Morgunblaðið - 09.10.2001, Side 54

Morgunblaðið - 09.10.2001, Side 54
UM TVÖ hundruð iðnaðarmenn, að staðaldri, vinna nú hörðum hönd- um við að fullklára Smárabíó í tæka tíð fyrir opnun þess á morg- un. Verkið er og ærið, fimm stórir og myndarlegir salir, búnir fullkomn- asta aðbúnaði. Samtals taka sal- irnir um 1.000 manns í sæti og eru sömu gæðin í þeim öllum, þ.e. hvað varðar hljóð og mynd. Fylgt var sömu boðorðum og tíðkast hafa undanfarið í kvik- myndahúsafræðunum, að miða fremur að gæðum og vellíðan gesta en fjölda. M.ö.o. eru sætin í söl- unum færri en Íslendingar eiga að venjast en rýmið þeim mun betra, breiðari sæti og bilið milli þeirra meira. Auk þess er hægt að halla öllum sætum aftur. Í sölunum eru þrenns konar sæti. Í sal 1 og 2 eru sæti með örmum sem hægt er að rétta upp, þannig að úr geta orðið nokkurs konar parasæti. Salir 4 og 5 eru breiðari og hvert með sína arma og salur 3 er svokallaður „lúxussalur“ útbúinn 71 leðursófa af Lazy-Boy-gerð. Miðaverð í þann sal verður hærra eða 1.600 krónur en innifalin verður 300 króna út- tekt í sælgætissölu eða áfengur drykkur að eigin vali en Smárabíó er fyrsta kvikmyndahús landsins sem fengið hefur vínveitingaleyfi og mun hafa bjór og léttvín á boð- stólum. Aðalopnunarmynd Smárabíós verður stórmyndin Moulin Rouge sem farið hefur sigurför um heim- inn síðan hún var frumsýnd fyrst á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Myndarinnar hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu en Evr- ópubúar hafa neyðst til þess að bíða hennar í allt sumar. Það verður því um tvöfaldan glaðning að ræða þegar myndin verður frumsýnd hér á landi í spánnýju bíói. Aðrar opn- unarmyndir bíósins eru Final Fant- asy, byltingarkenndur, tölvuteikn- aður vísindatryllir og talsetta teiknimyndin Pétur og kötturinn. Smárabíó tekur á sig mynd Reuters Nicole Kidman og Ewan McGregor hafa hlotið mikið lof fyrir leik, dans og söng í Moulin Rouge. Smárabíó var ennþá í umbúðunum er ljósmyndara bar að garði. Það þarf mörg handtök til þess að koma upp eins stóru bíói og Smárabíói. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri kvikmyndadeildar Norðurljósa, lýsir nýja stoltinu í húsakynnum nýrrar Skífuverslunar sem verður opnuð í Smáralind á morgun. Morgunblaðið/Golli FÓLK Í FRÉTTUM 54 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SJÁLFSÆVISAGA Victoriu Beckham er á toppi metsölulistans í Englandi og treður þar með Robbie Williams í annað sætið. Talið er að fram- koma hennar og eigin- mannsins boltalipra David Beckham í sjón- varpsþættinum Parki- son hafi þar skipt sköp- um, en þátturinn dró að sér rúmar níu millj- ónir áhorfenda! Það gekk samt ekki eins vel á heimavelli hennar, í tónlist- inni, þar sem Kylie tók hana í annað sinnið í bakaríið. Báðar gáfu út breiðskífu fyrir viku og búist var við harðri baráttu um toppsætið í Englandi. Reyndin varð hinsvegar sú að Kylie fór örugglega á toppinn með plötu sína Fever en fyrsta sóló- plata Victoriu, VB, náði ekki nema tíunda sætinu. Á smáskífulistanum heldur Kylie í toppsæt- ið þriðju vikuna í röð en missir það nú að öll- um líkindum í hendur sjálfskipaðs konungs poppsins Mich- ael Jackson sem gaf út fyrsta lag sitt í fjögur ár, „Rock My World“, í gær. Victoria við áritun bókarinnar vinsælu. Gleði og sorg hjá Victoriu Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.