Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ SAUTJÁN mjólkurframleiðendur í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu hætta rekstri á þessu ári og virðist sem fækkun kúabúa haldi áfram eins og verið hefur undanfarin ár. Árið 1980 voru 233 innleggjendur mjólkur á svæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar, en verða 123 nú í árslok, og á svæði mjólkursamlagsins á Húsavík voru 152 innleggjendur 1980, en verða 72 í lok þessa árs. Þar með hafa 190 kúabú verið lögð niður frá árinu 1980, en á sama tíma hafa mörg bú stækkað umtalsvert svo ekki er um minnkandi mjólkurfram- leiðslu að ræða í öllum sveitum. Að sögn Guðmundar Steindórs- sonar, nautgriparæktarráðunautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, má reikna með að framleiðendur á Eyjafjarðarsvæðinu verði orðnir inn- an við eitt hundrað eftir fá ár ef sú þróun heldur áfram sem verið hefur. Í Kelduhverfi hefur mjólkurfram- leiðsla alfarið verið lögð niður, en þar voru lengi vel tveir framleiðendur eftir sem lögðu mjólk sína inn í sam- lagið á Húsavík. Á Tjörnesi voru 5 kúabú í upphafi þessa árs, en einn bóndi hefur lagt niður framleiðslu á árinu þannig að þau verða fjögur í árslok. Þróun þessi er nokkuð hraðari en menn héldu og á mörgum þeim býl- um þar sem kúabúskap hefur verið hætt hefur annar búskapur einnig verið lagður niður. Þá hefur því verið spáð að kúabú í Suður-Þingeyjar- sýslu verði innan við þrjátíu eftir tíu ár. Morgunblaðið/Atli Vigfússson Spáð er að kúabú í Suður-Þingeyjarsýslu verði innan við 30 eftir 10 ár. Mikil fækkun kúabúa á Norðausturlandi Laxamýri FRÁ því á vormánuðum hefur staðið yfir, á vegum Rauða krossins, und- irbúningsvinna vegna Þjóðahátíðar Austfirðinga sem verður á Reyð- arfirði laugardaginn 20. október nk. Þar munu Austfirðingar af erlendu bergi brotnir standa fyrir menning- arviðburðum af ýmsu tagi. Um þess- ar mundir býr á Austfjörðum fólk frá 35 löndum, alls um 300 manns. Dagskrá hátíðarinnar hefst í íþróttahúsinu á Reyðarfirði kl. 14. með ávarpi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, segir í frétta- tilkynningu. Tilgangur þjóðahátíð- arinnar er að auka samgang Aust- firðinga allra og draga fram í dagsljósið hvað aðkomufólk hefur fram að færa til samfélagsins annað en þau störf sem það sinnir. Á Þjóðahátíð Austfirðinga verður fjölbreytt skemmtidagskrá á sviði þar sem m.a. verður boðið uppá dans, söng, hljóðfæraleik og fleira. Þá verða kynningar á þjóðlönd- unum með fjölbreyttum hætti, m.a. þjóðlegum réttum. Íslensk menning verður kynnt á sérstökum bás. Þjóðahátíð Austfirðinga NÚ liggur hluti síldveiðiskipanna í höfn á Djúpavogi. Það hefur því ver- ið mikil umferð við höfnina. Þetta kemur þó ekki til af góðu því þau komu inn vegna brælu. Suðvestan- strekkingur hefur nú hamlað veiðum í tvær nætur. Fimm skip lágu við gömlu höfnina auk þess sem eitt línuskip var að landa. Tvö skip lágu inni á nýju höfninni við Gleðivík og er það vígsla á henni en hún var tilbúin til notkunar síð- astliðið sumar. Júpíter ÞH var því fyrsta fiskiskipið sem lagðist að bryggju í nýju höfninni, Grindvík- ingur GK og Ásgrímur Halldórsson bættust þar við skömmu síðar. Höfn- in mun breyta allri aðstöðu fyrir bræðslu Gautavíkur hf. á komandi loðnuvertíð. Við gömlu höfnina lágu Jóna Eðvalds SF, Svanur RE, Odd- eyrin EA, Steinunn SF, Örn KE og línuveiðarinn Fjölnir ÍS