Morgunblaðið - 16.10.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 16.10.2001, Síða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. OKTÓBER 2001 27 HINN 24. september sl. var þing Evrópuráðsins sett, þar sem sæti eiga þingmenn kjörnir af þjóðþingum þeirra 43 Evrópuríkja, sem nú eru að- ilar að ráðinu. Við setningu þingsins var fórnarlamba hryðjuverkaárás- anna í New York og Washington minnst og síðan var lögð fram skýrsla um aðgerðir gegn hryðjuverkum, sem miklar umræður spunnust um. Næst- um einn þriðji hluti þingheims var á mælendaskrá. Meðalhóf Flestir þingfulltrúanna hófu mál sitt á því að votta aðstandendum þeirra er létust í hryðjuverkaárásun- um og bandarísku þjóðinni allri sam- úð og samstöðu. „Þær stundir eru fá- ar sem snerta allan heiminn. Morðið á John F. Kennedy var ein þeirra og at- burðirnir 11. september 2001 eru það líka,“ sagði Terry Davis, höfundur skýrslunnar, við upphaf umræðn- anna. Í máli hans og annarra kom fram að árásunum var ekki aðeins beint gegn Bandaríkjunum heldur einnig gildum Evrópuráðsins, s.s. lýð- ræði, mannréttindum og öryggi, grundvelli frjáls og opins samfélags. Þau gildi yrði að verja og grípa til gagnaðgerða. Flestir voru á því að við þær aðgerðir yrði að gæta meðalhófs, þ.e. ekki mætti ganga lengra en nauð- synlegt væri til að ná því markmiði sem stefnt væri að. Í því sambandi skipti máli hvernig tilgangurinn væri orðaður. Vöruðu sumir þingmann- anna við að tala um stríð og hefnd, réttara væri að segja að tilgangurinn væri sá að leita réttlætis. Sá tilgangur að leita réttlætis helgaði hins vegar ekki hvaða meðal sem væri. Til að mynda væru ofsóknir gegn múslím- um og fordómar í garð íslamskrar trúar gryfj- ur sem varast yrði að falla í, í kjölfar hryðju- verkanna. Kom fram að hugsanlega var það ein- mitt tilgangur hryðju- verkamannanna að Bandaríkin og Evrópa færu offari í gagnað- gerðum sínum, sem yrði til þess að íslamskir trú- bræður sameinuðust og það kæmi til langvar- andi árekstra milli þess- ara ólíku menningar- heima. Hryðjuverk skilgreind Sumir þingmenn höfðu á orði að skilgreina yrði hryðjuverk á alþjóða- vettvangi og lögðu fleiri en einn til að sú skilgreining yrði að vera rúm. Aðr- ir, t.a.m. Kilclooney lávarður, sem tal- aði um hryðjuverk af eigin reynslu, en 30 kúlur voru dregnar úr honum eftir hryðjuverkaárás írska lýðveldishers- ins fyrir nokkrum árum, lagði áherslu á að skilgreiningin yrði að vera skýr. Þannig sagði hann að hryðjuverka- menn væru ekkert annað en „þeir sem tækju að sér að drepa saklaust fólk“. Hins vegar væru alltaf vafatil- vik; voru uppreisnarmenn á Austur- Tímor t.d. hryðjuverkamenn eða frelsishetjur? Í sama streng tók sviss- neski þingmaðurinn Gross, sem benti á að ekki væru nema nokkur ár síðan litið hefði verið á Nelson Mandela sem hryðjuverkamann. Allmargir þingmann- anna hölluðust að því að skilgreina ætti hryðju- verk sem „glæp gegn mannkyninu“. Hugtak- ið „hryðjuverk“, eða réttara sagt hið erlenda samheiti þess, „terror- ismi“, felur í sér orðið „terror“ eða hræðslu. Það er ávallt meðal markmiða hryðju- verkamanna að skapa hræðslu og glundroða og kom skýrt fram í máli margra þing- manna að þeim mætti ekki