Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.11.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „HANA verðum við að kjósa,“ var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði að Ásgerður Halldórsdóttir gæfi kost á sér í fyrsta sæti fyrir bæj- arstjórnarkosningar næsta vor. Af þeim sökum er mér það einstaklega ljúft að hvetja alla sem kjósa í prófkjöri sjálfstæð- ismanna á Seltjarn- arnesi í dag að veita Ásgerði stuðning sem okkar bæj- arstjórnarefni. Ástæða þess að ég styð eindregið Ásgerði í fyrsta sæti er einföld. Ég hef ekki aðeins reynt Ásgerði að fjölda þarfra verka í þágu bæj- arfélagsins. Ásgerður lætur verkin tala og þau eru hvorki fá né smá, hvort heldur litið er til stjórnmála, fé- lagsmála eða íþrótta- og æskulýðs- mála, svo dæmi séu nefnd. Eins og gefur að skilja, er útsjón- arsemi og ábyrg fjármálastjórn frum- forsenda þess að málum verði komið á skrið. Einn helsti styrkur Ásgerðar liggur einmitt á þessu sviði. Það eru því ekki aðeins verkin sem mæla með Ásgerði í fyrsta sæti, held- ur fyrst og síðast hún sjálf. Fylkjum liði um Ásgerði! Þorkell Helgason atvinnurekandi skrifar: Þorkell Helgason  Meira á netinu AÐ ÁSGERÐUR Halldórsdóttir hafi gefið kost á sér í fyrsta sæti til bæjarstjórnar er, að mínu mati, mikill fengur fyrir okkur Seltirninga. Þarna er á ferð ein- staklega vönduð kona, sem heillar auðveldlega þá sem hún kynnist með dugnaði sínum og þor. Fáum get ég treyst betur til þessa vandasama starfs en Ásgerði Halldórsdóttur. Þau fjölmörgu trúnaðarstörf sem hún hefur leyst óaðfinnanlega af hendi á undanförnum 15 árum, sýna það og sanna, að Ásgerður hefur allt til brunns að bera sem prýða þarf farsælan stjórnanda. Ástæða þess að sumum farast erfið og vandasöm stjórnunarstörf auðveldar úr hendi en öðrum, er eðli málsins vegna ekki auðfundin. Hvað Ásgerði varðar, held ég þó að hárfín geta hennar til að greina hismið frá kjarnanum, ásamt ein- stökum hæfileika til að laða fólk til samstarfs við sig, geri gæfu- muninn. Gagnvart mér ríkir því enginn vafi á því að Ásgerður er kjörin sem næsti bæjarstjóri Sel- tjarnarness. Kjósum Ásgerði sem bæjarstjóra Margrét Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri skrifar: Margrét Kristjánsdóttir  Meira á netinu JÓNMUNDUR Guðmarsson, stjórnmálafræðingur og forseti bæj- arstjórnar, gefur nú kost á sér í fyrsta sæti listans. Þar er á ferðinni ein- stakur hæfi- leikamaður, sem hef- ur þrátt fyrir ungan aldur aflað sér víð- tækrar reynslu, sem ómetanleg er í for- ystustörfum á sviði stjórnmála. Þar fer saman traust menntun, fjölbreytt reynsla af stjórnunarstörfum, bæði úr opinbera geiranum og einka- rekstri, og síðast en ekki síst víðtæk þekking á stjórnmálum, bæði sveit- arstjórnamálum og landsmálum. Hann hefur starfað sem deild- arstjóri í menntamálaráðuneytinu, aðstoðarmaður menntamálaráð- herra, framkvæmdastjóri hugbún- aðarfyrirtækis í alþjóðlegu sam- keppnisumhverfi og nú að undanförnu sem fjárfestingastjóri Íslenska hugbúnaðarsjóðsins. Á kjörtímabilinu, sem nú er að líða, hefur hann verið bæjarfulltrúi, for- maður í mikilvægum nefndum á veg- um bæjarins og nú að undanförnu forseti bæjarstjórnar. Það er vart hægt að hugsa sér betri undirbúning og bakgrunn fyrir ungan mann til forystustarfa í stjórnmálum. Ég skora á Seltirninga að veita honum góðan stuðning í fyrsta sætið í prófkjörinu í dag. Jónmund í fyrsta sætið Brynhildur Þorgeirsdóttir viðskiptafræðingur skrifar: Brynhildur Þorgeirsdóttir  Meira á netinu AUGLÝSINGAR og málflutn- ingur