Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 27 Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar á verði sem hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar fegurstu borgar Evrópu á frábærum kjörum. Allar ferðir í október eru nú uppseldar og þér bjóðast nú síðustu sætin þann 22. október á ein- stökum kjörum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnis- ferðir meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 16.850 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 33.700/2 = 16.850.- Skattar kr. 2.870, ekki innifaldir. Gildir eingöngu 22. okt., 3 nætur. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald, kr. 1.800. Verð hótela: Verð á mann Hotel Korunek – 3 stjörnur, kr. 3.890 nóttin í tveggja manna herbergi. Expo – 4 stjörnur, kr. 4.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Barceló – 4 stjörnur, kr. 4.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Síðustu sætin til Prag í október 2 fyrir 1 til Prag 22. október frá kr. 16.850 LEIKFÉLAG Íslands á í viðræðum við menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg hvort stuðnings sé að vænta frá þeim næstu 5 ár. Að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar leikhússtjóra Leikfélags Íslands er félagið að vinna áætlun þar sem gert er ráð fyrir styrk upp á tíu milljónir króna frá hvorum aðila um sig og færi hann síðan stighækkandi þar til hann væri kominn í 20 milljónir frá hvorum árið 2005. „Þessi stuðningur er er lykilforsenda í framtíðarrekstri leikhússins en aðrar forsendur þurfa líka að ganga upp,“ segir Magnús Geir. Hann segir það í raun ekkert laun- ungarmál að náist ekki samningar við ríki og borg þá verði Leikfélag Ís- lands að hætta allri starfsemi. „Við höfum hingað til rekið leikhúsið með litlum stuðningi hins opinbera en með mikilli þátttöku atvinnulífsins. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir að við erum ekki að sækja í ótæmandi sjóði hjá ríki og borg. Við stefnum að þríhliða samningi við þessa aðila eins og fordæmi eru fyrir.“ Björn Bjarnason menntamálaráð- herra kvaðst ekki kannast við þær til- lögur að samningi sem hér væru nefndar. „Það er of sterkt, að tala um, að samningaviðræður séu í gangi á milli þessara aðila en það er rétt að skipst hefur verið á upplýsingum. Af- staða aðila hefur verið að skýrast á grundvelli þeirra. Af þeim upplýsing- um sem ég hef fengið finnst mér að rekstur Leikfélags Íslands sé með þeim hætti að ekki sé skynsamlegt að leggja í hann meira opinbert fé að óbreyttu.“ Að sögn Magnúsar Geirs nema heildarskuldir Leikfélags Íslands nú um 140 milljónum króna en á móti koma eignir félagsins þannig að nettó skuldastaða er nokkuð lægri. „Skuld- irnir eru fyrst og fremst til komnar vegna stofnkostnaðar og sjö ára rekstraruppbyggingar. Fyrir einu og hálfu ári runnu þrjú félög saman í Leikfélag Íslands. Markmið samrun- ans voru að styrkja félagið, ná hag- ræðingu í rekstri og endurfjármagna starfsemina. Á þeim tíma þóttu áætl- anir um endurfjármögnun raunhæf- ar en efnahagsástandið hefur ger- breyst á því eina og hálfa ári sem liðið er og stuðningur við rekstur á sviði lista er eitt af því fyrsta sem fyrir- tækin skera niður þegar svo árar,“ segir Magnús Geir. „Leikfélag Íslands hefur notið mikillar hylli leikhúsgesta og fengið að jafnaði milli 30 og 70 þúsund manns í leikhúsið árlega. Frá upphafi hefur félagið frumsýnt um 40 sýning- ar m.a. fjölda nýrra íslenskra verka, barnaleikrita og söngleikja. Félagið hefur staðið fyrir fjölda nýjunga svo sem sumarleikhúss, hádegisleiksýn- inga og hefur það lagt sig í líma við að ná til yngri áhorfenda. Við höfum á undanförnum þremur árum fengið samtals um 3 milljónir í styrk frá Reykjavíkurborg auk end- urgjaldslausrar notkunar á Iðnó. Í staðinn hefur borgin fengið kraftmik- ið leikhús. Það var auðvitað ánægju- leg viðurkenning á starfi okkar að í ár hækkaði styrkurinn í 5 milljónir, á næsta ári verður hann 6,5 milljónir og árið 2003 verður hann 10 milljónir. Við höfum farið fram á að samning- urinn verði framlengdur um tvö ár og ríkið a.m.k. jafni hlut borgarinnar. Í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2002 er gert ráð fyrir 35 milljónum til sjálf- stæðrar leikstarfsemi. Þar af fær Hafnarfjarðarleikhúsið 10 milljónir frá ríki og 11 milljónir frá Hafnar- fjarðarbæ. Okkur þykir ekki ósann- gjarnt að Leikfélag Íslands njóti þess sama og það ágæta leikhús.