Morgunblaðið - 16.10.2001, Page 22

Morgunblaðið - 16.10.2001, Page 22
ERLENT 22 ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA varnarmálaráðu- neytið hefur staðfest að fjarstýrð sprengja villtist fyrir handvömm af leið á laugardag og hafnaði á íbúðar- hverfi í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Fregnir herma að minnst fjórir hafi týnt lífi. Miðunarkerfi sprengjunnar hafði verið stillt með það að markmiði að uppræta þyrlu eina á flugvellinum í Kabúl. Að sögn bandaríska varnar- málaráðuneytisins höfðu röng hnit hins vegar verið slegin inn í miðunar- búnaðinn með þeim afleiðingum að sprengjan hafnaði í 1,6 kílómetra fjarlægð frá skotmarkinu. Óstaðfest- ar fregnir herma að fjórir hafi fallið og átta særst þegar sprengjan, sem vó 900 kíló, lenti á íbúðarhverfi. Samkvæmt upplýsingaplaggi frá varnarmálaráðuneytinu er unnt að setja hnitin inn í miðunarbúnaðinn áður en flugvélin sem ber sprengjuna fer á loft. Áhöfnin getur breytt hnit- unum áður en sprengjan er látin falla. Þá er og með þessum búnaði unnt að tortíma skotmörkum með því að sér- sveitir merki þau á jörðu niðri. Skynj- arar um borð í þotunni læsa sig inn á merkin sem berast frá jörðu og ákvarða hnitin. Sprengjunni er stýrt til jarðar með aðstoð gervihnatta. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem óbreyttir borgarar falla frá því að Bretar og Bandaríkjamenn hófu árásir á Afganistan. Hinn 8. þessa mánaðar fórust fjórir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Kabúl þegar flugskeyti eða sprengja villtist af leið. Byggingin þar sem mennirnir héldu til var ekki langt frá fjarskiptaturni talibana-stjórnarinnar og er líklegt talið að hann hafi verið skotmarkið. Þá fullyrða talibanar að 200 manns hafi fallið á miðvikudag í þorpi nærri borginni Jalalabad í austurhluta landsins. Talsmenn herafla Breta og Banda- ríkjamanna segja að ógerlegt sé að staðfesta fullyrðingar talibana en hafna þeim ekki heldur. Mörg mistök í Júgóslavíu Í aðgerðum þeim sem herafli Bandaríkjamanna hefur stjórnað eða tekið þátt í á undanliðnum árum hef- ur ítrekað komið fyrir að óbreyttir borgarar hafi fallið fyrir mistök. Mörg slík mistök áttu sér stað þegar Bandaríkjamenn og Atlantshafs- bandalagið (NATO) höfðu afskipti af hernaði og fjöldamorðum í Júgóslav- íu og óbreyttir borgarar féllu einnig fyrir mistök í Persaflóastríðinu fyrir tíu árum.  Í mars í ár féllu sex menn í her- æfingum í Kúveit þegar flugmaður F/A-18-þotu fékk fyrirmæli um að kasta sprengju á skotmark sem reyndist vera varðturn.  Í maímánuði 1999 viðurkenndi Atl- antshafsbandalagið (NATO) að gerð hefði verið árás á þorpið Kor- isa í Kosovo. Júgóslavneskir emb- ættismenn sögðu að 87 manns af albönskum ættum hefðu fallið og meira en 100 særst. Talsmenn NATO sögðu að Korisa hefði verið stjórnstöð Júgóslavíuhers og gáfu í skyn að Serbar hefðu haft flótta- fólk þar í gíslingu í þeim tilgangi að fæla NATO frá sprengjuárásum.  Hinn 7. maí þetta sama ár gerðu flugvélar NATO árás fyrir hand- vömm á kínverska sendiráðið í Belgrad með þeim afleiðingum að þrír féllu. Síðar var leyniþjónust- unni, CIA, kennt um mistökin.  Sama dag sögðu talsmenn NATO að „mjög líklegt væri“ að sprengja hefði villst af leið og hafnað á íbúð- arhverfi. Júgóslavar sögðu þá 15 manns hafa fallið í bænum Nis.  Hinn 1. maí 1999 féllu 47 manns þegar eldflaug hæfði fólksflutn- ingabifreið nærri Pristina í Júgó- slavíu. NATO sagði að rútan hefði lagt af stað yfir brú sem búið var að merkja sem skotmark.  