Ásgerðar og hennar stuðn- ingsmanna um að Seltirningar séu með því að kjósa hana að velja næsta bæjarstjóra er al- rangur. Verið er að velja fólk í framboð til næstu sveit- arstjórnarkosninga. Kjósendur eru ekki eyrnarmerktar roll- ur í réttum. Ég hef stutt Sjálfstæðisflokkinn hér um áratuga skeið, en ef hann fer að telja mig eign sína áskil ég mér þau mannréttindi að skipta um skoðun. Svona hroki gerir illt og fer fyrir brjóstið á flestum. Sjálf- stæðisflokkurinn á ekki neinn held- ur fær hann umbun fyrir frammi- stöðu sína sem hefur verið góð á síðustu árum. Hastarlegt er að þurfa að minna frambjóðandann á þessa sjálfsögðu staðreynd. Svona málflutningur er varasamur og vel ég því hinn frambjóðandann, Jón- mund Guðmarsson, sem er aðeins frambjóðandi í prófkjöri og telur sig þurfa að vinna fyrir bæj- arstjórastarfinu. Seltirningar eru ekki að velja bæjarstjóra Erlendur Á. Garðarsson, markaðsstjóri og sjálfstæðismaður á Seltjarnarnesi, skrifar: Erlendur Á. Garðarsson ÁSGERÐUR Halldórsdóttir á að baki glæstan feril innan íþrótta, stjórnmála og æskulýðs- og félagsmála. Enn á ný lætur hún að sér kveða og í þetta sinn í prófkjöri sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi sem fram fer í dag. Verkin tala fyrir Ásgerði. Það er engin tilviljun að starf sjálfstæðisfélagsins á Sel- tjarnarnesi var aldrei virkara en einmitt þegar Ásgerður gegndi þar formennsku, sem gaf m.a. af sér að sjálfstæðismenn bættu við sig einum bæjarfulltrúa í for- mennskutíð hennar. Og það er heldur engin tilviljun að hún var valin til þess vandasama verks að leiða kjördæmaráð Sjálfstæð- isflokksins í hinu nýja Suðvest- urkjördæmi í gegnum fyrstu starfsár þess. Þegar vandasöm trúnaðarstörf eru annars vegar treystum við Ásgerði. Það er því engin tilviljun að við styðjum Ás- gerði í fyrsta sætið. Verkin tala fyrir Ásgerði í fyrsta sæti! Hildur Jónsdóttir landfræðingur skrifar: Hildur Jónsdóttir  Meira á netinu Í DAG fer fram opið prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarn- arnesi. Fyrir bæjarbúa, jafnt flokks- bundna sjálfstæð- ismenn og ekki síður óflokksbundna, skiptir miklu máli að geta haft áhrif á hvaða einstaklingar veljast til forystu í bæjarmálunum. Reynslu, þekk- ingu, stefnufestu, heiðarleika og traust tel ég mik- ilvæga eiginleika. Fyrir leiðtoga er einnig nauðsynlegt að geta tekið yf- irvegaðar og rökstuddar ákvarðanir með langtímahagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Kynni mín af Jón- mundi Guðmarssyni hafa sannfært Jónmund til forystu á Seltjarnarnesi Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari skrifar: Auður Hafsteinsdóttir mig um að hann er þessum kostum búinn og réttur maður til að skipa efsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins. Jónmundur hefur fjölbreytta starfsreynslu og góða menntun sem hann hlaut bæði hérlendis og erlend- is. Jónmundur hefur verið virkur þátttakandi í bæjarmálum á Sel- tjarnarnesi og setið í bæjarstjórn á kjörtímabilinu sem nú er að líða. Hann er kraftmikill baráttumaður, sem þorir að standa við sannfæringu sína, en á jafnframt gott með að ná til kjósenda og ávinnur sér traust þeirra með sanngirni og málefna- legum málflutningi. Hið sama á við um störf hans í bæjarstjórn, þar sem hann hefur óhikað tekið að sér mik- ilvæg og stundum erfið verkefni og jafnan leyst þau vel af hendi. Ég skora því á Seltirninga að tryggja örugga kosningu Jónmund- ar í 1. sæti listans í dag og þar með að hæfileikar hans nýtist bæj- arbúum á sem bestan hátt. Í DAG, laugardag, er