“ Magnús Geir segir að í umræðu um hugsanlegan stuðning við Leik- félag Íslands sé mikilvægt að hlut- irnir séu settir í samhengi. „Við höf- um haldið úti öflugu leikhússtarfi í sjö ár með mjög litlum stuðningi hins opinbera. Við erum í samkeppnisum- hverfi þar sem tvö stór opinber leik- hús njóta hárra styrkja.“ Á þeim sjö árum samtals sem Leikfélag Íslands og Flugfélagið Loftur hafa starfað hafa opinberir styrkir til þeirra numið um 35 millj- ónum króna. Samanlögð framlög hins opinbera til Þjóðleikhússins og Leik- félags Reykjavíkur nema frá 1994 samtals um fjórum og hálfum millj- arði króna. Í báðum tilfellum er kostnaður við húsnæði undanskilinn. Magnús Geir segir að vissulega sé þarna ólíku saman að jafna en engu að síður telji hann óskir Leikfélags Íslands hógværar. „Þetta er á endanum spurning um menningarpólítik hins opinbera. Á leikhúslífið að einskorðast við tvö op- inber leikhús, eða á að veita svigrúm fyrir aðra flóru samhliða?“ „Án stuðnings hættir Leik- félag Íslands starfsemi“ Morgunblaðið/Arnaldur „Verðum að hætta starfsemi Leikfélags Íslands að óbreyttu,“ segir Magnús Geir Þórðarson. UNDIR fyrirsögninni Ferðalög: Rússland efndi hið brátt 20 ára gamla tvíeyki Sigurðar Halldórsson- ar og Daníels Þorsteinssonar til leiks í Salnum á laugardaginn. Viðfangsefnin voru verk eftir rússnesku 20. aldar meistarana Sjostakovitsj og Schnittke. Að hve miklu leyti stílrænn hlustvænleiki þeirra var tilneyddur vegna Stalíns og arfleifðar harðstjórnar hans fram að Glasnost og Perestrojku 9. ára- tugar skal ósagt. Hitt er lýðum ljóst sem kynnzt hafa, að fáir kompónist- ar frá þeim tíma, þegar módernism- inn náði hámarki í vestri, hafa náð að höfða jafnsterkt til bæði vitsmuna og tilfinninga hlustandans og þessir annars gjörólíku höfundar. Ekki sízt á vettvangi þess sem kallað hefur verið innsti kjarni listmúsíkur, kammertónlistarinnar. Það var því undrunarefni að sjá sætaframboð Salarins aðeins nýtt að einum sjötta. Dettur manni helzt í hug að slag- skuggi nýjustu heimstíðinda hafi aftrað mörgum frá að mæta er vissu af fyrri reynslu, að þessum tónskáld- um var sjaldan hlátur í hug undir niðri í tjáningu sinni, þótt af öðrum og staðbundnari orsökum væri. Ýtt var úr vör með fyrstu sónötu Volgu- Þjóðverjans Alfred Schnittke fyrir selló og píanó frá 1978. Schnittke átti því þrefalda láni að fagna í óláni þrúgandi starfsumhverfis og hjart- veiki að ná að lifa Bresjneff-tímann, eignast fjölda djarfra og færra flytj- enda heima fyrir og vera þýzkumæl- andi og eiga þannig auðveldara með að ná sambandi við Vesturlönd. Þrátt fyrir það var hann nánast óþekktur í vestri þar til á 9. áratug. Þríþætt sónatan kvað eiga tónmáli Sjostakovitsjar töluvert að þakka, enda þykja „fjölstíla“-sérkenni Schnittkes þar minna áberandi en í seinni sónötunni frá 1994. Þetta var sérlega áhrifamikið verk. Fyrsti þáttur (Largo) angaði af nærri róm- antískri dulúð. II. (Presto) með grjóthörðum stak-grisjuðum píanó- korðum sínum og sísuðandi tremóló- sellóboga minnti á ólgandi eril í stálsmiðju, og drungaleg kyrrð Fín- alsins var með því al-„expressífasta“ sem um getur í slíkum verkum í sam- stilltri meðferð þeirra félaga. Sjost- akovitsj kom víðar við í textavali til tónsetningar en halda mætti; tveim árum fyrir rómönsusvítu hans við ljóðaerindi Aleksandrs Blok tón- klæddi hann t.a.m. rússneskan gálgahúmor fyrir bassasöngvara og píanó úr grínblaðinu Krokodil. Í Blok-tónlistinni fyrir sópran og pí- anótríó frá 1967 gæti þáttafjöldinn hafa ráðizt af samsetningarmögu- leikum undirleikshljóðfæranna þriggja, því þeir eru alls sjö, eða í flutningsröð: selló – píanó – fiðla – s.