takast það ætlun- arverk sitt. Grípa yrði til aðgerða til að skapa öryggi að nýju. Þannig sagði þingmaður fra Kýpur að jafnvel þótt baráttan gegn hryðjuverkum yrði langvinn og sársaukafull yrði hún að vinnast. Aðgerðir gegn hryðjuverkum Ýmsar aðrar tillögur voru um að- gerðir gegn hryðjuverkum. Rússnesk þingkona, Buratæva, lagði t.d. til að endurskoða ætti alþjóðalög um hryðjuverk og koma á alþjóðlegri ráð- stefnu um leiðir til að vinna sameig- inlega gegn hryðjuverkum. Hún hvatti jafnframt þjóðþingin til að setja lög um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum. Hryðjuverk hafa lengi átt sér stað í Evrópu, nægir hér að nefna samtök eins og ETA á Spáni, árásir tsjetsj- neskra hryðjuverkamanna í Moskvu og Baader Meinhof samtökin í Þýska- landi. Einn þingmaðurinn benti á að eitt af markmiðum síðastnefndu sam- takanna hefði verið að sanna að Þýskaland væri lögregluríki, en það hefði mistekist því Þjóðverjar hefðu barist gegn samtökunum á lýðræðis- legan máta. Taldi hann og fleiri þing- menn að gagnaðgerðir gegn hryðju- verkum yrðu að vera lýðræðislegar. Skiptar skoðanir voru um að hve miklu marki ætti að takmarka mann- réttindi, taka upp strangara útlend- ingaeftirlit eða hefta frjálsa för fólks. Sumum þingmannanna fannst það vera í góðu lagi í ljósi atburðanna í Bandaríkjunum, aðrir töldu að með því hefðu hryðjuverkamennirnir haft of mikil áhrif á vestræn þjóðfélög. Margir héldu því fram að skoða yrði vandlega ástæður fyrir hryðju- verkum og ráðast síðan að rótum vandans í hverju tilviki. Bent var á að hryðjuverk væru oft fjármögnuð með vopna-, eiturlyfja-, kvenna- og barna- sölu, sem yrði að uppræta með öllu. Tyrkneski þingmaðurinn Mutman varaði þó við að allar aðgerðir gegn hryðjuverkum væru fjárfrekar, höml- uðu framförum og gætu skapað efna- hagsvanda, e.t.v. enn eitt af markmið- um hryðjuverkamannanna. Því væri þörf á samvinnu. Að lokum Svör við sumum spurningum vekja nýjar, t.d.: hvaða dómstóll á að dæma í máli hryðjuverkamannanna þegar þeir finnast og hvaða refsing er hæfi- leg þeim til handa? Hvað refsingu varðar þá hefur lengi verið barist gegn dauðarefsingum innan Evrópu- ráðsins. Ljóst er hins vegar að Banda- ríkjamenn myndu dæma hryðju- verkamennina til dauða, sbr. aftöku hryðjuverkamannsins Timothy McVeigh, 11. júni sl., þ.e. þess sem sprengdi upp stjórnsýslubyggingarn- ar í Oklahoma. Það er undarleg til- viljun að einungis þrír mánuðir, upp á dag, líða milli aftöku (fram til þessa) mesta hryðjuverkamanns í sögu Bandaríkjanna og atburðanna í New York og Washington. Rétt er einnig að hafa í huga að McVeigh stóð einn á bak við sprengingarnar í Oklahoma. Spurning er einnig hvaða dómstóll ætti að dæma í máli hryðjuverka- mannanna. Er það dómstóll eða dóm- stólar í Bandaríkjunum sem koma til með að dæma í málinu eða er þetta mál sem kæmi fyrir hinn nýstofnaða Alþjóðaglæpadómstól í Róm? Í því sambandi er vert að geta að Banda- ríkjamenn hafa ekki undirritað Róm- arsamninginn. Þessum og fjölmorgum öðrum spurningum verður svarað þegar hin- ir seku hafa fundist. Hvað sem öðru líður þá má að lokum vel taka undir með búlgarska þingmanninum Lo- ufti, sem stakk upp á að 11. septem- ber yrði gerður