opið prófkjör hjá Sjálf- stæðisflokknum á Sel- tjarnarnesi. Í prófkjörinu veljum við þá einstaklinga sem koma til með að skipa framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í sveit- arstjórnarkosningum á vori komandi. Ljóst er að nokkrar breytingar munu verða á listanum frá núverandi kjör- tímabili þar sem þrír af fimm bæjarfulltrúum gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu og því ríður á að vanda valið og hugsa vel hverjum við treystum best til að stjórna bæjar- félaginu. Ég hvet því sem flesta Sel- tirninga til að taka þátt í að velja framtíðarstjórnendur bæjarfélags- ins því í prófkjörinu er hægt að hafa bein áhrif á hverjir veljast til verks- ins. Það eru sem betur fer flestöll málefni í nokkuð góðum farvegi á Seltjarnarnesinu og öll viljum við halda þeim stöðugleika sem ríkt hef- ur í sveitarfélaginu. Engu að síður eru nokkur málefni sem liggja fyrir á næsta kjörtímabili, Hrólfsskálamelar, síðasta bygging- arsvæði á nesinu, verður byggt upp, fyrir liggur ákvörðun um að reist verði hjúkrunarheimili, bygging nýs knattspyrnuvallar er á teikniborðinu og svo eru skólamálin, sem eru stærsti liður á fjárhagsáætlun bæj- arins, áframhaldandi uppbygging og skipulag þjónustu innan skólanna sem unnið er að eftir að rekstur þeirra fluttist til sveitarfélagsins. Það er óhjákvæmilegt að prófkjörum fylgi barátta um sæti og ekki síst núna þegar verið er að skipta um forystumann á listanum sem ekki hefur verið gert í lang- an tíma. Það liggur fyrir að nýr bæjarstjóri mun taka við á næsta kjör- tímabili og væntanlega ræðst val nýs bæjar- stjóra af því hver verð- ur í fyrsta sæti í próf- kjörinu nú á laugardag. Tveir hæfir einstak- lingar bjóða sig fram í 1. sæti að þessu sinni og ég ætla ekki að dæma hér en ljóst er að báðir einstaklingarnir eru vel hæfir. Auðvitað er hart barist eins og óhjákvæmilega vill verða þegar prófkjör eru og stuðnings- menn frambjóðenda skiptast í fylk- ingar. Þetta er líkt og á íþróttaleik- vangi þar fólk skiptist í fylkingar og styður og hvetur sitt lið. En við skulum ekki gleyma því að kapp er best með forsjá og það á við í þessum efnum. Gleymum því ekki að eftir að prófkjöri er lokið þurfum við að slíðra sverðin og fylkja okkur saman að nýju um framboðslista Sjálfstæðisflokksins, standa saman sterk á eftir og styðja við bakið á þeim frambjóðendum sem valist hafa til að skipa listann. Tökumst á með- an á leik stendur, það er eðlilegt, en gerum það þannig að allir geti sáttir setið á eftir og við stöndum stolt og keik með sterkan framboðslista sem mun leiða Sjálfstæðisflokkinn til sig- urs í kosningum í vor. Stöndum saman Sigrún Edda Jónsdóttir Prófkjör Gleymum því ekki, segir Sigrún Edda Jónsdóttir, að eftir að prófkjöri er lokið þurfum við að slíðra sverðin og fylkja okkur saman að nýju. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram í 3. sæti í komandi prófkjöri. SELTIRNINGAR búa að bæjarfélagi sem er meðal þess fremsta í sinni röð. Ástæðuna má rekja til þess að þótt við séum meðal þeirra smæstu á höfuðborgarsvæðinu er efnahagur Seltjarn- arneskaupstaðar traustur og útsvar með því lægsta sem gerist. Engu að síður er bærinn í farar- broddi hvað varðar fé- lagslega þjónustu og málefnum unga fólks- ins er sinnt af krafti og dugnaði, meðal annars með ósérhlífnu starfi foreldra og forráðamanna. Einstök aðstaða okkar Styrkur okkar felst, þegar betur er að gáð, í stærðinni. Við búum við þá einstöku aðstöðu að bæjarfélag- ið getur fylgt náið eftir þjónustu- hlutverki sínu. Við