkur. Hinn 6. desember 1953 kvæntist Salvar eftirlifandi konu sinni, Að- alheiði Kristinsdóttur frá Akur- eyri, f. 22.11. 1920. Foreldrar Að- alheiðar voru Guðrún Bjarna- dóttir, f. 19.11. 1887, d. 19.10. 1981, og Kristinn Sigurpáls- son fiskmatsmaður, f. 30.6. 1878, d. 6.10. 1961. Börn Salvars og Aðalheiðar eru: Jón Sigurpáll, f. 2.3. 1954, fiskmatsmað- ur, kvæntur Guð- rúnu Auðunsdóttur. Börn þeirra eru þrjú og tvö barnabörn. Kristbjörg Soffía, f. 14.9. 1955, sálfræð- ingur og ógift. Krist- inn Rúnar, f. 28.12. 1959, múrari og rafeindavirki, kvæntur Jónu Kolbrúnu Garðars- dóttur og eiga þau sex börn og eitt barnabarn. Salvar stundaði sjóinn ungur maður en söðlaði um árið 1954 og lærði múrverk hjá föður sínum. Hann tók sveinspróf árið 1957 og varð félagi í Múrarafélaginu 1958. Allar götur síðan vann Salvar við múrverk eða þar til hann hætti störfum. Útför Salvars fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig setti hljóða er móðir mín til- kynnti mér andlát bróður síns, Sal- vars, sem hafði þá látist um nótt- ina, eða aðfaranótt 27. september sl. Það er einu sinni svo að maður er aldrei tilbúinn að heyra andláts- fregn ættingja sinna enda þótt mér væri vel kunnugt um að Salli frændi væri mikill hjartasjúklingur. Á kveðjustundum hrannast ótal minningar í hugann tengdar elsku- legum frænda frá bernsku- og full- orðinsárum mínum. Allt eru þetta minningar um notalegar samveru- stundir, hjartagæsku frænda míns og ljúft viðmót hans sem ég, heima- gangurinn hjá frænda mínum og Öllu, mætti ætíð á heimili þeirra. Eða í fjölskylduhúsinu svonefnda á Suðurlandsbraut 99 en þar bjuggu afi og amma í öðrum helmingi húss- ins og Salli frændi og Alla í hinum. Sjálf var ég nágranni þeirra í fimm ár og þótt ég flytti úr hverfinu hélt ég mínu striki, að heimsækja dag hvern íbúana á Suðurlandsbraut- inni. Þetta voru skemmtileg ár sem frændi minn átti svo stóran þátt í að auðga með glettni sinni og fyndni, og alltaf án þess að særa neinn. Ennþá óma í kolli mér hlátrasköllin í eldhúsinu. Alltaf tók Alla þessu græskulausa gamni með jafnaðargeði og hló með okkur þótt sárlasin væri, enda er hún Alla mín sannkallaður engill í mannsmynd. Aldrei hef ég heyrt hana kasta hnjóðsyrði til nokkurs manns. Svona eru öll börn frænda míns og Öllu, gædd sömu mannkostum og foreldrarnir. Barnabörn frænda míns og Öllu fundu fljótt hvað afi og amma áttu gnótt af blíðu og tíma handa þeim og slíkt hið sama fundu strákarnir mínir þrír. Allir tengjast þeir frænda mínum heittelskaða á einn eða annan hátt. Í fersku minni situr þegar frændi minn og ég sátum eitt sinn sem oft- ar í eldhúsinu hjá Ingibjörgu ömmu, ég nýbúin að eignast minn fyrsta strák og upptekin af því hvað ég ætti að nefna hann. Amma var ekkert hrifin af því að ég vildi nefna hann í höfuðið á henni og Salli frændi skildi það. Önnur hug- mynd mín að nafni fannst honum of kvenleg en þegar ég nefndi þriðja nafnið ljómaði andlit hans. Þarna var nafn elsta stráksins míns ákveðið og síðar þegar hinn sami, Vésteinn minn, gat ekki náð ess- hljóðinu var það frændi hans, Salli, sem gaf sér góðan tíma að sitja hjá honum á gólfinu einu sinni sem oft- ar að við heimsóttum frænda minn og Öllu. Heim fór Vésteinn búinn að læra að segja ess hjá Salla frænda. Þegar annar sonur minn fæddist var það auðsótt mál hjá frænda mínum þegar ég falaðist eftir því við hann að mega láta snáðann bera nafn hans að seinna heiti. Þetta er Kristján Salvar. Þriðji sonur minn, Valgarð Bjart- mar, eignaðist lifandi trú á Jesúm Krist. Hann fann góðan bróður í trúnni sem frændi hans, Salli, var. Þeir báðu saman og frændi minn var óþreytandi að fræða son minn um allt er laut að trúmálum. Ég veit að Salli frændi varð eftirleiðis í öllum bænum sonar míns. Af nógu er að taka í minninga- safninu og tengist frænda mínum. Berjaferð hérna forðum daga í Vattarfjörð kemur í hugann sem feðgarnir Salli og Rúnar fóru ásamt mér. Sérhvert kennileiti á leiðinni vestur þekkti hann frændi minn en minni okkar Rúnars var ekki eins óbrigðult á leiðinni til baka. Við komum á áfangastað í niðamyrkri og rigningu og tjaldið komst upp við kertaljós þar sem vasaljósið hafði gleymst heima. Um morgun- inn þegar tjaldbúarnir