var að landa. Auk þeirra lá Björg Jónsdótt- ir úti á firði. Síldarskipin hafa verið að veiðum í Berufjarðarál og aflabrögð verið sæmileg en mættu vera betri að sögn skipverja. Koma skipanna lífgar upp á bæj- arlífið þó svo að menn hefðu kosið að þau hefðu verið með síld innanborðs. Morgunblaðið/Sólný Síldarflotinn í biðstöðu Djúpivogur Tækið er notað til að brenna fyrir æðar við skurðaðgerðir í stað þess að binda fyrir eins og áð- ur var gert. Svipað tæki hefur ver- ið til á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja en það er komið til ára sinna. Klúbburinn styrkti á starfsárinu ýmis önnur samtök og félög. LIONESSUKLÚBBUR Keflavíkur færði nýlega Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Force Ez brennara sem notaður er við aðgerðir í kvið- arholi. Með fylgihlutum er verð- mæti gjafarinnar hátt í 900 þús- und krónur. Lionessur og stjórnendur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja við tækið. Gefa æðabrennara til HSS Keflavík RÚNA í Mangó, eða Rúna Reynis, er nafn sem heyrist ósjaldan nefnt á götum Keflavíkur. Guðrún Reynis- dóttir er 35 ára verslunareigandi, en hún hefur átt verslunina Mangó síð- astliðin 7 ár og rekið af miklum myndarskap og dugnaði. Verslunin, sem hefur verið við Hafnargötu 32 síðan 1998, hefur get- ið sér gott orð víða um land og ekki þá síst í höfuðborginni og þónokkuð er um að konur og stúlkur geri sér ferð til Keflavíkur til að líta inn. Dót frá mömmu Rúna hefur lifað og hrærst í tísku allt frá því hún var 17 ára gömul og fór að vinna í tískuvöruverslunum í Keflavík og Reykjavík. En hvernig vildi það til að hún ákvað að opna eina slíka sjálf? „Hugmyndin um að opna tísku- verslun fyrir dömur kviknaði þegar ég kom heim eftir sumardvöl á Spáni 1994 og var uppfull af hugmyndum. Ég sá að það bráðvantaði verslun í Keflavík fyrir stelpur og ákvað að henda mér út í þetta. Ég veðsetti íbúðina mína, leigði húsnæði á Hafn- argötunni og innréttaði það með dóti úr kompunni hjá mömmu. Pabbi hjálpaði mér að mála og gera klárt, en þetta var nú hálfgerð „búlla“ til að byrja með. Það má segja að ég hafi hitt á hár- réttan tíma til að opna verslunina, en ég efast um að þetta væri hægt í dag. Þeir sem opna slíkar verslanir um þessar mundir þurfa að gera það með pomp og prakt og láta arkitekta sjá um hönnunina. Ég byrjaði strax þá að láta sauma fatnað á saumastofunni Liljunum í Keflavík, eftir mínum eigin hug- myndum ásamt því sem ég sá í tíma- ritum og blöðum. Ég hef alltaf haft ákveðnar skoðanir á því hvernig föt eiga að líta út og jafnan gert breyt- ingar á þeim fötum sem ég hef keypt í gegnum tíðina. Ég myndi ekki vilja standa í þessu nema hafa saumastofu því þar get ég látið sérsauma, breyta og bæta eftir þörfum og óskum viðskiptavinanna. Ég tek aðallega inn vörur frá London og París og ferðast þangað að meðaltali um átta sinnum á ári, en svo er ég líka með vörur sem ég fæ í Reykjavík, svo sem merkin Gas og Diesel.