Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Tilboð! Verðdæmi: King áður kr. 184.350 nú kr. 136.420 Queen áður kr. 134.900 nú kr. 99.840 Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433. SATÍN NÁTTFÖT með bómullarvernd frá kr. 2.900 Náttskyrtur án bómullarverndar frá kr. 1.000 ÞAÐ hefur ekki farið mikið fyrir pí- anóverkum eftir Richard Wagner á almennum píanótónleikum, nema þá helst að leiknar hafa verið umskriftir eftir Franz Liszt. Í tónverkaskrá Wagners (WWV) er að finna 16 titla píanóverka og eru þau þrjú fyrstu glötuð, þrjár sónötur í d, og f moll, frá 1829 og sú þriðja í B-dúr, fyrir fjórar hendur, frá 1831. Þessara verka er getið í Mein Leben og Die Rote Brief- tasche, sem eru endurminningar og dagbók, skrifaðar af Wagner en hvor- ug skrifin þykja áreiðanleg og munar oft miklu í sumum tilfellum. Þegar hugað er að gerð píanótón- listar í upphafi rómantíska tímans, er vert að hafa það í huga, að um það leyti er píanóið í raun að verða til (Ér- ard 1808, Double-escapement og Hawkins, járnharpan) og þá verður hljómurinn, margvísleg blæbrigði og tækniútfærslur hans, mikilvægt efni til yrkja í, eða eins og unga fólkið í dag kallar, að þá „spáðu menn í sándið“ eins og tölvutónskáldin gera í dag. Þeir sem hafa agað hugsun sína við kontrapunktiska tónlist og heiðstefnu klassíska tímans, segja lítið tónefni eftir í rómantísku tónlistinni, þegar hljómaumbúnaðurinn er numinn burt, ef til vill aðeins lítil laglína og hún á stundum smá í sér. Það er ekki sanngjarnt að bera þessar tónlistarstefnur saman, því hljómurinn í rómantísku tónlistinni er veruleiki, sem skipti miklu máli, þeg- ar leikið var á hið nýja hljóðfæri, pí- anóið, sem var aðalhljóðfærið hjá tón- skáldum eins og Schumann, Chopin, og Liszt. Píanóverkin eftir Wagner bera þess merki, að hljómurinn og mótun hans er mikilvægur þáttur í tónsmíðinni, þó Wagner hafi ekki ráð- ið yfir sams konar leiktækni og píanó- tónskáldin. Á tónleikum, sem haldnir voru á vegum Wagner-félagsins á Íslandi, í Norræna húsinu, s.l. laugardag, voru eingöngu flutt píanóverk eftir Rich- ard Wagner (1813–83) og hófust tón- leikarnir á eins þáttar sónötu í As-dúr (WWV 83), saminni 1853 og tileink- aðri frú Wesendonck, þar sem heyra má margt er einkennir tónlist meist- arans. Annað verkið var Ástmeyjar- valsinn (WWV 88) í Es-dúr, saminn 1854 og tileinkaður Maríu, systur Matthildar Wesendonck. Þriðja verk- ið var Elegia í As-dúr, sem annað hvort var samin 1859 eða 82 og síðan Albumblatt (WWV 64) í E-dúr, samið 1840 og tileinkað Ernst Benedikt Kietz ( ekki Liets eins og stendur í efnisskrá). Þrjú síðast nefndu verkin voru öll mjög stutt en síðan kom lang- ur Adagio-þáttur, úr „Stóru sónöt- unni“ (WWV 26) sem samin var 1831. Þetta er langdregið verk og þar má heyra tónhugmyndir er minna á ým- islegt úr tónmáli Beethovens en um þetta leyti var Wagner mjög upptek- inn af tónlist Beethovens og hafði árið áður (1830) umritað fyrir tvö píanó þá „níundu“ eftir meistarann. Pólonesan í D-dúr (WWV 23a) og fantasían í fís- moll (WWV 22) eru báðar frá sama ári og stóra sónatan og þá er Wagner 18 ára tónlistarnemi. Fantasían er viða- mikið verk, nokkuð langt og að form- skipan ekta fantasía, og áhugavert á köflum og ljóst að ekki fer leynt, að hinn ungi Wagner er sérlega efnilegt tónskáld. Nina Kavtaradze er góður píanó- leikari og mótaði hún þessi verk á mjög músíkalskan máta og gerði allt fyrir þau í hraða og styrkleika, sem hægt er að gera og dró oft á tíðum fram töluvert skýrar andstæður, í annars einlitu tónmáli verkanna, sem á