Morgunblaðið - 16.10.2001, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.10.2001, Qupperneq 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 17 SÍÐASTLIÐINN laugardag var haldin mjög umfangsmikil björgun- aræfing á Snæfellsnesi. Um var að ræða landsæfingu slysavarnafélagsins Landsbjargar, en í henni tóku þátt björgunarsveitir frá öllum landshlutum. Auk þess sem fjöldi annarra viðbragðsaðila, svo sem lögregla, slökkvilið, heil- brigðis starfsmenn, Landhelgis- gæsla og varnarlið tóku þátt í æfing- unni. Margskonar krefjandi verkefni voru framkvæmd á æfingunni. Hér var að líkindum um að ræða einn umfangsmesta viðburð á sviði björg- unarmála sem verið hefur á þessu ári og voru hátt í 500 manns sem komu að æfingunni. Stór þáttur æfingarinnar var rústabjörgun, þar sem æfð var björgun fólks úr húsarústum í kjöl- far jarðskjálfta, sprenginga eða ann- arra hamfara. Voru björgunarsveitarmenn sam- mála um að í þjálfunarbúðunum á Gufuskálum væri besta aðstaðan til rústabjörgunar á Íslandi í dag. Sama dag voru þjálfunarbúðirnar á Gufuskálum vígðar formlega af Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra. Þóttu æfingarnar takast mjög vel og engin vandkvæði voru við fram- kvæmdina og gekk njög vel að reyna nýju aðstöðuna á Gufuskálum Aðalatriðið var að stefna öllum þessum fjölda björgunarmanna saman, og voru skipuleggjendur af- ar ánægðir með samæfinguna og samvinnuna sem náðist milli björg- unarsveita. Hér er æfð mannsbjörgun úr rústum. Morgunblaðið/Alfons Þyrla landhelgisgæslunnar hífir mann úr björgunarskipinu Björg. Mikil og krefjandi björgunaræfing Ólafsvík STAÐIÐ hefur yfir athugun á stofn- un húsnæðissamvinnufélags í Skaga- firði sem fyrst og fremst væri ætlað til að byggja og reka íbúðarhúsnæði fyrir eldra fólk sem er á síðari hluta starfsferils eða hætt störfum. Nefnd á vegum Félags eldri borgara og sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur unnið að þessu undanfarna mánuði. Þá hefur hópur annarra áhuga- manna verið að vinna að því sama, þó þannig að þar væri ekki aldursmark til þáttöku í byggingaráföngum. Á vegum þessara aðila verður efnt til fundar til kynningar á málinu. Verður hann haldinn í Félagsheim- ilinu Ljósheimum, miðvikudaginn 17. október kl. 16. Fundurinn er öllum opinn. Húsnæðissam- vinnufélag í Skagafirði ÞAÐ er orðinn árviss atburður að Rauða kross deildin á Skaga- strönd gefi yngstu nemendum grunnskólans reiðhjólahjálma. Pétur Eggertsson, formaður deildarinnar, kom í skólann og afhenti hjálmana og hjólaveifur en þetta mun vera í áttunda sinn sem hann kemur þannig færandi hendi í heimsókn til litlu krakk- anna. Fram að þessu hafa hjálmarnir verið gefnir á vorin áður en að- alreiðhjólatíminn gengur í garð en að þessu sinni fór afhendingin fram í byrjun október. Það hefur nefnilega komið í ljós oftar en einu sinni að hjálmarnir geta líka komið að góðum notum þegar krakkarnir eru að renna sér á sleðum, þotum eða skautum. Með Pétri í för var Sólrún Sig- urðardóttir skólahjúkrunarfræð- ingur sem sýndi krökkunum fram á notagildi hjálmanna með eggj- um og litlum hjálmi. Krakkarnir kunnu vel að meta gjöfina eða eins og einn þeirra sagði: „Vá mar, þarna var ég sko heppinn, það kom nebblega gat á gamla hjálminn minn í sumar.“ Morgunblaðið/Ólafur B. Skagastrandardeild RKÍ gefur reiðhjólahjálma Skagaströnd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.