Morgunblaðið - 03.11.2001, Síða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2001 41
Þegar ég var lítil
stelpa spurði ég ömmu
mína af hverju hún
væri kölluð Stella þar
sem hún héti Helena. Hún sagði að
pabbi hennar hefði alltaf kallað sig
litlu stjörnuna sína og að stella þýddi
stjarna. Stellu nafnið festist svo við
ömmu, sem bar það nafn með rentu.
Hún var alltaf svo sæt og fín og betri
ömmu var ekki hægt að hugsa sér.
Hún vakti aðdáun fólks hvar sem
hún kom enda tignarleg og flott með
eindæmum.
Hún var mjög örlát og gjafmild og
aldrei fór maður svangur heiman frá
henni. Henni tókst alltaf að töfra
fram veisluborð, fullt af kökum og
góðgæti, þótt hún ætti ekkert frekar
von á gestum. Einu sinni fórum við
systurnar með afa að gefa öndunum
brauð. Við keyptum líka brauð fyrir
ömmu sem beið heima. Á leiðinni
heim til hennar byrjuðum við að
kroppa innan úr brauðinu, það var
HELENA G.
ZOËGA
✝ Helena Geirs-dóttir Zoëga
fæddist í Reykjavík
12. júní 1920. Hún
varð bráðkvödd á
heimili sínu í Hæðar-
garði 20 í Reykjavík
22. október síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Fossvogskirkju 2.
nóvember.
svo gott svona heitt og
nýtt. Þegar amma fékk
svo brauðið og ætlaði
að skera það lagðist
það saman því ekkert
var innvolsið. Hún
þóttist nú ekki
skemmta sér mikið þá
og fannst þetta ekki
nærri eins fyndið og
okkur hinum, en
nokkru seinna fór hún
að rifja upp þennan at-
burð og hló mikið að.
Amma Stella vann í
Skóbúðinni á Lauga-
vegi 100. Þangað heim-
sótti ég hana alltaf ef ég var í bæn-
um. Og alltaf var hún búin að lauma
smáaur í vasann þegar ég kom út á
götu aftur. Amma heilsaði alltaf og
kvaddi með kossi á báðar kinnar,
brosi og fallegum orðum.
Hún elskaði sumarbústaðinn
þeirra afa þar sem þau dvöldu mjög
oft. Þá fóru þau út á bát að veiða,
voru í fallega garðinum sínum eða
dyttuðu að sumarbústaðnum. Það
var alltaf mjög gestkvæmt hjá þeim
enda fengu allir sem þangað komu,
góðar og hlýjar móttökur. Hvort
sem það voru dýr eða menn fengu
allir kökur. Amma var sérstaklega
mikill vinur máríuerlunnar og skóg-
arþrastarins, sem voru í fullu fæði
hjá henni í sveitinni. Ef mávurinn
ætlaði að fá sér bita líka þá var
amma komin út og rak hann í burtu.
Þar sem foreldrar mínir eiga sum-
arbústað við hliðina á ömmu og afa,
fórum við mjög oft til þeirra. Alltaf
um leið og við komum upp eftir var
farið yfir til ömmu og afa til að kyssa
og heilsa upp á þau. Þetta var orðinn
fastur liður hjá okkur fullorðna fólk-
inu og börnunum. Þegar ég byrjaði
að vera með manninum mínum tóku
amma og afi honum mjög vel. Ég var
búin að vara nýja kærastann við,
hann yrði að vera prúður og vand-
virkur í orðavali því ekki mátti segja
eitthvað dónalegt eða ljótt í eyru
ömmu Stellu. Það átti bara ekki við
þessa virðulegu konu. En eftir þessi
ellefu ár okkar hjóna hefur nú ým-
islegt verið látið flakka. Og amma
tók öllu vel. 12. júní síðastliðinn, á af-
mælisdegi ömmu Stellu, veiktist hún
og var lögð inn á spítala. Hún lá á
spítala í nokkra daga og fannst
hræðilegt að starfsfólk spítalans
þyrfti að hafa fyrir henni. Hún gat
ekki hugsað sér að vera byrði ein-
hvers. Hún kvartaði aldrei þótt hún
fyndi fyrir verkjum eða liði illa. En
hún komst á ról á ný og hresstist
mjög fljótt. Kvöldið áður en amma
Stella dó bauð Anna dóttir hennar
fjölskyldunni í síðbúið afmæliskaffi
og erum við glöð fyrir að hafa notið
þessarar stundar saman. Svo
skyndilega, þegar enginn bjóst við
því, fór amma á spítala aftur og lést
sama kvöld. Hún skín nú á himninum
og ég veit að hún er fallegasta stjarn-
an þar eins og hún var þegar hún var
hér með okkur. Elsku afi, mamma,
Lóló, Anna og fjölskyldur, megi góð-
ur guð geyma ykkur og styrkja í
sorginni.
