Morgunblaðið - 03.11.2001, Síða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 21
MIÐHRAUN 11
535 6600
FAXAFEN 12
588 6600
LÆKJARGATA 4
561 6800
GLERÁRGATA 32
461 3017
Að geta leikið
sér úti í vetur...
...er mikið hitamál
hjá krökkum
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
•
0
4
5
8
2
•
sía
TAP Húsasmiðjunnar hf. fyrstu níu
mánuði ársins 2001 nam 24,7 milljón-
um króna og samkvæmt tilkynningu
frá félaginu stafar tapið fyrst og
fremst af gengistapi að upphæð 417,1
milljón króna vegna skuldbindinga fé-
lagsins í erlendri mynt. Að öðru leyti
var reksturinn á tímabilinu í ágætu
samræmi við rekstraráætlun.
Tap félagsins fyrstu sex mánuði
ársins nam 161,4 milljónum króna.
Rekstrartekjur Húsasmiðjunnar hf.
námu 6.762 milljónum króna fyrstu
níu mánuði ársins og rekstrargjöld
tímabilsins námu 6.112 milljónum
króna. Hagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnsgjöld var 650,3 milljónir
króna, eða sem svarar til 9,6% af
rekstrartekjum.
Fram kemur í tilkynningu félags-
ins að varúðarniðurfærsla viðskipta-
krafna er aukin um 43 milljónir króna
frá síðastliðnum áramótum og var
upphæð hennar í lok tímabilsins 110
milljónir króna. Á tímabilinu voru af-
skrifaðar viðskiptakröfur að upphæð
25,8 milljónir króna. Fjármunatekjur
námu 387,2 milljónum króna og fjár-
magnsgjöld 432,3 milljónum.
Sem fyrr segir nam gengistap
417,1 milljón króna og hrein fjár-
magnsgjöld á tímabilinu námu um
437,3 milljónum króna. Áhrif fyrir-
hugaðrar lækkunar tekjuskatts úr
30% í 18% um næstkomandi áramót á
tekjuskattsskuldbindingu félagsins
eru ekki sýnd í uppgjörinu, en í til-
kynningu félagsins segir að gangi
framangreindar breytingar eftir
megi reikna með að í ársuppgjöri
2001 komi fram um 140 milljóna
króna tekjufærsla vegna þeirra.
Eigið fé Húsasmiðjunnar hf. nam
3.096 milljónum króna hinn 30. sept-
ember síðastliðinn og hafði það hækk-
að um 138 milljónir króna frá 30. júní
síðastliðnum. Eiginfjárhlutfall var
31,2% í lok tímabilsins. Veltufé frá
rekstri nam 548,4 milljónum króna.
Viðskiptakröfur hækka um 976 millj-
ónir króna frá áramótum, en hækkun
viðskiptakrafna nam um 946 milljón-
um króna fyrstu sex mánuði ársins og
hefur því verulega dregið úr vexti
þeirra. Vörubirgðir voru um 1.750
milljónir króna í lok tímabilsins og
höfðu lækkað um 209 milljónir frá 30.
júní síðastliðnum. Vörubirgðir í upp-
hafi árs voru um 1.342 milljónir
króna.
Þrátt fyrir áframhaldandi veikingu
íslensku krónunnar og töluverða
óvissu um ýmsa aðra þætti er áhrif
hafa á afkomu Húsasmiðjunnar hf. er
stefnt að því að hagnaður verði á
starfsemi félagsins á árinu í heild, að
því er fram kemur í tilkynningu fé-
lagsins.
Rekstur Húsa-
smiðjunnar í sam-
ræmi við áætlun
REKSTRARTEKJUR Guðmundar
Runólfssonar hf. á tímabilinu jan-
úar–sept. 2001 námu alls 750 millj-
ónum króna. Að meðtöldum inn-
lögðum eigin afla og veiðafærasölu
til eigin nota nam heildarvelta fé-
lagsins 989 milljónum króna.
Hagnaður fyrirtækisins fyrir af-
skriftir og vexti var 204,6 milljónir
króna sem eru 27,3% af veltu.
Veltufé frá rekstri er 122 milljónir
króna. Samkvæmt rekstrarreikn-
ingi nam tap tímabilsins 14,3 millj-
ónum króna.
Gengistap félagsins var 246
milljónir og skýrir það aukningu í
fjármagnsgjöldum. Verkfall sjó-
manna hafði neikvæð áhrif á rekst-
ur félagsins. Tekjuskattsskuld-
binding nemur 145 milljónum kr. í
lok september 2001. Bókfært eigið
fé í lok tímabilsins nam 407,1 millj-
ón króna en þar af nemur hlutafé
137,4 milljón króna. Eiginfjárhlut-
fall í lok tímabilsins var 17,25%.
Meðalfjöldi starfa á tímabilinu var
100 og launagreiðslur og launa-
tengd gjöld 228,7 milljónir.
Tapið 14,3 milljónir
Guðmundur Runólfsson hf.