Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 25
Ericsson T39m
„MÓNA Lísa brúnna“, sem end-
urreisnarmaðurinn Leonardo da
Vinci teiknaði fyrir 500 árum, er
nú risin í Noregi þótt gagnrýn-
endur listamannsins hafi á sínum
tíma þvertekið fyrir, að smíðin
gæti gengið upp.
Leonardo teiknaði brúna árið
1502 og þá var fyrirhugað, að
hún spannaði Gullna hornið,
fjörð, sem gengur inn úr Hellu-
sundi vestanverðu og myndar
innri höfnina í Istanbúl. Átti hún
að vera 346 metra löng, lengsta
brú í heimi á þeim tíma, en Baja-
zet II soldán trúði því ekki, að
mannvirkið gæti staðið undir
sjálfu sér.
Nú er þetta sama mannvirki
risið sem göngubrú yfir E-18-
þjóðbrautina í Ási fyrir sunnan
Ósló en að vísu ekki nema 100
metra langt og átta metra hátt.
Er hún úr timbri og hvílir á
þremur límtrésbogum, sem liggja
langsum undir brúnni.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ein-
hverjum af byggingar- eða verk-
fræðilegum hugmyndum Leon-
ardos er hrint í framkvæmd. Af
þeim hafa verið gerð líkön en
ekki mannvirki í fullri stærð,“
segir norski listamaðurinn Ve-
bjørn Sand en hann segist hafa
orðið hugfanginn af brúnni er
hann sá líkan af henni 1995. „Það
bara varð að smíða þessa brú.“
Sand tókst að sannfæra ráða-
menn í samgönguráðuneytinu um,
að brúarsmíðin væri gerleg, en
upphaflega vildi hann, að hún
yrði úr steini. Það hefði þó orðið
mjög dýrt en kostnaður við tré-
brúna er um 142 milljónir ísl. kr.
Í tilefni af smíðalokunum efndi
Sand til veislu, sem hófst á
þriðjudagskvöld og stóð síðan í
alla fyrrinótt og fram á gærdag-
inn er Sonja drottning vígði
brúna.
AP
Leonardo-göngubrúin í Ási fyrir sunnan Ósló afhjúpuð. Við vígsluna
voru stórir kranar notaðir við að svipta tjöldunum af henni.
„Móna Lísa
brúnna“ vígð
Ósló. AP.
EINKAFYRIRTÆKI undir for-
ystu prófessorsins Kåre Berg
hefur sótt um leyfi til að setja á
fót gagnagrunn, sem hefði að
geyma erfðaupplýsingar um
rúmlega eina milljón Norð-
manna. Skiptar skoðanir eru í
Noregi um réttmæti slíkra gena-
banka.
Kåre Berg er prófessor í
genalækningum við háskólann í
Ósló og gegndi þar til nýlega yf-
irlæknisstöðu við sjúkrahúsið í
Ullevål. Fyrirtæki hans, Genova,
hefur sótt um leyfi hjá norskum
persónuverndaryfirvöldum til að
kortleggja gen íbúa í Hedmark,
Oppland og Buskerud. Samþykki
íbúar þátttöku verða tekin úr
þeim blóðsýni og ítarlegar
heilsufarsupplýsingar skráðar í
gagnagrunn Genova.
Markmið fyrirtækisins er að
varpa ljósi á orsakir ýmissa
sjúkdóma og í framhaldinu að
þróa lyf við þeim. Gera má ráð
fyrir að hlutar verkefnisins verði
unnir í samvinnu við opinbera
heilbrigðiskerfið, en Genova mun
samt sem áður hafa einkarétt á
niðurstöðum rannsóknanna og
hljóta allan arð af þeim.
Í frétt Aftenposten á miðviku-
dag segir að fyrirætlanir Genova
séu sambærilegar við starfsemi
deCODE á Íslandi.
Hugmyndir Bergs hafa hlotið
blendnar viðtökur í Noregi.
Aftenposten hefur í gær eftir
heilbrigðisráðherra Noregs,
Dagfinn Høybråten, að hann hafi
ekki farið yfir umsókn Genova
og geti því ekki tjáð sig um hana
að svo stöddu. Ráðherrann segir
þó ljóst að þörf sé á að endur-
skoða lög og reglugerðir á þessu
sviði.
Ýmsar spurningar
um réttmætið
Høybråten segir að almennt
vakni ýmsar spurningar um rétt-
mæti þess að einkaaðilar nýti sér
opinberar heilbrigðisupplýsing-
ar, en kveðst vera opinn fyrir
samstarfi við einkafyrirtæki að
vissum skilyrðum uppfylltum.
Geir Stene-Larsen, forstöðu-
maður norsku lýðheilsustofnun-
arinnar, er öllu neikvæðari og
segir það alvarlegt umhugsunar-
efni ef einkafyrirtæki eigi að fá
einkarétt á svo víðtæku rann-
sóknasviði. „Stórir hlutar hinnar
opinberu heilbrigðisþjónustu
hljóta að tengjast verkefninu og
því ætti hið opinbera einnig að
hafa einkaréttinn á niðurstöðun-
um. Um er að ræða sameiginleg-
an arf þjóðarinnar sem ætti að
koma samfélaginu til góða,“ seg-
ir Stene-Larsen. Hann kveðst
telja að upplýsingar um erfða-
efni eigi best heima í opinberum
skrám, en viðurkennir að ef
Norðmenn séu reiðubúnir að
veita einkafyrirtæki blóðsýni úr
sér geti enginn meinað þeim það.
Deilt um rétt-
mæti gena-
banka í Noregi