Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ins sé fyrst og fremst að þakka auk- inni framlegð af rekstri sem hefur hækkað jafnt og þétt allt þetta ár. Smám saman sé að skila sér sú mikla vinna sem lögð hefur verið í að hag- ræða í rekstri félagsins sem hefur falist í sameiningu fyrirtækja, flutn- ingi á framleiðslutækjum, fækkun starfsfólks og þau samlegðaráhrif sem fylgja. Þá segir að verkefna- staða félagsins sé nú mun betri en á sama tíma í fyrra. Breytt skipulag rekstrarins Að undanförnu hefur stjórn Sæ- plasts hf. unnið að því að marka stefnu félagsins og jafnframt því hef- ur skipulagi rekstrarins verið breytt. Markmið þeirra skipulagsbreyt- inga sem ákveðnar hafa verið eru að auka vægi markaðsstarfs og efla sölustarfsemi til að ná betri nýtingu á framleiðslutækjum fyrirtækisins, að koma á skipulagi sem tryggir markaðshugsun, frumkvæði og framsýni og að skilgreina betur ábyrgð á framkvæmd stefnu fyrir- tækisins hvað varðar afkomu á ein- stökum sviðum, sífellda þróun og hagkvæmni í framleiðslu og rekstri. Starfsemi Sæplasts hf. verður framvegis skipt í fjögur svið þ.e. tvö markaðssvið, framleiðslusvið og fjármálasvið. Framkvæmdastjóri markaðssviðs matvælaiðnaðar verð- ur Guðmundur Þór Gunnarsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Sæ- plasts hf. í Kanada. Framkvæmda- stjóri markaðssviðs flota og bauja verður Herbert Gartz sem verið hef- ur markaðsstjóri í Noregi. Fram- leiðslusvið annast samhæfingu allrar framleiðslu félagsins og rekstur allra verksmiðjanna og verður Steinþór Ólafsson, forstjóri Sæplasts, jafn- framt framkvæmdastjóri fram- leiðslusviðs. Unnið er að ráðningu framkvæmdastjóra fjármálasviðs. Auk þess mun stjórnarformaður Sæplasts hf., Pétur Reimarsson, verða í fullu starfi hjá félaginu við stjórnun, samræmingu og stefnu- mörkun. SÆPLAST hf. var rekið með rúm- lega 15 milljóna króna hagnaði fyrstu níu mánuði ársins. Veltufé frá rekstri var þá um 203 milljónir króna. Hagnaður á 3. ársfjórðungi var um 10 milljónir króna og veltufé frá rekstri tæpar 100 milljónir. Í til- kynningu frá Sæplasti kemur fram að veltufé frá rekstri hefur aldrei verið meira á þriggja mánaða tíma- bili hjá félaginu og nemur eftir fyrstu níu mánuði ársins um 1,56 kr. á hverja krónu nafnvirðis hlutabréfa. Tekjur félagsins voru orðnar um 1.925 milljónir króna í lok september og þar af voru um 644 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi. Tekj- urnar hafa aukist um 20% frá sama tíma í fyrra sem er svipað og fyrstu 6 mánuði ársins. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 277 milljónir króna og þar af var hagnaðurinn 121 milljón króna á þriðja ársfjórðungi. EBITDA var um 14,4% fyrstu 9 mánuði ársins og 18,7% á þriðja ársfjórðungi. Á sama ársfjórðungi árið 2000 var þetta hlut- fall 11,8% og fyrir það ár í heild um 12,1%. Afskriftir eru um 150 milljónir króna og hagnaður fyrir fjármagns- liði því um 128 milljónir króna fyrstu 9 mánuði ársins en var 93 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Á 3. árs- fjórðungi var hagnaður fyrir fjár- magnsliði tæp 71 milljón króna en var 22 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Fjármagnsgjöld eru tæpar 93 milljónir króna á fyrstu 9 mánuðum ársins og hagnaður tímabilsins að teknu tilliti til skatta og hlutdeildar minnihluta eru 15,4 milljónir króna en var um 5 milljónir á sama tíma ár- ið 2000. Á þriðja ársfjórðungi var hagnaðurinn 10 milljónir króna en á sama ársfjórðungi árið 2000 var um 18 milljóna króna tap á rekstrinum. Eignir Sæplasts hf. hækkuðu um 227 milljónir króna frá áramótum til septemberloka og þar af hækkuðu veltufjármunir um 197 milljónir króna. Eigið fé var 722 milljónir króna í lok tímabilsins og hafði hækkað um 41 milljón frá áramótum. Eiginfjárhlutfall er því 29%. Skuld- irnar voru 1.768 milljónir króna og hækkuðu um 187 milljónir króna frá áramótum. Veltufjárhlutfall er 1,51. Í tilkynningu Sæplasts segir að sá bati sem komi fram í rekstri félags- Veltufé Sæplasts frá rekstri aldrei meira Davíð Odds- son á fundi í London BRESK-ÍSLENSKA verslunarráð- ið efnir til hádegisfundar í London næstkomandi þriðjudag, 6. nóvem- ber, og er ræðumaður fundarins Davíð Oddsson forsætisráðherra. Fundurinn er haldinn í samvinnu við sendiráð Íslands í London og fer hann fram í húsnæði þess, 2a Hans Street. Fundarefnið er þróunin í ís- lenskum efnahagsmálum og sam- skipti Íslands við Evrópu. Fundur- inn hefst kl. 12.15 og er gert ráð fyrir að honum ljúki um kl. 14. Til fund- arins er boðið félagsmönnum í bresk-íslenska verslunarráðinu, fulltrúum breskra fyrirtækja og stofnana og ýmsum öðrum sem tengjast viðskiptum landanna. Bresk-íslenska verslunarráðið Microsoft nær sáttum MICROSOFT og bandaríska dóms- málaráðuneytið hafa væntanlega náð sáttum í máli sem ráðuneytið höfðaði gegn fyrirtækinu fyrir brot á lögum gegn auðhringamyndun. Saksóknarar 18 fylkja Bandaríkj- anna hafa ekki undirritað samkomu- lagið en fara nú yfir hvort fallast eigi á þær bætur sem lagt er til að Micro- soft greiði á næstu fimm til sjö árum, að því er heimildir AP-fréttastofunn- ar herma. Dómsmálaráðuneytið og Microsoft munu hins vegar þegar hafa komist að samkomulagi um innihald og orðalag samningsins. Dómari framlengdi í gær til þriðjudags frest þeirra ríkja sem taka þátt í lögsókn gegn Microsoft til að ákveða viðbrögð við samningi Microsoft og bandaríska dómsmála- ráðuneytisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.