+p. – f.+p. – f. og loks öll þrjú sam- an. Það kæmi ekki á óvart ef svítan yrði senn talin með merkari söngva- bálkum 20. aldar, því innblásið hug- vit og fjölbreytt andrúmshrif tónlist- arinnar voru fáu lík, nema vera skyldi fremstu perlum Schuberts. Reyndar var ekki laust við að ljóð- ræn svartsýnin í textum Bloks (í prósaþýðingu Árna Bergmann) gæti stundum minnt á Vetrarferð Müll- ers. Verkið var allt hið prýðilegasta flutt með aðstoð gestanna Mörtu Guðrúnar Halldórsdóttur sóprans og Sifjar Tulinius fiðluleikara, og stóðu helzt upp úr „ójöfnu“ númerin, þ.e. Söngur Ófelíu (1.), Við vorum saman (3.), Stormurinn (5.) og Tónlist (7.); hið síðasta undursamleg ljúfsár elegía. Eftirtektarvert var hvað Mörtu hefur aukizt raddfylling og hlýleiki frá því er maður heyrði hana fyrst, og verður ekki annað sagt en fari henni afskaplega vel; aðeins vottaði fyrir skrækum rómi á efstu toppnótum í Spáfuglinum Hamajún (2.). Seinni sellósónata Schnittkes (1994) var fimmþætt og kom undrrit- uðum ekki eins aðgengilega fyrir og nr. 1, en var þó að mörgu leyti áhrifa- mikið verk, einkum I. (Senza tempo) og IV. (Allegro), eini glettni ljós- geislinn í þessari annars feigðar- syrtu drungasmíð. Hin öllu kunnari og 60 árum eldri Sónata Sjostako- vitsjar Op. 40 í fjórum þáttum lauk dagskránni við hæfi á léttari nótum. Prokofjefskulegu módúlasjónir hins angurværa I. þáttar voru unun á að hlýða í flutningi þeirra Sigurðar og Daníels, er náðu eftirtektarverðri styrksamstillingu með slaghörpunni á hálfu loki. Sérstaklega var kraftur og fjör yfir „nornarokknum“ í II. þætti, og þó að helzti Akkilesarhæll sellistans, skyndistökk upp í hæstu pósísjónir, kæmi stundum nokkuð áberandi fram, var túlkun þeirra í heild gædd frísklegri innlifun og heilbrigðri músíkalskri formkennd. Rússneskur gálgahúmor TÓNLIST S a l u r i n n Schnittke: Sellósónötur nr. 1 & 2. Sjostakovitsj: Rómönsusvíta; Sellósónata Op. 40. Daníel Þor- steinsson, píanó; Sigurður Hall- dórsson, selló. Gestir: Marta Guð- rún Halldórsdóttir, sópran; Sif Tulinius, fiðla. Laugardaginn 6. október kl. 16. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson  FÁLKINN er kominn út og er þetta annað tölublað tímaritsins. Meðal efnis í blaðinu er pistill Sal- varar Nordal um siðferðilegt ímynd- unarafl, tvö frumort ljóð Matthíasar Johannessen (Haustið fer að og Hús í vesturbænum), sagt er frá íslenska fálkanum, heimsfrumsýning á nýj- ustu málverkum Erró, pistill Mariko Margrétar Ragnarsdóttur frá Tók- ýó, Einar Már Guðmundsson rithöf- undur gengur inn í sögusvið sitt á Grillinu á Sögu, Hilmir Snær Guðna- son hugleiðir list leikarans o.m.fl. Tímarit EKKERT verður af því að Krist- inn Sigmundsson bassasöngvari taki þátt í flutn- ingi Szenen aus Göthes Faust eftir Robert Schumann með Sinfóníuhljóm- sveitinni í Boston undir stjórn Seiji Ozawa í Banda- ríkjunum síðar í mánuðinum, eins og ráð var fyrir gert. Fimm tónleikar voru fyrirhugaðir; þrír í Boston og tveir í Carnegie Hall í New York, og verða þeir haldnir en Ozawa hefur ákveðið að breyta efnisskrá þeirra vegna árásanna á New York og Washington í síð- asta mánuði. Í stað verks Schu- manns verður flutt Sálumessa eftir Berlioz. Kristinn syngur því ekki á þessum tónleikum. Að sögn Kristins bíða hans þó á næstu árum fleiri verkefni vest- anhafs, meðal annars í óperuhús- unum í Houston í Texas og í San Francisco. Syngur ekki í Carnegie Hall Kristinn Sigmundsson Kristinn Sigmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.