Fjórum dögum áður höfðu 20 óbreyttir borgarar týnt lífi í serb- neska bænum Surdulica en NATO sagði að sprengjan hefði verið ætl- uð herstöð í grenndinni.  Júgóslavar sögðu 17 manns hafa fallið í árás á járnbrautarlest nærri serbneska bænum Grdelica 12. apríl 1999. NATO staðfesti að gerð hefði verið árás á járnbrautarbrú og að járnbrautarlest hefði verið þar nærri. 300 falla í Bagdad Mannskæðustu mistök sem vitað er til að átt hafi sér stað á þessu sviði síðustu árin áttu sér stað árið 1991 þegar bandamenn blésu til mikillar herfarar í því skyni að frelsa Kúveit úr klóm innrásarliðs Saddams Húss- ein Íraksforseta.  Hinn 13. febrúar gerðu flugvélar bandamanna árás á loftvarnar- skýli í Bagdad. Meira en 300 óbreyttir borgarar fórust. Banda- ríkjamenn sögðu skýlið hafa verið stjórnstöð íraska hersins og að ekki hefði verið vitað að óbreyttir borgarar héldu þar til.  Í janúar sama ár féllu sjö banda- rískir landgönguliðar þegar flug- skeyti frá herþotu af gerðinni A-10 hæfði brynvarinn liðsflutninga- vagn þeirra.  Þremur árum síðar, í apríl 1994, fórust 26 manns þegar tvær bandarískar F-15-þotur skutu vegna mistaka niður tvær banda- rískar þyrlur yfir Írak. Óbreyttir borgarar falla vegna mistaka Staðfest að sprengja villtist af leið á laugardag og hafnaði á íbúðarhverfi Washington. AP. AP Íbúar nágrannaþorpa kanna rústir í þorpinu Karam sem er um 50 km vestur af borginni Jalalabad. Talibanar leyfðu á sunnudag vestrænum fréttamönnum að skoða rústir sem þeir sögðu vera eftir loftárásirnar. Reuters Afganskt barn á sjúkrahúsi í Jalala- bad. Talið er að barnið hafi særst í loftárásum á þorpið Karam. KUNNUR liðsmaður Hamas- hreyfingarinnar beið bana í gær í bílsprengingu í Nablus á Vestur- bakkanum, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Ísraelar fluttu her sinn frá borginni Hebron. Eru þeir grunaðir um morðið. Á sunnudag skaut ísraelsk leyni- skytta einn af leiðtogum Hamas- hreyfingarinnar til bana. Sá, sem lést í bílsprengingunni í gær, Ahmed Mershoud, var félagi í Hamas í Nablus, en Abed Rahman Hamad, sem skotinn var í fyrradag, var einn af helstu leiðtogum hreyf- ingarinnar í borginni. Ljóst þykir, að með morðunum hefur Ísr- aelsstjórn aftur tekið upp þá stefnu að myrða suma andstæðinga sína meðal Palestínumanna en hlé var gert á því í síðasta mánuði til að greiða fyrir vopnahléi. Þykir þetta áfall fyrir George W. Bush Banda- ríkjaforseta og stjórn hans en hann hefur lagt hart að Ísraelum og Pal- estínumönnum að ræðast við. Adbab Asfur, einn af leiðtogum Hamas í Nablus, sagði í gær, að morðin væru glæpur, sem staðfesti þá stefnu Ísraela að myrða menn úr launsátri. Hafa Ísraelar drepið um 50 Palestínumenn með þessum hætti og segjast gera það í sjálfs- varnarskyni. Yfirgefa stjórn Sharons vegna brottflutningsins Leiðtogar tveggja lítilla flokka þjóðernissinna, Beitenu-flokksins, sem sækir fylgi sitt til rússnesku- mælandi fólks, og Einingarflokks- ins, öfgafulls hægriflokks, sem nýt- ur mikils stuðnings fólks í gyðingabyggðunum í Palestínu, til- kynntu um helgina, að flokkarnir myndu segja sig úr stjórninni vegna brottflutnings ísraelska her- liðsins frá Hebron. Mun brotthvarf þeirra ekki verða til að fella stjórn Ariels Sharons forsætisráðherra en hins vegar þykir líklegt, að áhrif Verkamannaflokksins innan stjórn- arinnar muni