að alþjóðlegum minn- ingardegi um þá sem létust í Bandaríkjunum. Umræður um hryðjuverk á þing- mannasamkomu Evrópuráðsins Ragnheiður Jónsdóttir Hryðjuverk Fjölmörgum spurn- ingum varðandi hryðju- verk verður svarað, segir Ragnheiður Jónsdóttir, þegar hinir seku hafa fundist. Höfundur er í starfsnámi við mannréttindadómstól Evrópu. Á VORDÖGUM var mér mikið hugsað til hennar Sölku Völku og aðbúnaðs verkafólks á hennar tímum. Hvernig atvinnurekendur gátu komist upp með að greiða lág laun og ekk- ert þegar illa áraði til sjávar og sveita. Ekki var það nýafstaðið verk- fall sjómanna sem olli þessu, þótt margt í þeirri umræðu minnti þar á. Nei, ég var að hugsa um samninga sem leikarar Þjóðleik- hússins samþykktu í febrúar. Góðir samningar Það má reyndar margt gott segja um þessa samninga. Stefnan í upphafi var að koma sem mestu af laununum inn í grunnlaun svo sem tíska er og þannig gera heildarlaunin sýnilegri. Með þessu móti hækkar t.d. yfir- vinnutaxti ef einhver yfirvinna er og jafnframt eftirlaun leikara. Ekki slæmt hvað varðar það síðarnefnda þar sem 6 leikarar fara á eftirlaun á næstu 2 árum og nokkrir eru þar fyr- ir. Eflaust má deila um hvort lokatöl- ur hafi verið nógu góðar – það ætla ég ekki að leggja beint mat á. Slæ því þó fram að eftir þá hækkun, sem tekur gildi 1. janúar á næsta ári get ég í fyrsta skipti íhugað að þiggja stöðu fastráðins leikara við húsið ef hún byðist – ég og bankinn minn mundum lifa það af. Laun lausráðinna Það sem mér blöskrar er sú stað- reynd að nú eru lausráðnir leikarar heilum níu launaflokkum neðar en þeir fastráðnu. Fáum að vísu tvo flokka um næstu áramót og auk þess 6% álag vegna lausráðningar. Það er sem sagt búið að semja um að leikari með sömu menntun, aldur og starfs- reynslu fái ekki sama kaup og sá við hliðina. Þetta er sérstaklega snautlegt þegar litið er til þess að sá lausráðni hefur aðeins 4 mánaða atvinnuöryggi, en er á sama tíma bundinn leik- húsinu að flestu leyti. Í stuttu máli eru ekki lengur greidd sömu laun fyrir sömu vinnu og ekki tekið neitt tillit til atvinnuöryggis hins lausráðna starfsmanns. Þetta er ekki bara lítið skref aftur á bak heldur kjaftshögg sem sendir lausráðna leikara aftur um tugi ára hvað launabaráttu varð- ar. Mér þætti gaman að sjá aðrar rík- istofnanir, hvað þá aðila á hinum frjálsa markaði, bjóða verkefnaráðn- um starfsmönnum slík kjör. Hlutur samninganefndanna Hver er ábyrgð starfsmanna fjár- málaráðuneytisins? Jú, þeir komu með þá dagsskipun að heildartalan mætti ekki fara yfir ákveðna upphæð. Fengu hana sjálfsagt hækkaða svona til að sýna vilja, en í lok dagsins þurfti að skera einhvers staðar niður ef mæta ætti kröfum leikara um laun fastráðinna. Og fulltrúar Þjóðleik- hússins fylgdu með. Að sögn samninganefndar leikara reyndu þau hvað þau gátu, fengu tvo flokka um næstu áramót, ákváðu svo að lengra yrði ekki náð. Þetta segjast þau hafa kynnt leikurum til hlítar. Miðað við hvernig atkvæðagreiðslan fór hlýt ég að draga það í efa. Leikarar Þjóðleikhússins Það voru svo leikarar Þjóðleikhúss- ins sem samþykktu. Ég ítreka; leik- arar Þjóðleikhússins – það er, aðeins þeir sem voru þar að störfum á þess- um tíma. Þar af voru lausráðnir