Hildur, Ólafur, Eygló Dögg
og Selma Rut.
Elsku Stella. Það er erfitt að
sætta sig við að þú ert horfin frá okk-
ur, þú þessi fallega og hjartahlýja
kona.
Stella og Ernst byggðu sumarbú-
stað í landi okkar, Grjóteyri við Með-
alfellsvatn, fyrir um það bil 30 árum.
Alveg frá fyrsta degi, hefur sam-
bandið við þau hjón verið einstakt.
Betri manneskjur er varla hægt að
hugsa sér, velvildin og góðmennskan
hefur verið með eindæmum í garð
okkar allra. Þau hjónin hafa verið
ákaflega natin við bústaðinn sinn og
hafa m.a. ræktað heilmikinn skóg
allt í kring. Dugnaðurinn og eljan við
gróðurinn hefur skilað sér í mikilli
grósku. Heimsóknir í bústaðinn voru
alltaf yndislegar, alltaf jafn hlýlega
tekið á móti okkur og gestrisnin
engu lík. Þau hjón hafa verið börnum
okkar ákaflega góð og börnin hafa
talað um að þau gætu eins verið
amma þeirra og afi. Við eigum öll eft-
ir að sakna Stellu en minningin um
hana lifir í hjörtum okkar allra.
Elsku hjartans Ernst, við vottum
þér okkar dýpstu samúð og megi all-
ar fallegu minningarnar um yndis-
lega konu styðja þig og styrkja í
söknuði þínum. Við vottum fjölskyld-
unni allri samúð okkar. Guð geymi
þig Stella.
Kristján, Hildur og fjölskylda.
Mig langar að minnast vinkonu
minnar Stellu með nokkrum línum.
Þegar foreldrar mínir færðu mér
þær fréttir að Stella væri látin var
mér brugðið. Stella hafði verið í huga
mínum deginum áður eða um það
leyti sem hún lést. Stella var ein sú
fallegasta og besta kona sem ég hef
þekkt. Það tókst sérstakur og inni-
legur vinskapur með okkur Stellu
þegar ég var barn og hann hefur
sannarlega haldist alla tíð þrátt fyrir
45 ára aldursmun. Við Stella áttum
margt sameiginlegt, báðar miklir
náttúruunnendur og leið okkur
hvergi betur en í Kjósinni. Einnig
áttum við saman hest um tíma sem
við kölluðum Ernst. Stella var hreint
út sagt einstök kona. Góðvildin, um-
hyggjan og kærleikurinn geislaði frá
henni og faðmlagið var þétt og inni-
legt. Ég trúði Stellu fyrir mínum
leyndarmálum á æsku- og unglings-
árunum og það veganesti er hún
færði mér hefur sannarlega nýst
mér vel. Ég á eftir að sakna þess að
horfa á eftir þeim hjónum fara sam-
an út á vatn til veiða, fylgjast með
þeim í humátt og sjá þau koma að
landi. Það var ótrúlegt hvað þau gátu
siglt um vatnið fram og til baka og
augljóst að samband þeirra Stellu og
Ernst var mjög sérstakt.
Elsku Ernst. Missir þinn er mikill.
Þú hefur misst yndislega eiginkonu
og kæran vin. Ég mun áfram fylgjast
með þér í humátt á vatninu sigla
bátnum þínum Stellu.
Ég mun varðveita minningar mín-
ar um Stellu og yndislegt bros henn-
ar um ókomin ár. Guð styrki þig og
varðveiti, elsku Ernst.
Sofðu rótt, elsku Stella.
Rebekka.
Mig langar að
minnast hér elskulegs
tengdaföður míns í
nokkrum orðum. Þau
tíu ár sem okkar
kynni vöruðu tókust með okkur
góð tengsl og vinskapur, enda var
Ólafur Daðason þeirrar gerðar að
annaðhvort tók hann fólki eða
ekki.
Hann var maður sem bar mikla
virðingu og reisn og var vandaður
í hvívetna. Hann vildi hafa reglu á
hlutunum, gera réttu hlutina og
gera þá rétt. Hann hugsaði um
heilsuna, líkamsrækt og mataræði
löngu áður en það komst í tísku
enda tággrannur og teinréttur allt
til hins síðasta. Þannig stundaði
hann sundlaugarnar svo ekki féll
dagur úr þar til hann fór að kenna
sér sjúkleika á síðasta ári, þá 94
ára gamall. Útivist og fjallgöngur
stundaði hann einnig meðan heils-
an leyfði og langt fram yfir nírætt.
