Morgunblaðið - 03.11.2001, Page 37

Morgunblaðið - 03.11.2001, Page 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 37 SELTIRNINGAR standa nú frammi fyr- ir þeirri staðreynd að í lok þessa kjörtíma- bils lætur Sigurgeir Sigurðsson af störfum eftir farsælan og ein- stakan feril sem spannar 37 ár í bæj- arstjórnarstólnum en í heildina hefur hann komið í 40 ár að sveit- arstjórnarmálum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum tíma í sögu Seltjarnarneskaup- staðar þar sem hröð og metnaðarfull upp- bygging hefur átt sér stað, eigin hitaveita hefur komist á laggirnar og bærinn varð jafnframt fyrstur til þess að einsetja skólana í þétt- býli. Þrátt fyrir að Sigurgeir láti af störfum mun sólin halda áfram að skína á Seltjarnarnesi og mark- mið sjálfstæðismanna á Nesinu að halda áfram að vinna ötullega að hagsmunum bæjarbúa eins og uppbygging í bænum ber vitni um. Íbúar Seltjarnarneskaupstaðar eru í grundvallaratriðum sammála um hvað myndar kjarna samfélagsins á Nesinu og hverjar áherslurnar eiga að vera. Þær einkennast með- al annars af því að fjölskyldan sé í fyrirrúmi þar sem skóla- og leik- skólastarfið er gott, virku æsku- lýðs- og íþróttastarfi auk þess sem virðing er borin fyrir þörfum þeirra eldri. Jafnhliða því þarf rekstur bæjarins að vera skilvirk- ur og endurspeglast það í lágum álögum á íbúana og eignir þeirra. Nokkur grundvallaratriði standa samt út af borðinu, ber þar fyrst að nefna að tekist hefur að verja sérstöðu og sjálfstæði bæjarfélags- ins sem hefur lagað þjónustukerfi sitt að þörfum bæjarbúanna. Í öðru lagi er einstakt náttúrufar og lífríki á Seltjarnarnesi þar sem ósnortin strandlengjan hefur feng- ið að njóta sín og svo hlýtur að vera krafan áfram og hafna öllum áformum um aukna íbúðarbyggð með landuppfyllingum sem kunna að raska viðkvæmri náttúru. Nátt- úrugæðin á Nesinu eru ekki færð til bókar eða eru þeim gerð reikn- ingsleg skil og okkur leyfast ekki nein mistök þegar að framkvæmd- um kemur. Ég mun verða í fylk- ingarbrjósti þeirra sem segja nei við því að náttúran á Nesinu verði fótum troðin. Skipulagsmálin á Seltjarnarnesi bera þess merki að landgæði eru af skornum skammti og því miður hefur ekki alltaf lánast að gera öllum til hæfis. Nú þegar skipulagning Hróflsskálamelsins stendur fyrir dyrum gera bæjarbúar þá kröfu að vel takist til enda staðurinn nánast miðpunkturinn í bæn- um með tengingu við skólana, íþróttamið- stöðina og aðrar stofnanir bæjarins. Í þéttleika byggðar á Seltjarnarnesi eru líka fólgnir möguleikar á breið- bandsvæðingu og mikilvægt er að næsta bæjarstjórn leiti leiða til þess að Seltjarnarnesbær taki for- ystu í upplýsingatækninni enda allar forsendur til þess. Í öllum bæjarfélögum hefur fé- lagsheimilið verið hornsteinn sam- félagsins þegar að menningar- og félagslífinu kemur og rétt að benda á að á næsta ári rennur út leigusamningur um rekstur félags- heimilisins sem hefur verið í út- leigu. Brýnt er að Seltirningar endurheimti félagsheimilið og nái þannig að skapa fjölmörgum fé- lögum og menningarstarfsemi á Nesinu aðstöðu til framtíðar. Oft hefur verið talað um að Sel- tjarnarnes sé draumabæjarfélagið og eftirsóknarvert að komast inn í gegnum „gullna hliðið“ og setjast þar að. Svo mun verða áfram enda hefur sjálfstæðismönnum á Sel- tjarnarnesi tekist að hámarka hag bæjarbúa með ábyrgum rekstri og skilningi á þörfum íbúanna og fyr- ir því mun ég beita mér áfram. Sólarmegin með Sigurgeiri Guðmundur Helgi Þorsteinsson Prófkjör Ég mun segja nei við því, segir Guðmundur Helgi Þorsteinsson, að náttúran á Nesinu verði fótum troðin. Höfundur er framkvæmdastjóri og gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Prófkjör Prófkjör sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi fer fram í dag 3. nóvember og birtast hér greinar af því tilefni. Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is. Í DAG halda sjálf- stæðismenn á Seltjarn- arnesi opið prófkjör í aðdraganda sveitar- stjórnarkosninga. Fimmtán einstaklingar eru í kjöri. Sem bæjar- fulltrúa og forseta bæj- arstjórnar er það mér ánægjuefni að svo margir hæfir einstak- lingar séu reiðubúnir að leggjast á eitt til að efla hag bæjarins enn frek- ar. Tel ég víst að í kjör- inu verði valinn sigur- stranglegur listi, sem líklegur er til afreka fyrir hönd bæjarbúa á nýju kjörtímabili. Hef ég ákveðið að gefa kost á mér í 1. sæti listans og leita eftir umboði kjósenda til að leiða hinn glæsilega hóp frambjóðenda í kosningabaráttunni í vor. Seltjarnarnes er gjarnan talið til best reknu bæjarfélaga landsins og jafnframt hinna eftirsóttustu. Megin- skýringin er að bæjaryfirvöldum hef- ur ávallt tekist að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu án þess að íþyngja þeim um