leikarar að- eins 6. Í síðustu samningum ákváðu leik- arar Þjóðleikhússins að nýta sér ný lög sem heimiluðu starfmannafélög- um yfir ákveðinni stærð að kljúfa sig út úr heildarsamningum BSRB. Gera sjálfstæðan samning sem þótti nauð- synlegt þar sem erfitt getur verið að samræma 9-5 samninga við starf leik- arans. Til að þetta væri mögulegt þurftu lausráðnir leikarar, sem áður nutu forystu Félags íslenskra leikara, að ganga í hið nýstofnaða Leikara- félag Íslands, þ.e. félag leikara innan Þjóðleikhúss- ins, svo fjöldi félaga LÍ næði tilsettu lágmarki. Okkur í deild lausráðinna leikara hjá FÍL fannst þetta sjálfsagt ef þannig mætti ná betri heildarkjör- um fyrir alla. Það sem við áttuðum okkur ekki á var að við þessa breyt- ingu hafa okkar félagsmenn ekkert um samninga að segja, að frátöldum þeim fáu sem starfa við leikhúsið þá stundina þegar samningur er borinn undir atkvæði. Og leikarar Þjóðleikhússins sam- þykktu þennan hræðilega samning. Við þökkum stuðninginn! Hvað er til ráða? Mest lítið. Þar sem þessir samn- ingar voru samþykktir af til þess bærum aðilum geta lausráðnir leik- arar lítið gert. Lögin eru skýr þar um og við verðum einfaldlega að bíða næstu þrjú árin. Punktur. Við verðum að bíða með bundnar hendur og safna í sarpinn fyrir næstu átök. Þar munu lausráðnir leikarar von- andi endurheimta samningsrétt sinn – og ekki bara hjá Þjóðleikhúsinu, því svipað vandamál er til staðar hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þar eru að vísu sömu laun greidd fyrir sömu vinnu, en ekkert álag vegna lausráðn- ingar og einungis félagar í LA hafa atkvæðisrétt. Reyndar er örlítið atriði í þessum samningum þjóðleikhússleikara sem getur hjálpað til. Það er einmitt helsta tilefni þessara skrifa minna. Þjóðleikhússtjóra var gefið það vald að geta samið sérstaklega við einstaka leikara um hærri laun. Innan ákveðins fjárlagaramma. Líklega er þetta nú ætlað til þess að þjóðleikhús- stjóri geti haldið í sínar helstu stjörn- ur og við skulum ekki ímynda okkur að „aumur aukaleikari“ geti farið sjálfur fram á að njóta góðs af. Þess vegna sendi ég eftirfarandi áskorun: Áskorun Stefán Baldursson, þjóðleikhús- stjóri. Þessir starfsmenn gera Þjóðleik- húsinu kleift að bjóða upp á mun öfl- ugra leikhús en fjárhagsáætlun gæfi húsinu með fastráðna leikara ein- göngu. Ég skora á þig að sýna laus- ráðnum leikurum við Þjóðleikhúsið þá virðingu að bjóða þeim sömu laun og fastráðnum hið minnsta. Ég skora á þig, Geir H. Haarde, að veita þjóðleikhússtjóra það fjárhags- lega svigrúm sem þarf til að mæta þessu. Hér er um sáralitlar upphæðir að ræða, en smánarblett á einni helstu menningarstofnun landsins. Áskorun til þjóðleikhússtjóra og fjármálaráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson Kjaramál Það sem mér blöskrar er sú staðreynd, segir Vilhjálmur Hjálm- arsson, að nú eru laus- ráðnir leikarar heilum níu launaflokkum neðar en þeir fastráðnu. Höfundur er leikari og fleira og stjórnarmaður í deild lausráðinna leikara hjá FÍL. BROSTE - HAUST 2001 Blómaverkstæði Betu, Hafnarf. Huggulegt heima.... er heitast í dag M O N S O O N M A K E U P litir sem lífga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.