erum hvorki of stór til að einstaklingurinn týnist né of smá til að standa ekki fjár- hagslega undir okkur. Það er að mínu mati eitt mikilvægasta hlut- verk hverrar bæjarstjórnar, að hún sinni af fullri alvöru og alúð þörfum íbúanna, allt frá viðburðaríkum æskuárum og viðkvæmum ung- lingsárum, að ævikvöldi hvers og eins. Eitt brýnasta verkefni okkar í dag er því að reisa hjúkrunarheim- ili fyrir Seltirninga, en heilsugæsla og þjón- usta við eldri borgara eru dæmi um mála- flokka sem vega sífellt þyngra á vettvangi bæjarmálanna. En þetta mikilvæga verk- efni er jafnframt sígilt dæmi um skipulags- mál sem sveitarfélag verður að vinna að í samvinnu og sátt við íbúana. Það kemur að mínu mati ekki til álita að ganga frekar á græn útivistarsvæði Nessins, nema um það ríki sátt meðal Seltirn- inga, og verður af þeim sökum að gaumgæfa vel hvaða aðrir kostir eru í stöðunni. Í mínum huga snýst þetta mál ekki um hvort við byggj- um hjúkrunarheimili, heldur hvar við veljum því stað og um það stað- arval verður að ríkja sátt, sér í lagi á meðal eldri bæjarbúa. Gildi forvarnastarfs aldrei meira Annað afar brýnt verkefn snýr að skólamálum ásamt æskulýðs- og íþróttamálum. Skólarnir, jafnt grunnskóli sem leikskóli, gegna sí- fellt viðmeira hlutverki umfram grunnþátt menntunarinnar. Mikil- vægi forvarnastarfs af ýmsum toga eykst jafnframt hröðum skrefum, og með því að tengja starfsemi grunnskólans betur t.a.m. tónlist- arkennslu og íþróttaiðkun má auka til muna ekki aðeins forvarnagildi skyldunámsins, heldur einnig þá menntun sem börnin okkar búa að til framtíðar. Eftirsóknarvert og fjöl- skylduvænt bæjarfélag Prófkjör sjálfstæðismanna á Sel- tjarnarnesi fyrir komandi bæjar- stjórnarkosningar gefur okkur kærkomið tækifæri til að líta fram á veginn um leið og við veltum þeirri spurningu fyrir okkur, hvernig við viljum sjá bæjarfélagið okkar þróast í nánustu framtíð. Sjálf er ég þeirrar skoðunar okkar bíði mörg brýn verkefni, svo að Seltjarnarnes haldi stöðu sinni sem eftirsóknar- vert og fjölskylduvænt bæjarfélag. Gerum gott betra! Ásgerður Halldórsdóttir Prófkjör Það er að mínu mati eitt mikilvægasta hlutverk hverrar bæjarstjórnar, segir Ásgerður Hall- dórsdóttir, að hún sinni af fullri alvöru og alúð þörfum íbúanna. Höfundur er viðskiptafræðingur og gefur kost á sér í 1. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins á Seltjarnarnesi. FRAMUNDAN eru þáttaskil í stjórnmálum á Seltjarnarnesi þegar sjálfstæðismenn velja sér nýjan for- ystumann í stað Sig- urgeirs Sigurðs- sonar bæjarstjóra. Jónmundur Guð- marsson kom fyrst fram á sjónarsvið bæjarmála í kosn- ingunum 1998. Hann vakti þá athygli mína fyrir skýra hugsun og örugga fram- setningu á skoðunum. Seltjarnarnes þarf á slíkum forystumanni að halda ef áfram á að takast vel til með stjórnun bæjarins. Fylgismenn Ásgerðar Halldórs- dóttur hafa reynt að gera staðsetn- ingu hjúkrunarheimilis á Seltjarn- arnesi að ágreiningsmáli í þessu prófkjöri. Staðreyndin er sú að um það mál er enginn teljandi ágrein- ingur. Bæði Jónmundur og Ásgerð- ur vilja hjúkrunarheimili, en Ás- gerður hefur sagt opinberlega að hún muni láta fulltrúaráð Sjálfstæð- isflokksins ráða staðsetningu þess. Um þetta mál verður hins vegar að skapast víðtæk sátt. Ég treysti Jón- mundi mjög vel til að standa að op- inni og uppbyggilegri umræðu um málið og leiða það til lykta á farsæl- an hátt. Jónmund í forystu Steinn Jónsson læknir skrifar: Steinn Jónsson  Meira á netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.