Morgunblaðið - 03.11.2001, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ins sé fyrst og fremst að þakka auk-
inni framlegð af rekstri sem hefur
hækkað jafnt og þétt allt þetta ár.
Smám saman sé að skila sér sú mikla
vinna sem lögð hefur verið í að hag-
ræða í rekstri félagsins sem hefur
falist í sameiningu fyrirtækja, flutn-
ingi á framleiðslutækjum, fækkun
starfsfólks og þau samlegðaráhrif
sem fylgja. Þá segir að verkefna-
staða félagsins sé nú mun betri en á
sama tíma í fyrra.
Breytt skipulag rekstrarins
Að undanförnu hefur stjórn Sæ-
plasts hf. unnið að því að marka
stefnu félagsins og jafnframt því hef-
ur skipulagi rekstrarins verið breytt.
Markmið þeirra skipulagsbreyt-
inga sem ákveðnar hafa verið eru að
auka vægi markaðsstarfs og efla
sölustarfsemi til að ná betri nýtingu
á framleiðslutækjum fyrirtækisins,
að koma á skipulagi sem tryggir
markaðshugsun, frumkvæði og
framsýni og að skilgreina betur
ábyrgð á framkvæmd stefnu fyrir-
tækisins hvað varðar afkomu á ein-
stökum sviðum, sífellda þróun og
hagkvæmni í framleiðslu og rekstri.
Starfsemi Sæplasts hf. verður
framvegis skipt í fjögur svið þ.e. tvö
markaðssvið, framleiðslusvið og
fjármálasvið. Framkvæmdastjóri
markaðssviðs matvælaiðnaðar verð-
ur Guðmundur Þór Gunnarsson sem
verið hefur framkvæmdastjóri Sæ-
plasts hf. í Kanada. Framkvæmda-
stjóri markaðssviðs flota og bauja
verður Herbert Gartz sem verið hef-
ur markaðsstjóri í Noregi. Fram-
leiðslusvið annast samhæfingu allrar
framleiðslu félagsins og rekstur allra
verksmiðjanna og verður Steinþór
Ólafsson, forstjóri Sæplasts, jafn-
framt framkvæmdastjóri fram-
leiðslusviðs. Unnið er að ráðningu
framkvæmdastjóra fjármálasviðs.
Auk þess mun stjórnarformaður
Sæplasts hf., Pétur Reimarsson,
verða í fullu starfi hjá félaginu við
stjórnun, samræmingu og stefnu-
mörkun.
SÆPLAST hf. var rekið með rúm-
lega 15 milljóna króna hagnaði
fyrstu níu mánuði ársins. Veltufé frá
rekstri var þá um 203 milljónir
króna. Hagnaður á 3. ársfjórðungi
var um 10 milljónir króna og veltufé
frá rekstri tæpar 100 milljónir. Í til-
kynningu frá Sæplasti kemur fram
að veltufé frá rekstri hefur aldrei
verið meira á þriggja mánaða tíma-
bili hjá félaginu og nemur eftir
fyrstu níu mánuði ársins um 1,56 kr.
á hverja krónu nafnvirðis hlutabréfa.
Tekjur félagsins voru orðnar um
1.925 milljónir króna í lok september
og þar af voru um 644 milljónir
króna á þriðja ársfjórðungi. Tekj-
urnar hafa aukist um 20% frá sama
tíma í fyrra sem er svipað og fyrstu 6
mánuði ársins. Hagnaður fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði (EBITDA)
var 277 milljónir króna og þar af var
hagnaðurinn 121 milljón króna á
þriðja ársfjórðungi. EBITDA var
um 14,4% fyrstu 9 mánuði ársins og
18,7% á þriðja ársfjórðungi. Á sama
ársfjórðungi árið 2000 var þetta hlut-
fall 11,8% og fyrir það ár í heild um
12,1%.
Afskriftir eru um 150 milljónir
króna og hagnaður fyrir fjármagns-
liði því um 128 milljónir króna fyrstu
9 mánuði ársins en var 93 milljónir
króna á sama tíma í fyrra. Á 3. árs-
fjórðungi var hagnaður fyrir fjár-
magnsliði tæp 71 milljón króna en
var 22 milljónir króna á sama tíma í
fyrra.
Fjármagnsgjöld eru tæpar 93
milljónir króna á fyrstu 9 mánuðum
ársins og hagnaður tímabilsins að
teknu tilliti til skatta og hlutdeildar
minnihluta eru 15,4 milljónir króna
en var um 5 milljónir á sama tíma ár-
ið 2000. Á þriðja ársfjórðungi var
hagnaðurinn 10 milljónir króna en á
sama ársfjórðungi árið 2000 var um
18 milljóna króna tap á rekstrinum.
Eignir Sæplasts hf. hækkuðu um
227 milljónir króna frá áramótum til
septemberloka og þar af hækkuðu
veltufjármunir um 197 milljónir
króna. Eigið fé var 722 milljónir
króna í lok tímabilsins og hafði
hækkað um 41 milljón frá áramótum.
Eiginfjárhlutfall er því 29%. Skuld-
irnar voru 1.768 milljónir króna og
hækkuðu um 187 milljónir króna frá
áramótum. Veltufjárhlutfall er 1,51.
Í tilkynningu Sæplasts segir að sá
bati sem komi fram í rekstri félags-
Veltufé Sæplasts frá
rekstri aldrei meira
Davíð Odds-
son á fundi
í London
BRESK-ÍSLENSKA verslunarráð-
ið efnir til hádegisfundar í London
næstkomandi þriðjudag, 6. nóvem-
ber, og er ræðumaður fundarins
Davíð Oddsson forsætisráðherra.
Fundurinn er haldinn í samvinnu við
sendiráð Íslands í London og fer
hann fram í húsnæði þess, 2a Hans
Street. Fundarefnið er þróunin í ís-
lenskum efnahagsmálum og sam-
skipti Íslands við Evrópu. Fundur-
inn hefst kl. 12.15 og er gert ráð fyrir
að honum ljúki um kl. 14. Til fund-
arins er boðið félagsmönnum í
bresk-íslenska verslunarráðinu,
fulltrúum breskra fyrirtækja og
stofnana og ýmsum öðrum sem
tengjast viðskiptum landanna.
Bresk-íslenska
verslunarráðið
Microsoft
nær sáttum
MICROSOFT og bandaríska dóms-
málaráðuneytið hafa væntanlega náð
sáttum í máli sem ráðuneytið höfðaði
gegn fyrirtækinu fyrir brot á lögum
gegn auðhringamyndun.
Saksóknarar 18 fylkja Bandaríkj-
anna hafa ekki undirritað samkomu-
lagið en fara nú yfir hvort fallast eigi
á þær bætur sem lagt er til að Micro-
soft greiði á næstu fimm til sjö árum,
að því er heimildir AP-fréttastofunn-
ar herma. Dómsmálaráðuneytið og
Microsoft munu hins vegar þegar
hafa komist að samkomulagi um
innihald og orðalag samningsins.
Dómari framlengdi í gær til
þriðjudags frest þeirra ríkja sem
taka þátt í lögsókn gegn Microsoft til
að ákveða viðbrögð við samningi
Microsoft og bandaríska dómsmála-
ráðuneytisins.