“ Röð á útsölunum – Hvernig skýrirðu þessar geysi- legu vinsældir verslunarinnar? „Ég held að númer eitt sé gott starfsfólk sem fólk treystir. Svo hef- ur það líka mikið að segja að margt af því sem við höfum látið sauma er hvergi til annars staðar. Raunar var systir mín að hefja nám við Verslunarskóla Íslands um það leyti sem ég opnaði og hún gekk alltaf í fötum frá mér. Í kjölfarið komu margar vinkonur hennar hing- að til að kaupa inn og þannig spurð- ist þetta út. Það má líka geta þess að Dísa, sem sér um þáttinn Panorama á Stöð 2, er alltaf í fötum frá Mangó og það er mjög góð auglýsing. Þá hafa útsölurnar líka verið mjög vinsælar, en ég veit að fólk kann að meta góðar útsölur. Á þeim reyni ég að losna við allan umframlager, því ég hef ekkert að gera með einhver gömul föt í hrúgu á lager. Ég vil heldur að fólk geti notað fötin, enda er röð niður hálfa Hafnargötuna þegar útsalan er opnuð. Annars er það líka bara mikilli vinnu og góðum viðskiptavinum að þakka hvað þetta gengur vel.“ Mikill skóli Rúna varð ófrísk aðeins mánuði eftir opnun verslunarinnar og þurfti hún að ferðast víða til að kaupa inn fyrir Mangó á þeim tíma. „Ég var eiginlega alein í þessu öllu saman og stóð í búðinni alveg fram á síðasta dag meðgöngunnar. Þetta var náttúrlega mikil ábyrgð þar sem ég var með allt mitt undir í búðinni og hreinlega varð að láta það ganga, ásamt því að reyna að búa okkur mæðgunum gott heimili. Foreldrar mínir voru mér ómetanleg hjálp í gegnum þetta allt saman og hefur heimili þeirra verið annað heimili Telmu, dóttur minnar, allt frá upp- hafi, en hún er nú orðin sex ára. Það var enginn tími fyrir mig til að taka fæðingarorlof þar sem þetta var mín verslun og ég þurfti að fara utan frá Telmu þegar hún var aðeins þriggja vikna gömul. Það vildi svo heppilega til að Telma var alveg ótrúlega gott og meðfærilegt barn en annars var þetta mikill skóli,“ segir Guðrún. Konur víða að gera sér ferð í verslunina Mangó Hitti á réttan tíma Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir Guðrún Reynisdóttir, eigandi verslunarinnar Mangó í Keflavík. Keflavík DREGIÐ hefur verið úr aðgerðum eins og mögulegt er á sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Keflavík vegna verkfalls sjúkraliða. Aðeins eru gerðar aðgerðir á sjúk- lingum sem geta farið strax heim. Um það bil 40 sjúkraliðar eru í 30 stöðugildum við sjúkrahúsið. Allir eru í Sjúkraliðafélagi Íslands og eru því í öðru þriggja daga verkfalli fé- lagsins sem hófst aðfaranótt mánu- dags. Að vísu sótti sjúkrahúsið um og var í gær með undanþágur fyrir sjö sjúkraliða vegna brýnustu starfa. Að sögn Ernu Björnsdóttur, hjúkrunarforstjóra sjúkrahússins, eru nú gerðar aðgerðir á sjúklingum sem geta farið fljótlega heim til sín en ekki þeim sem þurfa að leggjast inn, nema í bráðatilvikum. Dregið úr aðgerðum Keflavík HREINSUN yfirborðsmann- virkja af Neðra-Nikkelsvæði í Njarðvík hefur verið boðin út. Verkið á að vinnast fyrir 15. febrúar í vetur. Neðra-Nikkelsvæði er gam- alt olíubirgðasvæði sem varn- arliðið er fyrir löngu hætt að nota. Það telst varnarsvæði en utanríkisráðuneytið hefur boð- ið Reykjanesbæ til samninga um sölu landsins eða leigu. Neðra-Nikkelsvæðið er í miðju Reykjanesbæjar, á milli byggð- arinnar í Njarðvík og Keflavík, og er áhugi á að nýta það sem framtíðarbyggingarland. Varnarliðið hóf í sumar að hreinsa burt neðanjarðar- mannvirki en ríkið tók að sér hreinsun yfirborðsmannvirkja. Framkvæmdasýsla ríkisins býður út hreinsunina fyrir hönd utanríkisráðuneytisins. Í auglýsingu kemur fram að fjar- lægja á fimm eldsneytistanka og jafnmörg hús, 3,6 kílómetra af eldsneytislögnum, fjögur hlaðin byrgi, 45 tréstaura, spennistöðvar, PCB-mengaðan jarðveg og fleira. Neðra-Nikk- elsvæðið hreinsað í vetur Njarðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.