Í mínum huga verður minning
hans ekki síst tengd Börmum í
Reykhólasveit en þar vann hann
að uppbyggingu gamla bæjarins,
gróðursetningu og síðar viðhaldi
ásamt Jóni syni sínum og hans
fjölskyldu þau þrjátíu ár sem það
uppbyggingarstarf hefur staðið.
Þar á hann mörg handtökin sem
bera vitni snyrtimennsku hans, al-
ÓLAFUR
DAÐASON
✝ Ólafur Daðasonfæddist á Narf-
eyri á Skógarströnd
7. maí 1906. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans,
Landakoti, 25. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Áskirkju 2. nóv-
ember.
úð og natni sem kom
fram bæði í smáu og
stóru. Þar átti hann
dvöl með okkur hjón-
um á hverju sumri
enda hafði hann, eins
og við, tekið ástfóstri
við staðinn og sl. sum-
ar fylgdist hann með
því sem þar var gert
þótt úr fjarlægð væri.
Samvera okkar þar
fyrir vestan var mér
mikils virði og dýr-
mæt minning.
Tengdapabbi var mik-
ill sögumaður og sagði
líflega frá og lék jafnvel frásögn-
ina þegar sá gállinn var á honum.
Hann sagði mér frá veru sinni í
Elliðaey við refarækt snemma á
öldinni, hve straumarnir voru
sterkir milli eyja og þurfti að sæta
lagi og taka á árunum þegar róið
var til fiskjar á Breiðafirðinum og
frá því þegar hann kom ungur til
Reykjavíkur til að mennta sig í iðn
sinni, fátækur sveitapiltur og að
hluta upp á góðvild annarra kom-
inn. Það hentaði honum ekki og
hefur sjálfsagt mótað hann fyrir
lífstíð. Enda stofnaði hann sitt eig-
ið fyrirtæki í bólstrun svo fljótt
sem hann gat og vann sjálfstætt
alla tíð upp frá því. Saga hans og
lífshlaup er um margt dæmigerð
fyrir aldamótakynslóðina sem nú
er að hverfa en um leið sérstök og
einstök. Enda var hann einstakur
maður.
Blessuð sé minning Ólafs Daða-
sonar.
Birna Sigurjónsdóttir.
„Allir hlutir koma fram í til-
vistina, og menn sjá þá hverfa aft-
ur. Eftir blóma ævinnar fer hvað-
eina aftur til upphafsins.
Að hverfa aftur til upphafsins er
friðurinn; það er að hafa náð tak-
marki tilvistar sinnar.“ (Lao-Tse.)
Ólafur og Guðný, Guðný og
Ólafur, afi og amma, amma og afi.
Nú eruð þið bæði farin. Þið skiljið
eftir tómarúm sem ég reyni að
fylla með minningarbrotum:
Amma að baka heimsins bestu
pönnukökur, amma fótboltaaðdá-
andi, amma sígefandi.
Afi þolinmóði sem kenndi mér
að lesa, að spila, að tefla, að meta
bókmenntir og listir. Afi fríski, sís-
yndandi, gangandi, eilífur.
„Þó þekkir eilífðin í ykkur eilífð
lífsins og veit, að dagurinn í gær
er aðeins minning dagsins í dag og
morgundagurinn draumur hans.“
(Kahlil Gibran.)
Ef til vill hittumst við aftur, ein-
hvern tímann, einhvers staðar. Það
er einhven veginn bærilegra að
hugsa til þess. Þangað til þakka ég
ykkur samverustundir, stuðning
og umhyggju sem var mikil og
dýrmæt.
Maðurinn minn, Hubert, og
börnin mín, Lea og Matthías, eru
einnig afar sorgmædd vegna frá-
falls langafa, sem og tengdafor-
eldrar mínir, Daniele og Gerard.
Ólöf Ýr.
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
! " ! " # $%
& '
#
()!*)!++,$,),-..!)
/ /
0&12 34
/
!
25
1 5 &5 #0 5 5 +'5 #
2 $ %
/,
-)56*6 !!!
-&%
&'( ( )
5 5 - 7/&& 5')0% 50
, $0& /&& & $'/&&
+ /&& 8
9 /&& /&&:&0)0%
&2 ' 5"
!-,5$,). *+
,*,
$;)5<=/",-..!)
, &0 & $ 0&>
)0%
1
'
-
'
. //0
5%&$'5 & ! 5 ?&0 5 & $
(0&@
&<'5 & 5 ) A & 2 2 '