Morgunblaðið - 09.10.2001, Side 13

Morgunblaðið - 09.10.2001, Side 13
eðlilegt horf og greinilegt að fólk sé farið að jafna sig. Verslunareigend- ur telji að ástæða þessa tímabundna samdráttar hafi einfaldlega verið áfallið sem fólk varð fyrir frekar en að um væri að ræða hræðslu við að vera á ferli. Líklegt er að fréttirnar af atburðunum hafi haft lamandi áhrif á fólk og þess vegna hafi það dregið að versla, að mati Emils. Matvörukaupmenn urðu hins veg- ar ekki varir við neina breytingu á verslunarmynstri fólks eftir 11. september. Ekki hefur verið gerð tilraun til að greina hversu mikið verslunin dróst saman í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Áfengissala ÁTVR dróst saman um 7,44% í september Ýmislegt bendir til að áhrif hryðjuverkanna hafi m.a. komið fram í minnkandi áfengisneyslu meðal landsmanna. Sala ÁTVR á áfengi dróst saman í síðasta mánuði en engar skýringar liggja fyrir á þeim samdrætti, að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR. Minnk- aði sala á áfengi í lítrum talið í sept- ember um 7,44% samanborið við sama mánuð í fyrra. ,,Tölur okkar fyrir september eru mjög furðulegar. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma þar sem sala fell- ur í mánuði samanborið við sama mánuð á árinu á undan, án þess að við höfum nokkrar tiltækar skýring- ar á því,“ segir Höskuldur. omfr@mbl.is FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2001 13 ÞÓTT enn séu tæpar þrjár vikur til vetrar er farið að bera á hálku á vegum og ástæða til að vara öku- menn við varhugaverðum aksturs- aðstæðum á morgnana. Í gær missti ökumaður jeppabifreiðar stjórn á bifreið sinni á Suðurlandsvegi við Rauðavatn með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Ökumaður slasað- ist ekki. Mun þetta vera fyrsta slysið sem rakið er til hálku á þessu hausti á höfuðborgarsvæðinu. Stutt er síð- an kona missti stjórn á jeppabifreið sinni í N-Þingeyjarsýslu í hálku og slapp hún með minniháttar meiðsl. Ljósmynd/Unnar Erlingsson Slapp ómeidd- ur úr fyrsta hálkuslysinu SMÁRALIND, ný verslunar- miðstöð í Kópavogi, verður opnuð á morgun kl. 10.10 en af því tilefni verður haldin fimm daga opnunarhátíð í verslunar- miðstöðinni. Dagskrá hátíðar- innar fer að mestu leyti fram á tveimur stöðum í Vetrargarði Smáralindar en auk þess verða margvíslegar uppákomur um alla verslunarmiðstöðina sam- kvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Smára- lind. Þá kemur fram í fréttatil- kynningu að nýr vefur Smára- lindar hafi verið tekinn í gagnið en slóðin er www.smaralind.is. Vefurinn er þjónustu- og upp- lýsingavefur fyrir viðskiptavini Smáralindar og á honum eru helstu upplýsingar um verslun- armiðstöðina og hvaða verslan- ir og þjónustu þar er að finna. Á vefnum er m.a. yfirlitskort af Smáralind þar sem fram kem- ur hvar verslanir og þjónustu- aðilar eru í byggingunni. Fimm daga opn- unarhátíð LÖGREGLUNNI í Borgarnesi barst tilkynning á laugardag um grunsamlegar mannaferðir á Holtavörðuheiði. Síðdegis sama dag stöðvaði lögreglan síðan rjúpnaveiðimann sem hafði skotið 55 rjúpur á Holta- vörðuheiðinni. Þar sem rjúpna- veiðitíminn byrjar ekki fyrr en 15. október lagði lögreglan hald á rjúpurnar og skotvopn mannsins. Að sögn lögreglunnar hefur nokkuð borið á því síðastliðin ár að veiðimenn þjófstarti og fari of snemma til rjúpnaveiða. Hef- ur lögreglan haft töluvert eft- irlit með heiðum og fjallvegum í sínu umdæmi vegna þessa. Auk hefbundinna aðferða hefur lög- reglan einnig notast við eftirlit úr flugvél með góðum árangri og verður sá háttur hafður á í haust. 55 rjúpur og skotvopn tekin af veiðimanni SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað sr. Sigurð Ægisson sóknarprest á Siglu- firði til fimm ára. Valnefnd vegna skipunar sóknar- prests á Siglufirði komst ekki að ein- róma niðurstöðu og var málið sent biskupi Íslands til úrskurðar. Hann lagði til að sr. Sigurður Ægisson yrði skipaður í embættið og var það gert sl. föstudag, en auk sr. Sigurðar sóttu guðfræðingarnir Þórður Guðmunds- son, Halldóra Ólafsdóttir og Stefán Már Gunnlaugsson um stöðuna. Sr. Sigurður skipaður prestur á Siglufirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.