köflum er ekki auðvelt, þar sem heildargerð þeirra er mjög einhliða hljómræn. Það væri þess vert að heyra Ninu Kavtaradze leika aðra tónlist, þó þessir tónleikar væru fyrir margt sérlega fróðlegir og góð viðbót við það sem flestir þekkja af verkum þessa sérstæða snillings. Þetta voru ágætir tónleikar og skemmtilegt framlag af Richard Wagner-félaginu að standa að þessari kynningu á mjög svo afskiptum þætti í menningarframlagi Wagners, nefni- lega, að Wagner hafi samið tónlist fyrir píanó, þó það væru að mestu æskuverk, sem þó er vert að kynnast, vegna þeirra eigin ágætis og til að fá einhverja innsýn ínn í það með hvaða hætti tónskáld verður til. Hvernig tón- skáld verður til TÓNLIST N o r r æ n a h ú s i ð Nina Kavtaradze flutti píanóverk eftir Richard Wagner Laugardagurinn 6. október, 2001. PÍANÓTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson RÉTTINDASTOFA Eddu verður með stóran kynningarbás á bóka- sýningunni í Frankfurt, sem hefst á morgun, og hafa nú þegar verið bókaðir fundir með um níutíu for- leggjurum frá ýmsum heimshorn- um þar sem þeim verða kynnt verk eftir meira en sextíu íslenska höf- unda. Undanfarið hefur Edda gengið frá fjölda samninga um útgáfu á ís- lenskum barnabókum erlendis eft- ir Andra Snæ Magnason, Guðrúnu Helgadóttur, Brian Pilkington, Ingibjörgu Sigurðardóttur og Ragnheiði Gestsdóttur. Forlögin sem um ræðir eru á Norðurlönd- unum, öðrum Evrópulöndum og í Austur-Asíu. Nýverið var samið við júgóslavneska forlagið Izdav- acka Kuca Draganic um útgáfu á Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helga- dóttur og Brian Pilkington var fyr- ir skömmu seld til kóreska forlags- ins BIR. Fyrr á þessu ári var gengið frá samningum um danska útgáfu á bók Guðrúnar Helgadótt- ur, Ekkert að marka!, við bóka- forlagið Klim í Danmörku. Önnur bók sem Brian Pilkington skreytir myndum, Blómin á þakinu, eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur, hefur verið seld til kóreska forlagsins Jaeum & Moeum Publishing. Þá hefur Réttindastofa Eddu gengið frá samningi við danska forlagið Gad um útgáfu á Hlunki eftir Bri- an Pilkington. Útgáfuréttur á bók Ragnheiðar Gestsdóttur, Leikur á borði, hefur verið seldur til sænska bókaforlagsins Liber. Hún verður meðal annars notuð innan skóla- kerfisins þar í landi í tengslum við fræðslu um einelti. Réttindastofa Eddu fer með samninga- og kynningarmál fyrir hönd þeirra höfunda sem koma út á vegum Máls og menningar, Vöku-Helgafells, Forlagsins og Al- menna bókafélagsins. Útrás ís- lenskra barnabók- mennta ÞRJÁR bækur hafa verið tilnefndar á heiðurslista Íslandsdeildar IBBY- samtakanna og SÍUNG, samtaka barna- og unglingabókahöfunda innan rithöfundasambandsins, í tengslum við heimsþing samtak- anna sem haldið verður í Basel í Sviss næsta haust. Ert þú Blíðfinn- ur? Ég er með mikilvæg skilaboð eftir Þorvald Þorsteinsson, tilnefnd sem höfundarverk; Sagan af Bláa hnettinum, eftir Andra Snæ Magna- son, tilnefnd vegna myndlýsinga og umbrots Áslaugar Jónsdóttur og Sannleikann eða áhættuna eftir sænska höfundinn Anniku Thor, til- nefnd vegna þýðingar Sigrúnar Á. Eiríksdóttur. Margrét Sveinsdóttir, Þuríður Jóhannsdóttir og Sara Vilbergs- dóttir sátu í dómnefndinni. Þá var Guðrún Helgadóttir til- nefnd til H. C. Andersen-verð- launanna. Þetta er í annað sinn sem Guðrún er tilnefnd, en hún varð einnig fyrir valinu árið 1988, fyrst íslenskra rithöfunda. Á Bologna bókamessunni vorið 2002 verður tilkynnt hverjir hljóti verðlaunin. Þar verður sýning á bókum allra sem tilnefndir voru. Árið 2003 verða heiðurslistabæk- urnar