aukast. Einn þingmanna flokkanna sagði, að þeir vildu koma í veg fyrir stofn- un sjálfstæðs ríkis Palestínumanna og Shaul Mofaz, yfirmaður ísr- aelska herráðsins, gagnrýndi líka brottflutning hersins frá Hebron. Segja ísraelskir fjölmiðlar, að Ben- yamin Ben Eliezer varnarmálaráð- herra hafi sett alvarlega ofan í við Mofaz fyrir að gagnrýna opinber- lega ákvarðanir ríkisstjórnarinnar. Bretar styðja palestínskt ríki Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sem lýst hefur yfir stuðn- ingi við árásir Bandaríkjamanna og Breta á Afganistan, átti í gær við- ræður við Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, og Jack Straw ut- anríkisráðherra í London. Straw sagði í viðtali við BBC, breska rík- isútvarpið, að breska stjórnin styddi stofnun sjálfstæðs, palest- ínsks ríkis og Blair sagði á sunnu- dag, að árásirnar á Afganistan yrðu að haldast í hendur við meiri árang- ur í átt til friðar í Miðausturlönd- um. AP Bílflakið eftir sprenginguna í Nablus í gærmorgun. Palestínumenn segja engan vafa leika á því, að Ísraelar hafi verið að verki. Ísraelar sak- aðir um morð á Hamas-liðum Nablus, Jerúsalem. AFP, AP. LÖGREGLA í Nígeríu staðfesti í gær að 18 manns hefðu fallið í átök- um sem urðu í borginni Kano um helgina í kjölfar útifundar sem múslímar héldu til að mótmæla loft- árásum Bandaríkjamanna og Breta á Afganistan. Um 200 manns hafa verið handteknir. Undanfarin 20 ár hefur oft komið til blóðugra átaka milli íslamskra og kristinna Níger- íumanna á þessum slóðum. Einnig kom til átaka í Pakistan, þar sem tveir féllu. Í Indónesíu, Suður-Afr- íku og fleiri löndum þriðja heimsins var efnt til mótmæla. Kveikt var í bílum, moskum og kirkjum í Kano en kyrrt var í borg- inni í gær. „Við múslímar í Nígeríu munum halda áfram að mótmæla meðan George Bush varpar sprengjum á Afganistan,“ sagði Nígeríumaðurinn Bilyaminu Mu- hammad, sem rekur skyndibitastað. „Og geti komið til átaka hér í Kano þá getur það gerst hvar sem er.“ Talsmaður stjórnvalda, Ibrahim Gwagarwa, sagði að ekki væru nein- ar sannanir fyrir því að átökin hefðu átt rætur í trúardeilum. Sjónarvott- ar sögðu á hinn bóginn að kristnir og múslímar hefðu æpt slagorð er þeir réðust á fólk sem þeir töldu vera annarrar trúar en þeir sjálfir. Hefðu múslímar borið spjöld með myndum af Sádi-Arabanum Osama bin Laden sem talinn er hafa staðið fyrir hryðjuverkunum í Bandaríkj- unum og víðar, þ. á m. í Kenýa og Tansaníu 1998. Myndir af honum voru einnig límdar á leigubíla og húsveggi. Ekki voru allir ákafir í að deila við granna sína. „Ég sé ekki George Bush, ég sé ekki bin Laden. Ég vil frið,“ sagði Seydou Muham- mad, miðaldra kaupmaður og músl- íma. Táragas í Djakarta Lögreglan í Indónesíu tók hart á þátttakendum í mótmælum gegn Bandaríkjamönnum í höfuðborginni Djakarta í gær. Var beitt táragasi og vatnsþrýstibyssum og skrifstofur róttækra samtaka umkringdar. Hengdur var upp borði við þing- húsið og var á honum mynd af George W. Bush Bandaríkjaforseta. „Eftirlýstur af þjóð múslíma,“ stóð á borðanum. Nokkur hundruð manns tóku þátt í mótmælunum og voru fleiri lögreglumenn á vettvangi. Rúmlega 200 milljónir manna búa í Indónesíu og eru flestir múslímar. Stjórn landsins hefur lýst áhyggjum af loftárásunum á Afganistan en ekki fordæmt þær. Víða mótmæli gegn loftárásum Bandaríkjamanna Blóðug átök í Nígeríu Kano, Djakarta, Teheran. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.