vöknuðu vall svart berjalyngið nánast inn fyrir tjaldskörina og tómhent héldum við ekki af stað í bæinn. Á heimleiðinni höfðum við viðdvöl á Grund í Reyk- hólasveit hjá skyldfólki okkar en þegar við lögðum þaðan af stað uppgötvaðist gat á bensíngeymin- um. Rúnar tuggði tyggjópakka og faðir hans stoppaði í gatið með góð- um árangri. Að þessu hlógum við oft svo og fleiri skemmtilegum uppákomum úr þessari ferð og öðr- um samverustundum. Í því sam- bandi kemur til að mynda upp í hugann kvöldstund ein þegar ég að- stoðaði frænda minn í kæfugerð og ilmandi kæfa beið Öllu þegar hún kom úr norðanferð sinni frá því að heimsækja ættingja. Og núna er móðurbróðir minn allur og komið er að okkar hinstu kveðju. Ég kveð hann með söknuði og mun ætíð varðveita í minninga- sjóði mínum þær ótalmörgu dýr- mætu ánægjustundir sem ég átti með honum. Það eru fleiri en ég sem geta viðhaft sömu orð um frænda minn, systkini hans kveðja líka góðan bróður. Það var okkur börnum þeirra einstaklega ljúft að fá að kynnast og fylgjast með því hversu samrýnd móðursystkini mín voru og fjölskyldur þeirra. Síðustu æviárin reyndust frænda mínum erfið á margan hátt. Engu að síður virtist hann búa yfir undraverðum og næstum óskiljan- legum lífsþrótti síðasta spölinn sinn. Að leiðarlokum þakka ég elsku- legum móðurbróður mínum fyrir samfylgdina. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur, elsku Alla, Palli, Didda, Rúnar og fjölskyldur, okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur öll. Lokaorð mín og hinstu kveðju mína til frænda míns, Salvars Kristjánssonar, fel ég Valdemar Lárussyni í einum uppáhaldssálmi mínum: Þó dökkni og dimmi yfir, og dagsins lokið önn. Sú vissa að látinn lifir er ljúf og sterk og sönn, hún er það ljós, sem lifir og lýsir myrkan veg. Hún ljómar öllu yfir svo örugg, dásamleg. Við samferð þína þökkum, já, þökkum allt þitt starf. Hrærðum huga og klökkum, þú hlaust þá gæfu í arf, að eiga huga heiðan og hreina og sanna lund, sem gerði veg þinn greiðan á granna og vinafund. Nú ertu héðan hafinn á hærra og betra svið, þar ást og alúð vafinn. En eftir stöndum við. Þig drottinn Guð svo geymi, og gleðji þína sál. Í öðrum æðra heimi þér ómi guða mál. (V. Lár.) Guðrún Kristjánsdóttir. SALVAR KRISTJÁNSSON Sími 562 0200 ErfisdrykkjurÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. við Nýbýlaveg, Kópavogi !                /%; 0? 0; ;#*   6D =3>& #    ' #   "  ++  +--. 9  #                   ) @ $"  5#$  ( *3+ ) #3 " $" % *() : 5#$  (  : 1$$  $$"  $ 5#$  ( !" )  $" "  5#$5  $" 1  5  $(  : 5#$5  $" ##$"  5#$5  $" # !"  #( *+ () # )*+ . ;   1     #  *  #           :   :    #          G  / %;0 ;0  5 4  ## & 9(2         "-   ) @ ( $ 2 #+ ;"  ( $ 2 4 = $& ( $ 2  :  ) ( $ 2 () 3+#=#$ . ;   1     #  *  1   :      #  #    **    *    0? 0;  . 9 / 1   5 4, &  - 22. 5#  $( /#3 !( #$" "  $( 3+ $& 9):$" 3#  $( *3+ ) !(  $" 1#& , $$" ) 3" &# () 3+#=#$ .              0? 0;0 0/ 0  = >  $ #) *&#3"   /  $<7 #$  =   -#$ ; &#$" ! +  $( " @ $" ) & :  !  $" "   #(  ) @ #$ !  $" . Elsku amma mín. Það koma margar og skemmtilegar minn- ingar upp í hugann er ég hugsa til þín. Mér verður sérstaklega hugsað til hversu gaman var að heimsækja hana „hunda“-ömmu með stóra garðinn í Hveragerði, þar gat maður hlaupið og leikið við fallega hundinn þinn, hann Hring, sem þú ert vonandi að leika við núna. Og þegar við fórum HULDA GÍGJA ✝ Hulda Gígjafæddist í Reykja- vík 29. ágúst 1925. Hún lést á Landspít- alanum Landakoti föstudaginn 7. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogs- kirkju 14. septem- ber. saman á biblíu- námskeið eftir að þú fluttir í bæinn hafðir þú þínar skoðanir og varst sko ekki alltaf sammála predikaranum. Elsku amma, ég mun alltaf muna fallega brosið sem ég fékk er ég kom og kyssti þig í síðasta skiptið til hamingju með afmælið 29. ágúst sl. og síðustu orðin sem voru „þakka þér fyrir“. ,,Sjá, ég sendi engil á undan þér til að varð- veita þig á ferðinni og leiða þig til þess staðar, sem ég hefi fyrirbúið.“ (Önnur Mósebók, 23.20.) Ég mun ávallt geyma mynd af þér í hjarta mér. Hvíl í friði, þín sonardóttir, Guðrún Helga Jóhannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.