Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 17 SÍÐASTLIÐINN laugardag var haldin mjög umfangsmikil björgun- aræfing á Snæfellsnesi. Um var að ræða landsæfingu slysavarnafélagsins Landsbjargar, en í henni tóku þátt björgunarsveitir frá öllum landshlutum. Auk þess sem fjöldi annarra viðbragðsaðila, svo sem lögregla, slökkvilið, heil- brigðis starfsmenn, Landhelgis- gæsla og varnarlið tóku þátt í æfing- unni. Margskonar krefjandi verkefni voru framkvæmd á æfingunni. Hér var að líkindum um að ræða einn umfangsmesta viðburð á sviði björg- unarmála sem verið hefur á þessu ári og voru hátt í 500 manns sem komu að æfingunni. Stór þáttur æfingarinnar var rústabjörgun, þar sem æfð var björgun fólks úr húsarústum í kjöl- far jarðskjálfta, sprenginga eða ann- arra hamfara. Voru björgunarsveitarmenn sam- mála um að í þjálfunarbúðunum á Gufuskálum væri besta aðstaðan til rústabjörgunar á Íslandi í dag. Sama dag voru þjálfunarbúðirnar á Gufuskálum vígðar formlega af Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra. Þóttu æfingarnar takast mjög vel og engin vandkvæði voru við fram- kvæmdina og gekk njög vel að reyna nýju aðstöðuna á Gufuskálum Aðalatriðið var að stefna öllum þessum fjölda björgunarmanna saman, og voru skipuleggjendur af- ar ánægðir með samæfinguna og samvinnuna sem náðist milli björg- unarsveita. Hér er æfð mannsbjörgun úr rústum. Morgunblaðið/Alfons Þyrla landhelgisgæslunnar hífir mann úr björgunarskipinu Björg. Mikil og krefjandi björgunaræfing Ólafsvík STAÐIÐ hefur yfir athugun á stofn- un húsnæðissamvinnufélags í Skaga- firði sem fyrst og fremst væri ætlað til að byggja og reka íbúðarhúsnæði fyrir eldra fólk sem er á síðari hluta starfsferils eða hætt störfum. Nefnd á vegum Félags eldri borgara og sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur unnið að þessu undanfarna mánuði. Þá hefur hópur annarra áhuga- manna verið að vinna að því sama, þó þannig að þar væri ekki aldursmark til þáttöku í byggingaráföngum. Á vegum þessara aðila verður efnt til fundar til kynningar á málinu. Verður hann haldinn í Félagsheim- ilinu Ljósheimum, miðvikudaginn 17. október kl. 16. Fundurinn er öllum opinn. Húsnæðissam- vinnufélag í Skagafirði ÞAÐ er orðinn árviss atburður að Rauða kross deildin á Skaga- strönd gefi yngstu nemendum grunnskólans reiðhjólahjálma. Pétur Eggertsson, formaður deildarinnar, kom í skólann og afhenti hjálmana og hjólaveifur en þetta mun vera í áttunda sinn sem hann kemur þannig færandi hendi í heimsókn til litlu krakk- anna. Fram að þessu hafa hjálmarnir verið gefnir á vorin áður en að- alreiðhjólatíminn gengur í garð en að þessu sinni fór afhendingin fram í byrjun október. Það hefur nefnilega komið í ljós oftar en einu sinni að hjálmarnir geta líka komið að góðum notum þegar krakkarnir eru að renna sér á sleðum, þotum eða skautum. Með Pétri í för var Sólrún Sig- urðardóttir skólahjúkrunarfræð- ingur sem sýndi krökkunum fram á notagildi hjálmanna með eggj- um og litlum hjálmi. Krakkarnir kunnu vel að meta gjöfina eða eins og einn þeirra sagði: „Vá mar, þarna var ég sko heppinn, það kom nebblega gat á gamla hjálminn minn í sumar.“ Morgunblaðið/Ólafur B. Skagastrandardeild RKÍ gefur reiðhjólahjálma Skagaströnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.