á sýningu í Bologna. Báðar sýningarnar fara líka á þingið í Basel og síðan sem farandsýningar víða um heim. Á dögunum fékk Alþjóðahúsið á Íslandi að gjöf bækurnar sem útgef- endur létu félaginu í té þegar verið var að velja bækur á heiðurslistann. Bjarney Friðriksdóttir veitti við- töku gjöfinni, um 120 bókum alls. Áslaug Jónsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Þorvaldur Þorsteinsson og Sig- rún Á. Eiríksdóttir hlutu öll tilnefningar fyrir verk sín. Þrjár bækur tilnefnd- ar á heiðurslista IBBY HELLISBÚINN í leikstjórn Bjarna Hauks Þórssonar var frumsýndur hinn 26. september í Lilleström í Noregi við góðar viðtökur. Á norsku nefnist sýningin Hulemannen og er eftir Rob Becker en leikarinn er Sven Nordin, einn vinsælasti leikari Norðmanna um þessar mundir. Verkið var þýtt og staðfært af Erick Lie og Leif Helgeland. Bjarni Haukur er einnig framleið- andi sýningarinnar ásamt Thalia Teater, sem eru stærstu sjálfstæðu leikhúsframleiðendur í Noregi. Að sögn Bjarna Hauks fer sýning- in nú á leikferð um tíu borgir í Nor- egi og verður sýnt um 50 sinnum fram að jólum. „Svo er ætlunin að hefja sýningar í Victoria-leikhúsinu á Karls Jóhannsgötunni í miðbæ Oslóar í janúar 2002.“ Bjarni kveðst mjög ánægður með viðtökur við sýningunni. „Dómar hafa verið mjög jákvæðir en fjöl- miðlar á hverjum stað fjalla um sýn- inguna jafnóðum og hún kemur til þeirra. Við verðum því komnir með gott safn af umsögnum þegar við komum til Oslóar eftir áramótin.“ Hellisbúinn hefur nú verið settur upp á Íslandi, í Danmörku og Noregi og að sögn Bjarna Hauks verður verkið sett upp í Svíþjóð og Finn- landi á næsta ári. Leikstýrir Hellis- búanum í Noregi MEÐAL bóka sem koma út hjá bókaútgáfunni Sölku í haust eru fyrstu skáldsögur tveggja kvenna. Hátt uppi við Norðurbrún er fyrsta skáldsaga Hlínar Agnarsdótt- ur, leikstjóra og leikskálds. Í til- kynningu útgefanda segir að Hátt uppi við Norðurbrún sé snargeggjuð nútímaskáldsaga sem greinir frá lífi og örlögum Öddu Ísabellu, sem rek- ur míní-geðdeild uppi í rúmi í svefn- herberginu sínu. Rúmið hennar gef- ur vel af sér bæði mannauð og peninga og þaðan stjórnar hún lífi sínu og annarra. Adda Ísabella er sérfræðingur í sannleikanum um aðra, en saga hennar er aðeins sönn að einu leyti – hún er ekki þroska- saga. Medúsan heitir fyrsta skáldsaga Oddnýjar Sen, en sagan er að sögn útgefanda samofin úr minningum og ímyndunarafli. Þar segir frá litríkum æviferli Maríu, sem er hálf rússnesk, og elst upp í óvenjulegu umhverfi á umrótstímum. Frásögnin fylgir Maríu í gegnum menntaskólaárin og síðan víða um heiminn. Hvar sem hún fer bíða hennar ótrúleg ævin- týri, hún kynnist fjölmörgu óvenju- legu fólki en rauði þráðurinn í lífi hennar er ástin í sínum margvíslegu myndum. Oddný hefur áður skrifað viðtalsbækur og ævisögur – Kín- verskir skuggar, Á flugskörpum vængjum og Úr sól og eldi. Bókaútgáfan Salka í haust Tvær nýjar skáldsögur ♦ ♦ ♦ FYRSTU háskólatónleikar vetrar- ins verða í Hátíðarsal Háskóla Ís- lands á morgun, miðvikudag, kl. 12.30. Þá leika Rússíbanar efni af nýjum geisladiski, Gullregninu. Efn- ið, sem er í þeim alþjóðlega heims- tónlistarstíl sem þeir hafa tileinkað sér, er þjóðleg balkan- og klezmer- tónlist í bland við kunn verk klass- ísku meistaranna. Rússíbana skipa þeir Guðni Franzson sem leikur á klarinett, Einar Kristján Einarsson á gítar, Jón Skuggi sem leikur á bassa, Matthías M.D. Hemstock á slagverk og Tatu Kantomaa sem spilar á harmóníku. Rússíbanar á háskólatónleikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.