of með álögum. Meginverk- efni nýrrar bæjarstjórnar verður að treysta hina sterku stöðu. Á sama tíma og við höfum metnaðarfulla framtíðarsýn verðum við að tryggja að hér séu skattar á íbúa þeir lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Á bæjarfulltrú- um hvílir sú skylda að nýta skattfé okkar með ábyrgum og árangursrík- um hætti og gera enn betur með minni tilkostnaði. Það felst mikill ávinningur í því að áfram verði jafneftirsótt að búa á Sel- tjarnarnesi, ekki síst í ljósi fasteigna- verðs, sem oft og tíðum endurspeglar drjúgan hluta af sparn- aði fólks. Þegar staðan er góð er mikilvægt að halda í horfinu, en við- leitnin hlýtur þó ávallt að vera, að gera betur, vera gagnrýnin á eigin frammistöðu. Í stjórnmálum leggur fólk gjarnan sérstaka rækt við einstaka mála- flokka, svo sem skóla, umhverfi, skipulag, þjónustu við aldraða, íþróttastarf og svo framsvegis. Ég er engin undantekning en þegar fólk gefur kost á sér til forystu fylgir sú krafa að það sé vakandi fyrir brýnum verk- efnum á öllum sviðum og gæti þess að eðlilegt jafnvægi sé á milli mála- flokka. Forystumaður er trúr sann- færingu sinni en ber einnig að vera talsmaður allra bæjarbúa og allra brýnna verkefna og hafa dómgreind til að greina á milli mikilvægis ein- stakra mála og hæfni til að forgangs- raða verkefnum með heill umbjóð- enda sinna og bæjarsjóðs að leiðarljósi. Metnaður og ábyrgð Hlutverk forystumanns er einnig að takast á við pólitíska andstæðinga og leiða samverkafólk sitt til sigurs í kosningum. Traust staða Sjálfstæðis- flokks á Seltjarnarnesi er ekki sjálf- gefin. Hún byggist á dómi kjósenda um frammistöðu okkar sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn og baráttunni í aðdraganda kosninga. Metnaður og ábyrgð eru lykilhug- tök sem ég vil að einkenni bæjarfélag- ið okkar. Metnaðurinn felst í því að gera Seltjarnarnesið að enn betri bæ fyrir okkur öll. Ábyrgðin felst í þeirri virðingu sem við auðsýnum verðmæt- um, hvort sem þau eru mannleg, um- hverfisleg eða fjármunir. Ég hvet alla Seltirninga til þátt- töku í opnu prófkjöri sjálfstæðis- manna í dag og nýta þar með gott tækifæri til að hafa áhrif á framtíð okkar allra. Sýnum metnað og ábyrgð Jónmundur Guðmarsson Höfundur er forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness og gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna. Seltjarnarnes Á bæjarfulltrúum hvílir sú skylda, segir Jón- mundur Guðmarsson, að nýta skattfé okkar með ábyrgum og árang- ursríkum hætti. ÉG STYÐ Ásgerði Halldórs- dóttur í fyrsta sæti í prófkjöri sjálf- stæðismanna á Seltjarnarnesi. Ég hef kynnst störfum hennar fyrir Gróttu undanfarin ár og hrifist af dugnaði hennar. Hún hefur einnig lagt áherzlu á að hjúkrunarheimili verði reist á Sel- tjarnarnesi og er því bæði málsvari æsk- unnar og eldri borgara á Nesinu. Ég styð Ásgerði Meyvant Meyvantsson, bifreiðastjóri, skrifar: Meyvant Meyvantsson www.isb.is Hundrað heppnir muggar Nú leikur lukkan vi› 100 lesendur Harry Potter bókanna. Dregi› hefur veri› úr töfrahattinum sem geymdi nöfn fleirra sem fyrir ári keyptu Harry Potter og fangann frá Azkaban í forsölu í hra›bönkum Íslandsbanka e›a á hagkaup.is. Hinir heppnu fá nú a› gjöf n‡ju bókina, Harry Potter og eldbikarinn, og geta sótt hana í Íslandsbanka á Kirkjusandi e›a haft samband vi› næsta útibú Íslandsbanka. Nöfn vinningshafanna er a› finna á isb.is og óskum vi› fleim til hamingju! vinna nýjustu bókina ÞAÐ hefur verið lán okkar Sel- tirninga að um áratugaskeið hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið hér um stjórnartaumana. Mikilvægt er að þar verði framhald á eft- ir næstu kosningar. Samkvæmt sam- þykkt fulltrúaráðs mun leiðtogi listans jafnframt verða bæjarstjóraefni flokksins. Ungur og framúrskarandi dugmikill núverandi forseti bæjarstjórnar, Jónmundur Guðmarsson, hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið. Það er mikið fagnaðar- efni öllum þeim sem fylgst hafa með bæjarmálum á undanförnum árum. Sem formaður skólanefndar hefur hann leitt hið mikla og jákvæða skólastarf bæjarins. Sem bæj- arfulltrúi hefur hann sett sig inn í þau fjölmörgu mál sem koma til kasta á þeim vettvangi. Eitt af þeim eru málefni aldraðra. Þar er honum heiður að hafa tryggt, ásamt öðrum bæjarfulltrúum meirihlutans, að byggingarreit í landi Ness var út- hlutað til hjúkrunarheimilis fyrir aldraða og sjúka Seltirninga. Þessi ákvörðum ber vitni um réttsýni, ein- urð og kjark. Þarf frekari vitna við? Tryggjum Jónmundi fyrsta sætið í dag, það yrði gæfuspor. Jónmundur – sannur baráttu- og drengskap- armaður Magnús Erlendsson, fyrrv. forseti bæj- arstjórnar Seltjarnarnes, skrifar: Magnús Erlendsson  Meira á netinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.